Morgunblaðið - 22.09.2018, Qupperneq 29
MINNINGAR 29Messur á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2018
AKUREYRARKIRKJA | Messa kl.
11. Prestur er Hildur Eir Bolladóttir.
Jakobskór Akureyrarkirkju syngur.
Organisti er Petra Björk Pálsdóttir.
Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu
kl. 11. Bangsablessun, allir bangsar
velkomnir í sunnudagaskólann. Um-
sjón Sonja Kro æskulýðsfulltrúi og
Jón Ágúst Eyjólfsson.
ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Sr. Þór Hauksson þjónar og
prédikar. Krisztina Kalló Szklenár
organisti. Kirkjukórinn leiðir söng.
Sunnudagaskóli á sama tíma í safn-
aðarheimili kirkjunnar í umsjón Önnu
Siggu og Aðalheiðar. Kaffi og spjall á
eftir.
ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl.
11. Sigurður Jónsson sóknarprestur
prédikar og þjónar fyrir altari. Benja-
mín Hrafn Böðvarsson guðfræðinemi
annast samverustund sunnudaga-
skólans. Félagar úr Kór Áskirkju
syngja. Organisti Bjartur Logi Guðna-
son. Kaffisopi í Ási eftir messu.
Ástjarnarkirkja | Messa kl. 11. Kór
Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn
Keiths Reed tónlistarstjóra. Prestur er
Arnór Bjarki Blomsterberg. Sunnu-
dagaskóli á sama tíma. Hressing og
samfélag á eftir.
BESSASTAÐAKIRKJA | Sunnudaga-
skóli kl. 11 í Brekkuskógum 1. Um-
sjón með stundinni hafa Sigrún Ósk
og Guðmundur Jens. Messa kl. 17 í
Bessastaðakirkju þar sem lögin hans
Magga Eiríks verða í brennidepli. Ellen
Kristjánsdóttir syngur með Lærisvein-
um hans undir stjórn Ástvaldar
Traustasonar organista. Sr. Hans
Guðberg flytur hugleiðingu og þjónar
ásamt Margréti djákna fyrir altari.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl.
11. Sr. Toshiki Toma þjónar. Organisti
er Örn Magnússon, kór Breiðholts-
kirkju syngur. Sunnudagaskóli á sama
tíma í umsjá Steinunnar Leifsdóttur
og Steinunnar Þorbergsdóttur. Messu-
kaffi á eftir. Ensk bænastund kl. 14.
Prestur Toshiki Toma.
BÚSTAÐAKIRKJA | Barnastarf kl.
11. Samverustund með söng og leik.
Brúðuleikhús, ratleikir, spurninga-
leikur, bænir, söngur, tónlist, gestir.
Umsjón Daníel Ágúst, Sóley Adda,
Jónas Þórir og Pálmi. Guðsþjónusta
kl. 14. Kór Bústaðakirkju og Antonia
Hevesi. Messuþjónar aðstoða og
heitt á könnunni eftir messu. Prestur
Pálmi Matthíasson.
DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11,
prestur Gunnar Sigurjónsson, organ-
isti Sólveig Sigríður Einarsdóttir, Sam-
kór Kópavogs syngur. Veitingar í safn-
aðarsal að messu lokinni.
Dómkirkja Krists konungs,
Landakoti | Messa á sunnud. kl.
8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku,
kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku.
Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl.
8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er
vigilmessa.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Inn-
setning Sveins Valgeirssonar sem
sóknarprests og Elínborgar Sturludótt-
ur sem dómkirkjuprests. Séra Elín-
borg prédikar. Helga Soffía Konráðs-
dóttir prófastur. Dómkórinn og Kári
Þormar organisti. Sunnudagaskóli á
kirkjuloftinu. Messukaffi í safn-
aðarheimilinu. Minnum á bílastæðin
við Alþingi.
FELLA- og Hólakirkja | Messa og
barnastarf kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunn-
arsson þjónar og predikar. Kirkjukór-
inn syngur undir stjórn Arnhildar Val-
garðsdóttur. Meðhjálpari Jóhanna
Freyja Björnsdóttir. Kaffi og djús eftir
stundina. Bangsadagur hjá Mörtu og
Ásgeiri í sunnudagaskólanum.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Barna- og
fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Hljóm-
sveit kirkjunnar leiðir sönginn.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjón-
usta kl. 14. Hjörtur Magni Jóhanns-
son safnaðarprestur leiðir stundina.
Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn
við Tjörnina leiða tónlistina ásamt
Gunnari Gunnarssyni organista. Ferm-
ingarbörn og fjölskyldur þeirra eru
hvött til að mæta.
GLERÁRKIRKJA | Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garð-
arsson og Sunna Kristrún djákni
þjóna. Barna- og æskulýðskór syngur
undir stjórn Margrétar Árnadóttur kór-
stjóra. Kvöldmessa kl. 20. Sr. Gunn-
laugur Garðarsson þjónar. Kór Gler-
árkirkju leiðir söng undir stjórn
Valmars Väljaots. Eftir fjölskylduguðs-
þjónustuna og messuna verður létt
spjall við foreldra fermingarbarna um
tilhögun fermingarfræðslunnar í vetur.
GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 11. Séra Sigurður Grétar
Helgason þjónar. Kór Grafarvogskirkju
leiðir söng og Hákon Leifsson stjórn-
ar. Sunnudagaskóli á neðri hæð kirkj-
unnar kl. 11. Dans, söngvar, sögur og
ærslagangur. Pétur Ragnhildarson
hefur umsjón.
GRAFARVOGUR - KIRKJUSELIÐ Í
SPÖNG | Messa kl. 13. Séra Grétar
Halldór Gunnarsson þjónar. Vox Pop-
uli leiðir söng og organisti er Hilmar
Örn Agnarsson.
GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11.
Jón Ragnarsson þjónandi prestur
prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar í
kirkjukór Grensáskirkju syngja. Organ-
isti Kristján Hrannar Pálsson. Heitt á
könnunni eftir messuna.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheim-
ili | Guðsþjónusta í umsjón Félags
fyrrum þjónandi presta klukkan 14 í
hátíðasal Grundar. Prestur er Sigurður
Kr. Sigurðsson. Grundarkórinn leiðir
söng undir stjórn Kristínar Waage org-
anista.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti |
Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11.
Prestur Leifur Ragnar Jónsson, organ-
isti Hrönn Helgadóttir og kór Guðríð-
arkirkju syngur. Barnastarf í umsjá
Bryndísar Böðvarsdóttur. Meðhjálpari
Guðný Aradóttir. Kirkjuvörður Lovísa
Guðmundsdóttir. Kaffisopi eftir mess-
una.
HALLGRÍMSKIRKJA | Fjöl-
skyldumessa kl. 11. Sr. Irma Sjöfn
Óskarsdóttir og Inga Harðardóttir
leiða stundina. Barna- og unglingakór
Hallgrímskirkju syngur undir stjórn
Helgu Vilborgar Sigurjónsdóttur. El-
ísabet Þórðardóttir leikur á orgel.
Starfsfólk Sunnudagaskólans að-
stoðar. Bænastund mánud. kl.
12.15. Fyrirbænaguðsþjónusta
þriðjud. kl. 10.30. Árdegismessa
miðvikud. kl. 8. Kyrrðarstund fimm-
tud. kl. 12.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11.
Ása Laufey Sæmundsdóttir héraðs-
prestur prédikar og þjónar fyrir altari.
Barnastarf í umsjá Þorgerðar Ásu
Aðalsteinsdóttur. Kordía, Kór Háteigs-
kirkju syngur. Organisti er Guðný
Einarsdóttir. Samskot dagsins renna
til Krýsuvíkursamtakanna.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa
kl. 11. Kór Hjallakirkju leiðir söng und-
ir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur
organista. Prestur er Sunna Dóra
Möller. Sunnudagaskóli á sama tíma í
safnaðarheimilinu og Markús og Heið-
björt leiða hann.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Barna-
kirkja kl. 13 og almenn samkoma
með lofgjörð og fyrirbænum. Halldóra
Ásgeirsdóttir prédikar. Kaffi og sam-
félag eftir stundina.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Guðsþjón-
usta sunnudag kl. 11. Kór kirkjunnar
leiðir okkur í söng ásamt Arnóri organ-
ista. Sr. Fritz Már þjónar ásamt
messuþjónum. Súpusamvera verður í
Kirkjulundi eftir messuna. Miðviku-
daginn 26. september kl. 12 er kyrrð-
arstund í kapellu vonarinnar. Gæða-
konur bjóða upp á súpu eftir stundina.
