Morgunblaðið - 22.09.2018, Page 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2018
✝ GuðlaugSveinsdóttir
fæddist 30. janúar
1929. Hún lést 15.
september 2018.
Móðir: Hólm-
fríður Eyjólfs-
dóttir, f. 20.8. 1892,
d. 8.12. 1942. Faðir:
Sveinn Eiríksson
Sveinsson, f. 19.7.
1899. d. 25.2. 1989.
Systkini: Elísabet,
f. 8.9. 1926, d. 20.8. 1989, Hulda,
f. 30.1. 1932, d. 19.8. 1992, og
Guðbjörn, f. 11.4. 1936, d. 3.1.
2009.
Guðlaug, Lauga eins og hún
var oftast kölluð, ólst upp hjá
foreldrum sínum á Fálkagötu 26
í Reykjavík til 15 ára aldurs, en
þá lést móðir hennar af slys-
1957, Gústaf Geir, f. 4.11. 1960,
Hólmar, f. 7.2. 1962, Sigurlaug,
f. 2.12. 1963, Agla, f. 2.9. 1965.
Fyrir átti Egill soninn Jónas, f.
3.9. 1946.
Um fimmtugt fór hún aftur út
á vinnumarkaðinn sem fisk-
verkakona og lét málefni verka-
fólks sig mikið varða. 1997 tóku
þau þá ákvörðun að flytja til
Spánar og keyptu sér fasteign
þar. Á Spáni bjuggu Lauga og
Egill næstu ellefu árin. Árið
2008 keyptu þau húsnæði á
Lækjarbrún í Hveragerði en
héldu áfram að fara til Spánar
yfir kaldasta tímann allt til árs-
ins 2012.
Lauga átti við erfið veikindi
að stríða síðustu árin en þau Eg-
ill héldu heimili í Lækjarbrún-
inni þrátt fyrir það, allt þar til
31. ágúst sl. er Lauga fór á
hjúkrunarheimilið Ás í Hvera-
gerði og lést þar eftir einungis
tveggja vikna dvöl.
Útför Guðlaugar fer fram frá
Hveragerðiskirkju í dag, 22.
september 2018, klukkan 14.
förum. Þá dvaldi
Guðlaug um hríð
hjá afa sínum Eyj-
ólfi á Þurá í Ölfusi.
Guðlaug og eftir-
lifandi eiginmaður
hennar, Egill Guð-
mundsson frá
Ólafsvík, bjuggu
sér heimili í Ólafs-
vík árið 1950, fyrst
í Móabæ og þaðan
fluttu þau í Heklu.
Lengst af bjuggu þau í Vallholti
9 þar sem þau voru þar til leiðin
lá til Spánar. Varð þeim hjónum
margra barna auðið, þau eru:
Elísabet Eygló, f. 16.1. 1951,
Sveinn, f. 29.6. 1952, Elín Þur-
íður, f. 18.9. 1953, Guðmundur
Gísli, f. 14.5. 1955, Sigurður, f.
15.5. 1956, Guðbjörg, f. 14.12.
Nú skilur leiðir um sinn,
elsku mamma, tengdamóðir og
besti vinur. Um hugann fljúga
falleg minningabrot á leiftur-
hraða, minningar sem ylja og
kalla fram ljúfar minningar um
einstaka konu, lágvaxna en með
hjarta risans.
Þú varst klettur í hafi, ótrú-
leg afrek þín á lífsins göngu
verða ávallt fyrirmynd okkar til
orðs og æðis. Það hefur ekki
verið létt verk né tekið með
annarri hendi að koma tíu börn-
um til manns, en það var alltaf í
orðum þínum frekar léttvægt
talið, gleðin og ánægjan yfir
gimsteinunum þínum tíu var
það sem þú minntist og talaðir
um.
Í minningunni koma upp í
hugann dagarnir þegar ég hljóp
í Lárubúð eftir nýjum Andrésar
Andarblöðum og Fart og Tempo
á dönsku og þú last og þýddir
fyrir allan hópinn og þorpið ef
svo bar við.
