Morgunblaðið - 21.09.2018, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2018
B
. Sturluson flytur vörur á milli Reykjavíkur og Stykk-
ishólms auk annarra staða á landinu. Einnig gerir
B.Sturluson út flutningabíla sem sinna akstri á Höf-
uðborgarsvæðinu. Áður en ég flutti í Stykkishólm var ég
búinn að sanka að mér flutningabílum og búinn að vinna
við fagið síðan 1998 þó með hléum. Árið 2015 var mér boðið að kaupa
rekstur í Stykkishólmi og keypti vöruafgreiðslu og flutningsleiðina
Stykkishólmur/Reykjavík. Við flytjum vörur, gáma, sjávarafurðir og
ferskan fisk á milli ásamt byggingarefnum og vélum og öllu öðru,“ seg-
ir Böðvar.
Þegar hann er spurður að því hvernig flutningabransinn hafi þróast
síðan hann hóf störf í honum segir hann að það sé lagt miklu meira upp
úr hagkvæmi í dag.
„Bílarnir eyða til dæmis minni olíu og flutningsmagn hefur verið
aukið. Svo höfum við lagt upp með að kaupa tæki sem eru hagstæðari í
innkaupum og falla undir íslenskar reglugerðir sem eru oft allt öðru-
vísi. Oft og tíðum höfum við þurft að láta sérsmíða fyrir okkur vagna í
Skandinavíu sem eru í samræmi við íslenskar reglur og mæta kröfum
kúnnanna á sama tíma. Hjá okkur snýst allt um hitastig, að kælikeðjan
rofni ekki frá bát í vinnslu,“ segir hann.
Hvað gefur starfið þér?
„Það gefur mér ógeðslega mikla vinnu, langan vinnudag og sam-
skipti við margt skemmtilegt fólk,“ segir hann og hlær.
Þegar Böðvar var lítill drengur í Stykkishólmi horfði hann út um
gluggann og fylgdist með öllu sem var að gerast nokkra metra frá hús-
inu eða þangað þar sem B. Sturluson er í dag. Þegar hann hafði aldur
til fór hann að vinna hjá Vöruflutningum GB sem þarna var.
„Ég hef verið viðriðinn þetta fyrirtæki frá unglingsaldri en þarna
vann ég með hléum og svo endaði á því að ég keypti það,“ segir hann.
Böðvar keypti fyrirtækið af Ragnari og Ásgeiri ehf. á Grundarfirði
og fékk fyrirtækið nafnið B. Sturluson.
Í dag starfa sjö manneskjur hjá fyrirtækinu, sex karlar og ein kona.
Þegar Böðvar er spurður hvort það þurfi ekki að rétta kynjahlutfallið
segir hann að hann myndi alltaf ráða konu til starfa ef hún sækti um.
Þarf mikla líkamlega krafta í þessa vinnu?
„Nei, þú þarft ekki að vera líkamlega sterkur til að geta unnið á
svona tækjum. Þú þarft að vera sterkur andlega til að geta beitt tækj-
unum og verið útsjónarsamur. Mikilvægt er líka að hafa hugann við
efnið.“
Það að flytja úr Reykjavík í Stykkishólm hafði í för með sér aukin
lífsgæði fyrir hann og fjölskylduna.
„Þótt ég vinni mikið þá er ég meira heima núna en þegar ég bjó í
Reykjavík. Ég fer til dæmis heim í hádeginu, fæ mér að borða, legg
mig og set kannski í þvottavél. Þetta starf snýst ekki bara um að vera
töffari sem keyrir trukka, maður er líka mjúkur maður,“ segir hann.
Morgunblaðið/Golli
Að vera andlega sterkur skiptir máli
Böðvar Sturluson rekur fyrirtækið B. Sturluson í Stykkishólmi. Hann flutti frá Reykjavík á æskuslóðirnar í Stykkishólmi
til að geta átt meiri tíma með fjölskyldunni. Hann segir að það gangi þó ekki alltaf og stundum séu dagarnir langir.
Marta María | mm@mbl.is
Böðvar Sturluson rekur
fyrirtæki B. Sturluson í
Stykkishólmi.
Um leið og Böðvar hafði aldur
til fór hann að vinna í flutn-
ingafyrirtæki í Stykkishólmi.
Böðvar keypti flutninga-
leiðina Stykkishólmur/
Reykjavík.