Morgunblaðið - 22.09.2018, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.09.2018, Blaðsíða 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2018 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Í flugstöðvum landsins er jafnan hátt til lofts og vítt til veggja – oft- ast galtómra veggja, sem enginn nennir að horfa á. Þessu vildi mynd- listarmaðurinn Tolli breyta og viðr- aði því í byrjun árs þá hugmynd við forsvarsmenn Isavia að prýða og nýta húsakostinn betur en ella. „Sem menningarhús,“ stakk hann upp á og hlaut góðar undirtektir. Þannig var aðdragandi þess að í vikunni ók Tolli frá Reykjavík til Egilsstaða með troðfullan bíl af mál- verkum eftir sjálfan sig. Í gær opn- aði hann svo sýningu í stöðvarhúsi Egilsstaðaflugvallar. „Ég ákvað að ryðja brautina, en síðan er mein- ingin að gefa öðrum listamönnum, einkum ungu fólki, kost á að halda málverkasýningar í flugstöðvum, sem Isavia rekur, eða að minnsta kosti þeim stærstu. Þar eru kjör- aðstæður fyrir listsýningar og hvers kyns menningarviðburði ef því væri að skipta. Stöðugur straumur fólks og alltaf einhverjir sem sitja bara og bíða og hefðu ábyggilega gaman af að njóta listarinnar á meðan. Birta og lýsing eru yfirleitt með miklum ágætum og veggirnir bera stór verk eins og til dæmis mín sem mörg eru 2 metrar á kant,“ segir Tolli. Splunkuný verk Sýningin samanstendur af 23 stórum og smáum splunkunýjum landlagsmálverkum sem einungis hafa komið fyrir sjónir almennings á netinu. „Frumsýning,“ segir hann og kveðst hafa valið málverkin að hluta með hliðsjón af því að sýning- arstaðurinn er á Austurlandi. „Dyr- fjöllin og Snæfellið eru þarna og bara sitt lítið af hverju.“ Tolli segir að sér hafi alltaf þótt gaman að stefna á mannamót og sérstaklega eftirsóknarvert að halda málverkasýningar úti á landi. Þótt hann hefji leikinn og sýning á flug- stöðinni á Akureyri sé næst á dag- skrá bendir hann á að hugmyndin að listsýningum á flugstöðvum landsins í framtíðinni hafi aldrei átt – og eigi ekki, að snúast um hann og verk hans. „Alls ekki,“ áréttar hann. „Framtakið er nokkurs konar brúarsmíð því í samstarfi við Isavia er markmiðið að gefa ungum lista- mönnum tækifæri til að sýna verk sín í öllum landsfjórðungum. Ekki síst listafólki úr henni Reykjavík því tilhneigingin hefur stundum verið að búa til andstæður úr hópunum, annars vegar úr 101 Reykjavík og hins vegar dreifbýlinu,“ segir hann en bætir við að þeir sem hæst hafi séu bara leiðindaaðilar í þjóðfélag- inu. Hrepparígur var það víst kallað í eina tíð. Tækifæri fyrir unga listamenn „Mér finnst góð pólitík að kynna verk ungs fólks með þessum hætti, verk sem yfirleitt eru ekki sýnd ut- an borgarmarkanna, og einnig að gefa listamönnum hvaðanæva af landinu tækifæri til að sýna verk sín í björtum og rúmgóðum sölum.“ Tolli hefur í áranna rás skipulagt listsýningar með ungliðum í listinni og kynnst starfi þeirra, aðallega þó í gegnum dóttur sína, Kristínu Mort- hens sem nýverið útskrifaðist frá Listaháskólanum í Torontó. Hann hefur oft lagt hönd á plóg við að skipuleggja og setja upp sýningar ungra listamanna og er mjög áfram um að leggja þeim lið sem eru að stíga sín fyrstu skref á listabraut- inni. Óhefðbundið sýningarými er eng- in nýlunda fyrir honum. „Ég hef lagt mig fram um að sýna á slíkum stöðum, fara út á torg með listina til almennings,“ segir Tolli, sem í tví- gang hefur haldið sýningar í Kringl- unni, einnig í Smáralind og víðar þar sem fólk er mikið á ferli. Sýningin í flugstöðinni á Egils- stöðum stendur til októberloka og er aðeins byrjunin, nokkurs konar prufukeyrsla, að sögn Tolla. Áform eru uppi um að ein listsýning taki við af annarri í flugstöðvum lands- ins árið um kring. Engum þarf að leiðast „Hjá Isavia eru menn að minnsta kosti mjög spenntir,“ segir hann og heldur áfram: „Mér finnst