Þú varst flakkari í eðli þínu
og alltaf tilbúin að fara út fyrir
þægindarammann sem við setj-
um okkur svo oft, en ramminn
þinn náði út fyrir jarðkringluna,
þér voru engin takmörk sett.
Það var heldur enginn bilbugur
á þér, þá 68 ára gamalli, þegar
þú taldir að nú væri kominn
tími til að þið hjónakornin pruf-
uðuð að búa á Spáni.
Þú lagðir verkefnið upp sem
sex mánaða tilraun og þegar
gamli var nú ekki alveg á því
svaraðir þú: „Ég ætla að prufa,
þú ræður hvort þú kemur með.“
Prufutíminn var nú ekki liðinn
þegar hringt var heim og fjöl-
skyldan beðin að selja Vallholt-
ið, þið voruð búin að finna ykk-
ur húsnæði á Spáni. Þau vöfðust
ekki fyrir þér húsnæðiskaupin á
Spáni og þú bjargaðir þér á
spænsku eins og öðrum þeim
tungumálum sem þú lagðir
metnað þinn í að ná tökum á.
Þessi ákvörðun var ykkur mikið
gæfuspor í lífinu, þið nutuð ykk-
ar vel á Spáni, ströndin heillaði,
göngutúrar, ferðalögin, samver-
an með vinum og fjölskyldu
urðu gæðastundir eins og þú
sagðir, engin klukka, ekkert
stress, lífið var í núinu.
Faðmur þinn var stór og
rúmaði allt og alla, hlýja þín, ást
og kærleikur umvafði okkur
fjölskylduna, dætur okkar og
barnabörn nutu umhyggju þinn-
ar og samveru, amma Lauga
átti alltaf stórt knús og faðmlag.
Fyrir þessar stundir og sam-
veru þökkum við öll, þær verða
alltaf til í fjársjóði minninganna
sem við munum varðveita og
leita í.
Nú við leiðarlok þökkum við
þér, elsku mamma og yndislegi
vinur, fyrir dásamlega sam-
fylgd, megi góður guð og guðs
englar geyma þig að eilífu,
bestu þakkir fyrir allt.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þinn sonur og tengdadóttir,
Sigurður og Herdís.
Elsku yndislega Spánarkerl-
ingin mín er farin í síðustu sigl-
inguna. Mamma var hetjan mín
og fyrirmynd. Ég er mjög þakk-
lát fyrir tímann sem við áttum
saman, og dáðist ég að dugn-
aðinum og þolinmæðinni sem
hún átti ótakmarkaða fyrir allan
skarann sinn. Það voru allir vel-
komnir á Vallholtið og ég man
ekki heimilið öðruvísi en fullt af
fólki. Ef ekki börnin þeirra þá
vinkonur hennar að koma og fá
þýddar prjónauppskriftir úr
dönsku blöðunum eða taka upp
snið eða bara í kaffi. Alltaf var
verið að baka brauð, skúffu-
köku, heila skúffu af snúðum,
skonsum og fleira.
Á meðan sátum við krakk-
arnir við eldhúsborðið með lær-
dóminn og hún sagði ávallt „þú
þarft að skilja til að læra“ t.d.
skilja textann í ljóðinu til að
læra hann. Mamma klippti okk-
ur, saumaði, prjónaði og heklaði
á okkur. Vinir okkar komu í
klippingu og Tony-permanent
þegar það var í tísku. Það var
alltaf fundinn einhver blettur í
húsinu til að við gætum leikið
okkur í Barbí eða einhverju
öðru. Tónlist var mikið spiluð á
heimilinu, það var sungið alla
daga. Ég dáðist alltaf að afstöðu
mömmu þegar átti að taka hana
í bakaríið í pólitík, aldrei talaði
hún niður til fólks eða valtaði
yfir það með sínum skoðunum
heldur ræddi málin og skemmti
sér við að kynda undir æsing
svo fólk varð oft ansi hávært og
mikið fjör. Það var alltaf hægt
að ræða við mömmu um öll
heimsins mál, hún var inni í
öllu. Mamma missti mömmu
sína 8. desember 1942, þá 13
ára, og fór þá til afa Eyjólfs sem
þá bjó á Þurá í Ölfusi en amma
hennar og nafna Guðlaug Hann-
esdóttir lést árið 1935.
