Morgunblaðið - 21.09.2018, Síða 24

Morgunblaðið - 21.09.2018, Síða 24
S tutt er í að Brimborg taki í notkun nýtt, glæsilegt og sérhannað þjón- ustuhúsnæði fyrir Volvo atvinnu- tæki í Hádegismóum 8 í Árbæ. Verður tækifærið notað til að breyta nafni Volvo atvinnutækjasviðsins og taka upp gamla nafnið Veltir. Kristinn Már Emilsson, framkvæmdastjóri sviðsins, segir þetta gert til að skapa skarpari skil á milli fólksbílasölu Brimborgar á Bíldshöfða annars vegar og þungadeildarinnar í Hádegismóum hins vegar. Nýja húsnæðið er merkilegt fyrir margra hluta sakir. „Hönnunarferlið tók töluverðan tíma og var vandað til verka. Starfsmenn at- vinnutækjasviðs höfðu meðal annars tök á því að koma á framfæri sínum skoðunum á fund- um sem haldnir voru í hönnunarferlinu. Við hönnun á húsnæðinu var sérstaklega hugað að staðsetningu, aðkomu frá stofnbraut og að tækjabúnaður yrði sem allra bestur. Jafnframt var hugað að því að aðstaða fyrir starfsmenn og okkar viðskiptavini yrði sem best,“ segir Kristinn. „Þessi Volvo þjónustumiðstöð er óvenjuleg að því leyti að við erum að þjónusta undir einu þaki öll atvinnutækjamerki Volvo, þ.e. Volvo Trucks vörubifreiðarnar, Volvo CE vinnuvélarnar, Volvo Bus rútur og stræt- isvagna og Volvo Penta bátavélarnar auk Re- nault Trucks vörubifreiða. Mér vitandi er hvergi í Skandinavíu hægt að finna einn um- boðsaðila sem er með öll þessi merki á sinni könnu eins og við.“ Góð vinnuaðstaða og fallegt útsýni Kristinn segir að til framtíðar sé nýju bygg- ingunni ætlað að styðja við uppbyggingu at- vinnutækjasviðs Brimborgar og gera Velti að einum eftirsóknarverðasta vinnustaðnum á þessum markaði. Á vinnuaðstaðan að vera eins og best verður á kosið og gott athafnarými til að veita viðskiptavinum fyrsta flokks þjónustu. Í vesturhluta húsnæðisins er aðalinngangur Veltis og hægt að finna móttökusvæði, sölu og söluráðgjöf varahluta ásamt verkstæðis- móttöku. Á annarri hæð verða söluráðgjafar Volvo atvinnutækja og að auki fundaraðstaða, kennslurými og mötuneyti fyrir starfsmenn. „Ekki má gleyma að nefna frábært útsýni til norðurs yfir Grafarholtsvöll af stórum svölum sem eru aðgengilegar úr mötuneyti starfs- manna. Innangengt er frá anddyrinu inn á verkstæðið og getum við opnað þar inn og not- að verkstæðisrýmið sem sýningaraðstöðu ef svo ber undir,“ útskýrir Kristinn. Á nýja þjónustuverkstæði Veltis verður all- ur tækjabúnaður af bestu gerð og segir Krist- inn að verkstæðið verði sennilega eitt flottasta og best útbúna atvinnutækjaverkstæði lands- ins, og þó víðar væri leitað. „Sem dæmi um tækjabúnað þá eru tjakkalyftur í gólfi í tveim- ur stæðum og 26 metra gryfja með áföstum bremsuprófunarbúnaði auk öflugra hristip- latna, sem gerir bifvélavirkjum okkar fært að greina enn betur slit í fóðringum og hjólabún- aði. Þá nær 10 tonna brúarkrani yfir helming húsnæðisins og auðveldar hann okkur að lyfta þungum hlutum. Verður m.a. fjárfest í búnaði sem hægt er að nota með brúarkrananum til að létta framrúðuskipti,“ útlistar Kristinn. „Búið er að fjárfesta í háþróuðum hjólastilling- arbúnaði fyrir vörubifreiðar, en rétt hjólastillt vörubifreið ásamt vagni minnkar hráolíu- eyðslu auk þess sem dekkjaslit minnkar til muna.“ Vöruhús Veltis mun líka nota nýjustu tækni. Reistur hefur verið 11 metra hár vöruturn sem Kristinn segir að komi til með að bæta enn frekar hraða og flæði varahluta til við- skiptavina og verkstæðis auk þess sem ut- anumhald varahlutalagers verður öruggara og bættara. Smurt og lagað með hraði Veltir Xpress er heitið á nýrri hraðþjónstu sem verður í boði fyrir vörubifreiðar, tæki og vagna í Hádegismóum 8. Kristinn segir að þar verði hægt að sinna verkefnum sem taka skemmri tíma, s.s. smurþjónustu, minni við- gerðum á eftirvögnum, bremsuviðgerðum og dekkjaþjónustu. „Í aðstöðunni hjá Velti Xpress er 26 metra löng gryfja auk fjögurra pósta tjakkalyftu í gólfi sem gerir það að verk- um að hægt verður að lyfta bæði bíl og vagni í þægilega vinnuhæð fyrir starfsmenn. Hugs- unin er sú að viðskiptavinir geti mætt án þess að panta tíma og farið í röðina með atvinnu- tækið sitt.“ Veltir verður ekki einn í húsinu því að í aust- urenda Hádegismóa 8 hefur Frumherji komið sér fyrir með sérhæfða skoðunarstöð fyrir at- vinnutæki. Heildarstærð húsnæðisins í Há- degismóum 8 er samtals rúmlega 4.000 fre- metrar og lóðin er 14.000 fermetrar svo að nóg pláss er fyrir alla. Veltir mun flytja í Hádegismóa í haust og segir Kristinn að það hafi verið orðið löngu tímabært að flytja Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar frá Bíldshöfða sökum plássleysis. Kveðst hann þakklátur viðskiptavinum fyrir að hafa sýnt plássleysinu skilning og þol- inmæði og að gaman verði að taka á móti þeim á nýja staðnum. „Má í raun segja að það sé ávinningur fyrir bílaumboðið Brimborg að losna við þungadeildina af lóðinni, enda fer ekki endilega vel saman að hafa plássfrekar vörubifreiðar, rútur og vinnuvélar innan um fína og flotta fólksbíla,“ segir Kristinn Már og bætir við að stefnt sé að því að starfsemi þjón- ustumiðstöðvar Veltis verði komin í fullan gang á nýja staðnum í október. „Formleg opn- unarhátíð þjónustumiðstöðvar Veltis er áætluð í nóvember og kemur hún til með að standa yf- ir þá helgi sem verður fyrir valinu, með opnu húsi og sýningu á húsnæði og aðstöðu auk þess sem við sýnum glæsileg Volvo atvinnutæki.“ Fullkomin þjónustumið- stöð Veltis rís í Hádegismóum Starfsmenn voru hafðir með í ráðum við hönnun nýs húsnæðis og er aðstaða til viðhalds og þjónustu at- vinnutækja eins góð og hugsast getur. Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is Gestir koma inn í fallegt og bjart anddyri með móttökusvæði. 24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2018

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.