Morgunblaðið - 21.09.2018, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 21.09.2018, Qupperneq 10
Hlustaðu á þetta og líf þitt verður betra A uðvitað er alltaf gott að hlusta bara á K100 dag-inn út og inn en ef þú vilt aðeins öðruvísi upp-lifun er netvarp málið. Netvarpið nýtur mikilla vin- sælda en hægt er að hlaða forrit- inu niður í símann sinn og hlusta á allt milli himins og jarðar. Ef þú vilt lifa betra lífi er net- varp Tonys Robbins áhugavert. Hann er lífsþjálfi, fyrirlesari og rit- höfundur sem hefur náð góðum árangri. Ef þú vilt fá leiðarvísi um hvernig þú getur bætt líf þitt, nýtt tímann þinn betur og átt farsælli samskipti við maka þinn er netvarpið hans alger veisla. Ef þú vilt bæta samskipti þín við makann og fá góðar hugmyndir meðan á vinnunni stendur er hjónabandsráðgjafinn Esther Perel með æðislegt netvarp. Það heitir Where Should We Begin. Þar fær hún til sín raunveruleg pör og hjón sem eru komin til hjónabandsráðgjafans til að fá úrlausn sinna mála. Ef þú fílar spenn- andi samræður og vilt líða eins og þú sért fluga á vegg er þetta málið. Eitt vinsælasta net- varpið í App Store heitir My Dad Wrote A Porno. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur, þetta er ekki fyrir dónadúska. Um er að ræða grínþætti sem fengið hafa fjölda verðlauna. Jamie Morton sér um þetta net- varp ásamt James Cooper og Alice Levine. V ilhjálmur segist hafa verið einn af þeim drengjum sem pössuðu ekki inn í skólakerfið. „Ég var les- og skrif- blindur. Einn af þeim sem voru mjög duglegir en geymdir í „tossa“bekknum í gagnfræðaskóla. Það var því eins og að sleppa úr refsingu að fá tækifæri til að byrja að vinna.“ Vilhjálmur fór strax að vinna á fullu í jarðvinnu árið 1990, þá 16 ára gamall og hafði unnið við greinina á sumrin fyrir þann tíma með skóla. „Árið 2004 stofnaði ég Fagverk. Við einblínum á malbikun og fræsun á malbiki.“ Vilhjálmur segir að malbikunargreinin sé enginn dans á rós- um. „Sumir gætu haldið annað miðað við umræðuna í þjóðfélag- inu um að það þurfi að malbika alls staðar. Hins vegar verðum við að hafa hugfast að veðrið þarf að vera gott til malbikunar. Þess vegna þarf mikið af verkefnum okkar að vinnast á fjögurra mánaða tímabili, þegar veður leyfir hér á landi.“ Aðspurður hvað skipti mestu máli fyrir fyrirtæki í hans iðnaði segir hann að Ísland verði að geta boðið upp á fjölbreytt verk- efni. „Markaðurinn er of lítill til að öll fyrirtæki geti sérhæft sig í einhverju einu. Það er samt þannig sem mann langar að sjá greinina vaxa og dafna; að fyrirtækin séu góð í mismunandi hlut- um. Það er að mínu mati betra að vera frábær að gera eitthvað eitt en vera sæmilegur í flestu sem þú tekur þér fyrir hendur.“ Mikilvægt að tileinka sér tæknina Þegar kemur að tækninni segir Vilhjálmur að miklu máli skipti að tileinka sér alla tækni sem í boði er hverju sinni í tækja- búnaði. Eins þegar kemur að utanumhaldi, gæðastjórnun og fleiru. „Annars ertu fljótur að staðna og dragast aftur úr þeim sem gera hlutina vel.“ Vilhjálmur er þó hugsi þegar framtíðin berst í tal, sér í lagi þegar kemur að nýliðun innan greinarinnar. „Það þykir ekki aldeilis fínt að vinna við malbikun. Að mínu mati kemur það til vegna þess að þú ferð ekki í skóla að læra að vinna við jarðvinnu. Mér finnst það í raun alveg galið að ekki sé nein braut innan skólakerfisins sem undirbýr fólk fyrir þennan iðnað.“ Menntun á þessu sviði skiptir máli Vilhjálmur segir að fyrirtækin sjálf hafi verið vön að ala upp unga menn og kenna þeim verklagið. „Það tekur mörg ár að þjálfa upp starfsmenn í þessari grein. Við þurfum að vinna út frá teikningum og lýsingum frá verkfræðingum og arkitektum; hvernig gata lítur út, hvernig jarðlagnir líta út, stígar eða hvern- ig vel mótað landslag á að líta út þegar verkinu er lokið. Þessi þekking býr í hverju fyrirtæki á markaði fyrir sig. Ég persónu- lega væri til í að geta ráðið til mín menn sem hafa fengið ein- hverja kennslu í grunnatriðum tengdum jarðvinnu, því iðn- greinin er stór en algerlega falin eins og staðan er í dag fyrir skólakerfinu,“ segir hann. Vilhjálmur Þór Matthíasson, eigandi Fagverks, man varla eftir sér nema í jarðvinnu. Hann segir malbikunarbransann engan dans á rósum. Hann leggur áherslu á sérhæfingu; að vera góður í sumu frekar en lélegur í mörgu. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Morgunblaðið/Hari Duglegur en geymdur í „tossa“bekk 10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2018 Sæti fyrir langferðabíla, vörubíla og stærri vinnutæki Reki ehf, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík Sími 562 2950, fax 562 3760 bjorn@reki.is - www.reki.is Ef það er einhver hópur sem hefur tækifæri til að hlusta við vinnuna þá eru það þeir sem vinna með heyrnartól í eyrunum allan daginn. Tony Robbins segir okkur hvern- ig við eigum að haga okkur til að ná árangri. Net- varp hans er sérlega vinsælt. My Dad Wrote A Porno er drepfyn dið netvarp. Where Should We Beginmeð Esther Perel er frá-bært netvarp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.