Morgunblaðið - 22.09.2018, Page 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2018
✝ Victor Frið-þjófur Guðna-
son fæddist 6. júní
1965 í Vestmanna-
eyjum. Hann lést að
heimili sínu að Búa-
staðabraut 8 hinn
6. september 2018.
Foreldrar Vict-
ors voru einnig frá
Vestmannaeyjum,
en þau voru Ágústa
Guðmundsdóttir
frá Saltabergi, verslunarmaður,
f. 5.1. 1937, d. 3.11. 2016, og
Guðni Friðþjófur Pálsson frá
Þingholti, matsveinn, f. 30.9.
1929, d. 18.2. 2005.
Victor á þrjú systkini, en þau
eru:
1) Hlöðver Sigurgeir, f. 23.2.
Smári, f. 9.3. 1984, og Ásgeir
Emil, f. 15.4. 1997.
Árið 2003 hófu Victor og
Hulda Sumarliðadóttir, f. 7.1.
1971, sambúð í Vestmanna-
eyjum að Búastaðabraut 8. Þau
gengu í hjónaband 3. október
2009 en slitu samvistum í maí
2011. Börn Victors og Huldu
eru: Guðni Friðþjófur, f. 3.3.
2003, Halldór Páll, f. 8.5. 2005,
Kristinn Freyr, f. 4.6. 2007, og
Tómas Ingi, f. 24.7. 2009. Sonur
Huldu er Róbert Emil, f. 7.9.
1996.
Victor ólst upp í Vest-
mannaeyjum, hann fór í Barna-
skóla Vestmannaeyja og að hon-
um loknum í
Gagnfræðaskólann. Að loknu
námi stundaði hann sjómennsku
og fór síðan í Stýrimannaskóla
Vestmanneyja og starfaði við
sjómennsku til ársins 2005.
Útför Victors fer fram frá
Landakirkju í Vestmanneyjum í
dag, 22 september 2018,
klukkan 14.
1957, börn hans og
Ernu Andreasen, f.
5.12. 1962, eru:
Bjarki, f. 12.10.
1984, unnusta Rak-
el Gísladóttir, f.
12.8. 1983, börn
Bjarka og Rakelar
eru Nóel, f. 16. 4
2008, og Máni, f.
3.9. 2009.
Ásta, f.7 .2. 1991.
Maki Hlöðvers er
Ólöf Svava Guðmundsdóttir, f.
2.9. 1960, dóttir þeirra er Sig-
ríður, f. 7.1. 1999. Synir Ólafar
eru Fannar, f. 12.9. 1985 og Ísak
15.7.1989.
2) Ólafur Óskar, f. 21.5. 1959.
3) Sigríður Ágústa, f. 25.9.
1960, synir hennar eru Viktor
Elsku pabbi, þú ert farinn frá
mér og ég fæ aldrei að sjá þig
aftur. Af hverju varstu tekinn
frá mér?
Þú og ég vorum alltaf að brasa
eitthvað að vinna og hjálpa að
smíða og taka til. Við fórum út í
eyju og á bátinn, það er svo gam-
an. Í sumar fórum við í gókart
allir saman og svo fórum við í
sumarbústað og berjamó og svo
heim til að gera sultu. Það var
alltaf svo gaman hjá okkur á
Þjóðhátíð. Þú kallaðir mig litla
meistarann þinn.
Í dag kveð ég þig með sorg í
hjarta og geymi minningar mín-
ar um þig í hjarta mínu
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Elsku pabbi, þú ert bestur í
heimi.
Þinn
Tómas Ingi.
Elsku pabbi, ég skil ekki neitt,
nú ert þú farinn og ert með afa
Guðna og ömmu Dúddý. Af
hverju tók Guð þig frá mér? Við
áttum eftir að gera svo margt
saman og þú áttir eftir að kenna
mér svo margt, Þú ert ÍBVari og
ég FH-ingur, þú hélst með Man-
chester United en ég Liverpool
og það þótti þér nú skrýtið og
sagðir við mig að ég væri bara
bæði.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson)
Þinn
Kristinn Freyr.
