Morgunblaðið - 22.09.2018, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Stöðu mál-efna heila-bilunar á
Íslandi er veru-
lega ábótavant.
Ítrekað kemur
fram gagnrýni á
hvernig málum
er háttað en lítið virðist
þokast hverju sem þar er
um að kenna.
Jón G. Snædal, yfirlæknir
á Landspítalanum og sér-
fræðingur í öldrunarlækn-
ingum, orðar það svo í frétt
í Morgunblaðinu í gær að
þjónustan sé á margan hátt
góð en of margir njóti henn-
ar ekki.
Jón hefur áhyggjur af því
að nú séu stóru árgangarnir
sem fæddust eftir stríð að
komast á efri ár og á næstu
15 til 20 árum muni Alz-
heimer-sjúklingum fjölga úr
um 4-5.000 manns í 9-10.000
manns.
Hann segir að vissulega
þurfi að setja meira fjár-
magn í málaflokkinn, en
einnig megi grípa til ýmissa
úrræða þannig að ekki þurfi
dýrari leiðir í sama mæli.
Hans helsta gagnrýni er
sú að heildarsýn skorti.
„Enn sem komið er er engin
ákveðin stefna í málefnum
þessa hóps hér á landi sem
gerir að verkum að stundum
vill verða að þær ákvarðanir
sem eru teknar byggjast
ekki á neinni heildarsýn,
heldur bara á stöðunni eins
og hún er í dag á þeim stað
sem um ræðir,“ segir hann.
Jón er ekki einn um að
gagnrýna skortinn á heild-
arsýn. Kári Stefánsson, for-
stjóri Íslenskrar erfðagrein-
ingar, segir það sama í
samtali í Morgunblaðinu í
gær. „Þetta er hluti af
skorti á almennri heildar-
stefnu í heilbrigðismálum og
af því að Alzheimer-sjúk-
dómurinn er algengur sjúk-
dómur hjá eldra fólki og
samfélagið er að verða eldra
með hverju árinu,“ segir
hann. „Þá kreppir skórinn
náttúrlega sérstaklega þar.“
Í mars birtist í Sunnu-
dagsblaði Morgunblaðsins
viðtal við Steinunni Þórð-
ardóttur, lyf- og öldr-
unarlækni, sem hefur starf-
að með sjúklingum með
heilabilun í fjögur ár á Ís-
landi eftir að hafa lært og
starfað um árabil í Svíþjóð.
Hún var ómyrk í máli og
sagði stöðu fólks með heila-
bilanir og aðstandenda
þeirra afar slæma hér á
landi.
„Það slær mann hversu
lítinn stuðning kerfið býður
fólki, það er
óhóflega löng bið
í öll úrræði og
margir aðstand-
endur eru búnir
á sál og líkama
þegar þeir fá
loksins aðstoð,“
sagði Steinunn í viðtalinu.
„Ég hef séð allt of marga
brotna algjörlega niður og
gráta vegna aðstæðnanna
sem þeir eru í.“
Steinunn gagnrýndi einn-
ig skort á heildarsýn og
fann að því að hér á landi
hefðu stjórnvöld ekki mótað
neina stefnu í málefnum
fólks með heilabilunarsjúk-
dóma.
„Það er lykilatriði að hafa
að minnsta kosti stefnu, að
vita hvernig við ætlum að
bregðast við vandanum sem
blasir við. Það er enginn að
kortleggja þetta, enginn að
fylgjast með fjölgun þessara
sjúklinga, enginn að gera
áætlanir fram í tímann. Frá
því ég hóf störf á Íslandi,
2014, hefur breytingin að-
eins verið til hins verra, á
aðeins fjórum árum. Þetta
er ekki lengur spurning um
einhverjar framtíðarspár,
þetta er löngu byrjað að
gerast.“ Steinunn gengur
svo langt að segja að verði
ekki brugðist við muni þetta
steypa heilbrigðiskerfinu.
Jón G. Snædal segir í
Morgunblaðinu í gær að í
vetur hyggist heilbrigðisyf-
irvöld hefjast handa við að
bæta úr ástandinu. „Við höf-
um átt samtal við fulltrúa
frá ráðuneytinu og ráðherra
og við skynjum að það er
áhugi á að skoða þessi mál
heildstæðara en gert hefur
verið hingað til,“ segir hann
og vísar til þingsályktun-
artillögu sem lögð var fram
í vor.
Eins og kemur fram hér
fyrir ofan er löngu tímabært
að gerð verði gangskör að
því. Það gengur ekki að
nota bútasaumsaðferðina í
stað þess að fá yfirsýn yfir
vandann og taka á honum í
heild sinni.
