Morgunblaðið - 22.09.2018, Side 25

Morgunblaðið - 22.09.2018, Side 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2018 Eins og öllum er kunnugt eykst net- verslun hröðum skref- um hvar sem er í heiminum, en þessari þróun er afar vel lýst í nýútkominni skýrslu Rannsóknaseturs verslunarinnar sem ber heitið „Íslensk netverslun – áhrif staf- rænnar tækni og al- þjóðlegrar sam- keppni“. Þó að netverslun hafi þróast hægar hér á landi en víða í nágrannalöndum okkar, eykst hún nú með meiri hraða en nokkru sinni fyrr. Jafnframt eykst hin al- þjóðlega samkeppni á þessum markaði. Póstsendingar frá þróunarríkjum Því fer fjarri að hin alþjóðlega samkeppni í netverslun fari fram við jöfn samkeppnisskilyrði. Á grundvelli áratugagamals alþjóða- samnings (Universal Postal Union), sem á rætur sínar að rekja allt aftur á 19. öld og Ísland er aðili að, ber póstþjónustufyrirtækjum í þróuðum ríkjum að greiða 70-80% af kostnaði við póstsendingar sem þangað berast frá ríkjum sem flokkast sem þróunarríki. Þróun- arríki greiða aðeins 20-30% af þessum kostnaði. Fyrir mörg þró- unarríki hefur þessi samningur reynst vel við að koma fram- leiðsluvörum þessara ríkja inn á al- þjóðlega markaði. Kína er skilgreint sem þróunarríki Svo undarlega sem það kann að hljóma flokkast Kína sem þróun- arríki eftir skilningi þessa gamla samnings. Þetta þýðir á mannamáli að stór hluti kostnaðar af þeim póstsendingum sem koma hingað til lands frá Kína er í raun niður- greiddur af íslenskum neytendum. Íslandspósti, sem er opinbert hlutafélag og í 100% eigu íslenska ríkisins, ber skylda til að dreifa öllu því mikla magni póstsendinga sem berast hingað til lands með þessum hætti, og með þeim skil- málum sem fyrr var lýst. Því fer fjarri að þessi staða sé bundin við Ísland. Í ná- grannalöndum okkar, beggja vegna Atlants- ála, sætir þetta kerfi sífellt meiri gagnrýni. Til Danmerkur, svo dæmi sé tekið, berast á hverjum degi um 40.000 póstsendingar frá Kína. Verslun á Norðurlöndum finnur mjög fyrir þeirri ósanngjörnu sam- keppni sem þarna birtist og opinber póstþjónusta í þess- um löndum er að slig- ast undan því álagi og þeim kostnaði sem þessu fylgir. Samkeppnisstaðan Innlend verslun (bæði hefðbundin og netverslun) stendur augljóslega höllum fæti gagnvart þessari ójöfnu samkeppni. Ekki nóg með að sendingarkostn- aðurinn sé niðurgreiddur, heldur bendir allt til að stór hluti þess varnings sem kemur til landsins með þessum hætti komi án þess að greiddur sé af honum virðis- aukaskattur. Að sama skapi er í einstökum tilvikum um að ræða sendingar á vörum sem brjóta gegn hugverka- og hönnunarvernd, þ.e. falsaðar vörur eða vörur sem ekki hafa verið framleiddar í sam- ræmi við viðurkennda öryggis- staðla. Þetta er staða sem ekki er hægt að una við lengur enda ljóst að samkeppni þrífst ekki við slíkar að- stæður. Aðstæður þar sem fram- leiðsla í Kína er niðurgreidd af ís- lenska ríkinu sem og öðrum ríkjum í hinum vestræna heimi. Netversl- anir hér á landi og í nágrannalönd- um okkar munu ekki geta keppt við stór ríki sem njóta slíkrar for- gjafar og að sama skapi mun kostnaður póstrekenda vegna þessa falla á innlenda neytendur. Hér verða stjórnvöld einfaldlega að spyrna við fótum. Eftir Andrés Magnússon » Stór hluti kostnaðar af þeim póstsend- ingum sem koma hingað til lands frá Kína er í raun niður- greiddur af íslenskum neytendum. Andrés Magnússon Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Niðurgreidd samkeppni Fjölmiðlar hafa undanfarið minnt okkur á að áratugur er liðinn frá því að stærsta fjár- málakreppa frá síðari heimsstyrjöldinni skall á í Bandaríkj- unum og barst þaðan víða um lönd. Á sama tíma hafði fjöldinn allur af minni háttar bankakreppum riðið yfir hér og þar, einkum eftir að dró úr hefðbundnum efnahags- vexti upp úr 1970. Hér var það hins vegar dollarinn sem brast og með honum undirstöður ríkjandi efnahagskerfis. Margir spyrja hvort ráðandi aðilar, Seðlabanki Bandaríkjanna, Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn og viðlíka valdastofn- anir og hugveitur hafi dregið þá lærdóma af hruninu fyrir áratug að líkur á viðlíka atburði hafi minnkað til muna. Svar margra, þar á meðal tímaritsins The Eco- nomist (8.