Elsku pabbi minn, nú ertu far-
inn frá mér og ég mun sakna þin
alltaf. Ég var alltaf uppáhalds
strákurinn þinn og við góðir vin-
ir. Þú hvattir mig áfram í fót-
bolta og handbolta hjá ÍBV. Þú
kenndir mér að spranga og gafst
þér góðan tíma til þess og þegar
þú kenndir mér að spranga frá
stígvélinu.
Ég man þegar við fórum fyrst
á ribsafari og báturinn fór á hlið
og við fórum í hring. Þú með
okkur úti á bátnum og sagði við
mig að einhvern daginn færi ég á
bananann og sjóskíði/sjóbretti.
Ég man þegar ég kom heim af
Þjóðhátíð með 6.000 kr. sem ein-
hver gaf mér því ég var að safna
dósum, þá varst þú stoltur.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(höf. ók.)
Ég fel í sérhvert sinn
sál og líkama minn
í vald og vinskap þinn
vörn og skjól þar ég finn
(Hallgrímur Pétursson)
Halldór Páll.
Kæri pabbi minn, þú varst
tekinn svo snöggt og engin við-
vörun um að eitthvað væri að. Þú
gerðir þitt besta fyrir okkur
þrátt fyrir gigtina og bakveikina.
Þú ert besti faðir í heimi. Þó að
þú ættir til að vera strangur
stundum varst þú alltaf
skemmtilegur og góður.
Við áttum svo skemmtilegar
stundir á hverri Þjóðhátíð.
Þú og mamma fóruð með mig
aðeins þriggja mánaða upp í
Bjarnarey og þú stimplaðir hönd
mína þann dag í gestabókina út í
eyju sem yngsta barnið sem
hafði komið þar upp. Að fara
með þér út í eyju var yndislegt
og gaman, sagðir þú okkur sögur
þaðan oft.
Þú reyndir alltaf að fylgja mér
í handbolta og fótbolta.
Í dag er ég bara 15 ára og þú
áttir eftir að fara með mig í æf-
ingaakstur og sjá mig fá bílpróf
og fara í menntaskóla en þú vild-
ir að ég myndi gera mitt besta
alltaf og fer ég með það í vega-
nesti út í lífið.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil svo ég sofi rótt.
(Foersom, þýð. Sveinbjörn Egilsson)
Elsku pabbi, hvíl í friði
Þínn
Guðni Friðþjófur.
Í dag kveð ég elskulegan
bróður minn. Victor var dásam-
legur og gott að alast upp með
honum og mikil forréttindi að
alast upp í Vestmannaeyjum sem
krakkar. Sem ungbarn var hann
auðvitað algjör gullmoli og fal-
legur. Sem unglingur var hann
ærslafullur og hafði gaman af líf-
inu. Góður í fótbolta og öllum
þeim íþróttum sem hann tók sér
fyrir hendur. Flottasta tímabilið
hans var Bruce Lee og
karate-tímabilið. Stundum hélt
ég að hann ætlaði ekki að hætta
að vera unglingur ásamt nokkr-
um öðrum frændum sínum en
það breyttist allt þegar hann
hitti Huldu barnsmóður sína árið
2002. Loksins orðinn fullorðinn
og með henni eignaðist hann
fjóra sólargeisla; Guðna, Halldór
Pál, Kristin Frey og Tómas
Inga. Hófu þau fljótlega sambúð
á Búastaðabraut 8.
