Morgunblaðið - 22.09.2018, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2018
Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is
Margar gerðir
af innihurðum
Hjá Parka færðu gullfallegar
innihurðir frá Grauthoff.
Mikið úrval, sjón er sögu ríkari!
Bjóðum aðeins það besta fyrir þig!
Margar gerðir
af innihurðum
Veritas Capital ehf. hefur keypt allt
hlutafé í Stoð hf., Stoðtækjasmíði, en
félagið er þjónustufyrirtæki á heil-
brigðissviði á Íslandi og í Danmörku,
stofnað árið 1982. Kaupverð er trún-
aðarmál.
Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri
Veritas, segir aðspurð í samtali við
Morgunblaðið að Veritas hafi horft í
þessa átt lengi, eins og hún orðar það.
„Við erum samstæða fyrirtækja sem
eiga margt sameiginlegt með starf-
semi Stoðar, þó á ólíkum markaði sé.
Við viljum fjárfesta í fyrirtækjum
sem tengjast okkur með rökrænum
hætti og þar sem við teljum okkur
geta lagt eitthvað af mörkum til að
betrumbæta og finna leiðir til vaxtar
fyrir bæði samstæðuna og viðkom-
andi fyrirtæki,“ segir Hrund en Veri-
tas sérhæfir sig í rekstri fyrirtækja á
sviði heilbrigðisþjónustu og er móð-
urfélag fyrirtækjanna Vistor hf., Dis-
tica hf., Artasan ehf. og MEDOR ehf.
Ekki sameinað dótturfélögum
Ekki er langt síðan Veritas keypti
tvö önnur fyrirtæki, Gengur vel og
IceCare, en félögin voru sameinuð
undir dótturfyrirtæki Veritas, Artas-
an. Stoð verður hinsvegar ekki sam-
einað öðrum dótturfélögum Veritas
að sögn Hrundar, heldur rekið áfram
sem sjálfstæður lögaðili.
Er hugmyndin að vaxa frekar með
uppkaupum fleiri fyrirtækja? „Já, ef
það er skynsamlegt, og við finnum
samstarfsfyrirtæki sem falla vel að
okkar stefnu og starfsemi.“ Hjá Stoð
vinna 36 manns, þar af 30 á Íslandi og
sex í Kaupmannahöfn þar sem rekn-
ar eru tvær verslanir.
Fyrirtækið stundar eigin vöru-
hönnun, en flytur einnig inn og selur
ýmsar vörur, s.s. hjólastóla, spelkur
og ýmis stoðtæki önnur. „Sérstaða
fyrirtækisins er þó þjónustan sem
það veitir, en það vinnur mjög náið
með sínum viðskiptavinum, við smíði
og aðlögun hjálpartækjanna,“ segir
Hrund.
Aðspurð segir hún að sóknarfæri
séu erlendis sem innanlands fyrir
Stoð. „Já, við erum öll að eldast, og
eldra fólk er farið að haga lífi sínu
með öðrum hætti en áður var. Það er
virkara lengur og kröfur um lífsgæði
meiri, og þegar ellikerling bankar
upp á þá eru ýmis ráð til að hjálpa til.
Við sjáum þennan markað sem einn
þann mest vaxandi í heiminum, og
með þessum kaupum erum við í
fyrsta sinn að fara yfir á smásölu-
markað, sem skapar tækifæri.“
Stoð velti um 900 mkr. á síðasta
ári, en Veritas-samstæðan veltir um
17 milljörðum á ári. Aðaleigandi
Veritas er Stormtré ehf. sem er í eigu
Hreggviðar Jónssonar og bróður
hans Jóhanns. tobj@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Lausnir Stoð selur m.a. rafmagnshjólastóla, og sérhæfir sig í heildar-
lausnum fyrir fatlaða, aldraða, íþróttamenn og aðra.
Veritas Capital
kaupir Stoð hf.
Einn mest vaxandi markaðurinn
BAKSVIÐ
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
„Sjálfbærni skilar ekki bara sam-
félagslegum og umhverfislegum
ávinningi heldur líka fjárhagslegum
ábata.“ Þetta segir Sandra Rán Ás-
grímsdóttir, sjálfbærniverkfræðing-
ur hjá verkfræðistofunni Mannviti
sem á dögunum stóð fyrir fundi,
ásamt Samtökum fjármálafyrir-
tækja, um sjálfbærar fjárfestingar.
Vaxandi áhersla á sjálfbærni
Neel Strøbæk, framkvæmdastjóri
sjálfbærni og samfélagsábyrgðar hjá
danska ráðgjafafyrirtækinu Ram-
bøll, hélt erindi og sagði meðal ann-
ars frá vaxandi áherslum fjárfesta á
sjálfbærni þegar kemur að bygging-
arframkvæmdum.
„Byggingariðnaðurinn verður sí-
fellt alþjóðavæddari. Sem þýðir að
það eru ekki bara Íslendingar að
byggja íslenskar byggingar fyrir Ís-
lendinga til að búa í. Bein erlend
fjárfesting er orðin meiri og það sem
við sjáum er að margir af þessum er-
lendu fjárfestum vilja miða við al-
þjóðlega staðla. Það er ekki nóg fyrir
þá að hafa íslenska byggingarreglu-
gerð,“ segir Strøbæk. „Sjálfbærni er
eitthvað sem alþjóðlegir fjárfestar
meta mikils. Þeir vilja fá alþjóðlegar
vottanir,“ segir Strøbek.
