Morgunblaðið - 22.09.2018, Page 35

Morgunblaðið - 22.09.2018, Page 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2018 erfitt tímabil var líka stutt í glettnina hjá honum. Víst er fagur Vestmannaeyjabær, vinaleg er einnig Heimaey. Þú heillandi ert himinblái sær, af Hásteini má greina lítið fley. Hér ég þekki hvern hól, hverja þúfu, hvert ból, hér er náttúran fögur og rík. Hér ég átthaga á, hér ég dvelja vil fá þar til aldinn ég æviskeiði lýk. Helgafell ég lít og Herjólfsdal, af Hánni undurfögur útsýn er. Ganga meðfram Skansinum ég skal, er skyggir út í Bjarnarey ég fer. (Valgeir Guðjónsson) Megi minningin um bróður minn lifa því ég mun leitast við að muna alla góðu stundirnar með honum. Sonum hans votta ég mína dýpstu samúð, ég mun alltaf verða til staðar fyrir þá. Sigríður Ágústa Guðnadóttir. Fregnin um andlát Victors systursonar míns kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Kvöldið áður hittumst við fyrir utan Saltaberg í fallegu veðri og lögð- um á ráðin um spennandi áform í náinni framtíð. Þá amaði ekkert að honum en 10 klst. síðar var hann allur, 53 ára að aldri. Hátt er reitt til höggs og harmur margra er mikill og maður spyr sig hver sé tilgang- urinn. Svör við slíkum spurning- um liggja heldur ekki á lausu. Þannig er tilvera okkar, ekkert er öruggt annað en það sem liðið er og líðandi stund en framtíðin óskrifað blað. Þess vegna er tím- inn svo dýrmætur, enginn veit sitt skapadægur. Victor fór ungur að árum til lundaveiða í Bjarnarey með afa sínum Súlla á Saltabergi og kynntist þá töfrum úteyjanna. Þá var hann öllum hnútum kunn- ugur úr sjómennskunni og ekki ónýtt að hafa hann til taks þegar útbúa þurfti byggingarefni til flutnings út í Eyju. Þá var það á sínum tíma metnaðarmál okkar frændanna að fara með börnin okkar sem yngst út í Eyju „til að venja þau við“ eins og sagt er og stærði ég mig af því við Victor að hafa far- ið með Sóleyju dóttur mína þangað eins árs gamla. Victor bætti um betur og fór með son sinn Guðna þriggja mánaða gamlan. Þannig voru hlutirnir teknir með trompi og ekkert til sparað þegar það átti við eins og allt umstangið í kringum Þjóðhá- tíðartjaldið. Victor elskaði Vestmanna- eyjar, Bjarnarey, sjómennskuna, Þjóðhátíðina og íþróttirnar en einn fjársjóð átti hann dýrmæt- astan allra en það voru synir hans fjórir. Ást hans og um- hyggja fyrir drengjunum var með þeim hætti að eftir því var tekið. Missir þeirra er eins stór og ósanngjarn sem frekast getur verið. Hann er hins vegar stað- reynd og verður ekki breytt. Þín er sárt saknað en eftir stendur minningin um góðan dreng. Fjölskyldan á Saltabergi vott- ar drengjunum, systkinunum og öðrum ástvinum okkar dýpstu samúð. Haraldur Geir Hlöðversson. Elsku Victor frændi minn. Þú varst uppáhaldsfrændinn minn og varst alltaf svo góður við mig þegar ég kom til Vest- mannaeyja með pabba. Þá gist- um við oftast hjá afa Guðna og ömmu Dúddý uppi á Smáragötu. Það voru mörg skemmtileg jól sem við áttum saman þegar ég var ung stelpa í heimsókn hjá afa og ömmu. Þú varst alltaf svo skemmtilegur og fyndinn, það man ég vel. Síðan eignaðist ég fjóra góða frændur sem eru strákarnir þínir, sem ég veit að elska þig svo mikið og segja að þú sért besti pabbi í heiminum. Síðan var alltaf svo gaman að heimsækja þig á þjóðhátíð og mikið gaman þá í tjaldinu þínu. Það var líka gaman að hjálpa þér í hvíta flotta þjóðhátíðartjaldinu og aldrei gleymi ég pylsupartí- unum sem voru alltaf fastur liður í tjaldinu klukkan 11 á kvöldin. Flottasta tjaldið í Dalnum. Elsku Victor frændi, ég elska þig og Guð geymi þig. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kallaður á örskammri stundu í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða svo fallegur, einlægur og hlýr en örlög þín ráðin; mig setur hljóða við hittumst ei aftur á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma gæta að sorgmæddum, græða djúp sár þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ókunnur) Ásta frænka. Viktor litli eða Victor stóri? Svona vorum við nafnarnir að- greindir af nánustu ættingjum. Ég veit að Victor frændi var ánægður þegar ég var skírður Viktor því sama hversu mikið ég stækkaði var ég alltaf Viktor litli og hann var alltaf Victor stóri. Á tímabili var hann mér einn- ig sem stóri bróðir. Þegar ég var lítill var ég mikið hjá ömmu og afa á Smáragötu og Victor átti enn herbergi hjá þeim sem hann notaði þegar hann var ekki á sjó. Eitt kvöldið þegar Victor var að passa mig man ég að það var mikill stormur úti. Við vorum með bíómynd til að horfa á en það vantaði nammið. Við vorum ekki með bíl en það stoppaði hann ekki heldur labbaði hann niður í Krá til að kaupa bland í poka fyrir okkur þrátt fyrir að það væri hífandi rok. Mér fannst það hetjudáð í svona veðri. Einu sinni spurði ég Victor hver munurinn væri á bassa og gítar en hann setti þá plötu með Queen á fóninn og spilaði „Another one bites the dust“. Vel valið. Ég man þegar Victor keypti sér kjallaraíbúð á Búastaðabraut og stofuveggurinn var rauður eða fjólublár að lit. Þegar hann var svo fluttur inn fannst honum gaman að sýna mér Pink Floyd – The Wall tónleika á gullplötu og sérstaka segulbandstækið sitt sem hann var stoltur af. Þegar ég var að taka bílprófið bauðst Victor til að taka mig í æfingaakstur svo ég gæti æft mig á beinskiptan bíl. Nánast daginn sem ég fékk bílpróf bauðst hann til að lána mér gráa jeppann sinn svo ég gæti æft mig. Ég hefði ekki lánað sjálfum mér bíl á þessu stigi en Victor treysti mér. Ég man ekki hvort ég hafi sagt honum að ég hafi næstum því lent í árekstri en hann hefði líklega bara tekið því hlæjandi. Victor var alltaf til taks þegar ég bað hann um aðstoð við eitt- hvað og alltaf þegar hann keypti sér eitthvað nýtt bauð hann mér að eiga gamla dótið sitt, hvort sem það var rúm, hillur, reiðhjól eða eitthvað í þá áttina. Þegar ég flutti frá Eyjum minnkuðu eðlilega samskiptin okkar á milli og hann eignaðist fjölskyldu og hafði í nógu að snú- ast en ég var alltaf velkominn í heimsókn og var alltaf vel tekið. Við fjölskyldan gáfum honum svo snjallsíma í afmælisgjöf fyrir tveimur árum og það fyrsta sem hann sagði var: „Þessi verður flottur í Dalnum.“ Hann var sannur Eyjapeyi, alltaf spenntur fyrir Þjóðhátíð og alltaf gaman að rekast á hann í Dalnum. Nýlega fundum við gamlar spólur úr utanlandsferð sem Victor fór í fyrir tugum ára sem Ásgeir bróðir minn setti í tölvu- tækt form og ég sendi honum í tölvupósti. Svarið sem ég fékk frá honum var einfaldlega: „Er búinn að liggja í hláturskasti út af myndbandinu.