Victor stundaði og elskaði sjó-
mennsku. Kláraði Stýrimanna-
skólann í Vestmannaeyjum og
var síðan lengstum á sjó með
frændum sínum á Hugin og
Berg. Þar átti hann dásamlegan
tíma og skemmtileg ár. Það var
alltaf gaman að spjalla við hann
um sjómennskuna og allt snerist
þetta um góðan aðbúnað og flott-
ar græjur. Sjálfur þekkti ég
ágætlega til og var síðan með
honum eina stutta vertíð á Hug-
in og mikið spjallað. Samhliða
þessu samtvinnaðist síðan út-
eyjalífið, sem var lundaveiði og
eggjataka í Bjarnarey. Við byrj-
uðum saman sem unglingar með
afa Súlla á Saltabergi og síðan
komu aðrir góðir félagar með
okkur í Bjarnarey. Vestmanna-
eyjar og umhverfið þar er æv-
intýraland, náttúruundur og
Bjarnarey toppurinn að hans
mati. Kvöldkyrrðin og ómurinn í
berginu. Margar ævintýraferðir
á tuðrunni í misgóðum veðrum
út í Bjarnarey og skemmtilegar
veiðiferðir og kvöldvökur. Árið
2005 varð Victor að segja skilið
við sjómennskuna vegna slæms
heilsufars. Bakið var orðið slæmt
og illa farið eftir mikil átök. Það
lagðist mjög þungt á hann að
geta ekki unnið fullan vinnudag
og hvað þá að þurfa að hætta á
sjó. En þá komu sólargeislarnir
inn í líf hans með stuttu millibili
og allt snerist um þá. Það eru
svo ævintýralega stórir og miklir
hlutir sem hann gerði fyrir þá,
ÍBV og Þjóðhátíðin. Jólin, ára-
mótin og þrettándagleðin og svo
allar ferðirnar út í Bjarnarey og
siglingar við Vestmannaeyjar og
ferðirnar upp á land. Það átti að
kenna þeim réttu handtökin og
leyfa þeim að upplifa náttúruna
eins og Victor þekkti hana best.
Victor var alltaf boðinn og bú-
inn að hjálpa öðrum og var mjög
handlaginn. Hann dreymdi um
að verða smiður þegar hann var
yngri og þau handtök voru aldrei
honum ókunn. Síðustu árin
bjuggu móðir okkar og bróðir
hjá honum eftir að þau misstu
húsið sitt í miklu fárviðri 2015.
Victor sigldi ekki alltaf lygnan
sjó í lífinu og þurfti að takast á
við nokkra brotsjói. Ég fékk að
fylgjast með og taka þátt í þeim
raunum enda vorum við mjög
nánir. Stundum áttum við mikið
spjall og mörg símtöl sama dag-
inn.
Það var kominn mikill hugur í
Victor og nokkur framtíðar-
áform sem unnið var að hörðum
höndum. Það var bjart fram und-
an og tilhlökkun, og næsta sum-
ar átti að taka með stæl eins og
margt annað sem hann tók sér
fyrir hendur ásamt vinum og
strákunum sínum.
Hvíl í friði, elsku vinur og
bróðir.
Hlöðver Sigurgeir Guðnason.
Victor bróðir minn er dáinn.
Ég er harmi slegin bæði vegna
þess að hann er fallinn frá fjór-
um ungum drengjum sem voru
mjög hændir að pabba sínum og
líka vegna þess að Victor var
einn af bestu vinum mínum og
hann var góð föðurímynd strák-
anna minna og vinur.
Ég á margar góðar minningar
um hann sem munu ylja mér.
Fyrir stuttu var ég að keyra um
í Fljótshlíðinni í yndislegu veðri.
Ég ákvað að stöðva bílinn og
ganga aðeins um og horfa yfir til
Eyja og hugsa um nýliðinn sorg-
aratburð. Þá kom upp minning
sem var haldin á lofti alla tíð
heima hjá okkur. Victor er sex
eða sjö ára gamall og fjölskyldan
í sumarfríi. Við erum á leið aust-
ur í Vík í Mýrdal þegar mamma
og pabbi segja okkur að þarna
séu Eyjarnar sem skarta sína
fegursta. Þá segir Victor að þær
séu ekki bara fallegar heldur eru
þær eins og demantar. Þetta eru
demantarnir hans. Síðan lagðist
hann niður á bílgólfið og grét há-
stöfum. Hann vildi fara heim til
Eyja og hvergi annars staðar
vera.
Victor var ekki bara mikill
Vestmannaeyingur. Hann var
líka Þingholtari, Johnsen, ÍBV-
ari, Bjarnareyingur og besti
pabbi í heimi.
