Morgunblaðið - 22.09.2018, Page 38
38 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2018
Ég er á uppskeru-tímanum, það ertíminn eftir að
launavinnu lýkur,“ segir
Margrét Hrefna Sæ-
mundsdóttir sem á 75 ára
afmæli í dag. „Ég hef upp-
lifað margt skemmtilegt í
lífinu en með því skemmti-
legra sem ég hef gert var
að skrá mig í Háskóla Ís-
lands og útskrifast þaðan
með BA-gráðu í listfræði
og heimspeki þegar ég var
71 árs. Það er svo gaman
að læra eitthvað nýtt þeg-
ar maður hefur allan
heimsins tíma og er við
góða heilsu.
Ég hef spilað brids við
skemmtilegar konur í yfir
40 ár, verið í göngu- og
skemmtihóp sem kallar
sig Fondurnar í álíka
langan tíma og í öðrum
gönguhóp sem heitir
Ganglerar, allt skemmtilegt og gott fólk. Við hjónin byrjuðum að
spila golf 2005 og höfum haft mikla ánægju af því bæði innanlands
og erlendis.“
Margrét vann lengst af hjá Umferðarráði og hlaut viðurkenningu
fyrir störf sín þar. „Ég var borgarfulltrúi Kvennalistans sem mér
finnst merkilegasta stjórnmálahreyfing sem upp hefur komið á Ís-
landi. Við komum miklu í verk og breyttum þjóðfélaginu á marga
vegu. Síðar var ég í borgarstjórn fyrir Reykjavíkurlistann.“
Eiginmaður Margrétar er Þorkell Erlingsson verkfræðingur og
börn þeirra eru Hlín sem er verkfræðingur og vinnur hjá Cowi í
Osló og Erlingur sem er tæknifræðingur og vinnur hjá Marel. Maður
Hlínar heitir Jörn Sollid og á börnin Eirik og Martine. Kona Erlings
heitir Ásbjörg Magnúsdóttir og börn þeirra heita Þorkell Máni og
Þórhildur Freyja.
„Við héldum upp á 75 ára afmælið fyrirfram í sumar, öll fjöl-
skyldan. Við leigðum okkur hús rétt hjá Kragerö fyrir sunnan Osló.
Tengdasonur minn á skútu sem gaman var að sigla á um Oslóar-
fjörð, við höfðum strönd út af fyrir okkur og þar var buslað í sjónum
og siglt á kajökum og bát. Ég er núna stödd í Osló hjá dóttur minni
en Eirik er að fara að fermast.“
Á skútu Margrét á siglingu í Oslóarfirði.
Nýtur lífsins á
uppskerutímanum
Margrét H. Sæmundsdóttir er 75 ára í dag
B
ryndís Pétursdóttir
fæddist á Vattarnesi í
Fáskrúðsfirði 22.9. 1928
en flutti með fjölskyldu
sinni til Reykjavíkur er
hún var sex ára.
Bryndís gekk í Verzlunarskóla Ís-
lands, fór 16 ára í Leiklistarskóla
Lárusar Pálssonar og útskrifaðist
þaðan. Hún hafði starfað á prjóna-
stofu móður sinnar og með námi
starfaði hún á rannsóknarstofu Há-
skóla Íslands við Barónsstíg, auk
þess sem hún var sætavísa í Tjarnar-
bíói og ein af fyrstu flugfreyjum
Flugfélags Íslands.
Bryndís steig fyrst á svið undir
leikstjórn Lárusar Pálssonar sem
Cecilía í Jónsmessudraumi á
fátækraheimilinu 18.11. 1946. Upp frá
því varð ekki aftur snúið. Hún hafði
leiklistina að lífsstarfi og var í hópi
fremstu leikara Þjóðleikhússins frá
upphafi og fram að aldamótum..
Bryndís sté fyrst leikara á svið
Þjóðleikhússins, í fyrstu vígslusýn-
ingu hússins, 1950, sem Guðrún í
Nýársnóttinni. Hún lék síðan í Þjóð-
leikhúsinu uns hún lét af störfum fyr-
ir aldurs sakir ef frá eru talin nokkur
leikrit hjá LR auk þess sem hún tók
þátt í leikriti hjá LA. Á yngri árum
fór hún svo í fjölda leikferða um
landið á sumrin.
Bryndís lék einnig í kvikmyndum,
sjónvarpi og útvarpi, fór m.a. með
aðalhlutverk í fyrstu íslensku kvik-
myndunum, Milli fjalls og fjöru, og
Niðursetningunum.
Meðal minnisstæðra hlutverka
Bryndísar við Þjóðleikhúsið má nefna
Rósalind í Sem yður þóknast; Helgu í
Gullna hliðinu 1952 og 1955; Sigríði í
Pilti og stúlku; Ismenu í Antígónu;
Sigrúnu í Manni og konu; Maríu mey
í Gullna hliðinu, Júlíu í Romanoff og
Júlíu; Helenu Charles í Horfðu reiður
um öxl; Völu í Lausnargjaldinu,
Enuice í Sporvagninum Girnd og
Mundu í Stalín er ekki hér. Síðast lék
hún Helgu í Kaffi eftir Bjarna
Bryndís Pétursdóttir leikkona – 90 ára
Ljósmynd/Jón Svavarsson
Á menningarsögulegum stað Bryndís í Iðnó er hún varð áttræð, með sonum sínum, þeim Sigurði, Eiríki og Pétri.
Stórstjarna í Þjóðleik-
húsinu í tæpa hálfa öld
Leikkonan Bryndís í ógleymanlegu
hlutverki Rósalindar í Shakespeare-
verkinu Sem yður þ́óknast.
Guðmar Ragnarsson, fyrrverandi
bóndi á Hóli á Héraði, á 85 ára afmæli
í dag. Hann hefur verið búsettur á
Egilsstöðum frá 2004 en dvelur nú á
hjúkrunarheimilinu Uppsölum á
Fáskrúðsfirði. Eiginkona Guðmars er
Dagný Rafnsdóttir, f. 7.8. 1933.
Árnað heilla
85 ára
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is
Stýrðu birtunni heima hjá þér
PLÍ-SÓL GARDÍNUR
Frábær lausn fyrir hallandi og óreglulega glugga
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Íslensk framleiðsla eftir máli
Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku
OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18
alnabaer.is
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.