Morgunblaðið - 21.09.2018, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2018
Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is, Elínrós Líndal elinros@mbl.is
Marta María Jónasdóttir martamaria@mbl.is, Auglýsingar Bylgja Björk Sigþórsdóttirbylgja@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Forsíðumyndin/
Thinkstcok
B
yggingariðnaðurinn hefur tekið miklum breytingum síðasta
áratuginn. Í september 2008 var allt á blússandi siglingu en
svo gerðist svolítið í byrjun október 2008 sem hafði víðtæk
áhrif á þennan iðnað. Í dag hefur byggingariðnaðurinn rétt
úr sér, en hann er þó á svipuðum stað og hann var 2004.
Í grunninn hefur byggingariðnaður ekki tekið stökkbreyt-
ingum. Þeir sem vinna í þessum geira segja að byggingarkranar séu
mesta framförin og að öryggisreglur hafi verið hertar til muna. Það sem
hafi í raun breyst er hvað mikið sé lagt upp með að vinnuvélar mengi
minna og afreki meira. Vinnuvélabransinn á þó eftir að þróast mikið því í
heimi þar sem sjálfkeyrandi bílar eru handan við hornið megum við búast
við því að sjálvirkar vinnuvélar moki skurði og fleira í þeim dúr.
Það breytir því þó ekki að í alla geira þarf fólk til þess að geta pródúser-
að og búið til hugbúnað svo vélarnar geti unnið eins og þeim sé stýrt með
handafli.
Sjálf er ég bara með hefðbundið bílpróf en upplifði mikla valdeflingu
þegar ég eignaðist loksins bíl með krók. Það er nefnilega fátt betra en að
vera sjálfbær og geta bjargað sér. Það felst líka mikill tímasparnaður í því
að gera hlutina sjálfur í stað þess að eyða tímanum í að suða í makanum
að drífa sig af stað og vinna verkið.
Þegar ég segi mjög montin frá króknum á bílnum er ég oft spurð að því
hvað ég sé eiginlega að gera. Svarið er einfalt, ég þarf helst að komast í
Sorpu og stundum líka í IKEA. Þegar ég fylli kerruna af garðúrgangi
hugsa ég þetta verkefni eins og líkamsrækt, set heyrnartól í eyrun, hlusta
á Podköst eða útvarpsþætti og reyni að gera þetta á eins stuttum tíma og
hægt er. Svo þarf líka reglulega að taka til í bílskúrnum og það kallar yf-
irleitt á smá rúnt með kerruna.
Manninum mínum leiðast framkvæmdir. Þegar hann er ekki í vinnunni
vill hann fá frið og hann vill alls ekki að ég sé að skipuleggja tímann hans
eða neyða hann til að gera eitthvað sem hann nennir ekki að gera. Ég hef
grun um að hann hafi framkvæmt yfir sig þegar hann kom því í gegn
ásamt góðum hópi fólks að nýtt fangelsi yrði byggt á Hólmsheiði.
Þar sem hann er búinn með byggingarkvótann í bili kom það í minn
hlut að panta nokkra rúmmetra af steypu í framkvæmdum sem við stóð-
um í. Þótt ég þykist geta nánast allt treysti ég mér ekki til að hræra í þetta
sjálf. Ég hringdi því í Steypustöðina og ráðfærði mig við þá. Líklega urðu
samtöl mín við þetta ágæta fyrirtæki í kringum 18 talsins og þegar ég
hringdi í síðasta skiptið og kynnti mig sagði mað-
urinn við mig að ég þyrfti ekki að kynna mig. Þeir
þekktu mig. „Konur hringja ekki mikið hingað,“
sagði hann og hló.
Ég varð verulega hissa því það er í raun jafn-
lítið mál að panta steypubíl eins og panta
pítsu. Fullur bíll kostar reyndar aðeins meira en
16 tommu pítsa með skinku og ananas og
ennþá meira ef þú þarft rennu líka. En í
grunninn er þetta svipað.
„Konur hringja
ekki mikið
hingað“
Marta María Jónasdóttir
Hvaða vinnuvélar skipta mestu máli í þínum huga?
„Það er svolítið eins og að gera upp á milli barnanna
sinna – öll hafa sinn sjarma og öll bráðnauðsynleg. En ætli
turnkraninn standi ekki alltaf upp úr. Tignarlegur, mikil
lyftigeta og flott hönnun.“
Hvernig er að starfa í byggingariðnaðinum sem kona?
„Það er frábært. Þó ég sakni þess auðvitað að við séum
ekki fleiri. En það er líka gaman að fá að
spreyta sig í karllægum bransa.“
Hvað heillar þig mest við innanhúss-
hönnun?