Mamma fór þaðan til Reykja-
víkur að klára skólann. Þar bjó
hún hjá Sigríði Stefánsdóttur
sem hún minntist ævinlega sem
mömmu Siggu og elskaði mikið
sem og börn hennar. Mamma og
Elsa systir hennar voru í þjón-
ustustarfi hjá fjölskyldu í
Reykjavík og ýmsum öðrum
störfum þar til hún kynntist
pabba og flutti til Ólafsvíkur.
Ég fékk þann heiður að vinna
með mömmu í frystihúsi Ólafs-
víkur og var hún skörungur í
því eins og öðru. Systur mömmu
komu í „Stígvélavík“ eins og
sagt var í gamni og kölluðum
við Hveragerði „Gúrkugerði“ en
þar bjó Hulda systir mömmu.
Hún og Hilmir eiginmaður
hennar komu með gúrkur og
tómata til okkar.
Elsa systir mömmu var alltaf
fína frúin í Garðabæ og kom í
heimsókn með bjútíboxið sitt.
Þegar þær komu saman allar þá
sungu þær og Hulda spilaði á
gítarinn.
Afi Sveinn bjó hjá okkur á
Vallholtinu frá 1965 til ca. 1972.
Mamma tók þá ákvörðun að
prófa að fara til Spánar og var
það ákvörðun sem þau sáu ekki
eftir, þau yngdust um mörg ár á
Spáni og eignuðust marga vini.
Þegar þau voru flutt í Hvera-
gerði varð það ættaróðalið og
oft ansi margt um manninn.
Þegar mamma kvaddi var hún
umvafin ást margra afkomenda
sinna.
Elsku mamma mín, takk fyrir
allar samverustundirnar, öll
faðmlögin og alla ástina sem þú
gafst mér. Minning þín lifir.
Hver minning dýrmæt perla að
liðnum lífsins degi
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér
þinn kærleikur í verki er gjöf sem
gleymist eigi
og gæfa var það öllum er fengu að
kynnast þér
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Sigurlaug Egilsdóttir.
Eftir erfið veikindi hefur
elsku mamma kvatt. Fyrir tæpu
ári tjáði læknir hennar okkur að
hún ætti ekki langt eftir, við
mættum búast við að hún færi
að rugla og geta dottið út. Með
látum kom ég til landsins til að
kveðja hana meðan hún enn
væri „með viti“. Þær urðu þó
fleiri ferðirnar sem veittu mér
gleði við að hitta hana, þó að
sárt hafi verið að sjá henni
hraka. Hugur og heyrn voru þó
ætíð skýr og tær til dauðadags.
Mamma var einstök mann-
eskja á svo margan hátt. Hún
hafði einstakt lag á að hlusta og
ræða við fólk hvort heldur börn,
unglingar, fullorðnir eða þýskur
nágranni áttu í hlut. Þennan
eiginleika læt ég barnabörnum
hennar eftir að lýsa í öðrum
greinum, en þau áttu hug henn-
ar og hjarta.
Nýjungagirni og námfýsi var
henni í blóð borin. Með brosi á
vör minnist ég örbylgjuofnsins
sem hún komst upp á lag með
að nota, þó ekki öllum til
ánægju. Bakaði og sauð, og voru
uppi kenningar um að sósan
kæmi þaðan líka. Þá tók hún sig
til einn daginn og fór að læra
innanhúss arkitektúr í erlendum
bréfaskóla og sjálfmenntuð var
hún að mestu í ensku, dönsku
og gat borið fyrir sig þýsku í
einföldum samskiptum. Mamma
var kímin og hafði oft gaman af
að kasta einhverju fram sem
hún vissi að myndi valda ólgu.
Leyfði sér jafnvel að skálda inn
í sannleikann til að kveikja enn
frekari umræðu. Svo þegar
hitna fór í umræðunni og borin
var á hana ósannsögli sagði hún
með prakkarasvip: „Já, þetta er
nú kannski ekki alveg rétt.“
Á Vallholtinu var oft mikið
fjör í 10 barna hópi og síðar
komu börnin með barnabörnin.
