Morgunblaðið - 22.09.2018, Side 18
Lítill fiskur í stórri tjörn
- samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs
Sjávarútvegsdagurinn, í samstarfi Deloitte, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og
Samtaka atvinnulífsins, verður haldinn í Norðurljósasal Hörpumiðvikudaginn
26. september kl. 08:15 til 10:00.
Farið verður yfir afkomu sjávarútvegsfyrirtækja á árinu 2017 og
samkeppnishæfni þeirra á alþjóðlegummarkaði, en um98%af
afla af Íslandsmiðumer seldur þar.
08:15 -Morgunverður
08:30 -Opnunarávarp
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra
08:50 - SjávarútvegsgagnagrunnurDeloitte vegna ársins 2017
Jónas Gestur Jónasson, löggiltur endurskoðandi, meðeigandi Deloitte
09:10 - Framtíðarhlutverk sjávarútvegs í íslensku efnahagslífi
Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, Háskóla Íslands
09:30 „Skip án stefnu siglir í strand“
Páll Snorrason, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Eskju
09:50 - Samantekt
Heiðrún LindMarteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS
Fundarstjóri er Helga Sigurrós Valgeirsdóttir, viðskiptastjóri
í sjávarútvegsteymi Arion banka.
Skráning á skraning@deloitte.is | Aðgangur 3.500 kr.
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2018
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Heldur hefur ræst úr með korn-
uppskeru á Suðurlandi eftir erfitt
kornræktarsumar. Uppskeran verð-
ur þó væntanlega þriðungi minni en
í meðalári.
„Ég var svartsýnn á þetta fyrr í
sumar en uppskeran varð miklu
meiri en ég þorði að vona,“ segir Jó-
hann Nikulásson, bóndi í Stóru-
Hildisey 2 í Austur-Landeyjum.
„Uppskeran er misjöfn, þetta
verðu ekkert toppár. Samt er kornið
ótrúlega vel þroskað,“ segir Ólafur
Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri
undir Eyjafjöllum.
Jóhann segist hafa getað sáð í
klakalausa jörð við góðar aðstæður í
lok aprílmánaðar. Hins vegar fór að
rigna í maí og rigndi út júlímánuð og
var heldur kalt í veðri megnið af
þeim tíma. „Það var allt á floti,“ seg-
ir Jóhann. Ólafur segir að vegna
vorkuldans séu kornakrarnir gisnari
og uppskeran verði minni en í með-
alári. „Ég var orðinn heldur svart-
sýnn á þetta. Kornið spíraði ekki
nógu vel. Í raun og veru er ótrúlegt
að það skuli vaxa korn upp úr ökrum
sem fóru á flot í maí,“ segir Ólafur.
Getur alltaf stólað á meðaltalið
Jóhann og Ólafur segja að góð tíð
í ágúst og það sem af er september
hafi bjargað því sem bjargað varð í
kornræktinni. Ólafur segir að engir
frostskaðar hafi orðið á gróðrinum
og engin stórviðri, enn sem komið
er.
Jóhann lauk þreskingu í byrjun
vikunnar og nágrannar hans eru
margir að ljúka uppskerustörfum.
Ólafur á Þorvaldseyri þurrkar bygg-
ið og það tekur lengri tíma. Hann
reiknar með að ljúka þreskingu um
helgina.
Björgvin Þór Harðarson, bóndi í
Laxárdal í Skeiða- og Gnúpverja-
hreppi, er með stórfellda kornrækt í
Gunnarsholti. Hann er ekki byrj-
aður að þreskja. Segir að kornið hafi
þroskast seint út af slæmu sumri.
„Ég er að bíða eftir að kornið þrosk-
ist betur. Þótt það bæti ekki miklu
við sig úr þessu er það enn að þorna
sem skiptir máli því ég þurrka korn-
ið,“ segir Björgvin Þór. Hann segist
ekki hafa náð að sá í alla þá akra
sem hann ætlaði og hætt áður en
sáning var búin því hann hafi talið
betra að sleppa því en að sá of seint.
Nú sé komið í ljóst að lítið hefði
komið út úr því sem seint var sáð.
Bændur tala um að uppskeran
verði á bilinu 2,5 til 3 tonn á hektara
að meðaltali. Jóhann segir að bestu
akrarnir hafi gefið yfir 4 tonn á
hektara en þeir lökustu um 2 tonn.
„Þetta jafnar sig á 3 tonn á hektara.
Til lengri tíma litið getur maður allt-
af stólað á meðaltalið. Það er
reynsla mín af ræktun korns frá
árinu 1991. Eitt ár féll úr þegar ég
var að flytja mig á milli jarða og al-
ger uppskerubrestur hefur aðeins
orðið eitt árið, 1992, þá var ákaflega
kalt sumar. Ef ég hefði haft þau af-
brigði sem við höfum aðgang að
núna þá hefði ég fengið uppskeru
þá. Kría og önnur byggafbrigði sem
Jónatan Hermannsson til-
raunastjóri þróaði skila uppskeru 7-
10 dögum fyrr en þau innfluttu. Það
getur skipt sköpum í erfiðum sumr-
um. Ég rækta ekki annað en Kríu.
Hægt er að fá meiri uppskeru af
hinum afbrigðunum í góðum árum
en afbrigði Jónatans skipta sköpum
ef sumarið er kalt,“ segir Jóhann
Nikulásson.
„Uppskeran verður ekki eins og
bestu árin, eftir svona sumar. Þetta
er svipað og í kartöflunum. Við er-
um ekki að kvarta undan því þótt
svona ár komi á milli,“ segir Ólafur
Eggertsson. Hann áætlar að upp-
skeran geti orðið 2,8 til 3 tonn á
hektara að meðaltali. Í góðum árum
náist 3,5 til 4 tonn að meðaltali.
Verðmæti hvers kílós eykst
Þótt uppskeran sé minni en und-
anfarin tvö ár er ekki víst að verð-
mæti kornsins sé svo mikið minna
því heimsmarkaðsverð á korni hefur
verið að hækka vegna þurrka og
Betur fór en á horfðist með kornið
Uppskera betri á Suðurlandi en búist var við eftir erfitt sumar Um þriðjungs samdráttur
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Tilbúið í kýrnar Matthias Munk-Pedersen og Jóhann Nikulásson í Stóru-Hildisey 2 í stíu þar sem byggið er verkað.