fyr- irtækið sýna ákveðna menning- arlega samfélagsábyrgð með fram- takinu. Við erum bara rétt að byrja og heilmikið verk framundan við skipulagningu og þess háttar. Raun- ar mun ég stíga til hliðar þegar frá líður og ráðinn verður ráðgjafi til að vinna verkefnið áfram með Isavia, enda finnst mér sniðugra að einhver af ungu kynslóðinni verði tengiliður við listamennina. Verklega fram- kvæmdin við uppsetningu málverka í flugstöðvum er einföld og að sama skapi ætti að vera hægt að koma þar inn með tónlist og bókmenntir og efna til ýmissa viðburða. Þá þyrfti enginn að láta sér leiðast að bíða eftir flugi,“ segir Tolli og lýkur lofsorði á hann Jörund stöðvar- stjóra. „Hann tók heimsókn minni fagnandi enda hefur hann boðið myndlistar- og handverksfólki sem og tónlistarfólki af Héraði og víðar að sýna list sína í flugstöðinni.“ Listabrautin rudd á Egilsstöðum  Tolli í samstarfi við Isavia um listsýningar í flugstöðvum landsins  Sýnir 23 splunkuný olíumál- verk  Tækifæri fyrir unga, upprennandi listamenn  Áform um að ein sýning taki við af annarri Morgunblaðið/Árni Sæberg List á ferð og flugi Tolli hóf leikinn með sýningu í flugstöðinni á Egilsstöðum en markmiðið er að bjóða listamönn- um, einkum ungu fólki, tækifæri til að sýna verk sín í flugstöðvum. Hann ræddi í gær við gesti á sýningunni. » Stöðugur straumurfólks og alltaf ein- hverjir sem sitja bara og bíða og hefðu ábyggi- lega gaman af að njóta listarinnar á meðan. ICQC 2018-20 NÝ R Hyundai I10 Comfort Navi 7“snertiskjár og íslenkst leiðsögukerfi ofl. Eigum til sjálf- og beinskipta. 100 % lán mögulegt. 5 ára ábyrgð, margir litir í boði. Verð frá kr. 1.790.000 562 1717 Kletthálsi 2 - bilalif@bilalif.is bilalif.is Eigum mikið úrval af nýjum og nýlegum bílum á staðnum Sýning Gústavs Geirs Bollasonar og Clémentine Roy, Carcasse, verður opnuð í dag kl. 15 í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Carcasse er klukkustundar löng kvikmynd sem myndlistarmennirnir unnu að í sam- einingu á árunum 2012-2017 og er nú sýnd í fyrsta sinn í listasafni á Íslandi en hefur áður verið í Berlinische Ga- lerie í Berlín í Þýskalandi og á nokkr- um kvikmyndahátíðum, að því er fram kemur í tilkynningu. Um Carcasse skrifar Sjón meðal annars að hún sé með merkilegri kvikmyndum sem gerðar hafi verið á Íslandi. „Þegar hugsað er um fall sið- menninga, liðinna, núverandi og ókominna, er það yfirleitt hrikaleiki hruns þeirra sem birtist okkur í myndverkum og söguljóðum, á tjaldi, lágmynd eða bók. Við sjáum skýja- kljúfa nútímans brotna eins og leikfangakastala, hraunöldur gleypa höfuðstaði fortíðar, skipa- flota gleymdra heimsvelda þakta hrúðurkörlum og þangi á hafsbotni, yfirgefin virkismusteri á sand- blásnum fjallstindum, óvinnandi verkfræðiundur komandi tíma mölv- uð af þrautseigum örmum nýrra skóga. Næst dettur okkur í hug fólk- ið sem var statt í hringiðu eyðilegg- ingarinnar. Þau sem voru á staðnum þegar smæð mannsins varð ljós.“ Carcasse sýnd í Ketilhúsi Gústav Geir Bollason Sýning leikhópsins RaTaTam, Ahhh..., verður sýnd aftur í kvöld í Tjarnarbíói eftir langt hlé og svo aftur 5. og 14. október. Sýningin hlaut góðar viðtökur og jákvæða gagnrýni á síðasta leikári og sagði m.a. í fjögurra og hálfrar stjörnu gagnrýni Morgunblaðsins að undir stjórn Charlotte Bøving leikstjóra skapaði leikhópurinn röð smá- mynda sem birtust eins og litríkir flugeldar sem springa út hver á fætur öðrum. Leikhópurinn vann verkið út frá prósa og ljóðum El- ísabetar Jökulsdóttur og leikarar í verkinu eru Albert Halldórsson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Hall- dóra Rut Baldursdóttir og Laufey Elíasdóttir. Ástin Úr leiksýningu RaTaTam, Ahhh..., sem fjallar um ástina á ýmsan hátt. Ahhh... snýr aftur í Tjarnarbíó Ljósmynd/Saga Sig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.