-14. september sl.), er neikvætt. Eitthvað hafi menn að vísu reynt að læra, en eftir standi stórir óvissuþættir, ekki síst fjár- mögnun húsnæðis, dollarinn sem grunnmynt í fjárfestingum og evr- an sem gjaldmiðill. Umrótið í al- þjóðamálum veiki jafnframt mögu- leika á að bregðast við næstu efnahagskreppu. Efnahagskerfi gegn sjálfbærni Aldarþriðjungur er liðinn frá því hugmyndin um sjálfbærni var kynnt á vegum Heimsnefnd- arinnar um umhverfi og þróun (World Commission on Environ- ment and Development), en for- maður hennar var Gro Harlem Brundtland. Sjálfbær þróun á að hvíla á þremur meginstoðum, vist- fræðilegri, félagslegri og efna- hagslegri, og með gagnkvæmu samspili þeirra á að tryggja fram- tíðarheill komandi kynslóða. Nán- ari greining á þessum þáttum, m.a. á vegum Sameinuðu þjóð- anna, leiðir í ljós að mannkynið fjarlægist nú óðum draumsýnina um farsælt samspil slíkrar und- irstöðu. Á félagslega sviðinu blasir við vax- andi misskipting og fátækt og ríkjandi efnahagskerfi hefur í för með sér stórfellda eyðingu á auðlindum jarðar og ómælda um- hverfisröskun. Um þetta bera loftslags- breytingar af manna- völdum ljósast vitni. Við upphaf Ríó- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1992 sagði Kanadamaðurinn Maurice Strong, sem í áratugi var aðalráðgjafi SÞ um umhverfismál, m.a.: „Í brennidepli þeirra mála sem við munum fjalla um hér eru: Framleiðsluferli og neysla í iðn- væddum hluta heimsins sem eru að grafa undan burðarásum lífs á jörðinni, sprenging í fólksfjölgun sem bætir við fjórðungi úr milljón daglega, dýpkandi gjá mismun- unar milli ríkra og fátækra, sem skilur 75% mannkyns eftir við kröpp kjör, og efnahagskerfi sem tekur ekkert tillit til vistrænna út- gjalda eða skemmda – kerfi þar sem litið er á óhefta gróðasöfnun sem framfarir.“ Þessi orð eru enn í fullu gildi og ef eitthvað er hefur hallað á ógæfuhliðina. Óvissan vegna loftslagsbreytinga Loftslagssamningur SÞ var samþykktur á Ríó-ráðstefnunni fyrir aldarfjórðungi, en margir tóku skilaboð hans þá ekki alvar- lega, þar á meðal íslensk stjórn- völd. Nú er flestum að verða ljós sú gífurlega röskun sem tengist hlýnun af mannavöldum, jafnvel þótt takist að nálgast markmið Parísarsamkomulagsins. Gegn því standa hins vegar sterk hags- munaöfl og ekki bætir úr skák vaxandi ringulreið í alþjóða- viðskiptum. Hækkun sjávarborðs og súrnun sjávar eru meðal helstu óvissuþáttanna og að hve miklu leyti hlýnunin hafi áhrif á stærstu jökulhvelin á Grænlandi og Suð- urskautslandinu. Í skýrslu ís- lensku vísindanefndarinnar um loftslagsbreytingar, sem gefin var úr sl. vor, lesum við eftirfarandi: „Óafturkræft hrun á jöklum á Suðurskautslandinu kann að vera hafið. Það getur á nokkrum öldum valdið margra metra hækkun á sjávarborði heimshafanna.“ Þar ættu í hlut flestar fjölmennustu borgir heims. Aðeins örfáir ára- tugir eru til stefnu ef uppfylla á Parísarmarkmiðin. Gegn því vinn- ur nú öflugasta efnahagsveldi heims, Bandaríkin, og fleiri ríki kunna að slást með þeim í för. Mannkyn allt stendur þannig á krossgötum í samskiptum við móður jörð og skilin milli feigs og ófeigs kunna að ráðast í tíð þeirra sem nú eru á dögum. Evran efni í kollsteypu Íslensk stjórnvöld hafa fyrir sitt leyti gefið út eindregnar yfirlýs- ingar um að staðið verði af þeirra hálfu við markmið fyrirheitanna frá París. Margt í stefnu og gjörð- um núverandi ríkisstjórnar bendir til að hugur fylgi máli. Örlögin ráðast þó af öðrum og stærri leik- endum á heimssviðinu. Þar veldur mestu óvissan tengd kapítalísku efnahagskerfi og kreppum þess í framtíðinni. Dómsdagsfléttan sem mestu réð um kreppuna 2008 er enn til staðar að mati The Eco- nomist. Með núverandi veikleikum evrusvæðisins ríkir áfram óvissa um framtíð evru sem gjaldmiðils. Skyndihrun hennar hefði í för með sér slíka kollsteypu að kreppan 2008 væri sem smámunir í sam- anburði, skrifar The Economist, sem ekki verður sakað um vinstri slagsíðu. Það sætir furðu að hér- lendis finnast enn formenn stjórn- málaflokka sem boða upptöku evru sem helsta baráttumál sitt og allrameinabót. Eftir Hjörleif Guttormsson »Hækkun sjávar- borðs og súrnun sjávar eru meðal helstu óvissuþáttanna og að hve miklu leyti hlýnunin hafi áhrif á stærstu jökulhvelin. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Mannkynið fjarlægist óðum draumsýnina um sjálfbæra þróun Nánast allir kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum renna út í lok árs auk þess sem samn- ingar á opinberum vinnumarkaði verða lausir í mars. Margir segja að undiraldan nú sé ekkert frá- brugðin því sem alltaf gerist í að- draganda kjarasamninga. Hins vegar er margt sem bendir til þess að umræðan nú sé þyngri heldur en verið hefur í langan tíma. Stöðugleiki efnahagslífsins og aukinn jöfnuður í samfélaginu getur farið saman í komandi kjarasamningum en til þess að svo geti orðið verða allir að leggja sitt af mörkum. Við setningu Alþingis fyrr í mánuðinum hvatti ég til þess að sýnd væri ábyrgð við þessar aðstæður og allir yrðu að líta í eigin barm. Þyngra hljóð í atvinnurekendum Það er margt sem bendir til þess að svigrúm til launahækkana sé ekki mikið um þessar mundir. Áætlanir gera því miður ráð fyrir því að atvinnuleysi fari vaxandi á næsta ári. Ferðaþjónustan hefur verið talsvert í umræðunni og flugfélögin glíma við rekstrarerfiðleika. Hljóðið í atvinnu- rekendum kringum landið er þyngra nú en verið hefur í 2-3 ár. Það eiga allir að geta verið sammála um að það versta við þessar aðstæður væru hækkanir sem í framhaldinu myndu verða étnar upp af verðbólguskoti. Hækkanir í efstu lögum verður að stöðva Árin fyrir fall bankanna blöskr- aði mörgum hvernig toppar sam- félagsins voru komnir á himinhá laun með risa kaupaukum/ bónusum. Í sumum tilfellum voru árslaun einstaklinga hærri heldur en verkamaður getur látið sig dreyma um á heilli starfsævi. Eft- ir fall bankanna tóku allir á sig byrðar til að rífa upp efnahagslífið og það tókst með undraverðum hætti. Nú hafa margir á tilfinningunni að í gangi sé launaskrið hjá efstu lögum samfélags- ins og með tali um ábyrgð í efnahags- málum megi skilja sem svo að þar sé talað til millistéttarinnar og þeirra sem hafa lægri tekjur. Íslenskt samfélag byggist á jöfnuði og þeirri grunnhugsun að við viljum tryggja öllum jafna möguleika. Jafnvel þó að við séum búin að tryggja öllum ákveðinn grunn verðum við líka að horfa til þess að jöfnuður snýst um raunveruleg- an samanburð. Því snýst þetta ekki bara um hækkanir í prósent- um, heldur hvort við getum leyft börnum okkar það sama óháð efnahag. Á sama tíma eigum við að hvetja fólk til framsækni í námi og vinnu og að þeir sem mennti sig eða leggi meira á sig fái hærri laun. Sé farið of langt í þessa átt stuðlum við að ójöfnuði. Endurtekin áskorun – Náum samstöðu um breytingar Ég fagna því að fara í samtal við aðila vinnumarkaðar um það hvernig við getum aukið jöfnuð í opinbera kerfinu líkt og kallað hefur verið eftir. Hinsvegar verða bæði verkalýðshreyfingin og at- vinnurekendur að fara yfir óeðli- legar hækkanir og kaupaukakerfi hjá forystufólki þeirra fyrirtækja sem eru að stórum hluta í eigu líf- eyrissjóða. Það gengur ekki að fyrirtæki í almannaeign séu að greiða himinháa bónusa ofan á laun sem fyrir eru hærri en þekkjast annars staðar í sam- félaginu. Ég trúi því ekki að skattkerfið sé eina leiðin til að ná tökum á þessari óheilbrigðu stefnu. Ég vil endurtaka áskorun mína til forystumanna lífeyrissjóða, til verkalýðshreyfingarinnar og til samtaka atvinnulífsins að endur- skoða launakerfi og kaupauka hjá toppum þeirra fyrirtækja sem þeir eru í forystu fyrir. Það er mögulegt hjá okkur sem höfum hæstar tekjur að taka nú höndum saman og sýna að það sé vilji allra í samfélaginu til að auka jöfnuð og leggja þannig okkar af mörkum til að tryggja stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Það verða allir að taka á sig byrðar ef við ætlum að halda stöðugleika á vinnumarkaði. Eftir Ásmund Einar Daðason Ásmundur Einar Daðason » Það gengur ekki að fyrirtæki í al- mannaeign séu að greiða himinháa bónusa ofan á laun sem fyrir eru hærri en þekkjast annars staðar í samfélaginu. Höfundur er félags- og jafnrétt- ismálaráðherra. Kjarasamningar – Áskorun til okkar allra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.