“ Einhvern tíma var amma að skutla Victori til Gylfa Viðars frænda á föstudagskvöldi og ég líklega 7-8 ára sat í aftursætinu og spurði hvort Victor og Gylfi væru kærustupar? Ég held ég hafi sjaldan heyrt Victor hlæja svona mikið. Mér fannst þetta eðlileg spurning því Victor fór svo oft til hans en kom aldrei aft- ur heim fyrr en ég var vaknaður daginn eftir. Ég á margar góðar minningar af Victori hlæjandi og ég vona að hans verði minnst þannig. Viktor Smári. Í dag kveð ég kæran vin minn, Victor Friðþjóf Guðnason frá Vestmannaeyjum, sem varð bráðkvaddur 6. september. Vic- tor var minn besti og nánasti vinur, en vinskapur okkar hófst fyrir 30 árum þegar við deildum saman káetu í sex ár á Hugin VE 55. Eftir að ég flutti upp á land árið 1997 var Victor mín helsta tenging við eyjarnar og síðustu 15 árin höfum við verið í stöðugu sambandi. Við töluðum síðast saman í síma kvöldið áður en hann dó og plönuðum helgina, en Victor hafði verið að hjálpa mér við endurbætur á húsinu mínu í Eyjum. Hann var alltaf tilbúinn í smíðavinnu með mér, var mjög handlaginn og átti vel útbúinn bílskúr af verkfærum. Síðustu 15 ár höfum við Stína konan mín og krakkarnir okkar átt Þjóðhátíðartjald með Victori og fjölskyldu hans. Alltaf skemmtum við okkur jafn vel við að undirbúa og græja tjaldið, sem skyldi sko vera það flottasta í dalnum og oft tókst það, við vorum t.d. fyrsta tjaldið í dalnum sem var með rennandi vatn. Eft- ir Þjóðhátíð í haust þegar við tókum niður tjaldið vorum við ákveðnir í að skipta út eldhús- innréttingunni og smíða nýja í vetur, fríska tjaldið aðeins upp, en við sjáum nú til hvernig það gengur þegar aðalsmiðinn vant- ar. Í tjaldinu, sem heitir Ljúft við lifum, voru ýmsar hefðir sem Victor passaði vel upp á að halda. Hann bakaði t.d. alltaf nokkrar skúffukökur fyrir börn- in og alltaf eina með grænu kremi. Hann sauð pylsur í tjald- inu rétt fyrir miðnætti áður en börnin fóru heim úr dalnum og eins gott að gleyma ekki remúl- aðinu eins og Stínu varð á eitt árið. Nú, svo sátum við alltaf á sama stað, á hólnum fyrir neðan Mylluna, beint fyrir aftan tjaldið okkar, og horfðum á brennuna, blysin og flugeldana. Elsku hjartans vinur, dreng- irnir þínir hafa misst mikið, þú lifðir fyrir þá og þeir elska Eyja- lífið. Við Stína lofum að passa upp á að halda í Þjóðhátíðarhefð- irnar þínar með þeim. Við tveir brölluðum líka ýmislegt annað saman, Victor var mikill Bjarna- reyingur, hann elskaði að fara út í Bjarnarey á lundaveiðar en einnig líka til að slappa af og hafa það rólegt þar með strákun- um sínum. Ég er nýgenginn í Bjarnareyjafélagið og hef nokkr- um sinnum farið út í Eyju með Victori en nú stóð til að gera mikið meira af því. Ég keypti nefnilega bát í sumar með öðrum vini mínum og var Victor sér- legur áhugamaður að hjálpa okk- ur með bátinn sem heitir Gutt- ormur. Hann tók bátinn í gegn fyrir okkur og geymdi hann í skúrnum sínum. Stefnan var að sigla saman út í Bjarnarey við fyrsta tækifæri en það verður víst ekkert af því núna. Ég trúi því samt að þegar við loksins siglum þangað á Guttormi verði Victor með okkur og passi upp á að allt gangi vel. Elsku vinur minn, hvað ég sakna þín. Við Stína þökkum þér samfylgdina en það var einmitt þér að þakka að við tvö kynnt- umst árið 2002. Sorgin nístir hjarta okkar nú en minningin um frábæran vin mun lifa. Við vott- um drengjunum þínum, systkin- um og allri stórfjölskyldunni okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að blessa þau í sorginni. Hvíl í friði, kæri vinur. Gunnlaugur Úlfar og Kristín. Veiðifélagar í Veiðifélagi Bjarnareyinga kveðja í dag einn okkar besta vin og félaga. Victor Guðnason er fallinn frá, maður