Einstök minning úr æsku er
þegar mamma á sjónvarpslausa
deginum las upp úr Søndags BT
sakamálasögur.
Eða minningin að vakna á
laugardagsmorgnum og finna
kökuilminn af nýbökuðum kök-
um sem bakaðar voru í miklu
magni og úrvali. Og að hugsa til
baka um þolinmæðina að að-
stoða hvert og eitt barn með
heimalærdóminn. Svo voru það
vinkonur og nágrannakonur
sem eyddu dágóðum tíma við
eldhúsborðið, jafnvel meðan hún
sinnti verkefnum þessa stóra
heimilis.
Mamma, litla konan með
stóra hjartað, sem hafði óbilandi
trú á öllu sínu fólki og stóð með
því í hverju sem það tók sé fyrir
hendur.
Hlustaði á vandamál þess og
stappaði í það stálinu. Í þeim
anda taldi hún okkur á að flytja
til Spánar, þar sem þau höfðu
komið sér fyrir, og var það ein
sú besta ákvörðun sem við höf-
um tekið. Árin sem við áttum
saman á Spáni gáfu okkur svo
mikið. Morgungöngurnar með-
fram ströndinni, að dýfa tánum í
sjóinn á vetrardögum, kvöld-
verðirnir saman að ógleymdum
morgunkaffibollanum. Á Spáni
fóru mamma og pabbi að njóta
sín og lifa lífinu, eftir að hafa
komið upp tíu börnum og hjálp-
að til með ófá barnabörnin. Þau
nutu þess að fá fólkið sitt og
vini í heimsókn og alltaf var jafn
gaman að ræða við hana um allt
milli himins og jarðar.
Elsku mamma, með tárum
mun ég kveðja þig, þú gafst mér
svo mikið og varst alltaf til stað-
ar. Það verður erfitt að hugsa
framtíðina án þín, en hlýja þín
og innileiki mun verma sál mína
og styrkja.
Guð geymi þig, elsku mamma
mín.
Agla Egilsdóttir.
„Sáuð þið hana systur mína“.
Þetta er lagið okkar ömmu. Ég
sit uppi á eldhúsbekk, kannski
um fjögurra ára gömul, og
amma stendur hjá mér, heldur í
hendurnar mínar og syngur fyr-
ir mig. Svo fallega. Hún er að
kenna mér textann. Ég lærði
hann fljótt og fannst lagið svo
fallegt, sérstaklega þegar hún
söng það. Ég sá fyrir mér sög-
una og ímyndaði mér alltaf að
lagið væri um ömmu þegar hún
var ung því hún geymdi stóran
kuðung í herberginu inn af eld-
húsinu á Vallholti 9 sem ég
ruglaði saman við hörpudiskinn
í laginu. En hún söng mikið og
sagði okkur bróður mínum oft
sögur. Sagnalistin var henni
auðveld og hún hefur alla tíð
skáldað mikið, hvort sem það
hafa verið sögur fyrir okkur
barnabörnin eða ýmsar stað-
reyndir, fréttir eða skoðanir
annarra. Svo hló hún bara, smit-
andi hlátri, þegar maður mót-
mælti og sagði hana vera að
rugla eitthvað, þetta gæti ekki
staðist.
En það vorum ekki bara við
barnabörnin sem græddum á
umgengninni við ömmu. Hún
gat platað mann til að greiða
sér og nudda á sér hausinn.
Hún settist þá í hægindastólinn
og ég stóð fyrir aftan hana, gróf
tásurnar á milli hennar og stól-
armanna og greiddi, fiktaði,
klóraði og nuddaði á henni haus-
inn. Þegar ég nennti ekki að
fikta meira gat hún platað mig
til að halda áfram með hárfroðu.
Og hér var ekkert til sparað. Að
fá að leika sér með hárfroðu í
hárinu á ömmu var toppurinn.
Amma þurfti alltaf í sturtu á
eftir, ekki gat hún látið sjá sig
með hanakamb eða óleysanlega
flækju í hnakkanum enda var
hún alltaf smekkmanneskja og
vel tilhöfð.