„Heiðarleiki og það sem er persónu-
legt. Mér líður ekki vel í stórum, köld-
um eða ópersónulegum rýmum. Ég
heillast meira af þessu persónulega og
jafnvel „kaotíska“ frekar en hreinum
línum og „mínimalisma“. Litir gleðja
mig bæði í innanhússhönnun og í per-
sónuleikum. Litir gefa öllum víddum lífs-
ins svo mikið gildi.“
Hvað keyptir þú þér síðast inn á heimilið?
„Ég var að koma frá Marokkó og vildi að
ég hefði getað keypt heilan bílfarm af fallegum
hlutum þar til að taka með heim en sætti mig
við að kaupa bara eina pínulitla keramik-
leirskál undir Maldon-saltið. Ég hefði senni-
lega keypt meira ef ég hefði ekki verið á leið-
inni í nám til Boston beint í framhaldinu með
níðþunga ferðatösku af námsbókum.“
Hvaða ilmvatn notar þú?
„Ég er algjör lyktarfíkill. Veit ekkert betra en að
smyrja mig með allskyns olíum og lyktum. Hef prófað
ógrynni af ilmvötnum en kem alltaf til baka til sama ilm-
vatnsins og ég keypti þegar ég var 15 ára, eða SUN frá Jil
Sander. Eini ókosturinn er sá að ilmvatnið hefur ekki
fengist á landinu í fjölda ára en ég kaupi það í bílförmum
erlendis. Enda sem betur fer alltaf ódýrasta ilmvatnið í
búðinni.“
Hver er uppáhaldshönnuðurinn þinn?
„Ég er afskaplega merkjablind og kaupi satt að segja
sjaldnast nýja hluti. Elska að kaupa notaða hluti með sál
og eða endurnýta hluti frá fjölskyldu og vinum. Jafnvel
flikka aðeins upp á hlutina sjálf og gera þá að mínu. En
ætli ég sé ekki þakklátust öllum hönnuðum IKEA fyrir að
hafa gert okkur öllum kleift að eiga fallega hluti – á lágu
verði?“
Fagurkerinn
Brynhildur S. Björnsdóttir er framkvæmdastjóri GG Verk ehf. Hún er
gift og á fjögur börn. Hún er einnig stjórnarformaður Sjúkratrygginga
Íslands. Brynhildur er í þriggja ára námi með vinnu í Harvard (Owner
President Management) og mun útskrifast þaðan árið 2020.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Brynhildur Björnsdóttir er
framkvæmdstjóri en leggur
einnig stund á nám í
Harvard með vinnu.
Hvað gefur lífinu gildi?
„Fjölskylda og vinir, að reyna að gera betur í dag en í
gær, að vera skotin í makanum sínum, ferðast og sjá nýja
hluti, hlátursköst og trúnó.“
Hvar kjarnar þú þig heima?
„Morgunstundin – þar sem ég reyni að vakna á undan
öllum og plana daginn minn. Áður en tölvupóstunum fer
að rigna niður. Kjörnunin getur
gerst hvar sem er – bara án sím-
ans og með kaffibolla. Það er
eina „möstið“.“
Hver er uppáhaldsborgin þín?
„Berlín. Alltaf Berlín. Iðandi
af mannlífi, fjölmenningu, af-
slöppuðu andrúmslofti, veggja-
kroti, list, fágun, litagleði og ótrú-
legri sögu.“
Hvað heillar þig mest í þessu lífi?
„Fólk í öllum sínum myndum, stærð-
um, litum og gerðum. Ég elska margbreytileikann
og lærdóminn sem við getum dregið af því að hlusta hvert
á annað og reyna að skilja. Maður vex í hvert sinn sem
maður talar við aðra manneskju – svo ég tali nú ekki þegar
maður lendir á óvæntum „trúnó“. Sem ég á alveg til í að
lenda á með bankastarfsmanninum, lækninum eða stöðu-
mælaverðinum. Það er sérstakt áhugamál hjá mér.“
Áttu þér áhugamál tengt vinnunni?
„Ég elska auðvitað fallegar byggingar. Eitt af því sem
ég skoða og heillast af þegar ég ferðast. En helsta áhuga-
málið mitt er í raun vandaðir stjórnunarhættir. Að skapa
fyrirtækjamenningu þar sem öllum líður vel og verða
besta útgáfan af sjálfum sér. Það er númer eitt, tvö og
þrjú.“
Fagurkerinn
Það er
margt
fallegt í
Marokkó.
Ilmvatnið
Sun frá Jil
Sander.