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11 Sigurður Arnarson sóknar-
prestur prédikar og þjónar fyrir altari.
Kór Kópavogskirkju syngur, organisti
er Peter Maté. Sunnudagaskóli á
sama tíma í safnaðarheimilinu Borg-
um undir stjórn Grímu Katrínar Ólafs-
dóttur og Birkis Bjarnasonar.
KVENNAKIRKJAN | Guðsþjónusta í
Laugarneskirkju klukkan 20. Séra
Hulda Hrönn M. Helgadóttir predikar,
Aðalheiður Þorsteinsdóttir leiðir
sálmasöng við blóm og kertaljós og
haldin verður bænastund. Á eftir verð-
ur messukaffi.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa og
sunnudagaskóli kl. 11, léttur hádegis-
verður að messu lokinni. Félagar úr
Kór Langholtskirkju syngja undir
stjórn Magnúsar Ragnarssonar organ-
ista, Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknar-
prestur þjónar ásamt messuþjónum
og Aðalsteini Guðmundssyni kirkju-
verði. Hafdís Davíðsdóttir og Sara
Grímsdóttir leiða sunnudagaskólann.
LAUGARNESKIRKJA | Fjöl-
skyldumessa klukkan 11. Sr. Eva
Björk, Hjalti Jón, Gísli, Keli, Rebbi og
Gabríel engill taka á móti kirkju-
gestum. Fermingarbörn og messu-
þjónar aðstoða við helgihaldið. Hress-
ing eftir stundina í safnaðarheimili
kirkjunnar. Á eftir verður Einnar-krónu
mót Laugarnessóknar.
LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Ragnheiður Jónsdóttir sókn-
arprestur þjónar fyrir altari og prédik-
ar. Organisti Þórður Sigurðarson.
Kirkjukór Lágafellssóknar syngur og
leiðir almennan safnaðarsöng.
Sunnudagaskóli í kirkjunni kl.13 í um-
sjón Berglindar Hönnudóttur.
www.lagafellskirkja.is
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Messa kl. 20. Óskar
Einarsson stjórnar kór Lindakirkju. Sr.
Dís Gylfadóttir þjónar.
NESKIRKJA | Messa og barnastarf
kl. 11. Sýning Siggu Bjargar, Blettur, á
Torginu í safnaðarheimilinu verður
opnuð að messu lokinni og fjallað
verður um verkin í predikun. Umsjón
Katrín, Heba, Jónína og Ari. Félagar úr
Kór Neskirkju syngja undir stjórn
Steingríms Þórhallssonar organista.
Prestur er Skúli S. Ólafsson. Kaffiveit-
ingar og samfélag.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Upp-
skerumessa og barnastarf kl. 14. Sr.
Pétur predikar og þjónar fyrir altari.
Messugutti er Petra Jónsdóttir. Radd-
bandafélag Reykjavíkur sér um að
leiða messusvör og söng. Organisti er
Kristján Hrannar og ætlar hann að
vera með smá haustjazz. Ólafur Krist-
jánsson tekur á móti öllum. Eftir
messuna er svartbaunaseiði og
bráðabrauð í boði safnaðarins.
SALT kristið samfélag | Sameigin-
legar samkomur Salts og SÍK kl. 17
alla sunnudaga í Kristniboðssalnum
Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Gestir
frá Biblíuskólanum í Fjellheim koma í
heimsókn. Efni: „Sjálfsmyndin á sam-
félagsmiðlum.“ Ræðumaður Jörgen
Storvoll. Barnastarf. Túlkað á ensku.
SAUÐÁRKRÓKSKIRKJA | Messa
kl. 14. Prestur Sigríður Gunnarsdóttir,
organisti Rögnvaldur Valbergsson.
Kaffi og djús eftir messu.
SELFOSSKIRKJA | Messa sunnu-
dag kl. 11. Kirkjukórinn syngur, org-
anisti er Ester Ólafsdóttir, prestur er
Guðbjörg Arnardóttir. Sunnudagaskóli
á sama tíma, umsjón Jóhanna Ýr Jó-
hannsdóttir ásamt leiðtogum. Upplýs-
ingar á selfosskirkja.is og á Facebo-
ok-síðu kirkjunnar.
SELJAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl.
11, Bára og Malla leiða stundina.
Rebbi kemur í heimsókn og kíkt verð-
ur í fjársjóðskistuna, ávaxtahressing í
lokin og mynd til að lita. Guðsþjón-
usta kl. 14, Bryndís Malla Elídóttir
þjónar. Tómas Guðni Eggertsson leik-
ur á orgel og Kór Seljakirkju syngur,
kaffisopi að messu lokinni.
SELTJARNARNESKIRKJA | Messa
og sunnudagaskóli kl. 11. Sókn-
arprestur þjónar. Organisti safnaðar-
ins leikur á orgelið. Leiðtogar sjá um
sunnudagaskólann. Félagar úr Kamm-
erkór kirkjunnar syngja. Kaffiveitingar
og samfélag eftir athöfn í safn-
aðarheimilinu.
VÍDALÍNSKIRKJA | Messa kl. 11.
Sr. Friðrik J. Hjartar predikar og kveður
eftir tæplega tveggja áratuga þjón-
ustu í Garðaprestakalli. Prestarnir
Jóna Hrönn Bolladóttir og Hans Guð-
berg Alfreðsson þjóna fyrir altari
ásamt djáknunum Margréti Gunn-
arsdóttur og Helgu Björk Jónsdóttur.
Kór Vídalínskirkju syngur undir stjórn
Jóhanns Baldvinssonar organista.
Sunnudagaskóli á sama tíma. Kaffi-
samsæti að lokinni messu í safn-
aðarheimilinu til heiðurs prestshjón-
unum Friðrik J. Hjartar og Önnu
Nilsdóttur.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði |
Messa kl. 11. Kór Víðistaðasóknar
syngur undir stjórn Helgu Þórdísar
Guðmundsdóttur. Prestur Stefán Már
Gunnlaugsson. Sunnudagaskóli kl.
11. Fjölbreytt og fræðandi dagskrá.
Hressing í safnaðarsalnum á eftir.
ÞORLÁKSKIRKJA | Sunnudagaskóli
kl. 11. Hafdís og Guðmundur. Messa
kl. 14. Fermingarfræðsla er að hefjast
og fermingarbörn og foreldrum þeirra
sérstaklega boðið og fjallað verður
um ferminguna aðallega á praktískan
máta. Ester Ólafsdóttir á orgelinu, kór
Þorlákskirkju, Baldur og Guðmundur.
Orð dagsins: Jesús
læknar á hvíldar-
degi.
(Lúk. 14)
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Saurbæjarkirkja á Rauðasandi.
✝ Bergþóra Ás-geirsdóttir
fæddist í Neskaup-
stað 5. ágúst 1937.
Hún lést á Hrafnistu,
Boðaþingi, 3. sept-
ember 2018.
Hún var dóttir
hjónanna Ásgeirs
Bergssonar, f. 1909,
d. 1966, og Ragn-
heiðar Sverrisdóttur,
f. 1909, d. 1993. Þeim
varð þriggja barna auðið, en
Bergþóra var í miðið og eina
dóttir þeirra. Bræður hennar
eru Sverrir Guðlaugur, f. 1933,
og Hjalti, f. 1939, d. 2002.
smiður og kafari um langt ára-
bil. Þau gengu í hjónaband 4.
nóvember árið 1961. Samúel lést
13. nóvember 2014.
Börn Bergþóru og Samúels
eru: Sigurður Ásgeir, f. 1962,
kvæntur Rósu Hansen. Synir
þeirra eru Ívar Örn og Arnar
Freyr en fyrir átti Sigurður son-
inn Anton Samúel. Davíð, f.
1966, giftur Kristjáni Andra
Stefánssyni. Ragnheiður, f.
1968. Unnusti hennar er Krist-
mundur Þórisson en fyrir á
Ragnheiður dótturina Bergþóru
Hörpu Stefánsdóttur. Yngst er
Anna Berg, f. 1972, gift Stefáni
Hrafnkelssyni. Synir þeirra eru
Stefnir Ægir og Styrmir Ingi.
Langömmubörnin eru átta tals-
ins.
Að ósk hinnar látnu fór útför
hennar fram í kyrrþey frá
Lindarkirkju í Kópavogi 20.
september 2018.
