Morgunblaðið - 18.09.2018, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2018
ICQC 2018-20
Tíska & förðun
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
–– Meira fyrir lesendur
Fjallað verður um tís
förðun, snyrtingu, fa
fylgihlutum auk umh
húðarinnar, dekur og
Sérblað um Tísku og förðun fylgir
Morgunblaðinu föstudaginn 5. október
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til mánudagsins 1. október
SÉRBLAÐ
Forsögulegur risahákarl aðgæða sér á strandgestumvið Sanya-flóa í Kína ergott bíó sem á meira en
lítið að þakka Steven Spielberg og
Ókindinni hans margfrægu. Og
samkvæmt Hollywood-formúlunni
„stærra er betra“ er hákarlinn svo
stór í The MEG að hann gæti étið
hvítháf Spielbergs í forrétt og væn-
an hval í aðalrétt. Já, hann er sann-
arlega hákarl í krapinu, svo vísað sé
í fyrirsögn þessarar gagnrýni en
hana á Arnar Tómas Valgeirsson,
stofnandi fésbókarhópsins Bylt fylki
sem helgaður er skondnum þýðing-
um á titlum kvikmynda og sjón-
varpsþátta. Hafi hann bestu þakkir
fyrir þessa snilldarlegu þýðingu á
The MEG. Um leið verð ég að biðja
son minn innilega afsökunar á að
hafa ekki notað hans fyrirsögn,
„Alveg einn, tveir og KJAMMS!“,
sem vissulega hefði líka átt vel við.
The MEG er eins mikil sumar-
mynd og sumarmyndir geta orðið:
Algjörlega glórulaus kjánagangur
með fullt af fínum hasar. Fólki er
ráðlagt að slökkva alveg á rökhugs-
uninni og fá sér stóran poka af
poppi. Í stuttu máli segir The MEG
af forsögulegum risahákarli, svo-
kölluðum megalodon sem er stærsti
hákarl sem vitað er um að hafi verið
til (í alvörunni, ekki bara kvikmynd-
inni), nánar tiltekið fyrir um 2,6
milljónum ára. Hákarl þessi kemur
upp úr kafinu þegar vísindamenn
taka að rannsaka áður óþekktar
dýptir hafsins og ræðst á rannsókn-
arfar sem okkar maður Ólafur Darri
Ólafsson situr fastur í ásamt tveim-
ur öðrum vísindamönnum. Hóp-
urinn sem stendur að baki rann-
sókninni þarf að kalla út eina
manninn í heiminum sem getur
bjargað fólki á svo miklu dýpi, sjálf-
an Jason Statham sem í myndinni
heitir því vinalega nafni Jónas. Jón-
as er tregur til eftir að hafa þurft að
fórna tveimur vinum sínum í þágu
fjöldans í öðrum björgunarleiðangri
en þar fékk hann einmitt að kynnast
ógnarkrafti megalodons. En þar
sem fyrrverandi eiginkona Jónasar,
Celeste, situr föst og slösuð á hafs-
botni með samstarfsmönnum sínum,
Veggnum og Toshi, getur hann ekki
annað en svarað kallinu. Jónas
bjargar Ólafi Darra og Celeste en
Toshi fórnar sér fyrir þau og endar
sem hákarlafóður. Svo óheppilega
vill til að með þessari björgunar-
aðgerð opnast hákarlinum leið upp
úr hyldýpinu og tekur þá við svaka-
leg barátta Jónasar og félaga við
risaskepnuna með tilheyrandi blóð-
baði og mannfalli. Inn í fléttast svo
dálítil ástarsaga því Jónas verður
skotinn í einum vísindamannanna,
hinni bráðsnjöllu Suyin Zhang.
Megalodon hefur líklega verið allt
að 20 metra langur og 40 tonn að
þyngd, að því er fram kemur á Vís-
indavefnum og í myndinni er hann
enn stærri eða 23 metrar. Skepnan
er prýðilega tölvuteiknuð og atriðin
þar sem hún étur báta, fólk, hvali og
hákarla eru vel gerð og oftar en
ekki spennandi þótt þau séu fyrir-
sjáanleg. Statham er fyrrverandi
dýfingameistari og keppti fyrir
hönd fósturjarðar sinnar, Bretlands,
í íþróttinni fyrir margt löngu, áður
en hann gerðist kvikmyndaleikari
og sundfimin leynir sér ekki hjá
kappanum. Statham hefur á ferli
sínum leikið nær eingöngu í has-
armyndum, sýnt glæsileg tilþrif í
bardagalistum en að þessu sinni
þarf hann að slást við hákarl og þá
duga engin hringspörk.
Statham er ekki mikill leikari en
hefur hins vegar einhvern sjarma
og oft er hann sprenghlægilegur í
The MEG, hvort sem það er viljandi
eða óviljandi og þá ekki síst í atrið-
um sem eiga að vera rómantísk en
eru í besta falli kjánaleg. Statham
er ógurlegur nagli en með blik í
auga sem segir manni að hann viti
alveg hvað myndirnar sem hann
leikur í eru kjánalegar. Þess vegna
virkar hann álíka vel í gam-
anmyndum og hlægilegum spennu-
myndum á borð við þessa og has-
armyndunum sem hann er
þekktastur fyrir.