Amma og afi bjuggu lengi í
Vallholti 9 og það á stóran stað í
hjarta mínu. Mitt annað heimili.
Ég sagðist myndu flytja til
ömmu og afa ef mamma og
pabbi myndu einhvern tímann
skilja. Ástríkara heimili er
vandfundið og ég get rétt vonað
að ef ég eignast barnabörn sjálf
muni þeim líða eins vel og mér
leið hjá ömmu og afa. Þar var
alltaf líf og fjör. Einskonar fé-
lagsmiðstöð. Mín kynslóð barna-
barna (því þær eru nokkrar)
mátti oft horfa á litla sjónvarpið
í svefnherberginu hjá afa og
ömmu og þar lágum við öll í
kös. Við máttum meira að segja
borða ís uppi í rúmi, en kannski
afi hafi ekki vitað af því. Það var
augljóst hvað ömmu þótti vænt
um okkur og fannst gaman að
taka þátt í fíflalátunum. Amma
var stolt af fjölskyldunni sinni
og nefndi oft við mig hversu
heppin hún væri. Þvílíkur fjár-
sjóður sem hún bjó sér til.
Við sem eftir stöndum fáum
svo að njóta þessa fjársjóðs því
stórfjölskyldan er einstök eins
og amma var sjálf.
Hún var mikil fyrirmynd,
með stærsta hjarta, hlýjasta
faðm, mýkstu hendur og bestu
nærveru sem ég veit um. Ég
elska þig amma, og mun alltaf
sakna þín. Þú varst engri lík.
Þín
Dagný.
Elsku amma, ég var búin að
vera að kvíða fyrir þessum degi
lengi, deginum sem pabbi myndi
hringja með slæmu fréttirnar.
En það kom samt sem áfall, það
var svo erfitt að hafa ekki getað
komið til Íslands og kvatt þig.
Við áttum saman góðar stundir
fyrr á árinu og voru þær ómet-
anlegar. Þú varst ein besta
amma sem nokkur gæti beðið
um, hjartahlý, umhyggjusöm og
skemmtileg.
Frábærar æskuminningar á
ég frá Ólafsvík, þegar ég kom til
ykkar afa úr Reykjavík ótal-
mörg sumur. Það fyrsta sem
maður gerði var að venjast há-
vaðanum sem óneitanlega fylgdi
heimili ykkar, skari af barna-
börnum var alltaf til staðar og
þessi smásteytingur milli ykkar
afa sem ég endaði auðvitað bara
á að hlæja að. Enda fattaði ég
það fljótt að þar voru engin ill-
indi, bara ást.
Þú vissir hve mikinn áhuga
ég hafði á því yfirnáttúrlega og
ýttir vel undir þann áhuga með
því að segja mér sögur af geim-
verum á Snæfellsjökli og sýndir
mér myndina sem þú tókst af
geimskipinu svífandi yfir jökul-
inn. Ég sagði öllum sem vildu
heyra þessar sögur og var stolt
af ömmu sem tók myndina góðu.
Einnig sagðir þú mér að þú og
uppáhaldsleikstjórinn minn,
Steven Spielberg, hefðuð verið í
bréfaskiptum í langan tíma og
ég var kolfallin. Þú vissir hvern-
ig átti að lífga upp á tilveruna
og ímyndunarafl mitt fór alltaf á
fullt eftir spjall við þig. Allt var
mögulegt, frá því að geta talað
við idolið sitt til geimvera. Það
skiptir engu máli hvort þetta
var satt eða ekki, möguleikinn
var til staðar og það var frábær
tilfinning sem þú skildir eftir
hjá mér og hefur bara vaxið yfir
árin.
Þegar ég var komin á ung-
lingsárin og vildi helst bara
hanga fyrir framan sjónvarpið
var ég velkomin að hafa það
kósí í rúminu ykkar afa á dag-
inn og horfa á Simpsons í litla
sjónvarpinu fyrir ofan rúmið.
Man alltaf eftir því hve vel mér
leið þarna og þú vildir bara að
ég hefði það gott og það lýsti
þér vel. Þú varst alltaf svo góð
og umhyggjusöm.