Bergþóra hóf
ung að vinna fyrir
sér. Þegar hún
var 17 ára gömul
eignaðist hún son-
inn Sverri, f.
1955, sem Anna
Bergsdóttir
föðursystir henn-
ar og Hermann
Lárusson eig-
inmaður hennar
ættleiddu. Synir
Sverris eru Maríus Hermann og
Hjalti Þór. Seinna kynntist hún
eiginmanni sínum Samúel Andr-
ési Andréssyni, f. 1938, frá
Strondum í Færeyjum, skipa-
Elsku mamma.
Þá kom að því að við áttum okk-
ar hinstu kveðju hér á jarðríki þeg-
ar við tók hjá þér ferðalag til sum-
arlandsins. Ferð sem þú hefur,
síðan veikindi þín hófust og drógu
úr þér mátt, þráð að hefja. Skilaðu
kveðju til pabba frá mér.
Og þarna sé ég ykkur fyrir mér
sitja andspænis hvort öðru, þú ögn
glettin á svip og hann angurvær,
taka spjall um hvað skuli gera í
dag. Þannig voru ykkar stundir
síðustu ár í Gullsmáranum, þar
sem þið gátuð loksins átt rólega
daga, enda nutuð þið þess að vera
saman fara á rúntinn, spila, hitta
vini og ferðast, og síðast en ekki
síst notið samvista með fjölskyld-
unni. Það var alltaf jafn yndislegt
að koma til ykkar og fann ég vel yf-
irvegun ykkar pabba, þessa ró sem
bara þeir sem prufað hafa lífið geta
búið yfir. Það var svo gott að vera
hjá ykkur, spjalla og sötra kaffi og
hlusta á heilræði er öll enduðu á
einn veg: Þetta verður allt í lagi,
elskan mín, vittu til, þetta lagast.
Og það gerði það undantekningar-
laust.
Þannig var hún mamma, ráða-
góð og ljúf. Lífið hafði kennt henni
flest það sem hún vissi og kunni
enda hafði það ekki alltaf verið létt
að vera í hennar sporum. En
mamma leit á erfiðleika sem áskor-
un, eitthvað sem yrði að vinna með,
hún var ákveðin, fylgin sér og ótrú-
lega hugrökk kona. Ég sá það ekki
alltaf þegar ég var yngri en þegar
ég lít yfir farinn veg þá sé ég svo
vel að mamma mín var ein hug-
rakkasta kona sem ég þekki, hún
gafst aldrei upp.
Það er erfitt að kveðja og ég á
oft eftir að vilja heyra í þér, fá góð
draumaráð, spyrja um ættar-
tengsl, fá ráð við erfiðum ákvörð-
unum og svona mætti lengi telja.
Takk fyrir allt, elsku mamma, hug-
rakka og skemmtilega kona. Minn-
ing þín lifir, skemmtilegu frasarnir
og ótrúlegu uppátækin. Þú varst
einstök.
Þín dóttir,
Anna Berg.
Elsku Begga, að leiðarlokum
langar mig að minnast þín.
Það var aldrei lognmolla í kring-
um þig, kæra tengdamamma, enda
elskaðir þú að tala og varst oft
hrókur alls fagnaðar. Það verður
tómlegt án þín og enginn sem telur
upp heilu ættliðina, en fólk var allt-
af þitt áhugamál. Minni þitt var
ótrúlegt og við grínuðumst með að
þú fengir aldrei minnisglöp því þú
héldir heilanum í góðri þjálfun.
Siggi sagði stundum að þú
myndir velja mig ef valið stæði
milli mín og hans, en það er ekki
erfitt að vera uppáhaldstengda-
dóttir þegar engin er samkeppnin.
Þótt við værum ekki alltaf sam-
mála varstu mér ætíð ljúf og góð og
ég gat verið viss um að eiga stuðn-
ing þinn vísan á hverju sem gekk.
Við göntuðumst með hvað þú
ættir eiginlega mörg líf, þegar þú
hvað eftir annað reist upp úr mikl-
um veikindum, og þitt svar var
„eins og kötturinn – nú er ég búin
með þrjú af níu“. Þeim fækkaði þó
hratt síðustu mánuði en öðru hvoru
glitti í gömlu Beggu sem var svo fé-
lagslynd og lífsglöð en skyndilega
föst í ónýtum skrokki sem lét illa að
stjórn.
