Morgunblaðið - 22.09.2018, Side 48

Morgunblaðið - 22.09.2018, Side 48
Stirni Ensemble kemur fram á tón- leikum Hljóðanar í Hafnarborg ann- að kvöld kl. 20. Hópinn skipa Björk Níelsdóttir sópran, Grímur Helga- son klarínettuleikari, Hafdís Vigfús- dóttir flautuleikari og Svanur Vil- bergsson gítarleikari. Frumflutt verða verk eftir Hafdísi Bjarnadótt- ur og Björk Níelsdóttur auk kafla úr gítarverkum Atla Heimis Sveins- sonar, Dansar dýrðarinnar, en Atli Heimir varð áttræður á föstudag. Hljóðön í Hafnarborg LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 265. DAGUR ÁRSINS 2018 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.108 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. Pdf á mbl.is 6.173 kr. I-pad áskrift 6.173 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is HK og ÍA eru knattspyrnulið með gjörólíkan bakgrunn en þau hafa fylgst að í allt sumar og hafa nú bæði tryggt sér sæti í efstu deild karla fyrir næsta tímabil. Fjallað er ítarlega um þau í opnu íþrótta- blaðsins í dag og rætt við Ásgeir Marteinsson úr HK og Árna Snæ Ólafsson úr ÍA um stöðu liðanna og möguleika. »2-3 Hvernig spjara HK og ÍA sig í efstu deild? Dómur völvunnar eftir Huga Guð- mundsson er sýnd í Norræna hús- inu í dag kl. 13. Verkið er flutt á dönsku með íslenskum sögumanni, tekur um 50 mínútur í flutningi og er ætlað aldurshópnum 10 til 14 ára. Óperan fjallar um stöðu jarð- arinnar og möguleika á að nýta hinn mikla framkvæmdakraft og þá samkennd sem býr í mann- skepnunni til að knýja fram jákvæðar breytingar. Verkið hefur áður verið sýnt bæði í Osló og Kaup- mannahöfn. Dómur völvunnar í Norræna húsinu í dag ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Af hverju er himinninn blár? er ein þeirra spurninga sem Ari Ólafsson, dósent í eðlisfræði við Háskóla Ís- lands, svarar í kennslunni auk þess sem hann hefur útskýrt málið á vís- indavefnum. Sömu spurningar var einnig spurt í Aravísum Stefáns Jónssonar og þá varð fátt um svör. Ingibjörg Þorbergs samdi lag við vísurnar, söng þær inn á hljóm- plötu 1954 og nutu þær mikilla vin- sælda. Þær voru ortar upp úr seinna stríði um Ara Ólafsson verk- fræðing, sem vann um tíma hjá föð- ur Ara Ólafssonar eðlisfræðings. Sá síðarnefndi segir að hann hafi oft verið tengdur við vísurnar á yngri árum en ekki í seinni tíð. „Ég var heilmikið upp með mér sem krakki þegar ég var talinn vera þessi Ari, en það var því miður ekki rétt.“ Erfiðar spurningar Aravísur voru hluti af daglegu lífi um og upp úr miðri síðustu öld en spurningum Ara var ekki auð- velt að svara: Mamma, afhverju er himinninn blár? – Sendir guð okkur jólin? – Hve gömul er sólin? Pabbi, því hafa hundarnir hár? Síðan versnar í því en í lokin leggur Ari áherslu á sannleikann. Ari eðlisfræðingur hefur tengst kvæðinu sterkum böndum og fyrsta spurningin stendur honum næst þar sem hann varð sérfræðingur í málinu. Eins má geta þess að Vísindavef- urinn gaf út bók með völdum svör- um og auðvitað heitir hún Af hverju er himinninn blár? Á vísindavefnum svarar Ari fyrr- nefndri spurningu á eftirfarandi hátt: „Ljósið sem berst til okkar frá himninum er upphaflega hvítt sólarljós sem hefur síðan dreifst frá sameindum lofthjúpsins. Bláa ljósið, sem er hluti hvíta ljóssins, dreifist miklu meira en annað og því er himinninn blár.“ Að sama skapi er hann með spurninguna um hví eldurinn er heitur á hreinu. „Eldurinn er heitt gas. Einkenni hans eru þessi hái hiti og svo lit- blær sem tengist hitastiginu. Ef gasið kólnar hverfur liturinn og þar með loginn.“ Ari segist hafa haldið sig frá öllu sem viðkomi stjörnufræði eða heimsmyndafræði. „Þess vegna þýðir ekkert að spyrja mig um hvar heimsendi er og ég hef ekki velt fyrir mér hvað eilífðin er,“ seg- ir hann. Því síður segist hann hafa hugsað um aldur sólarinnar, en vera hennar um nætur vefst ekki fyrir honum. „Ég þykist að minnsta kosti vita það, hún er hinumegin við jörðina og því sé ég hana ekki.“ Ari er orðinn heitur og segir að hægt sé að snúa sig út úr sumum spurningunum. „Hárin á hundinum eru þarna til þess að honum verði ekki kalt,“ segir hann og bætir við að sama eigi við um skeggið á pabba. „Hænurnar sjá um að verpa eggjunum,“ er svar hans við eggja- leysi hananna. Vísindasmiðjan byrjaði aftur í vikunni eftir sumarleyfi, en Ari er upphafsmaður hennar, kom henni á fót 2012 og hefur síðan stjórnað henni ásamt Guðrúnu Bachmann, kynningarstjóra vísindamiðlunar hjá HÍ. Tekið er á móti átta skóla- bekkjum vikulega og er fullbókað út misserið. Í hverjum bekk eru 20 til 30 nemendur, einkum úr 5.-10. bekk grunnskóla, en af og til koma nemendur úr framhaldsskólum. Krakkarnir fá að mestu leyti inn- sýn í eðlisfræði en auk þess eru stærðfræði, efnafræði, stjörnu- fræði, jarðfræði og líffræði á dag- skrá. „Í grunnskólanum fellur þetta undir það sem kallast nátt- úrufræði,“ segir Ari og bætir við að Aravísur hafi aldrei borið á góma á þessum vettvangi. „Krakkar nú til dags þekkja þær almennt ekki,“ segir hann. Auðvitað! Þess vegna er himinninn blár Morgunblaðið/Eggert Vísindasmiðjan Ari Ólafsson eðlisfræðingur með nemendum í gær.  Ari Ólafsson eðlisfræðingur hefur tengst Aravísum sterkum böndum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.