Morgunblaðið - 22.09.2018, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 22.09.2018, Qupperneq 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2018 Morgunblaðið/Eggert Sérfróð Jennifer Farrell er ein af sýningarstjórum prent- og teiknideildar Metropolitan-listasafnsins í New York. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Listasafn Íslands stendur fyrir pallborðsumræðum um grafík og prent í dag frá kl. 11 til 13 og verður Jennifer Farrell, ein af sýningarstjórum prent- og teikni- deildar Metropolitan-listasafnsins í New York, gestafyrirlesari. Aðrir sem taka þátt í umræðun- um eru Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Listasafns Íslands, Sólveig Aðalsteinsdóttir myndlist- armaður, Helgi Þorgils Friðjóns- son myndlistarmaður, Þóra Sig- urðardóttir myndlistarmaður og Ingibjörg Jóhannsdóttir, annar sýningarstjóra sýningarinnar Ým- issa kvikinda líki – íslensk grafík, sem stendur nú yfir í safninu og lýkur á morgun. Á sýningunni má sjá grafíkverk eftir íslenska listamenn sem eru þekktari af annarri list en grafík og einnig erlenda sem hafa dvalið og starfað á Íslandi til lengri eða skemmri tíma. Fundarstjóri verð- ur Pari Stave, listfræðingur og sýningarstjóri við Metropolitan. Meðal þeirra spurninga sem varpað verður fram er hver sé saga prentverka, hvernig þeim sé safnað í söfnum og hvar þau séu sýnd, seld og markaðssett. Hlutverk grafíklistar Farrell hlær þegar blaðamaður spyr hana hvort hún ætli í fyrir- lestri sínum að fara yfir langa og merkilega sögu grafíklistarinnar í listasögunni. „Það er námsefni fyrir heila önn í háskóla, hið minnsta,“ segir hún og hristir höf- uðið. Hún muni hins vegar fjalla um hlutverk grafíklistarinnar í samtímamyndlist. „Í Metropolitan- safninu einbeitum við okkur ekki eingöngu að listamönnunum held- ur líka prentmeisturunum og út- gefendum verkanna, grafíkverk- stæðunum. Grafík er samvinnu- listsköpun,“ útskýrir Farrell. Hún virðir fyrir sér verk eftir Dieter Roth á sýningunni í Lista- safni Íslands, verk sem hlýtur að heilla alla þá sem hafa áhuga á grafíklist og þá sem hafa lært og lagt stund á hana. Verkið er flókið og marglaga, í bókstaflegri merk- ingu, silkiþrykk í 15 litum, hvorki meira né minna. Farrell er eðlilega hugfangin af verkinu, enda sérfræðingur þegar kemur að þessu aldagamla list- formi. Roth hafði mjög mikil áhrif á íslenskt myndlistarlíf á sínum tíma og þá líka í grafíkinni, eins og Farrell bendir á. „Áhrif hans og nálgun á listsköpun, þessi til- raunagirni í bland við mjög mikla tæknilega færni,“ segir hún um hæfileika Roth og bætir við að sjálfur Richard Hamilton hafi lof- að Roth fyrir sterk tök hans á miðlinum og sagt engan honum fremri þegar kæmi að grafíklist- inni. „Dieter tókst líka að fylla marga prentmeistara gremju með færni sinni,“ bætir Farrell við kímin. Metropolitan keypti verk eftir Rúrí og Guðjón Metropolitan hefur keypt tvö verk á sýningunni, annars vegar verk eftir Rúrí og hins vegar röð ætinga eftir Guðjón Ketilsson og segist Farrell ætla að kynna sér íslenska grafíklist og bókverk á meðan á dvöl hennar stendur hér á landi. Metropolitan er eitt stærsta listasafn heims og safn- eignin eftir því umfangsmikil. Blaðamaður spyr Farrell að því hversu mörg grafíkverk safnið eigi og svarar hún því til að þau séu yfir milljón. Ágætissafn það. „Í minni deild er ansi stór