Morgunblaðið - 22.09.2018, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 22.09.2018, Qupperneq 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2018 getað orðið skáld, þú orðaðir hlutina alltaf svo skemmtilega. Æskuminningar mínar um heimsóknir til ykkar afa í Ólafs- vík eru mér dýrmætar, mér fannst alltaf svo mikið líf og fjör í kringum ykkur og aldrei leidd- ist manni. Það var svo gaman að leika með frænkum og frændum og fá jafnvel að stelast í fata- skápinn þinn og leika okkur í fataleik. Þegar ég loka augunum finnst mér ég ennþá heyra hlát- ur þinn í huga mínum. Það var ekki annað hægt en að brosa eða hlæja með þér, hlátur þinn var svo einlægur og fallegur. Þín verður sárt saknað, elsku amma mín, takk fyrir allar stundir okkar saman. Ástar- kveðjur til þín að eilífu. Sigurást Heiða Sigurðardóttir. Fáir eiga jafn stórt hjarta og hún amma mín, hún tók alltaf á móti öllum með opnum faðmi og vildi gera allt fyrir alla. Ég fékk þann heiður að alast upp rétt hjá ömmu og afa í Ólafsvíkinni og átti ég þar dýrmætar stund- ir. Mamma og pabbi unnu mikið og þá var ekkert annað í stöð- unni en að rölta til ömmu upp í rúm að hekla eða fá hana til að gilla höndina mína og horfa á Jerry Springer eða einhverja aðra dramaraunveruleikaþætti. Amma var alltaf til staðar og finnst mér erfiðast að geta ekki bara farið til hennar, knúsað hana, slúðrað, hneykslast, hlegið með henni og þrætt við hana um allt milli himins og jarðar. Ég gleymi aldrei tímanum okkar saman og ég vona að ég geti orðið jafn góð amma og þú varst því þú varst sú allra allra besta. Ég elska þig og sakna þín svo ótrúlega mikið. Erla Rún Ingólfsdóttir. Elsku amma mín er fallin frá. Eftir sitja sem betur fer margar góðar, hlýjar minningar sem hjálpa mikið á þessum erfiða tíma. Og að ég tali ekki um risa- stóra fjölskyldu sem er svo sam- rýnd og hlý. Það hefur oftar en einu sinni verið nefnt við mig hversu magnað það er að þessi stóra fjölskylda okkar sé svona samrýnd og mikill kærleikur. Það þakka ég ömmu og afa. Alltaf voru dyr þeirra opnar fyr- ir hverjum sem vildi koma, allt- af var lagt á veisluborð fyrir fjölskyldu og vini þeirra. Þegar amma og afi bjuggu í Vallholt- inu í Ólafsvík voru foreldrar mínir sem betur fer mjög dug- leg að fara frá Hólminum yfir í Ólafsvík í heimsókn og alltaf þegar við komum var eldhús- borðið hlaðið af mat, tertum og öðru góðgæti. Húsið var yfirleitt fullt af fólki og mikið líf og gleði. Oft var jú rökrætt um hluti en alltaf í góðu. Við krakk- arnir vorum fljót að pota okkur í geymsluna hjá ömmu þar sem var þvílíkur töfraheimur fyrir okkur; alls konar skrifstofudót, sem mér fannst mjög spenn- andi, föt og skór! Amma mín átti ógrynni af skóm og allir hælaskórnir! Ég man hversu svekkt ég var þegar ég var komin í stærra skónúmer en amma, hélt samt áfram að reyna að troða mér í þá. Og allar stundirnar sem við sátum sam- an við eldhúsborðið og skoðuð- um Quelle-lista saman. Ég var það heppin að fá að fara með þeim í lautarferðir, samloka með eggi og heitt súkkulaði, svo gott. Eins fórum við í ferð til Þýskalands, Svíþjóðar og Dan- merkur, keyrðum um ásamt fjölskyldu minni og Gunnellu frænku (sem mér fannst vera al- gjör frekja í ömmu á þeim tíma). Þetta var dýrmætur tími og meira að segja lét gamla settið sig hafa það að fara í vatnsrússíbana með okkur krökkunum. Ég er svo þakklát fyrir að eiga svona margar minningar um ömmu til að hlýja mér við og á eftir að sakna þess skelfilega að kíkja í kaffi til ömmu og afa í Hveró, sitja og spjalla um allt milli himins og jarðar, hlusta á hennar einstaka húmor og dásamlega hlátur. Elsku amma mín, takk fyrir að vera þessi frábæra fyrirmynd sem þú varst. Við pössum upp á elsku afa fyrir þig. Elska þig yfirmáta ofurheitt og við sjáumst þegar minn tími kemur. Þín Eva. Amma mín var ljúfust allra og elskuð af öllum. Ég er svo heppin að hafa átt hana að í svona langan tíma, og við öll. Öll eigum við okkar eigin tengingu við ömmu Laugu, öll barnabörnin hennar 31 voru í hennar augum einstök og hún átti sértengingu við hvert og eitt þeirra. Hún var ótrúleg kona. Hún gat gert allt, eins og t.d. að tala við alls konar fólk án þess að kunna tungumál þess. Þegar hún bjó á Spáni mátti sjá hana tala við Þjóðverjann í næsta húsi með miklum handahreyf- ingum, broti af ensku, spænsku og jafnvel þýsku. Það var fyndið að sjá en ég fann líka fyrir hlýju í hjartanu. Ég hef ekki misst marga en nú er ég farin að minnast lítilla hluta og minnstu andartaka sem ég hef átt með ömmu. Til dæmis þegar það var pítsa í matinn kom hún með pítsuna og sagði „maður getur ekki fengið sér pítsu án rauðvíns“ eða litlu bók- arinnar með orðum guðs. Þar sem íslenskan mín er ekki sú besta notaði hún þessa bók til að kenna mér nokkur orð. Það var orðið að eins konar hefð. Minni ömmu var óaðfinnan- legt. Hún gleymdi engu, ekki einni manneskju. Eftir að hún flutti til baka til Íslands 2008 hélt hún áfram að spyrja um alla á Spáni, um bestu vini mína sem hún mundi svo vel eftir. Eins með kærastann minn, hún spurði alltaf um hann þegar hún hitti mig. Hún var 89 ára gömul og algjörlega með allt á hreinu. Svo við skálum fyrir þér, ynd- islegi engillinn minn, og þínu ótrúlega lífi. Allar minningarnar um allt sem við áttum saman verða ávallt í hjarta okkar. Ég elska þig, amma. Stefanía Rán Arnljótsdóttir. Elsku amma Lauga er búin að kveðja okkur og eins erfitt og það er búið að vera þá flæða allar góðu minningarnar upp á yfirborðið. Hún var yndisleg, skemmtileg, ákveðin og alltaf var stutt í grínið. Ég eyddi megninu af minni æsku hjá ömmu og afa í Vall- holtinu í pössun. Það var alltaf fjör hjá þeim, margt fólk í heim- sókn og á hverjum morgni spurði ég ömmu hver myndi koma þann daginn og hún gat alltaf gefið mér rétt svar, enda hélt ég að hún væri göldrótt. Hún var mikill bakari og gerði oft pönnukökur og vöfflur og þá auðvitað fylltist húsið af gestum. Mér fannst samt alltaf skemmti- legast þegar hún var að baka þær, því að á meðan hún var að því sátum við nokkur barna- börnin á borðinu við hliðina á eldavélinni og hún sagði okkur sögur. Hún sagði skemmtileg- ustu sögurnar og ekki voru þær allar þekktar því amma skáldaði sumar líka. Uppáhaldssagan mín var um Húbba Búbba-fjöl- skylduna og Svarta Sorbit, sem átti líklegast að hafa eitthvert forvarnargildi í sambandi við tannburstun. Amma var þolinmóð og ég tel mig vita það manna best þar sem ég var sérvitur krakki og ákveðnir hlutir sem enginn mátti gera nema amma Lauga, eins og t.d. að binda buxurnar til að halda þeim uppi, hún herti svo vel að. Þegar það kom að því að fara úr sömu buxunum varð amma að losa hnútinn með kjötmæli. Þegar kom að matartíma passaði maður sig alltaf að reyna að klára matinn svo mað- ur fengi kandís sem var alltaf í hillunni við hliðina á matarborð- inu. Það þorði samt enginn að taka sér mola nema að hafa fengið samþykki frá ömmu. Þá ýtti maður út bumbunni til að sýna henni hvað maður hafði borðað mikið. Amma og afi fluttu til Spánar þegar ég var átta ára og ég fékk að fara í heimsókn til þeirra þegar ég var tíu ára. Þetta var í fyrsta skipti sem ég fór til út- landa og ekkert var betra en að fara í heimsókn til ömmu og afa. Á Spáni var lagið „La Bamba“ mikið í spilun og mér fannst það hrikalega leiðinlegt en amma gerði í því að spila lagið. Nokkr- um mánuðum seinna fékk ég sendan pakka frá Spáni. Í hon- um var segulbandsspóla með þessu frábæra lagi. Eins fyndin og mér finnst þessi minning þá var ég ekki alveg sáttur með þessa gjöf á sínum tíma en þeg- ar ég hugsa til baka er eins og brandarinn hafi verið stílaður á 25 ára Örn sem sættist loksins við hann. Nokkrum árum seinna flutt- um við til Spánar til ömmu og afa sem var æði. Við fórum oft út að borða sem var góð afsök- un fyrir ömmu að gera sig fína (ekki það að hún þyrfti afsök- un). Það var alltaf hægt að bóka það að maður fengi eftirrétt ef amma var með. Einn tiramisú fyrir ömmu og ís fyrir okkur krakkana. Amma Lauga, þú varst ein- stök og þín verður ávallt sárt saknað. Þú gerðir líf mitt betra í alla staði. Elska þig alltaf. Örn Andreas. Sumir skilja eftir sig svo stór skörð, að ómögulegt verður að fylla þau. Það er ekki endilega fólkið sem á mikið, gerir eitt- hvað mikið, eða er mikið – held- ur fólkið sem elskar mikið. Þannig var hún amma okkur. Hún elskaði fólkið sitt meira en nokkur annar og kenndi okkur að það er fólkið okkar sem skiptir máli í lífinu. Þú varst okkur hinn besti vinur, allt fékkst þú fyrst að vita því engum treystum við betur. Þú varst alltaf til staðar og svaraðir alltaf með jákvæðni, sagðir aldrei nei. Þú varst opin fyrir öllu því sem við gerðum og studdir okkur af öllu hjarta. Við gátum eytt heilu og hálfu dög- unum hjá ykkur afa, bara við það að tala saman – engin um- ræðuefni voru of léttvæg eða of stór. Elsku hjartans amma, við munum minnast þín með ást í hjarta. Við munum sakna allra eldhússamræðnanna yfir svörtu kaffi, eggjum og beikoni og að heyra „ert þetta þú elskan mín“ þegar við birtumst í dyrunum. Við þökkum þér sérstaklega fyrir sólarstundina sem við átt- um á pallinum saman í vor, með kaldri hvítvínsflösku og glamp- andi maísól. Elsku amma, þín er sárt saknað, en við gleðjumst yfir því að þú áttir langt og fagurt líf og varst hvíldinni fegin. Sofðu rótt elsku amma okkar. Húmblíð nóttin hefur fold í faðmi sveipt, mildir geislar mánans hafa munarslæðum dalinn reift. Bládögg vafin blómin hvíla, blundar fugl í kvisti vær. Sofðu einnig, órótt hjarta, allt er þögult fjær og nær. Hvíldu, hjarta, hvíldu. (Hulda) Þín Sigurbjörg, Bjarni, Steinar og Guttormur. ✝ Guðrún Guð-mundsdóttir frá Núpi 1, Vestur- Eyjafjöllum, fæddist 12. nóvember 1933. Hún lést 4. septem- ber 2018. Guðrún var dóttir hjónanna Sigríðar Sigurðardóttur frá Núpi 1, V- Eyjafjöll- um, f. 7.11. 1898, d. 7.7. 1981, og Guð- mundar Árnasonar frá Lágafelli, A- Landeyjum, f. 6.4. 1892, d. 5.12. 1957. Hún fæddist á Núpi og var sjöunda barn hjónanna en þau urðu tíu systkinin. Elstur var sláturhúsinu í Djúpadal. Einnig var hún á vertíð í Vestmanna- eyjum og í fiskvinnslu í Hafnar- firði. Guðrún giftist Ingólfi Gísla- syni frá Ysta-Skála 1, f. 20.8. 1908, d. 3.5. 1998, 26. júní 1981 og bjuggu þau í Ysta-Skála undir Eyjafjöllum þar til þau brugðu búi árið 1998. Þau hjónin festu kaup á húsi á Hvolsvelli þar sem þau ætluðu að njóta elliáranna saman. Það kom þó aldrei til þess því Ingólfur lést skyndilega stuttu eftir að þau keyptu húsið. Guðrún flutti því ein frá Ysta- Skála á Jónsmessunni árið 1998 á Hvolsvöll. Guðrún flutti á Dvalarheimili aldraðra á Kirkjuhvoli í byrjun árs 2015 og bjó þar þar til hún lést. Útför Guðrúnar fer fram frá Ásólfsskálakirkju í dag, 22. september 2018, klukkan 14. Sigurður, f. 12.8. 1918, d. 15.11. 1992, þá Ragnar, f. 26.2. 1921, d. 19.11. 1986, Guðmundur, f. 9.9. 1923, d. 7.3. 2012, Kristinn, f. 5.10. 1925, d. 10.2. 2004, Árni, f. 23.10. 1929, d. 25.7. 1996, María, f. 15.9. 1931, d. 22.7. 1981, og Guðrún, og yngri eftirlifandi eru Sigríður, f. 8.9. 1936, Svanhvít, f. 11.10. 1941, og Gísli, f. 6.8. 1943. Guðrún vann við heimilis- og bústörf á Núpi stóran hluta ævi sinnar. Hún vann í mörg haust í Jæja, Gunna mín. Nú er komið að leiðarlokum. Ég hefði nú viljað hafa þig lengur en því ráðum við ekki. Ég ætla í fáeinum orðum að þakka þér fyrir þína umhyggjusemi og góðvild þar sem ég gat á mínum barns- árum ávallt leitað til þín um að- stoð þegar í óefni var komið hjá mér, sem var ekki svo sjaldan. Móðir okkar alltaf störfum hlaðin og gat ekki sinnt öllu kvabbi. Svo líða árin. Þú giftir þig hon- um Ingólfi þínum og verður hús- freyja á Skála. Við fráfall hans flytur þú á Hvolsvöll. Þar áttir þú fallegt heimili í litla húsinu þínu. Síðustu árin dvaldir þú á Kirkju- hvoli sem er heimili fyrir aldraðra á Hvolsvelli. Þar fór vel um þig, þú þekktir marga og varst félagslynd og ánægð þar. Þér fannst að vísu herbergið þitt lítið. Þegar nýja viðbyggingin var tekin í notkun í vor og þú vissir að þá færir þú í stærra herbergi, þá var tilhlökkunin mikil. Hringdir þú ósjaldan í mig til að segja hvernig gengi. En því miður fékkst þú ekki að njóta þess lengi. Þú kvaddir eftir stutt en erfið veikindi. Að lokum vil ég þakka starfsfólki Kirkjuhvols fyrir alla þess góðu umhyggju og hjálpsemi í hennar garð. Elsku Gunna mín. Fyrir hönd fjölskyldu minnar vil ég þakka þér fyrir allt. Hvíl í friði. Þinn bróðir, Gísli Guðmundsson. Gunna móðursystir mín skipaði mikilvægan sess í lífi mínu. Fyrstu sjö árin svaf ég fyrir ofan í rúmi hennar í baðstofunni á Núpi, upp við ofninn sem fékk hita frá stóru kokseldavélinni hinum meg- in við vegginn. Þetta var AGA með tvo stóra hlemma sem amma lyfti með skörungi, hellti kolum úr strigapoka og skaraði í eldinn. „Lukkan skal vara stengt“ stóð á lokinu sem opnaðist inn í eldinn og sem krakki tengdi ég orðin við hamingju, enda æskuárin full af góðum minningum úr sveitinni undir fjöllunum. Þá var alltaf gott veður, dagarnir endalausir, grasið á túnunum fagurgrænt og fiðrild- in flögrandi þegar halla tók sumri. Þarna bjó Gunna frænka fyrstu 50 árin þar til hún giftist honum Ing- ólfi á næsta bæ og flutti til hans yfir Írána, en Ingólf hafði hún þekkt alla sína ævi, þann væna mann. Áður en Gunna giftist sá hún um flest í Suðurbænum hjá ömmu á Núpi, handmjólkaði kýrnar, sá um hænsnin, gerði slát- ur og súrsaði, sauð matinn til skiptis við ömmu, en ekki var steikt hjá ömmu og Gunnu, vask- aði upp úr bleiku plastvaskafati, bakaði og þreif. Lyktin af ný- þvegnu baðstofugólfinu var engu lík enda skúrað úr heimagerðri sápu sem amma og Gunna bjuggu til. Bakkelsið hennar Gunnu var vinsælt en oft báðum við krakk- arnir hana að baka „bíl“, sam- hverfu með rabarbarasultu sem var skorin í lengjur sem fóru í bílaleik á eldhúsborðinu áður en þær runnu ljúflega niður með ógerilsneyddri mjólkinni. Gunna var síkát og brosandi og tók alltaf vel í slíkar bónir enda sérlega barngóð. Við tiltekt á háaloftinu um síðustu helgi þá birtist úr kassa hún Inga, gúmmídúkka sem Gunna dró upp úr ferðatösku við mikinn fögnuð lítillar stúlku við heimkomu hennar úr sláturtíð í Djúpadal. Inga fór ekki í Sorpu. Eftir að Gunna flutti að Yzta- Skála og þau Ingólfur hófu bú- skap urðu heimsóknir þangað hluti af tilverunni og sama gest- risnin og hlýjan við lýði eins og þegar Gunna bjó á Núpi. Stund- um var jafnvel búið að baka „bíl“ því Gunna gleymdi engu. Ingólfur varð bráðkvaddur í túnfætinum við sölu á dráttarvélinni því til stóð að þau hjónin flyttu á Hvols- völl. Gunna flutti því ein í gula húsið sitt og fyllti það af sömu hlýju og gestrisni og hún bar með sér alla tíð. Ósjaldan var komið við í vöfflur eða kjötsúpu og gaman var að hjálpa Gunnu fyrir jólin, þrífa smá, setja upp jólagardínur og seríur. Gunna kom oft í mat á Stóra-Moshvol til foreldra minna og þá voru stundum gerðar til- raunir í framandi matargerð. Það var hrós ef heyrðist frá Gunnu þegar eftir því var leitað hvernig maturinn bragðaðist, „þetta er ekkert voðalega vont“. Það var hins vegar ekki gott þegar sagt var með áherslu, „þetta er alltof stert“. Gunna frænka var hrein sál, góðhjörtuð og hrekklaus. Þarfir hennar voru einfaldar, hún kunni að meta það sem hún hafði, var nægjusöm og gat glaðst yfir litlu. Þannig sýndi hún í lífi sínu eig- inleika sem verða æ sjaldséðari í nútímasamfélagi og ómetanlegt er að hafa fengið að kynnast. Sjöfn. Í bernskuminningunni seig ég hægt niður í dúnmjúkt rúmið upp við heitan ofninn og tilfinningin var eins og að svífa á skýi. Þetta var rúmið hennar Gunnu frænku á Núpi, svo dásamlega mjúkt og notalegt. Ég fylgdi henni eins og skugginn þegar hún fór út í skemmu og horfði stórum augum á hvernig hún hrærði fóðurbæti út í afgangana úr eldhúsinu og bjó til graut handa hænsnunum. Síðan fórum við saman í hænsnahúsið og gáfum þeim grautinn. Ég man að ég var skíthrædd við hænurn- ar, en Gunna hló bara og hélt í