Vissulega mun kosta pen-
inga að laga kerfið þannig
að tekið verði á umfangi
þessa sívaxandi vanda en
með því að horfa yfir sviðið
má ugglaust líka finna skil-
virkari leiðir en í kerfi sem
ítrekað sætir gagnrýni
vegna skorts á heildarsýn.
Brotalamirnar eru margar
og það er ótækt að líf heilu
fjölskyldnanna fari í upp-
nám vegna þess að kerfið er
vanbúið til þess að bregðast
við vanda heilabilaðra.
Heilbrigðiskerfið er
ítrekað gagnrýnt
fyrir skort á
heildarsýn í málum
heilabilaðra}
Sívaxandi vandi
Þ
essa dagana stendur yfir her-
æfingin Trident Juncture. Tölu-
vert hefur verið fjallað um æf-
inguna og sérstaklega ferð
nokkurra stjórnmála- og embætt-
ismanna um borð í flugmóðurskipið Harry S.
Truman. Æfingin er til þess að æfa bandamenn
okkar í því að verja eyjuna okkar og þjóðina.
Eins og venjulega er nokkrum stjórn-
málamönnum úr röðum VG falið að hrópa og
mótmæla til einskis því enginn tekur mark á
þessum hrópum lengur.
Vinstri græn virðast hafa það að sérstöku
markmiði að fórna trúverðugleika sínum er
kemur að veru Íslands í Atlantshafsbandalag-
inu (NATO) en í þau tvö skipti sem flokkurinn
hefur tekið þátt í ríkisstjórn hefur þessu „prin-
sippi“ verið strax ýtt út í horn. Nú er það gert
til að geta setið til borðs með höfuðandstæðingnum.
Afsökun formanns VG í þetta skiptið er að það sé í lagi
að kasta „prinsippinu“ vegna þess að Alþingi hafi með lýð-
ræðislegum hætti samþykkt þjóðaröryggisstefnu sem
gerir ráð fyrir veru Íslands í NATO.
Þar með getur VG hætt að þreyta okkur hin á þessum
marklausu upphrópunum um NATO því ekki er þjóðarör-
yggisstefnan að breytast. VG gæti reyndar fengið smá
trúverðugleika á ný ef þingmenn flokksins flyttu breyt-
ingatillögu við þjóðaröryggisstefnuna. En þá þarf formað-
ur VG líklega að hætta að funda með hinum leiðtogum
NATO.
Um leið og þetta á sér stað eru fjármunir til „hern-
aðarbrölts“ og „drápsæfinga“ auknir undir forsæti for-
manns VG. Reyndar er utanríkisþjónustan að
fá stóraukið fjármagn skv. fjárlagafrumvarp-
inu eða nálægt 2.000 mkr. meira en á fjárlögum
2018. Skv frumvarpinu er aukið í öryggis- og
varnarmál um nærri 300 mkr. en 422 mkr. í
þróunarsamvinnu. Ráðuneytið og sendiráð fá
aukningu upp á rúmar 680 mkr. Fyrir áhuga-
menn um utanríkismál og stjórnmál á Íslandi
er forvitnilegt að sjá hve mikið fer til öryggis-
og varnarmála í samanburði við þróunarsam-
vinnu undir forsæti VG.
Þá er áhugavert að sjá að töluverð aukning
fjármuna er í þróunarsjóð EFTA en sá sjóður
er ætlaður til stuðnings ríkjum innan ESB sem
ekki teljast jafn þróuð og þau sem þar fremst
standa. Ekki fyrir svo löngu voru haldnar ræð-
ur á Alþingi þar sem talið var skynsamlegra að
nýta þessa fjármuni frekar til styrktar fátæk-
ustu löndum heims en ríkjum Evrópusambandsins.
Ríkisreksturinn þenst út og ekki útlit fyrir annað en að
hann haldi áfram að gera það með núverandi ríkisstjórn.
Von er á nýjum ríkisstofnunum, t.d. þjóðgarðsstofnun. Þar
þarf líklega forstöðumann og sérfræðinga. Þá mun þurfa
einhvern í móttökuna, fjölmiðlafulltrúa, mannauðsstjóra,
bókhaldið o.s.frv. Það verður því áhugavert að fylgjast
með Sjálfstæðisflokknum draga úr einkarekstri í heil-
brigðisþjónustu og stækka báknið með sama hraða og VG
tapar trúverðugleika sem hernaðarandstæðingur.
gunnarbragi@althingi.is
Gunnar Bragi
Sveinsson
Pistill
Heræfing í boði VG og báknið blæs út
Höfundur er alþingismaður Suðvesturkjördæmis og
varaformaður Miðflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
S
ólbakur EA 301 lagði að
bryggju í Ghent í Belgíu í
fyrrinótt eftir fjögurra sól-
arhringa siglingu frá Ak-
ureyri. Útgerðarfélag
Akureyringa gerði skipið út í yfir 40 ár
og bar það lengst af nafnið Kaldbakur
EA 1. Kristján Vilhelmsson,
framkvæmdastjóri útgerðarsviðs
Samherja, segir að skipið hafi alla tíð
verið farsælt og fengsælt. Nú sé það
hins vegar komið á aldur og fari í
brotajárn í Belgíu.
Með brotthvarfi skipsins úr flot-
anum er aðeins einn af stóru Spánar-
togurunum sex eftir á veiðum fyrir ís-
lenskt útgerðarfyrirtæki, en
frystitogarinn Blængur er í flota Síld-
arvinnslunnar í Neskaupstað. Öll voru
skipin gerð út í áratugi til fiskveiða hér
við land og reyndust yfirleitt mikil
aflaskip. Miklar breytingar voru gerð-
ar á sumum þeirra í áranna rás og
nokkrum þeirra var breytt í frystitog-
ara.
Svo stiklað sé á stóru í sögu
Spánartogaranna þá komu þeir til
landsins á árunum 1973-1975. Þeir
voru smíðaðir í Astilleros Luzuriaga
S.A. skipasmíðastöðinni í Pasajes de
San Juan skammt frá San Sebastian á
Norður-Spáni.
Á áttunda áratugnum voru marg-
ir skuttogarar keyptir til landsins og
voru Spánartogararnir meðal stærstu
skipanna í þessum nýja flota. Kaupin á
þeim voru gerð með atbeina stjórn-
valda og með ríkisábyrgð. Þrjú skip-
anna fóru til Bæjarútgerðar Reykja-
víkur, tvö fóru til Útgerðarfélags
Akureyringa og einn Spánartogarinn
til Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar.
Byggt á sömu teikningu
Spánartogararnir voru smíðaðir
eftir sömu teikningu, 68,7 metrar að
lengd, og var Bjarni Benediktsson RE
210 fyrstur í þessari raðsmíði. Bæj-
arútgerð Reykjavíkur hf. gerði skipið
út og kom það til heimahafnar 10 jan-
úar 1973. Um tíma bar skipið nafnið
Merkúr RE 800, en var selt í janúar
1987 til Sæbergs hf. á Ólafsfirði og
fékk þá nafnið Mánaberg ÓF 42.
Rammi hf. gerði skipið síðan út þar til
það var selt til Múrmansk í Rússlandi í
mars 2017.
Júní HF var annar í röðinni, en
skipið kom til Bæjarútgerðar Hafn-
arfjarðar í byrjun júní 1973. Hvalur hf.
keypti skipið og nafninu var breytt í
Venus HF 519. Það var síðan selt til
HB Granda. Venus var seldur til
Grænlands árið 2015 og var það
reyndar í annað skipti sem skipið var
selt þangað, en sala tveimur árum áð-
ur hafði gengið til baka.
Snorri Sturluson RE kom til
BÚR í október 1973. Ísfélag Vest-
mannaeyja keypti skipið af Granda
2001 og gerði það út í nokkur ár.
Snorri var síðan seldur til Petropav-
lovsk á Kamchatka í Rússlandi 2008.
Ingólfur Arnarson RE 201 kom
nýr til Bæjarútgerðar Reykjavíkur í
janúar 1974. Skipið fékk síðar nafnið
Freri og var gert út af Ögurvík frá
1985, en Síldarvinnslan í Neskaupstað
keypti skipið sumarið 2015 og heitir
það nú Blængur NK.
Kaldbakur EA 1 kom til Akur-
eyrar skömmu fyrir jól 1974 og var
gerður út af Útgerðarfélagi Akur-
eyringa þar til nú að hann hefur verið
selt til niðurrifs. Skipið fékk nafnið
Sólbakur EA 301, er nýr Kaldbakur
EA 1 kom til landsins frá Tyrklandi á
síðasta ári.
Rannsóknarskipið Poseidon var
áður Harðbakur EA og kom til ÚA á
Akureyri í mars 1975, síðastur Spán-
artogaranna. Skipinu var breytt hjá
Slippstöðinni Akureyri 2009 vegna
nýrra verkefna og hefur m.a. verið
notað til aðstoðar við olíuleit.
Spánartogararnir
hverfa hver af öðrum
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Í sparifötunum Sólbakur EA, áður Kaldbakur, siglir til móts við nýjan Kaldbak EA 1, sem kom til Útgerðarfélags
Akureyringa í mars 2017. Gamli Kaldbakur var einn af sex Spánartogurum sem smíðaðir voru fyrir rúmum 40 árum.
Kveðja Freysteinn Bjarnason, fyrsti
yfirvélstjóri á Kaldbak, losaði land-
festar fyrir siglinguna til Belgíu.