Morgunblaðið - 22.09.2018, Side 8

Morgunblaðið - 22.09.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2018 100% Merino ull Góð og hlý heilsársföt Stærðir: S – XXL Þinn dagur, þín áskorun OLYMPIA Þegar frost er á fróni Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Heimkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Verslunin Bjarg, Akranesi • JMJ, Akureyri Lífland, Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar • Kaupfélag Skagfirðinga • Smart, Vestmannaeyjum Kaupfélag V-Húnvetninga • Borgarsport, Borgarnesi • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Verslun Dóru, Höfn • Þernan, Dalvík Siglósport, Siglufirði • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi Höfðabakki 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | run@run.is | www.run.is Mörg undanfarin ár hafa borg-aryfirvöld unnið að því hörð- um höndum að búa til flöskuhálsa í umferðinni í borginni. Í þetta brýna verkefni hafa þau eytt umtals- verðum fjárhæðum úr vösum út- svarsgreiðenda og tengt þessu átaki hefur ríkið líka sett milljarða króna af skattfé almennings í almennings- samgöngur.    Það fé, sem varið hefur verið í al-menningssamgöngur, hefur engu skilað en fénu, sem borgaryfir- völd hafa varið í flöskuhálsana, hef- ur vissulega ekki verið sóað til einskis.    Þau útgjöld hafa átt sinn þátt í aðhægja á umferðinni í borginni, sóa tíma borgarbúa og auka meng- un, allt eins og að var stefnt.    Það var þess vegna góður brand-ari þegar borgarstjóri umferðarhnútanna hitti aðra sveitarstjórnarmenn á höfuðborgar- svæðinu ásamt sveitarstjórnar- ráðherra á Bifreiðastöð Íslands í gær og undirritaði viljayfirlýsingu um að „eyða flöskuhálsum til að bæta umferðarflæði“.    Og það var líka broslegt að þarvar rætt um nýja gjaldtöku rík- isins og nýjar gjaldtökuheimildir sveitarfélaganna.    Það er auðvitað vel við hæfi þegarbúið er að eyða milljörðum af útsvari og öðru skattfé í að búa til flöskuhálsa að almenningur sé lát- inn sæta gjaldtöku til að eyða flöskuhálsunum. Ný flöskuhálsa- gjaldtaka STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Aðskilnaður hjólandi og gangandi umferðar á kaflanum Eiðsgrandi- Ánanaust er á undirbúningsstigi. Tvöföldun stígakerfisins kemur vonandi til framkvæmda, a.m.k. að hluta, árið 2019, samkvæmt upplýs- ingum Jóns Halldórs Jónassonar upplýsingafulltrúa hjá Reykjavík- urborg. Nýtt deiliskipulag strandsvæðis Eiðsgranda-Ánanausta hefur verið samþykkt. Skipulagssvæðið er um 5,5 hektarar og er eitt stærsta græna svæðið í Vesturbænum og hefur mikið gildi sem útivist- arsvæði, segir í skipulaginu. Er eitt af markmiðum skipulagsins að bæta möguleika til útivistar árið um kring. Einnig felst m.a. í tillög- unni að bæta grjótvarnargarðinn á svæðinu til að tryggja öryggi og að setja inn í skipulag aðgreinda göngu- og hjólastíga. Stígurinn sem þarna er í dag er bæði fyrir gangandi og hjólandi. Hann er oft mjög fjölfarinn, sér- staklega á sumrin, þegar margir eru á ferðinni á hjólum. Morgunblaðið/sisi Á Seltjarnarnesi Hjóla- og göngustígar á Nesinu hafa verið aðskildir með góðum merkingum. Þegar komið er í höfuðborgina er bara einn stígur. Stefnt að því að tvö- falda stíga á næsta ári  Stórt grænt svæði í Vesturbænum Faxaflóahafnir sf. undirbúa smíði á nýjum og öflugum dráttarbáti, meðal annars með gerð útboðs- gagna. Á stjórnarfundi í gær var samþykkt að bjóða út smíði á drátt- arbáti á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Fyrir stjórnarfund var lagt minnisblað Gísla Jóhanns Halls- sonar yfirhafnsögumanns. Þar kemur m.a. fram að sífellt stærri farþegaskip koma til Reykjavíkur og farþegafjöldi eykst samhliða. Árið 2018 er áætluð samanlögð tonnatala 5,9 milljónir og farþega- rými fyrir 148.000 farþega. Árið 2019 er talan 7,6 milljónir tonna og áætlað farþegarými fyrir 190.000 farþega. Þá bendir Gísli Jóhann á að ný skip Eimskips, sem verið er að smíða í Kína, verði u.þ.b. 76% stærri í brúttótonnum en núverandi stærstu gámaskip sem sigla til Ís- lands. Einnig sé það staðreynd að veðurfarslegar aðstæður við nýjan hafnarbakka utan Klepps eru verri en við núverandi Kleppsbakka. Mikil umferð stórra súrálsskipa er að Grundartanga og í Straums- vík. Þá er talsverð umferð stórra olíuskipa í Helguvík og einnig í ol- íustöðina í Hvalfirði. Fram hefur komið að bátur með 80 tonna dráttargetu muni kosta á bilinu 7,5-8,0 milljónir evra, eða ná- lægt 1.000 milljónir íslenskra króna og að smíðatími gæti verið 14-18 mánuðir. Í fjárhagsáætlun Faxa- flóahafna sf. fyrir 2020 og 2021 er gert ráð fyrir 1.000 milljónum til kaupa á nýjum dráttarbáti. Magni, stærsti dráttarbátur fyrirtækisins, er með 40 tonna dráttargetu. sisi@mbl.is Mikil þörf er á öflugri dráttarbáti Morgunblaðið/RAX Munur Magni og skemmtiferðaskip.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.