Um fertugt greindist Victor
með psoriasis-gigtarsjúkdóm og
hætti hann því á sjó. Hann var
heima og hugsaði um heimilið og
peyjana sína fjóra, sem honum
þótti mjög vænt um.
Báðir drengirnir mínir litu
upp til Victors og hann var ein-
staklega góður við þá. Hann tók
þá með sér á bryggjurúnt þegar
þeir voru litlir, fór með þá um
borð í bátana, tuðruferð út í
Bjarnarey, pysjuveiðar og gaf
þeim bíla í jólagjöf. Þegar hann
eignaðist sína drengi hélt hann
líka áfram að hugsa um strákana
mína.
Victor var mjög laghentur og
var ég mjög heppin að hafa hann
sem bróður minn.
Hann var alltaf tilbúinn að
koma og hjálpa til ef eitthvað
þurfti að laga. En stundum tók
það nú alveg tímana tvo að gera
hlutinn og ég kannski orðin pínu
pirruð yfir því hvort hann ætlaði
ekki klára en það hafðist alltaf.
Biðin var líka svo sannarlega
þess virði því Victor var mjög
vandvirkur.
Móðir okkar lést fyrir tæpum
tveimur árum. Það var honum
þung byrði. Hún hafði verið hon-
um stoð og stytta í veikindum
hans og þegar hann gekk í gegn-
um erfitt skilnaðartímabil átti
hann öruggan stuðning hjá okk-
ur mömmu. Það eru dýrmætar
minningar öll samtölin sem við
áttum á þeim tíma því þó að
hann væri að ganga í gegnum
Victor Friðþjófur
GuðnasonElskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
HANNES BJARNI KOLBEINS
ökukennari,
lést í Svíþjóð sunnudaginn 16. september.
Útförin fer fram frá Bredåkra kyrka í Svíþjóð
miðvikudaginn 3. október klukkan 13.
Minningarathöfn á Íslandi verður auglýst síðar.
Guðrún Hildur Kolbeins Atli Már Guðjónsson
Jóhanna Rósa Kolbeins
Kristine B. Kolbeins
Arnhildur Ásdís Kolbeins Þórarinn K. Ólafsson
Þorkell Kolbeins Eyrún Steindórsdóttir
Kolbrún P. Hannesdóttir Eyjólfur Þór Jónsson
Hera Guðrún Cosmano
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÞÓRIR GUÐMUNDSSON,
Hæðarbyggð 1,
Garðabæ,
lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu
fimmtudaginn 6. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hans ósk.
Guðrún Þórisdóttir Adrian Huber
Steinunn Þórisdóttir
Aðalheiður Þórisdóttir
Kristbjörg Þórisdóttir Bragi Reynir Sæmundsson
og barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
MARÍA ERNA ÓSKARSDÓTTIR
frá Brú í Biskupstungum,
til heimilis í Vesturbergi 30,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans við
Hringbraut fimmtudaginn 20. september.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn
26. september klukkan 13.00
Helga Marta Helgadóttir Hannes Svanur Grétarsson
Þórður Ágúst Hlynsson Astou M. Hlynsson
Aðalheiður Lilja Hlynsdóttir
Guðjón Svanur Hermannsson
og ömmubörn
Ástkær móðir mín,
ÁSLAUG GUÐJÓNSDÓTTIR,
Safamýri 42,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn
20. september.
Útförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Guðjón Ágúst Luther
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
UNNUR HALLDÓRSDÓTTIR,
sem lést mánudaginn 17. september,
verður jarðsungin frá Kópavogskirkju
fimmtudaginn 27. september klukkan 13.
Halldór, Bryndís, tengdabörn og barnabörn
Elskulegur bróðir okkar og frændi,
PÁLL AUÐAR ÞORLÁKSSON,
bóndi,
Sandhól, Ölfusi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands,
Selfossi, mánudaginn 10. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Rósa Þorláksdóttir
Sveinn Þorláksson
og frændsystkini