Morgunblaðið - 18.09.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.09.2018, Blaðsíða 36
Á milli Hitlers og Stalíns. Mestu hörmungartímar Norðurlanda á 20. öld nefnist fyrirlestur sem Valur Gunnarsson flytur í dag kl. 12.05 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Um er að ræða fyrsta fyrirlestur haustsins á vegum Sagnfræðingafélags Íslands í sam- vinnu við Þjóðminjasafnið, en þema haustsins er hörmungar. Á milli Hitlers og Stal- íns á Þjóðminjasafninu ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 261. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. Pdf á mbl.is 6.173 kr. I-pad áskrift 6.173 kr. Eins og spennan og dramatíkin í 2. deild karla í knattspyrnu hafi ekki verið næg í sumar þá eykst hvort tveggja enn með dómi áfrýj- unardómstóls KSÍ í fyrradag vegna leiks Hugins og Völsungs frá 17. ágúst. Liðin eiga að leika að nýju á Seyðisfirði á morgun en ekki eru allir sáttir við þessa niðurstöðu í málinu. »4 Umdeildur úrskurður í kærumáli í 2. deild ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Afturelding og Selfoss eru með fullt hús stiga á toppi Olísdeildar karla í handknattleik, ásamt nýlið- um KA, eftir að annarri umferð deildarinnar lauk í gærkvöld. Aftur- elding náði að sigra ÍR í gríðarlega spennandi leik í Mosfellsbæ, 28:27, en Selfyssingar unnu Akureyri nokkuð örugglega fyrir norðan, 36:30. »4 Afturelding og Selfoss bæði með annan sigur Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Pysjutíðin stendur sem hæst um þessar mundir í Vestmannaeyjum og hafa margir Eyjamenn gert sér glað- an dag og bjargað pysjum. Karen Lynn Velas líffræðingur starfar í Vestmannaeyjum í sumar við að bjarga pysjum, þó á annan hátt en tíðkast í bæjarfélaginu. Hún hreinsar þær pysjur sem verða fyrir ýmsum óhreinindum, aðallega olíu og grút. „Þetta er mikið vandamál. Þær villast í bæinn og auðvitað tekur sam- félagið mjög vel á móti þeim en það er leiðindamál að þær verði óhreinar. Flestar þeirra finnast við höfnina.“ Karen var á landinu síðasta sumar í sömu erindagjörðum og stefnir á að koma á hverju sumri. Hún fékk þjálf- un í að þrífa dýrin hjá stofnun í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í að annast villt dýr sem verða fyrir skaða eða óhreinindum af völdum olíu. „Ég fór þar í þjálfun þegar olíulekinn varð í San Francisco árið 2007. Eftir það sneri ég mér að því að hreinsa pysjurnar hér í Vestmannaeyjum.“ Ferðamenn dragast að pysjunum Pysjunum skilar fólk til Sæheima þar sem þær eru vigtaðar. Í ár var slegið met í fjölda pysja sem skilað var inn á safnið, en þær eru orðnar fleiri en 5.000 . Ífyrra voru þær 4.865. Að sögn Margrétar Lilju Magnús- dóttur, safnstjóra Sæheima, hefur ferðamönnum fjölgað gríðarlega í pysjutíðinni. „Ég hef fengið margar bandarísk- ar fjölskyldur sem koma bara í pysjuleit,“ segir hún. Hún bætir við að eftir að bandaríska fréttastofan CBS News kom til Eyja og birti um- fjöllun um lundapysjur í apríl síðast- liðnum hafi ferðamönnunum fjölgað mikið. Erpur Snær Hansen, forstöðu- maður Náttúrustofu Suðurlands, segir pysjurnar hafi aldrei verið fleiri síðan 2003, þegar pysjueftirlitið hóf starfsemi. „Fáar pysjur hafa komist upp síð- an 2003 en það hafa verið miklar sveiflur í sumar. Þetta er þriðja árið í röð sem við fáum talsvert af pysjum. Það kom mikill fjöldi nýrra varpfugla í sumar samanborið við í fyrra en í byrjun klaks drapst helmingurinn af öllum ungunum á einni viku. Þeir voru að fara mjög langt eftir fæð- unni, um 130 kílómetra, og ég hugsa að óreyndari fuglarnir hafi misst undan sér,“ segir Erpur. „En það má þó segja að þetta sé mesti fjöldi pysja sem hefur verið frá byrjun pysjueft- irlitsins. Það verður spennandi að sjá hvað gerist á næstu tveimur vikum, hvort það dragi hægt og rólega úr þessu, sem ég reikna frekar með, heldur en að þeim haldi áfram að fjölga.“ Pysjum bjargað í Vestmannaeyjum Ljósmynd/Margrét Lilja Magnúsdóttir Björgun Karen hyggst halda áfram að koma til Eyja og bjarga pysjum.  Metfjölda pysja bjargað, yfir 5.000 talsins  50 pysjur hreinsaðar Munur Lundapysjan var þakin óhreinindum áður en Karen hreinsaði hana. DUCA Model 2959 L 215 cm Leður ct. 20 Verð 469.000,- L 241 cm Leður ct. 20 Verð 495.000,- Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla JEREMY Model 2987 L 202 cm Áklæði ct. 86 Verð 415.000,- L 202 cm Leður ct. 30 Verð 559.000,- TRATTO Model 2811 L 207 cm Áklæði ct. 70 Verð 279.000,- L 207 cm Leður ct. 10 Verð 369.000,- SAVOY Model V458 L 223 cm Áklæði ct. 70 Verð 279.000,- L 223 cm Leður ct. 10 Verð 395.000,- ETOILE Model 2623 L 200 cm Leður ct. 25 Verð 429.000,- L 230 cm Leður ct. 25 Verð 465.000,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.