á besta aldri, okkur var virkilega brugðið við þessa fregn. Victor var mikill Bjarna- reyingur og vorum við nokkrum dögum fyrir andlát hans að ráð- gera ferð út í Bjarnarey til að gera húsið klárt fyrir veturinn. Úteyjarlífið og Bjarnarey átti hug hans og það er margs að minnast þegar okkur verður hugsað til Victors. Það er of langt að telja allt sem á okkar daga hefur drifið í Úteyjarlífinu og eru margar sögur sem hægt er að segja en við Bjarnarey- ingar höfum þær í minningunni. Kostir Victors voru margir og nýttust vel í félagsskap eins og okkar Bjarnareyinga. Victor var skemmtilegur, ávallt léttur í lund, greiðvikinn og ávallt tilbú- inn að rétta fram hjálparhönd. Þetta eru kostir sem góðir Út- eyjarmenn þurfa að hafa og var Victor öllum þessum kostum bú- inn. Það verður öðruvísi úti í eyju þegar það vantar einn í þennan góða hóp. Victors Guðnasonar verður sárt saknað og viljum við votta fjölskyldu Victors okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd félaga í Veiðifélagi Bjarnareyinga, Ástþór. Í dag kveð ég þig þar sem þú hefur nú lagst í ferðalag til Sum- arlandsins. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni Drottinn minn faðir lífsins ljóss lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert, mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd. Og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elsku fjölskylda, ykkur sendi ég alla mína ást, samúð og styrk á þessum erfiðu tímum. Guðni Friðþjófur, Halldór Páll, Kristinn Freyr og Tómas Ingi, ykkur sendi ég mína inni- legustu samúðarkveðju. Missir ykkar er mikill enda elskaði hann ykkur meira en lífið sjálft. Hvíl í friði, elsku vinur minn. Þín verður sárt saknað. Þinn vinur, Halldór Jörgen. HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Við þökkum auðsýnda samúð vegna andláts ástkærrar móður okkar, ömmu og langömmu GUÐRÚNAR SJAFNAR JANUSDÓTTUR. Karen Kjartansdóttir Valborg Kjartansdóttir Kjartan Kjartansson barnabörn og barnabarnabörn Faðir minn, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, GARÐAR VÍÐIR GUÐJÓNSSON frá Tunguhálsi, Hásæti 9B, Sauðárkróki, lést á HSN, Sauðárkróki, þriðjudaginn 18. september. Útför hans mun fara fram í kyrrþey. Vala Jóna Garðarsdóttir Viðar Þórðarson Ingibjörg Sigtryggsdóttir Gunnar Steingrímsson Brynhildur Sigtryggsdóttir Ómar Kjartansson Þorsteinn Ólason barnabörn og fjölskyldur þeirra Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi, bróðir og mágur, GUNNAR ÞORSTEINSSON félagsliði, Skipholti 40 lést á heimili sínu laugardaginn 15. september. Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 28. september klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Ingveldur Þorkelsdóttir Elva Dögg Gunnarsdóttir Vagn Leví Sigurðsson Hrannar Leví Elvuson Þórsteinn Ingi Einarsson Gunnar Leví Vagnsson Una Ingveldur Vagnsdóttir Elvar Máni Hrannarsson Sigríður Helga Þorsteinsd. Jón Ingi Guðmundsson Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, systur, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR SUMARLIÐADÓTTUR frá Viðvík á Hellissandi, Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Brákarhlíð, Borgarnesi. Helga Nína Svavarsdóttir Ingi Þ. Ólafsson Svava Björg Svavarsdóttir Guðmundur V. Guðsteinsson Eyjólfur Garðar Svavarsson Halla Dröfn Júlíusdóttir Svana Sumarliðadóttir barnabörn og barnabarnabörn Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.