Sandra Rán tekur í sama streng
og segir að alþjóðlegir aðilar hugsi í
sífellt meiri mæli um sjálfbærni þeg-
ar kemur að byggingarframkvæmd-
um enda geti það skipt mjög miklu
máli, ekki einungis út frá samfélags-
legum sjónarmiðum heldur einnig
fjárhagslegum.
„Erlendir aðilar hafa sífellt meiri
áhuga á Íslandi. Þá vilja þeir vera
vissir um að þeirra fjárfesting sé að
fara í það sem þeir vildu. Að þú sért
að skjalfesta og sýna það svart á
hvítu að þú sért raunverulega að
uppfylla væntingar viðskiptavinar-
ins,“ segir Sandra Rán.
Hafa hærra söluvirði
„Erlendis hafa kannanir sýnt að
vottaðar byggingar hafa hærra sölu-
og leiguvirði en þær óvottuðu og því
sívaxandi krafa frá markaðnum um
vottun. Þannig er markaðurinn að
kalla eftir sjálfbærnimiðaðri hugsun
og framkvæmdaaðilar að átta sig á
mikilvægi vottunar til að verða við
því ákalli,“ segir Sandra.
Ásgeir Kröyer hjá fyrirtækjaráð-
gjöf Fossa markaða sagði frá útgáfu
grænna skuldabréfa en útgáfa slíkra
skuldabréfa hefur aukist gríðarlega í
nágrannaríkjum okkar undanfarin
misseri enda bjóðast betri kjör fyrir
slík skuldabréf. Það sem kemur eilít-
ið á óvart er að stór hluti slíkrar fjár-
mögnunar í Svíþjóð fer í að bæta
lestarkerfið, almenningssamgöngur
og byggingu fasteigna. „Við á Íslandi
virðumst hika svolítið. Við sjáum
ekki fjárhagslega virðið í því að huga
að t.d. góðri innivist í byggingu þó að
við séum meðvituð um mikilvægi
hennar. Markaðurinn erlendis er
kominn vel á veg þar sem verk-
kaupar gera kröfu um þessi gæði frá
hönnuðum og framkvæmdaaðilum.
Það eru rannsóknir sem sýna fram á
það erlendis að hjá þeim sem huga
að sjálfbærni t.d. við byggingu skrif-
stofuhúsnæðis gæti arðsemi slíkra
fjárfestinga verið allt að 10-12%
hærri en hjá þeim sem gera það
ekki,“ segir Sandra.
Sandra segir þetta einnig snúast
um markaðssetningu. Á Íslandi sé
nóg af grænni orku en að alþjóðleg
fyrirtæki hugsi einnig um að húsin
sem byggð eru séu hönnuð með sjálf-
bærni að leiðarljósi. Danir hafa til að
mynda náð miklum árangri á þessu
sviði en Apple rekur t.a.m. gagnaver
þar í landi sem byggist á grænni
vindorku. „Við erum ótrúlega heppin
með alla þessa grænu orku. Ef við
fylgjum þessu eftir á öllum sviðum
liggja þarna ótrúlega mörg tæki-
færi,“ segir Sandra.
Sjálfbærni fjárhagslega hagkvæm
Sjálfbærni þegar kemur að byggingarframkvæmdum hefur orðið sífellt mikilvægari Rannsóknir
sýna fram á 10-12% meiri arðsemi af fjárfestingum í fasteignum þar sem hugað er að sjálfbærni
Vottun Kannanir sýna að vottaðar byggingar eru verðmætari en óvottaðar.
Morgunblaðið/Hari
Launavísitala í ágúst 2018 er 662,8
stig og lækkaði um 0,1% frá fyrri
mánuði.
Þetta kemur fram í tilkynningu
frá Hagstofu Íslands.
Þar segir einnig að síðastliðna
tólf mánuði hafi launavísitalan
hinsvegar hækkað um 6%.
Byggist á launarannsókn
Launavísitala er samkvæmt upplýs-
ingum á vef Hagstofunnar verð-
vísitala sem byggist á gögnum úr
launarannsókn Hagstofu Íslands og
sýnir breytingar á verði vinnu-
stundar fyrir fasta samsetningu
vinnutíma.
Launavísi-
talan lækkaði
Afkoma Laun hafa hækkað á árinu.
22. september 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 110.37 110.89 110.63
Sterlingspund 145.97 146.67 146.32
Kanadadalur 85.51 86.01 85.76
Dönsk króna 17.323 17.425 17.374
Norsk króna 13.445 13.525 13.485
Sænsk króna 12.484 12.558 12.521
Svissn. franki 114.2 114.84 114.52
Japanskt jen 0.9829 0.9887 0.9858
SDR 154.84 155.76 155.3
Evra 129.24 129.96 129.6
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 154.6288
Hrávöruverð
Gull 1203.0 ($/únsa)
Ál 2018.0 ($/tonn) LME
Hráolía 79.44 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á