Morgunblaðið - 18.09.2018, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 18.09.2018, Qupperneq 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2018 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Þetta kom skemmtilega á óvart, ég átti ekki von á að ég yrði með fleiri tónleika í Salnum,“ segir Helena Eyjólfsdóttir söngkona, sem tekur þátt í Tíbrártónleikaröð Salarins í Kópavogi með tónleikunum Í rökk- urró á fimmtudagskvöldið kemur. „Það er mikil vinna sem fylgir slíkum tónleikum og ég veit undir niðri að ég get þetta ennþá. Ekki skemmir hversu áhugasamir og hvetjandi strákarnir í hljómsveitinni eru,“ segir Helena en Karl Olgeirs- son sér um hljómsveitarstjórn og útsetningar auk þess að spila á harmonikku, orgel og píanó. Jón Rafnsson spilar á bassa og Stefán Már Magnússon á gítar og slag- verk. „Það er ekki verra að hafa Frið- rik Ómar með í söngnum og strengjakvartett með Matthíasi Stefánssyni og Hlín Erlendsdóttur á fiðlu, Laufeyju Pétursdóttur á víólu og Örnólfi Kristjánssyni á selló,“ segir Helena og tekur fram að ekki verði einblínt á lögin af disknum Helena sem kom út í lok árs 2016, en af honum muni hún taka a.m.k. „Glitra gullin ský“, „Rós“, „Lúka af mold“ og „Reykur“. Uppáhaldslögin í glænýjum útsetningum „Á tónleikunum verða flutt uppá- haldslögin mín í glænýjum útsetn- ingum Karls Olgeirssonar. Auðvitað tek ég „Í rökkurró“, það er bara til þess ætlast, og ekki ólíklegt að „Á skíðum skemmti ég mér“ gæti heyrst. Á tónleikunum syng ég einnig uppáhaldsdjasslögin mín og lög sem hafa fylgt mér í gegnum ár- in eins og „Gettu hver hún er“ og „Bel ami“,“ segir Helena sem tekur í fyrsta skipti þátt í Tíbrár- tónleikum. „Ég hef aldrei litið á mig sem klassískan söngvara en ég syng gömlu góðu klassísku lögin. Söng- ferillinn nær yfir 60 ár og ég er þakklát, 76 ára gömul, fyrir það hversu vel röddin heldur sér,“ segir Helena og bætir við að hún hafi allt- af hugað að heilsunni. „Ég geng á hverjum degi og huga að mataræðinu og það er gott þegar aldurinn færist yfir að hafa eitthvað fyrir stafni. Þegar fólk hættir á vinnumarkaði vilja dagarnir verða einsleitir. Það þurfa allir á tilbreyt- ingu í lífinu að halda og einhverju til að hlakka til,“ segir Helena sem fer fjótlega suður eins og hún orðar það til æfinga fyrir tónleikana í Salnum. Vilji, geta og eftirspurn Helena segir að tónlistin hafi gef- ið sér svo mikið að það sé eiginlega ekki hægt að lýsa því. Hún segist ætla að koma fram á meðan viljinn og getan sé fyrir hendi og ekki síður á meðan eftirspurn er eftir söng hennar. „Það á ágætlega við að halda tónleika undir nafninu Í rökk- urró þegar við erum að síga inn í rökkrið. Það myndi gleðja mig mjög að fylla Salinn,“ segir Helena og bendir á að enn sé hægt að tryggja sér miða á tónleikana í Salnum 20. september. „Sígum inn í rökkrið“ Gefandi Söngkonan Helena Eyjólfsdóttir syngur í Salnum á fimmtudag og segir að tónlistin hafi gefið henni svo mikið að því sé ekki hægt að lýsa.  Helena í fyrsta sinn á Tíbrá  Átti ekki von á fleiri tónleikum í Salnum Fimmtánda Alþjóðlega kvik- myndahátíðin í Reykjavík, RIFF, hefst fimmtudaginn 27. september, með sýningu á Donbass eftir Sergei Loznitsa. Kvikmyndaveislan stend- ur yfir í ellefu daga og lýkur 7. októ- ber með sýningu á verðlaunamynd- um hátíðarinnar. Að vanda verður öllu tjaldað til og raunar óvenju- miklu í tilefni af 15 ára afmæli hátíð- arinnar. Á blaðamannafundi RIFF kom fram að flestar myndirnar væru splunkunýjar, sumar nýlega heims- frumsýndar í Cannes, Feneyjum og Torontó, og spegluðu það besta í al- þjóðlegri kvikmyndagerð. Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi hátíðarinnar, upplýsti m.a. að sam- tals yrðu sýndar hátt í 70 myndir frá meira en 30 löndum í fullri lengd, bæði leiknar myndir og heim- ildamyndir auk fjölda stuttmynda. Á annað hundrað erlendir gestir úr kvikmyndaheiminum eru vænt- anlegir til að kynna verk sín eða taka þátt í íslenskum Bransadögum og Talent Lab-smiðjunni sem haldin er samhliða. Að sögn Hrannar er mark- mið hátíðarinnar m.a. að miðla kvik- myndum af öllu tagi og í rauninni öllu litrófi mannlegra tilfinninga, eins og hún kemst að orði, og efna um leið til umræðu um mannréttindi og ýmis samfélagsmál. „Myndirnar eru um allt milli himins og jarðar og hátíðin fjölbreytt og sólrík, en jafn- framt skuggaleg,“ segir hún. Meðal mynda á RIFF eru 3 Fa- ces, sem vann keppnina um besta handritið og keppti um Gullpálmann í Cannes, Touch me not með Tómasi Lemarquis í burðarhlutverki, en myndin hreppti Gullbjörninn, að- alverðlaunin á Berlinale. Sérstöku sjónarhorni verður beint að mynd- um frá Eystrasaltslöndunum, eink- um myndum litháíska kvikmynda- gerðarmannsins Jonas Mekas og Lailu Palina frá Lettlandi, sem verða heiðursgestir hátíðarinnar ásamt danska leikaranum Mads Mikkelson, Sergei Loznitsa og Shai- lene Woodley. Sýningar verða aðallega í Bíó Paradís, en boðið upp á nokkrar sér- sýningar í Sundhöll Reykjavíkur og Loft hostel. Raunar verður dagskrá RIFF á fleygiferð úti um alla borg, t.d. á bókasöfnum og í strætisvagni. Einnig verða sýningar á Ísafirði, Egilsstöðum og víðar. Á RIFF verður boðið upp á fjölda viðburða, t.d. Sci-fi költmyndina The Fifth Element, sem sýnd verður í Sundhöllinni, kvikmyndaknæpugátu undir stjórn Hugleiks Dagsonar og marga fleiri. vjon@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Dagskráin kynnt F.v. Börkur Gunnarsson kynningarstjóri, Guðrún Helga Jónasdóttir, verkefnastjóri Bransadaga og heimildamynda, Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, og Þórey Eva Einarsdóttir framleiðandi. Ellefu daga kvikmynda- veisla úti um alla borg  Donbass eftir Sergei Loznitsa opnunarmynd á RIFF Miðasala á RIFF er hafin á Hlemm- ur Square hotel. Hátíðarpassi og klippikort fást á tix.is og riff.is þar sem jafnframt eru ítarlegar upp- lýsingar um allar myndir og við- burði á hátíðinni. Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að dugmiklu fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð. Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana. Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is Hafðu samband í dag og byrjaðu launaða líkamsrækt strax á morgun. www.mbl.is/laushverfi Vantar þig aukapening? Þriðja hefti Tímarits Máls og menningar á árinu er komið í dreifingu en á kápu er listaverk eftir Þuríði Sig- urðardóttur, há- spennumastur á upphlut. Mynd- verkið tengist tvennu í ritinu, ljóði eftir Lindu Vil- hjálmsdóttur sem fjallkonan flutti á Austurvelli í sumar og hugleiðingu Andra Snæs Magnasonar út frá kvikmyndinni Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson. Af öðru efni má nefna lofgrein Sigurlínar Bjarn- eyjar um bókasöfn, umfjöllun Ás- dísar R. Magnúsdóttur um ævintýr- ið um Fríðu og Dýrið, frásögn kínverska íslenskukennarans Wang Shuhui af örlögum Nóru Ibsens í Kína, málsvörn Sigurðar Skúlason- ar fyrir William Shakespeare sem hann segir eiga undir högg að sækja í íslensku leikhúsi, frásögn Halldórs Guðmundssonar af heim- sókn Astrid Lindgren til Íslands, grein Bergljótar Soffíu Kristjáns- dóttur um sögulegar skáldsögur og afmælisgrein Kolbrúnar Halldórs- dóttur um nírætt BÍL. Þá er til að mynda í ritinu smá- saga eftir Sverri Norland, ljóð eftir Guðmund Andra Thorsson um at- burðina í Útey, prósaljóð um bóka- skipti eftir Hauk Þorgeirsson og viðtal Kristínar Ómarsdóttur við skáldkonuna Anne Carson. Fjölbreytilegt efni í nýju hefti TMM Anne Carson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.