hluti safn- eignarinnar,“ segir Farrell og að verkin séu bæði einstök, þ.e. stök prent og í upplögum. Mikill áhugi – Hver heldur þú að staða graf- íklistarinnar sé í dag í samtíma- myndlist? Er þetta sterk og sýni- leg listgrein? „Já, ég held það, virkilega,“ svarar Farrell og nefnir sem dæmi að í New York sé mikill áhugi á grafík og bókverkum. „Og hvað stafræna grafík varðar eru margir að vinna með miðilinn en líta þó ekki á sig sem grafíklista- menn,“ segir hún og nefnir sem dæmi listamanninn Damien Loeb sem geri verk í tölvu heima hjá sér og prenti út með bleksprautu- prentara. Þá blandi margir saman stafrænni tækni og gamaldags grafíktækni á borð við dúkristu, svo dæmi sé tekið. Aðrir lista- menn, t.d. Glen Baldridge, bræði saman marga miðla í verkum sín- um, t.d. teikningu, ljósmyndun og grafík. Farrell kallar þetta blend- ingsverk, „hybrid“, og segir mögu- leikana ótal marga þegar kemur að slíkum bræðingi. Miklir möguleikar Farrell er spurð að því hvort hún telji vinsældir grafíkurinnar vera að aukast, t.d. meðal ungra listamanna og listnema, hvort grafíkin sé í sókn líkt og vínyl- platan í tónlistarútgáfu og segist hún telja svo vera. Miðillinn bjóði enda upp á tilraunastarfsemi og mikla möguleika. „Eins og þú seg- ir þá eru líkindi með þessu og vínylplötunni, það er ákveðin sveifla aftur í tímann, fólk sækist eftir mjúkri línu þurrnálarinnar eða flæði og frelsi einþrykksins,“ segir Farrell. Þeir sem vilja vita meira um grafík eru hvattir til að mæta á pallborðsumræðurnar í Listasafni í Íslands í dag. Umræðurnar munu fara fram á ensku og gildir aðgangseyrir að safninu á þær. Miðill með mjög mikla möguleika  Sýningarstjóri við prent- og teiknideild Metropolitan tekur þátt í pallborðsumræðum um grafík og prent Morgunblaðið/Einar Falur Grafíkverkstæði Þetta grafíkverkstæði er hluti af sýningunni í Listasafni Íslands og þrykkja þar ungir listamenn grafíkverk meðan á sýningunni stendur, undir nafninu Prent & vinir. Sýningunni lýkur á morgun. Ronja Ræningjadóttir (None) Sun 23/9 kl. 13:00 4. s Lau 20/10 kl. 18:30 Auka Sun 25/11 kl. 17:00 22. s Sun 23/9 kl. 16:00 5. s Sun 21/10 kl. 13:00 12. s Lau 1/12 kl. 14:00 Auka Sun 30/9 kl. 13:00 6. s Sun 21/10 kl. 16:00 13. s Lau 1/12 kl. 17:00 23. s Sun 30/9 kl. 16:00 7. s Sun 28/10 kl. 13:00 14. s Sun 2/12 kl. 14:00 Auka Lau 6/10 kl. 17:00 Auka Sun 28/10 kl. 16:00 15. s Sun 2/12 kl. 17:00 24. s Sun 7/10 kl. 13:00 8. s Sun 4/11 kl. 13:00 16. s Sun 9/12 kl. 14:00 Auka Sun 7/10 kl. 16:00 9. s Sun 4/11 kl. 16:00 17. s Sun 9/12 kl. 17:00 25. s Lau 13/10 kl. 17:00 Auka Sun 11/11 kl. 13:00 18. s Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 14/10 kl. 13:00 10. s Sun 11/11 kl. 16:00 19. s Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Sun 14/10 kl. 16:00 11. s Sun 18/11 kl. 13:00 20. s Lau 20/10 kl. 15:00 Auka Sun 18/11 kl. 16:00 21. s Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Fly Me To The Moon (Kassinn) Fös 28/9 kl. 19:30 Frums Sun 14/10 kl. 19:30 6. s Sun 28/10 kl. 19:30 11. s Sun 30/9 kl. 19:30 2. s Fim 18/10 kl. 19:30 7. s Fös 2/11 kl. 19:30 12. s Lau 6/10 kl. 19:30 3. s Lau 20/10 kl. 19:30 8. s Lau 3/11 kl. 19:30 13. s Sun 7/10 kl. 19:30 4. s Sun 21/10 kl. 20:00 9. s Sun 4/11 kl. 19:30 14. s Fös 12/10 kl. 19:30 5. s Fös 26/10 kl. 19:30 10. s Sun 11/11 kl. 19:30 15. s Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti Ég heiti Guðrún (Kúlan) Fös 5/10 kl. 19:30 Frums Lau 13/10 kl. 17:00 Auka Fös 19/10 kl. 19:30 Auka Lau 6/10 kl. 17:00 Auka Lau 13/10 kl. 19:30 5. s Lau 20/10 kl. 17:00 Sun 7/10 kl. 17:00 2. s Sun 14/10 kl. 19:30 6. s Sun 21/10 kl. 17:00 9. s Mið 10/10 kl. 19:30 3. s Þri 16/10 kl. 19:30 Auka Þri 23/10 kl. 19:30 10. s Fim 11/10 kl. 19:30 4. s Mið 17/10 kl. 19:30 7. s Barátta konu fyrir því að hafa stjórn á eigin lífi Svartalogn (Stóra sviðið) Fim 27/9 kl. 19:30 12. s Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu Slá í gegn (Stóra sviðið) Lau 22/9 kl. 19:30 39. s Fös 5/10 kl. 19:30 41. s Lau 29/9 kl. 19:30 40. s Fös 19/10 kl. 19:30 42. s Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Samþykki (Stóra sviðið) Fös 26/10 kl. 19:30 Frums Fös 2/11 kl. 19:30 4. s Fös 23/11 kl. 19:30 7. s Lau 27/10 kl. 19:30 2. s Lau 10/11 kl. 19:30 5. s Lau 24/11 kl. 19:30 8. s Fim 1/11 kl. 19:30 3. s Fös 16/11 kl. 19:30 6. s Kraftmikið, splunkunýtt verk sem sló í gegn í Breska þjóðleikhúsinu. Insomnia (Kassinn) Fös 9/11 kl. 19:30 Frums Fös 16/11 kl. 19:30 3. s Fös 23/11 kl. 19:30 5. s Lau 10/11 kl. 19:30 2. s Lau 17/11 kl. 19:30 4. s Brandarinn sem aldrei deyr Klókur ertu Einar Áskell (Brúðuloftið) Lau 6/10 kl. 13:00 Lau 13/10 kl. 13:00 Lau 20/10 kl. 13:00 Lau 6/10 kl. 15:00 Lau 13/10 kl. 15:00 Lau 20/10 kl. 15:00 Nokkrar gamlar spýtur og góð verkfæri geta leitt mann inn í nýjan heim Reykjavík Kabarett (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 28/9 kl. 22:00 Daður og dónó Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 3/10 kl. 20:00 Mið 24/10 kl. 20:00 Mið 14/11 kl. 20:00 Mið 10/10 kl. 20:00 Mið 31/10 kl. 20:00 Mið 21/11 kl. 20:00 Mið 17/10 kl. 20:00 Mið 7/11 kl. 20:00 Mið 28/11 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Lau 29/9 kl. 20:00 59. s Fim 11/10 kl. 20:00 61. s Fös 5/10 kl. 20:00 60. s Fös 12/10 kl. 20:00 62. s Besta partýið hættir aldrei! Allt sem er frábært (Litla sviðið) Lau 22/9 kl. 20:00 4. s Fös 28/9 kl. 20:00 7. s Sun 7/10 kl. 20:00 10. s Sun 23/9 kl. 20:00 5. s Lau 29/9 kl. 20:00 8. s Fös 12/10 kl. 20:00 11. s Fim 27/9 kl. 20:00 6. s Lau 6/10 kl. 20:00 9. s Gleðileikur um depurð. Dúkkuheimili, annar hluti (Nýja sviðið) Lau 22/9 kl. 20:00 2. s Lau 29/9 kl. 20:00 6. s Sun 7/10 kl. 20:00 9. s Sun 23/9 kl. 20:00 3. s Sun 30/9 kl. 20:00 aukas. Mið 10/10 kl. 20:00 aukas. Fim 27/9 kl. 20:00 4. s Fös 5/10 kl. 20:00 7. s Fim 11/10 kl. 20:00 10. s Fös 28/9 kl. 20:00 5. s Lau 6/10 kl. 20:00 8. s Athugið, sýningum lýkur 3. nóvember. Kvenfólk (Nýja sviðið) Fim 22/11 kl. 20:00 1. s Fös 30/11 kl. 20:00 5. s Fim 13/12 kl. 20:00 9. s Fös 23/11 kl. 20:00 2. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Fös 14/12 kl. 20:00 10. s Lau 24/11 kl. 20:00 3. s Fös 7/12 kl. 20:00 7. s Sun 16/12 kl. 20:00 11. s Sun 25/11 kl. 20:00 4. s Lau 8/12 kl. 20:00 8. s Fös 28/12 kl. 20:00 12. s Sungin sagnfræði á hundavaði. Elly (Stóra sviðið) Lau 22/9 kl. 20:00 146. s Fös 28/9 kl. 20:00 150. s Sun 7/10 kl. 20:00 154. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s Sun 30/9 kl. 20:00 151. s Lau 13/10 kl. 20:00 155. s Mið 26/9 kl. 20:00 148. s Fim 4/10 kl. 20:00 152. s Sun 14/10 kl. 20:00 156. s Fim 27/9 kl. 20:00 149. s Lau 6/10 kl. 20:00 153. s Fim 18/10 kl. 20:00 157. s Síðasta uppklappið. FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.