Morgunblaðið - 22.09.2018, Page 41

Morgunblaðið - 22.09.2018, Page 41
DÆGRADVÖL 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2018 Aukin lífsgæði án verkja og eym Nutrilenk vörurnar fást í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana. „Ég er búin að æfa mikið síðustu ár; hlaupa, stöðvarþjálfun, tabata ofl. og varð alltaf þreytt og aum í liðum og beinum eftir æfingar. Mér var bent á að prufa Nutrilenk Gold og byrjaði ég á að taka 6 töflur á dag í nokkrar vikur. Ég fann ótrúlega fljótt mun til hins betra svo ég ákvað að prufa að taka líka 1 töflu af Nutrilenk Active því ég var enn með verki og eymsl í höndum. Active virkar eins og smurning fyrir liðina en ég fann mikinn mun á mér og eru verkirnir nú horfnir. Í dag tek ég 4 Gold og 1 Active og ekki má gleyma Nutrilenk gelinu sem ég nota á axlir og hné en það kælir og dregur úr bólgum. Ég get því hiklaust mælt með öllum Nutrilenk vörunum, án þeirra gæti ekki hreyft mig eins mikið og ég geri í dag, verkjalaus.“ Erna Geirlaug Árnadóttir, 42 ára innanhúsarkitekt NUTRILENK ACTIVE sla Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Nú verður þú að hrökkva eða stökkva því ekkert annað getur þokað mál- um þínum áfram. Ef þú þarft að skamma einhvern skaltu gera það í einrúmi. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú vinnur af þolinmæði að mark- miðum sem munu nást í framtíðinni. Skoð- anir vinar munu koma þér mjög á óvart. Reyndu að láta ekki á neinu bera. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Vinur gæti komið þér á óvart í dag. Vertu þú sjálf/ur og settu persónulegt mark þitt á það sem þú gerir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Gerðu draum þinn að veruleika og leitaðu á vit ævintýranna. Flýttu þér samt hægt. Leggðu spilin á borðið í ákveðnu máli. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Eitthvað óvænt og snúið gæti komið upp í samræðum við fólk á förnum vegi, maka eða nána vini í dag. Vertu varkár í næsta skrefi og viðbúin/n breytingum á seinustu mínútum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Varastu flókinn málatilbúnað því ein- faldleikinn er oft áhrifamestur. Það dregur ský fyrir sólu í stuttan tíma hjá þér. Þú færð góðar fréttir af ættingja. 23. sept. - 22. okt.  Vog Hæfileiki þinn til að komast að hinu sanna getur leitt til óvæntrar en traustrar niðurstöðu sem getur skipt máli í framtíð- inni. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Sumum finnst þú hinn besti ráðgjafi. Það skiptast á skin og skúrir í líf- inu. Þú ert sólarmegin núna og þarft ekki að óttast komandi tíma. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert óvenju kraftmikil/l og þarft að fá útrás fyrir orkuna. Hafðu þetta hugfast þegar þú íhugar framtíðina og hvað þú velur þér sem framtíðarstarf. 22. des. - 19. janúar Steingeit Dagurinn hentar vel til að kenna ungmennum nokkrar grundvallarreglur um lífið. Þú ert sátt/ur í eigin skinni, það eru ekki allir sem ná þeim áfanga. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Öllu máli skiptir að mæta vel undirbúin/n til leiks því þá þarftu ekki að hafa áhyggjur af úrslitunum. Ef þú þarft að kaupa eitthvað kauptu þá vandað. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nú verður ekki lengur undan því vik- ist að ganga frá þeim leiðindamálum sem þú hefur verið að humma fram af þér. Ef þú ýtir of mikið á aðra er líklegast að þeir ýti á móti. Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Vopn í hendi veiðimanns, Veggur þakinn röndum. Strokið yfir streng með glans. Straumlaga í höndum. Guðrún Bjarnadóttir leysir gát- una þannig: Með boga og örvar arkar Artemis regnbogann, skaut fiðluboga Bjarkar. Úr bognum lófa rann. Harpa á Hjarðarfelli svarar: Vopn er bogi veiðimanns. Veggur regnboginn. Strýkur bogi streng með glans. Streymir vatnsboginn. Þessi er lausn Helga Seljan: Banvæn ör af boga fer, bogadreginn veggur er. Boga um strengi strokið var, streyma í boga æðarnar. Helgi R. Einarsson svaraði og sagði: „Við Táta mín röltum með- fram Leirvoginum í morgun og velt- um gátunni fyrir okkur: Af sólinni lifnar loginn, sem lífgar ströndina’ og voginn, samt margur fuglinn er floginn, er frjáls, en lausnin er boginn. Táta vildi botna vísuna öðruvísi: Arnfinnsson út er smoginn, samt ekki’ eins og lausnin, boginn.“ Sjálfur skýrir Guðmundur gátuna þannig: Veiðimaður boga ber. Bogi regns í skýjum er. Fiðluboga beitum hér Bogalína í hendi þér. Þá er limra: Bogi, sem býsn hefur logið og brekóttur jafnan smogið inn um það gat, sem enginn mat, eitthvað er við hann bogið. Og ný gáta eftir Guðmund: Drýpur regn í dropum stórum, drauma léttir þungum órum, flestir brátt úr fleti skríða, fús ég nýja gátu smíða: Fylki sínum fylgir glaður. Flokknum trúr er þessi maður. Býr í þínu brjósti og mínu. Breytir jafnan skapi sínu. Að síðustu eftir Sigurð Breiðfjörð: Kennir einhver kaunin sín, kvarta gera linir. Skal ég bera meinin mín miklu verr en hinir? Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Enginn skyldi boga ofmjög toga Í klípu „FYRST ÞARFTU AÐ AFSALA ÞÉR SKAÐABÓTARÉTTINDUM.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞÚ VERÐUR AÐ BÍÐA EFTIR SÚPUNNI. ÉG GET EKKI GERT ALLT HÉRNA!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... villt! ÉG SÉ ENGAN TOLLHEIMTUMANN! FÖRUM YFIR! KUNNIÐ ÞIÐ EKKI AÐ LESA? ÉG HEIMTA AÐ ÞIÐ BORGIÐ MÉR! HVERNIG FER ÉG AÐ ÞVÍ? SPYRJIÐ ÞIÐ ÉG SKAL SEGJA YKKUR ÞAÐ EFTIR BLUND Í upphafi mánaðar velti Víkverji fyr-ir sér hvort orðið sýndarfé væri vanhugsað. Nokkrum dögum síðar birtist færsla á vef Fjármálaeftirlits- ins. x x x Víkverji fullyrðir ekki að hún hafibirst vegna skrifa hans, en lætur hana fylgja: „„Rafeyrir“ (e. electronic money) og „sýndarfé“ (e. virtual cur- rency) eru meðal þeirra nýyrða sem tækninýjungar og framþróun hafa fært okkur. Sumir velta jafnvel fyrir sér hvort um sé að ræða tvö nöfn á sama fyrirbrigði. Þótt almennur mál- skilningur bendi til þess er um að ræða tvö aðskilin hugtök samkvæmt íslenskum lögum. Rafeyrir er, sam- kvæmt skilgreiningum laga um út- gáfu og meðferð rafeyris, „pen- ingaleg verðmæti, í formi kröfu á útgefanda sem er geymd í rafrænum miðli, þ.m.t. á segulformi, gefin út í skiptum fyrir fjármuni, í þeim til- gangi að framkvæma greiðslu í skiln- ingi laga um greiðsluþjónustu og samþykkt er sem slík af öðrum að- ilum en útgefandanum sjálfum“. Raf- eyrir er m.ö.o. þeir fjármunir sem fólk notar á hverjum degi með fyr- irframgreiddum kortum, en þá standa seðlar og myntir að baki raf- rænu fjármununum. Sýndarfé er hins vegar, samkvæmt skilgreiningum laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, „hvers konar stafrænt fé sem er hvorki raf- eyrir í skilningi laga um útgáfu og meðferð rafeyris né gjaldmiðill“. Samkvæmt sömu lögum er gjaldmið- ill: „seðlar, mynt og aðrir gjaldmiðlar sem seðlabankar eða aðrir til þess bærir opinberir aðilar gefa út og er viðurkenndur lögmæltur gjaldmiðill“. Að baki „rafeyri“ standa því ávallt fjármunir eða peningaleg verðmæti, en „sýndarfé“ telst hvorki vera slíkur rafeyrir né viðurkenndur lögmæltur gjaldmiðill almennt.“ x x x Víkverji er þá kominn með á hreintað rafeyri og sýndarfé sé ekki hægt að nota jöfnum höndum, en er engu að síður þeirrar hyggju að „virtual“ sé ekki hægt að þýða með forskeytinu „sýndar“ og lýsir enn eftir öðru orði fyrir sýndarfé. vikverji@mbl.is Víkverji Ég hef elskað yður eins og faðirinn hefur elskað mig. Verið stöðug í elsku minni (Jóh: 15.9)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.