höndina á mér. Við tíndum síðan eggin í hvítt slitið emilerað vaska- fat. Gunna frænka var mikil barna- gæla og mörg börn sváfu fyrir of- an hana í mjúka rúminu við ofn- inn. Svo uxum við úr grasi og urðum fullorðin og Gunna hélt áfram að fylgjast með okkur og börnunum okkar. Hún hafði óend- anlegan áhuga á fólkinu sínu og var einstaklega minnug á afmæl- isdaga og aðra viðburði. Það var gott að kíkja til hennar í litla gula húsið á Hvolsvelli og heyra nýj- ustu fréttir af ættingjunum og fá kaffi og pönnukökur. Gunna var stór hluti af okkar fjölskyldu og var alltaf með okkur ef einhver viðburður var og þess utan voru mamma og hún í dag- legu sambandi. Hún ferðaðist með okkur til útlanda og náði að fara með okkur í fyrstu og einu sólar- landaferðina sína til Tenerife. Hún ferðaðist líka með mömmu og pabba til Þýskalands og Dan- merkur til að heimsækja okkur systurnar. Það var gaman að fá Gunnu í mat eða kaffi því hún kunni vel að meta að vera með okkur og var alltaf svo glöð og já- kvæð. Elsku Gunna frænka var hlýleg og góð sál og vildi öllum vel og hennar verður sárt saknað. Kristrún Ágústsdóttir. Mig langar að minnast Gunnu föðursystur minnar í fáeinum orð- um. Ég var svo lánsöm að alast upp á Núpi undir Eyjafjöllunum eins og Gunna. Gunna bjó með ömmu og ömmubróður mínum í suðurbæn- um. Það voru forréttindi okkar barnanna sem bjuggum á Núpi, sem tengdust þeim að hafa þau svona nálægt. Gunna og amma tóku mörg af systkinabörnunum sínum í sveitina á sumrin og tengdist Gunna þeim börnum sterkum böndum. Gunna var ein- hleyp þar til í kringum fertugt að hún bast eiginmanni sínum Ingólfi og flutti að Skála. Þau áttu góð ár saman á Skála en ákváðu þegar þau voru farin að eldast að kaupa sér hús á Hvolsvelli, sem hún flutti í þegar Ingólfur féll frá. Þar leið henni vel. Gunna hafði alltaf mikið fyrir stafni, var mikið í félagsstarfi aldraðra. Hún var mjög tengd systrum sínum, Sillu og Svönu, fór í utanlandsferðir og dvaldi hjá þeim við ýmis tækifæri hjá þeim eftir að hún varð ein. Við frænkur hennar ég og Sirrý urðum þeirrar ánægju að- njótandi þegar fór að hægja um hjá henni að fara með henni í nokkrar skemmtiferðir, þær voru farnar undir Eyjafjöllin og í Þykkvabæinn. Fórum í kaffi til frændfólksins og höfðum gaman saman. Gunna var hressilega hreinskil- in og ákveðin, maður þurfti aldrei að velkjast í vafa um hvað henni fannst eða hvað hún vildi. Ein- hvern tímann þegar við vorum að fara í eina af ferðum okkar vorum við nokkuð of seinar við frænkur, miðað við það sem við höfðum sagt og ætlað okkur. Hún var ekki ánægð og lét okkur heyra það, hún taldi nokkuð víst að enginn myndi vilja hafa okkur í vinnu, þar sem við gætum ekki mætt á rétt- um tíma. En allt fór þetta vel og við héldum af stað í eina af okkar skemmtilegu ferðum. Við vorum búnar að plana fleiri ferðir en því miður fór svo að veikindin hennar tóku yfirhöndina. Ég kveð Gunnu frænku og þakka henni samfylgdina. Systk- inunum Svönu, Gísla og Sillu og mökum þeirra sendi ég samúðar- kveðjur. Þau stóðu sem klettur við hana í lífinu og veikindum hennar. Guðbjörg B. Guðmundsdóttir. Guðrún Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.