Morgunblaðið - 21.09.2018, Side 16

Morgunblaðið - 21.09.2018, Side 16
Skyfall The Cleveland Show – „Crazy Train“ Í fjórðu þáttaröðinni um hinn seinheppna Cleveland Brown taka stjúpbræðurnir Rallo Tubs og Cleveland Brown yngri upp á því að lagfæra og stela körfubíl. Nota þeir tækifærið til að gera alls kyns góðverk í bæjarfélaginu; bjarga köttum úr trjám og ná frisbídiskum ofan af húsþökum. Fyrr en varir eru bræð- urnir og körfubíllinn þeirra orðnir að hálfgerðri goðsögn meðal barnanna í bænum, en þurfa að vara sig á verktökunum sem vilja fá tækið sitt til baka. Skyfall Í opnunaratriði 24. myndarinnar um njósnara hennar hátign- ar þarf James Bond að hundelta skúrk um götur Istanbúl. Eins og allir góðir eltingaleikir enda hetjan og skúrkurinn á þakinu á lest sem er á fleygiferð, en fyrst notar Bond forláta beltagröfu frá CAT bæði til að verjast skotum skúrksins og varna því að hann komist undan með því gamla bragði að losa öftustu lestar- vagnana frá. A Fish Called Wanda Hver getur gleymt endalokum sögupersónu Kevins Klines í gamanmyndinni A Fish Called Wanda? Eftir að hafa gert öllum í kringum sig lífið leitt, meira að segja gleypt blásaklausan fisk í heilu lagi, fær skúrkurinn makleg málagjöld og lendir undir valtara eftir að hafa fest sig í steypu. Námavélin í Westworld Í skemmtigarðinum Westworld veit enginn hvað gerist næst, hvað þá eftir að kúreka- og indíánaróbótarnir – sem smíðaðir voru til að vera lifandi leikföng ríkra gesta – verða allt í einu skyni gæddir. Í nokkrum þáttum bregður fyrir risastórri gröfu sem stjórnendur garðsins nota til að breyta landslaginu. Grafan sem um ræðir er alveg örugglega tölvugerð en byggist á risa- gröfunni Bagger 288 sem er svo stór að bara skóflan er álíka há og sjö hæða blokk. The Simpsons – „Mr. Plow“ Hver gæti gleymt þessum klassíska Simpson-þætti frá árinu 1992 þar sem Hómer fær þá snilldarhugmynd, eftir að hafa klessukeyrt báða bíla heimilisins, að fjárfesta í stórum pallbíl með snjóplóg. Plóginn má jú nota til að skapa aukatekjur og þannig greiða af pallbílnum. Smellin sjónvarpsauglýsing verður til þess að viðskiptin fara að ganga mjög vel, allt þar til óvæntur keppinautur birtist. Dumb and Dumber Af öllum þeim sendiferðabílum sem birst hafa í kvikmyndum er sennilega enginn eins eft- irminnilegur og Ford Econoline-bíllinn úr gam- anmyndinni Dumb and Dumber. Um var að ræða Ford af árgerð 1984 sem skreyttur var til að líta út eins og risastór hundur (með trýni, tungu, eyru, afturlappir og skott), til að auglýsa hundasnyrtistofu á hjólum. Eins og margir les- endur muna þurfti að lyfta annarri afturlöppinni til að komast að bensínlokinu. VINNUVÉLAR Í KVIKMYNDUM OG SJÓNVARPI Þegar söguhetjurnar láta verkin tala Þegar að er gáð leika stórtækar vinnuvélar oft mikilvægt hlutverk jafnt í sjónvarpsþáttum sem kvikmyndum. Fer það iðulega eftir því hver er á bak við stýrið, hetjan eða skúrkurinn, hvort tækið er notað til góðs eða ills. Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is Dumb and Dumber A Fish Called Wanda The Simpsons – „Mr. Plow“ Námavélin í Westworld The Clevel- and Show – „Crazy Train“ 16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2018

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.