Þegar þið voruð flutt til
Spánar var yndislegt að koma í
heimsókn til ykkar og sjá hve
vel ykkur leið þar. Þú naust þín
sérstaklega í sólinni og við af-
komendurnir vorum ekki ódug-
leg að koma og njóta hennar
með ykkur. Þetta voru ógleym-
anlegir tímar með þér og afa.
Þessi minningabrot eru ómet-
anleg, ég mun halda þeim fast í
hjarta mér og deila þeim með
öðrum við mörg tækifæri í
framtíðinni.
Þú varst viskubrunnur og
ávallt tilbúin að hlusta og gefa
góð ráð. Það brást ekki að
manni leið alltaf vel eftir spjall
við Laugu ömmu. Það var svo
gefandi að tala við þig, elsku
amma, og ég á eftir að sakna
þess mikið. Ég á eftir að sakna
þín, takk fyrir alla ástina, ég
elska þig.
Auður Elín Sigurðardóttir.
Elsku amma okkar. Þú varst
alltaf svo yndisleg og góð. Við
munum sakna þess að geta ekki
komið í kaffispjall til þín og
rætt heimsmálin. Það er óraun-
verulegt að hafa þig ekki lengur
hjá okkur.
Til ömmu minnar:
Hvernig er hægt að þakka,
það sem verður aldrei nægjanlega
þakkað.
Hvers vegna að kveðja,
þann sem aldrei fer.
Við grátum af sorg og söknuði
en í rauninni ertu alltaf hér.
Höndin sem leiddi mig í æsku
mun gæta mín áfram minn veg.
Ég veit þó að víddin sé önnur
er nærveran nálægt mér.
Og sólin hún lýsir lífið
eins og sólin sem lýsti frá þér.
Þegar að stjörnurnar blika á himnum
finn ég bænirnar, sem þú baðst fyrir
mér.
Þegar morgunbirtan kyssir daginn,
finn ég kossana líka frá þér.
Þegar æskan spyr mig ráða,
man ég orðin sem þú sagðir mér.
Vegna alls þessa þerra ég tárin
því í hjarta mínu finn ég það,
að Guð hann þig amma mín geymir
á alheimsins besta stað.
Ótti minn er því enginn
er ég geng áfram lífsins leið.
Því með nestið sem amma mín gaf
mér,
veit ég að gatan hún verður greið.
Og þegar sú stundin hún líður
að verki mínu er lokið hér.
Þá veit ég að amma mín bíður
og með Guði tekur við mér.
(Sigga Dúa)
Við munum sakna þín og allar
góðu stundirnar munu lifa í
minningu okkar.
Elsku afi, missir þinn er mik-
ill og við biðjum Guð að styrkja
þig á þessari erfiðu stundu.
Guðlaug, Kolbrún, Sigrún
Heiða og Ágústa Sveins-
dætur.
Elsku amma mín, mér þykir
það svo leiðinlegt að þú sért nú
búin að kveðja þennan heim.
Það er tómarúm sem fylgir
þeirri tilfinningu, því að af þér
stafaði ávallt svo mikil hlýja og
ótakmörkuð ást.
Mér hefur alltaf þótt það svo
magnað að finna hversu vel þú
lést manni líða með engu öðru
en nærveru þinni og að sjá það í
augum annarra sem þú talaðir
við að þeim leið eins. Hvernig
fórstu að því að vera svona
dásamleg manneskja, sem fékk
mann alltaf til að líða eins og
maður væri sérstakur og ein-
stakur? Ég vona að ég verði
þess aðnjótandi að verða amma
einn daginn og geti sýnt af mér
sömu hlýju og þú hefur veitt
mér.
Það var ávallt svo notalegt að
ræða við þig um alla heima og
geima. Sérstaklega fannst mér
gaman að heyra sögur af ykkur
afa. Ég vildi óska þess að ég
hefði skrifað niður sögurnar eft-
ir hvert skipti sem ég hitti þig,
því það er sorglegt hvað minni
manns er hverfult og nær ekki
að varðveita almennilega þær
lýsingar. Þú hefðir pottþétt
Guðlaug
Sveinsdóttir