En nú ertu komin á betri stað og
dansar með Samma þínum eða
keyrir um ótroðnar slóðir í ferða-
bílnum hans.
Góða ferð elsku Begga mín og
knúsaðu gamla frá mér.
Rósa.
Það er óhætt að segja að
tengdamóðir mín hafi tekið mér
opnum örmum frá fyrstu kynnum.
Þau Samúel höfðu þá komið sér
fyrir á síðasta heimilinu sem þau
bjuggu sér í Gullsmára í Kópavogi
þar sem hún tók á móti manni í
dyrunum, oft kankvís í framan og
spurði frétta af manni sjálfum og
fjölskyldunni. Hún var áhugasöm
um samferðafólk sitt og vildi gjarn-
an að maður tyllti sér hjá henni í
eldhúskróknum og spjallaði meðan
hún sjálf sýslaði við að tína saman
einhverjar veitingar, enda fór mað-
ur aldrei svangur af hennar fundi
sama á hvaða tíma dags mann bar
að garði. Alltaf var hellt upp á
könnuna og rétt eins og undir jökli
virtist alltaf vera hægt að reiða
fram reiðarinnar býsn af kræsing-
um án nokkurs fyrirvara. Berg-
þóra var enda vön því að halda
stórt heimili meðan fjölskyldan óx
úr grasi og það leyndi sér ekki að í
eldhúsinu – og kannski í lífinu yf-
irhöfuð – var hún vön því að hafa
marga bolta á lofti.
Hún var fædd og uppalin á
Norðfirði og hóf þar búskap með
honum Samma sínum sem kom
þangað frá Færeyjum á sjötta ára-
tugnum.
Samúel vann lengi sem kafari
við hafnarframkvæmdir og varð
það til að fjölskyldan flutti sig ann-
að slagið um set eftir því hvar verk-
in var að finna, jafnvel til Færeyja
um þriggja ára skeið en annars hér
heima. Begga hafði lag á að láta eðl-
isávísun vinna með sér og kunni að
nýta hæfileika sína til að búa í hag-
inn fyrir fjölskylduna og skapa
sjálfri sér viðurværi á nýjum stöð-
um. Hún hafði nefnilega nef fyrir
viðskiptum og oftar en ekki kom
hún sér upp rekstri þar sem þau
slógu sér niður, oftast með verslun
af einhverju tagi. Eftir að ungarnir
flugu úr hreiðrinu og þau hjónin
fluttu í bæinn nýtti hún líka hæfi-
leika sína í eldhúsinu til að koma
upp mötuneyti fyrir Visa Ísland og
rak það um árabil við góðan orðstír.
Og jafnvel þótt hún væri komin á
löglegan eftirlaunaaldur þegar ég
kynntist henni hafði hún ekki lagt
árar í bát heldur tekið upp prjónana
og skilaði af sér afburða fallegu
prjónlesi. Við Davíð erum svo lán-
samir að eiga bæði peysur og tátil-
jur að ylja okkur við og sama á við
um marga skjólstæðinga Hróksins
og ýmissa góðgerðarsamtaka sem
hún lét njóta krafta sinna í fjáröfl-
unarskyni.
Samband Davíðs við mömmu
sína hefur alltaf verið náið og nær-
andi fyrir þau bæði og eftir að hann
fór að flakka með mér held ég varla
að hafi liðið sá dagur að þau hafi
ekki talast við í síma. Það hefur ver-
ið þeim báðum mikilvægt og
kannski skapað þeim ákveðið jarð-
samband við minningar, tíma og
staði sem ég veit að þeim hafa báð-
um verið svo kær. Þetta er það sam-
band sem ég veit að sárast verður
saknað á mínum bæ og erfitt verður
að venjast að sé ekki innan seilingar
lengur. Það er huggun harmi gegn
að minningin um Bergþóru mun lifa
með okkur áfram, ekki bara í huga
okkar heldur líka í ýmsum háttum
afkomenda hennar sem auðvelt er
að sjá hvaðan er komið. Eða hver
getur sagt mér hvort lífsglaður,
stríðinn, tilfinningaheitur prakkari
eigi betur við um manninn minn eða
mömmu hans?
Kristján Andri Stefánsson.
Bergþóra
Ásgeirsdóttir
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Emilía Jónsdóttir,
félagsráðgjafi
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna