Morgunblaðið - 22.09.2018, Side 42
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Örvar Þóreyjarson Smárason þarf
vart að kynna, en síðustu tuttugu ár
hefur hann verið einn af lykilmönn-
unum í íslenskri neðanjarðar-
tónlist. Er Sigur Rós braust fram –
og svo út – upp úr 2000 sigldi til-
raunakennda raftónlistarsveitin
múm þéttingsfast við hlið gull-
drengjanna. Hún náði vissulega
ekki sömu vinsældahæðum og Mos-
fellingarnir en
tónlistarlegt
framlag þessara
MH-inga var al-
veg jafn ríkt,
frumlegt og
gildandi. Þessar
tvær sveitir voru
í forvígi aldamótaútrásarinnar ef
svo mætti kalla og fyrstu þrjár
breiðskífur múm, gefnar út 1999,
2002 og 2004, eru einstakir gæða-
gripir. Enda kviknaði snemma mik-
ill áhugi ytra, plöturnar komu út
hjá erlendum fyrirtækjum, fengu
fína dreifingu og aðdáendahópur,
sem spannar veröld víða, mynd-
aðist fljótt og örugglega. Hljóm-
sveitin var samsett úr tveimur
tvíeykjum; systrunum Gyðu og
Kristínu Önnu ásamt þeim fóst-
bræðrum Gunnari Tynes og Örvari
og allt gekk einhvern veginn upp;
ímynd, tónlist, plötuumslög og tón-
leikaframkoma í fullkomnum sam-
hljómi.
Mikið vatn er runnið til sjávar
síðan en upprunalegir meðlimir eru
allir uppteknir við tónlistariðkun,
nú sem áður. Örvar hefur t.d. leikið
með FM Belfast og hefur sinnt ann-
arri list einnig, t.d. bókaskrifum og
myndlist. Light is Liquid er hins
vegar fyrsta sólóplata hans, átta
laga verk sem kemur út á Morr
Music. Platan var samin á síðustu
árum og lunginn af henni var klár
áður en Örvar gekk í samstarfs-
verkefni með þeim Sóleyju og Sin
Fang, sem lýsti sér í einu útgefnu
lagi í hverjum mánuði árið 2017 –
og kom svo allt heila klabbið út sem
breiðskífa snemma á þessu ári.
Þessi þrenning hefur starfað saman
af og til síðustu áratugi og kíkja
Sóley og Sin Fang í heimsókn hér;
Sóley syngur bakraddir en Sin
Fang sá um að hljóðblanda. Tvær
aðrar söngkonur koma við sögu,
þær JFDR (en hennar mjög svo ein-
kennandi rödd gæðir „Tiny Moon“
lífi) og Sillus, sem syngur í þremur
lögum, en hún er tónlistarmaður
sem vert er að fylgjast með á næstu
misserum.
Sumir nýta sér sólóvettvang til
að gera eitthvað allt annað; pota í
kántrítónlist eða svartþungarokk –
fá m.ö.o. útrás fyrir allt það sem
komst ekki á borð í hljómsveit við-
komandi. Það er ekki svo hér. Þú
heyrir glöggt að þetta er plata eftir
Örvar Smárason, eins og hann er
titlaður, og er hann í heilbrigðu
samtali við fyrri verk sín á plöt-
unni. Eitt af leiðarstefjunum er
munurinn á hinu vélræna og hinu
mannlega, hugmyndir sem Kraft-
werk þróaði m.a. á plötu sinni Man
Machine (1978). Þessi útgangs-
punktur átti sumpart við múm, þar
sem lífræn hljóðfæri mættu tölvu-
tónlist, en hér er þetta tekið lengra.
Gangurinn í sumum lögunum er
nánast fjarrænn og til baka, en svo
er hann mildaður meðvitað, t.d.
með blíðum gestasöng. „Tiny
Moon“ er þannig nánast tölvu-
leikjalegt og alveg afskaplega
„evrópskt“ (Air, Kraftwerk) á með-
an „Flashlight“ er prýtt unninni,
vélmennalegri söngrödd Örvars,
uppfullt af skruðningum og hvöss-
um hornum – en um leið er þarna
melódíufegurð sem sker í gegnum
kuldann. Örvar vandar sig við að
þenja mörkin mjúklega, hann er
með ræturnar í tölvupoppi sem fyrr
en reynir sig um leið við eitthvað
nýtt og býr til hljóðheim sem til-
heyrir engu nema þessu verkefni.
Ljósið sem lak
» Þú heyrir glöggtað þetta er plata
eftir Örvar Smárason,
eins og hann er titl-
aður, og er hann í heil-
brigðu samtali við fyrri
verk sín á plötunni.
Hvar er Örvar? Okkar maður spakur á bak við regndropa fagra.
Light is Liquid er fyrsta sólóplata Örvars Þóreyjarsonar Smárasonar,
sem hefur helst getið sér orð sem meðlimur múm og FM Belfast.
42 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2018
Söfn • Setur • Sýningar
LISTASAFN ÍSLANDS
Ókeypis aðgangur á greiningarsýningu í Myndasal
Þriðjudagur 25.9. kl. 12 Hádegisfyrirlestur:
Glæst reiðver, góður klár – Sigríður Sigurðardóttir
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins
Heiðnar grafir í nýju ljósi – sýning um fornleifarannsókn á Dysnesi við Eyjafjörð
Alfreð D. Jónsson – Hver er á myndinni? Greiningarsýning í Myndasal
Hjálmar R. Bárðarson – Aldarminning á Vegg
Prýðileg reiðtygi í Bogasal
Leitin að klaustrunum í Horni
Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru
Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
grunnsýning Safnahússins
Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög,
ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira
Bókverk og Kveisustrengur úr Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Júlía & Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210
www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/
Opið þriðjud.-sunnud. kl. 10-17
SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið þriðjud.-sunnud. kl. 10-17
LÍFSBLÓMIÐ - FULLVELDI ÍSLANDS Í 100 ÁR – 17.7 - 16.12.2018
Sunnudagsleiðsögn 23. september kl. 14. – Ókeypis fyrir meðlimi Selmuklúbbsins
ÝMISSA KVIKINDA LÍKI - ÍSLENSK GRAFÍK – 11.5. - 23.9.2018
PRENTVERK - HEILLANDI HEIMUR – Pallborðumræður með sýningarstjóra
laugardaginn 22. september kl. 11
FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign – 7.4.2017 - 31.12.2019
SAFNBÚÐ – Listrænar gjafavörur
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is.
Listasafn Íslands er opið alla daga frá kl. 10-17.
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
TVEIR SAMHERJAR – ASGER JORN OG SIGURJÓN ÓLAFSSON
21.10.2017 - 7.10.2018
Opið alla daga frá kl. 13-17.
Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
Kaffistofa – heimabakað meðlæti
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR - HEIMILI LISTAMANNS OG SÝNINGAR
KORRIRÓ OG DILLIDÓ - ÞJÓÐSAGNAMYNDIR ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
15.5. - 15.9.2018
Opið alla daga frá kl. 13-17.
Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Við lærum alltaf eitthvað nýtt á
milli ára, sem er afar spennandi,“
segir Sólrún Ingimarsdóttir,
konsertmeistari í Ungsveit Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands, sem kemur
fram á tónleikum í Eldborg Hörpu á
morgun kl. 17. Þetta er annað árið í
röð sem hún gegnir stöðu konsert-
meistara. Á efnisskránni eru Viatore
(Hommage à Arvo Pärt) eftir Pet-
eris Vasks og Sinfónía nr. 5 eftir
Dmitríj Shostakovitsj undir stjórn
Daniels Raiskin.
Sólrún hefur spilað með Ungsveit-
inni frá haustinu 2011 eða frá því
hún var 13 ára. Í ár eru þátttak-
endur á aldrinum 13 til 25 ára. „Það
er ótrúlega gefandi að fá að vinna að
svona krefjandi hópverkefni saman.
Þetta er mjög stór hópur og maður
þarf að sýna bæði tillitssemi og
skilning. Auk þess fær maður betri
innsýn í og þekkingu á hinum hljóð-
færum hljómsveitarinnar.“
Daniel Raiskin stjórnar Ungsveit-
inni annað árið í röð. „Við höfum oft-
ast fengið nýjan stjórnanda á
tveggja ára fresti. Það er mjög fróð-
legt að kynnast því hvernig stjórn-
endur vinna á mismunandi hátt,
enda eru þeir ólíkar persónur með
mismunandi áherslur í sinni nálgun.
Daniel Raiskin þekkir verk Shos-
takovitsj mjög vel, sem kemur sér
vel í þessu verkefni,“ segir Sólrún og
tekur fram að spennandi sé að fá að
spila Sinfóníu nr. 5 eftir Shosta-
kovitsj þar sem það sé lykilverk á
ferli hans sem tónskálds og með
merkilegri tónverkum sem samin
hafa verið á 20. öldinni. „Verkið
fjallar um seinni heimsstyrjöldina og
flækjur Shostakovitsj sjálfs við Stal-
ín og yfirvöld í Rússlandi.“
Draumur að spila í Eldborg
Viatore eða Ferðalangur nefnist
verk eftir lettneska tónskáldið Pet-
eris Vasks sem flutt verður á tón-
leikunum. „Þetta er verk fyrir
strengjasveit. Það er mjög brothætt
og tært verk sem fjallar um ferða-
lag,“ segir Sólrún og bendir á að sjá
megi ferðalagið hvort heldur sem
ferli eða ferðalag manneskjunnar
gegnum lífið. Höfundur tileinkar
læriföður sínum, Arvo Pärt, verkið.
„Það eru óneitanlega vísanir í tón-
mál Arvo Pärt í þessu verki,“ segir
Sólrún og bendir á að slíkar vísanir
birtist meðal annars í einfaldleika
verksins og tærleika. „Okkur finnst
mjög spennandi að Peteris Vasks
ætlar að mæta á tónleika okkar.“
Spurð hvernig sé að leika í Eld-
borg Hörpu svarar Sólrún: „Það er
náttúrlega bara draumur að fá að
spila í þessum flotta tónleikasal sem
við Íslendingar eigum. Maður þarf
ekki að hafa mikið fyrir spila-
mennskunni, því veikustu tónarnir
berast ótrúlega vel og sömuleiðis
þeir sterku. Það hljómar allt svo vel í
Eldborg auk þess sem við heyrum
svo vel hvert í öðru á sviðinu, sem er
gott fyrir samspilið.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Stjórnandi Rússneski hljómsveitarstjórinn Daniel Raiskin heldur um taumana á tónleikunum á morgun.
„Gott fyrir samspilið“
Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands leikur verk eftir Vasks og Shostakovitsj á morgun kl. 17
Sólrún Ingimarsdóttir er konsertmeistari í Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands annað árið í röð