Af öðrum leikurum The MEG er
Ólafur Darri Ólafsson sennilega sá
langhæfileikaríkasti (ólíklegt að aðr-
ir í leikarahópnum hafi t.d. leikið
Hamlet á sviði) og hann fær að
segja nokkrar setningar og sýna
skemmtileg tilþrif og þá sérstaklega
í seinasta atriðinu sem hann leikur
sem er óborganlegt. Ólafur Darri
skilar sínu vel en það sama verður
ekki sagt um leikarahópinn al-
mennt. Rainn Wilson, sem fólk ætti
að kannast við úr bandarískri út-
gáfu gamanþáttanna The Office, er
að vísu ágætur en sumir leikaranna
leika mjög illa, verður að segjst. Má
þar sérstaklega nefna taívanska
leikarann Winston Chao sem leikur
yfirmann djúpsjávarverkefnisins,
Chang. Hann er hlægilega lélegur.
Eins og getið var í inngangi er
kvikmyndin kínversk-bandarísk
framleiðsla og ber hún þess greini-
leg merki, m.a. í leikaravali og vali á
tökustöðum. Kostulegt lokaatriði
myndarinnar var tekið við strendur
borgarinnar Sanya í Kína og er
mjög í anda Ókindar Spielbergs.
Tugir aukaleikara svamla í sjónum
og flatmaga á litríkum vindsængum
í sumarblíðunni og á snekkju einni
eru brúðhjón í myndatöku. Smá-
hundur brúðarinnar, Pippi, tekur
upp á því að stinga sér til sunds og
fyrr en varir birtist ógurlegur bak-
uggi megalodons og nálgast með
ógnarhraða. Hundurinn ýlfrar, snýr
við og syndir eins og hann eigi lífið
að leysa í átta að snekkjunni. Brúð-
urin æpir eins og stunginn grís og
þessi barátta hunds og hákarls er
eitt fyndnasta atriði myndarinnar.
Og til frekari staðfestingar á því
hvers konar kvikmynd áhorfendur
voru að horfa á birtist undir blálok-
in orðið „fin“ sem getur bæði þýtt
„endir“ á frönsku og „uggi“ á ensku.
Þótt The MEG sé á heildina litið
illa leikin, hlægileg og handritið
sneisafullt af klisjum og óþörfum at-
riðum (t.d. einu sem þjónar þeim
eina tilgangi að sýna Statham beran
að ofan, nýkominn úr sturtu) er hún
bráðskemmtileg og hasaratriðin eru
vel úr garði gerð. Bleksvartur húm-
or lyftir henni upp fyrir miðju í ein-
kunnargjöf, úr tveimur og hálfri
stjörnu í þrjár.
Hákarl í krapinu
Hundasund Tíkin Kelly á stórleik í The MEG. Hún fer með hlutverk Pippi sem sést hér á flótta undan megalodon.
Sambíó Álfabakka og Egilshöll
The MEG bbbnn
Leikstjórn: John Turtletaub. Aðalleik-
arar: Jason Statham, Li Bingbing, Win-
ston Chao, Cliff Curtis, Ólafur Darri
Ólafsson, Jessica McNamee, Robert
Taylor, Rainn Wilson. Bandaríkin og
Kína, 2018. 113 mín.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR
Ábúðarfull Ólafur Darri Ólafsson með leikurunum Jason Statham, Winston
Chao og Li Bingbing í spaugilegu spennumyndinni The MEG.
Kvikmynd leikstjórans Baldvins Z,
Lof mér að falla, var tekjuhæsta
kvikmynd helgarinnar líkt og
helgina áður og sáu hana að þessu
sinni 7.116 manns. Næst henni kom
hryllingsspennumyndin The Preda-
tor sem um 3.300 manns sáu og á
hæla henni kom önnur hryllings-
mynd, The Nun, sem um 3.000 sáu.
Söngvamyndin Mamma Mia! Here
We Go Again nýtur enn vinsælda og
sáu hana rétt rúmlega þúsund
manns. Spaugilegu spennumyndina
The MEG, sem rýnt er í hér fyrir of-
an, sáu heldur færri, eða 620
manns.
Bíóaðsókn helgarinnar
Lof mér að falla vel sótt
Lof mér að falla 1 2
Predator (2018) Ný Ný
The Nun 2 2
Mamma Mia! Here We Go Again 3 9
Hotel Transylvania 3 7 10
The Meg 4 5
Ozzy 5 3
Crazy Rich Asians 8 4
The Incredibles 2 6 13
Mission Impossible – Fallout 9 7
Bíólistinn 14.–16. september 2018
Nr.
Var
síðast
Vikur
á listaKvikmynd
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Lof Kvikmyndin Lof mér að falla
hefur hlotið mikið lof og athygli.