Morgunblaðið - 24.09.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2018
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
i
595 1000
Frá kr.
89.995
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
Agadír
25. OKTÓBER Í 9 NÆTUR
Frá kr.
99.695
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Í tilefni af alþjóðlega bangsadeginum voru bangsaspítalar
opnaðir á þremur heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu
í gær. Börn komu þangað með veika og slasaða bangsa en
læknanemar tóku á móti þeim og veittu böngsunum þá að-
hlynningu sem þeir þurftu á að halda. Tilgangur verkefnisins
er að fyrirbyggja hræðslu hjá börnum við lækna og að gefa
læknanemum tækifæri til að æfa samskipti við börn. Eins og
sést á myndunum höfðu allir gagn og gaman af bangsaspít-
alanum, börnin, læknanemarnir og auðvitað bangsarnir.
Bangsaspítalar á þremur heilsugæslustöðvum
Morgunblaðið/Hari
Læknanemar hlúðu að veikum og slösuðum böngsum
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra segir vinnu við endurskoðun
stjórnarskrárinnar vera í fullum
gangi og á áætlun. Formenn stjórn-
málaflokkanna sem eiga fulltrúa á
Alþingi funduðu í fyrsta sinn eftir
sumarfrí sl. föstudag.
„Við erum lengst komin með um-
hverfismál, auðlindamál, ákvæði um
þjóðaratkvæðagreiðslu, framsal
valdheimilda og breytingarákvæði
stjórnarskrárinnar,“ segir Katrín og
bætir við að auðlinda- og umhverf-
isákvæðin hafi einkum verið mikið
rædd. „Þessi mál hafa mest verið
rædd á vettvangi stjórnmálanna
undanfarin ár og það er mest búið að
vinna í þeim af
öllum ákvæðum á
undanförnum ár-
um. Við fórum yf-
ir þau í vor og
settum í ferli, en
erum ekki komin
á þann stað að
skrifa upp á ein-
hver ákvæði,“
segir Katrín.
„Heildarendur-
skoðunin er sett upp á tveimur kjör-
tímabilum og ég vona að við munum
sjá áfanga á þessu kjörtímabili. Ég
er hóflega bjartsýn á það, mér finnst
þessir fundir hafa gengið vel.“
Í byrjun þessa árs kynnti Katrín
fyrirkomulag stjórnarskrárvinnunn-
ar en það felur í sér aðkomu allra
flokka á Alþingi að vinnu sem skilar
af sér breytingartillögum sem lagðar
verða fyrir Alþingi hverju sinni að
undangengnu víðtæku samráði.
„Það er fyrirhugað að leita eftir
sýn almennings á einstök atriði og
erum við að skoða aðferðir í því,“
segir Katrín og nefnir skoðanakann-
anir og að efna til rökræðukönnunar
síðar á tímabilinu en hún bindur von-
ir við að hægt verði að sýna ein-
hverja áfanga á leiðinni og setja þá í
opið samráð.
Dagana 27.-29. september nk.
mun Edda rannsóknarsetur í sam-
starfi við forsætisráðuneytið, Stofn-
un Vigdísar Finnbogadóttur, Nor-
ræna félagið og Stjórnarskrárfélagið
standa fyrir alþjóðlegri ráðstefnu
um stjórnarskrármál.
Stjórnarskrárvinna á áætlun
Forsætisráðherra segir vinnu við endurskoðun stjórnarskrár í fullum gangi
Vonast eftir áfanga á þessu kjörtímabili Formennirnir funduðu fyrir helgi
Katrín
Jakobsdóttir
Endurskoðun
stjórnarskrár
» Umhverfis- og auðlinda-
ákvæðin hafa verið rædd
mest meðal formanna flokk-
anna.
» Ákvæði um þjóðaratkvæða-
greiðslu, framsal valdheimilda
og endurskoðunarákvæði
stjórnarskrár hafa einnig verið
rædd.
» Forsætisráðherra kveðst
bjartsýn á að fyrsti áfangi
vinnunnar verði kynntur á
þessu kjörtímabili.
Maður var handtekinn á laugardag-
inn í Borgarnesi eftir harðan
árekstur, en hann var grunaður um
akstur undir áhrifum áfengis og
fíkniefna. Áreksturinn varð þegar
Land Cruiser-jeppa, sem hinn hand-
tekni ók, var sveigt inn á öfugan
vegarhelming, þar sem hann hafn-
aði framan á lítilli fólksbifreið, en
jeppinn hafði fyrst keyrt utan í aðra
bifreið.
Hinn handtekni var einn í jepp-
anum en þrír erlendir ferðamenn
voru í fólksbifreiðinni. Þeir voru
fluttir á slysadeild í kjölfar árekstr-
arins en engan sakaði alvarlega.
Jónas Hallgrímur Ottósson, varð-
stjóri hjá lögreglunni í Borgarnesi,
sagði við mbl.is í gærkvöldi að
manninum hefði verið sleppt eftir að
búið var að taka úr honum blóðsýni
en rannsókn málsins væri enn í full-
um gangi. Niðurstöðu úr blóðrann-
sókninni er að vænta eftir 12 vikur.
Handtekinn eftir
harðan árekstur
í Borgarnesi
Von er á miklu rigningarveðri víðast
hvar um landið í dag með hvassri
suðvestanátt, einkum suðvestan til á
landinu. Þorsteinn V. Jónsson, veð-
urfræðingur hjá Veðurstofu Íslands,
segir að mestu gusurnar gangi hratt
yfir en veðrið nær hámarki um há-
degi.
„Það verður hvassviðri yfir öllu
landinu. Þetta er hressilegt haust-
veður og maður vonar að fólk sé búið
að taka inn sumarhúsgögnin og
trampólínin,“ segir Þorsteinn og
ráðleggur fólki að hreinsa frá nið-
urföllum lauf og annað sem kann að
valda stíflu.
Umhleypingar í vikunni
Í kvöld mun hægja á vindinum en
næsta lægð kemur inn á landið
snemma á morgun og rignir þá enn
meira. „Það er svolítið vatnsveður í
kortunum. Á miðvikudag er von á
kólnandi norðvestan- og vestanátt,
einkum norðaustan til.
Það eru umhleypingar í vikunni
og skiptist á hlýtt og kalt með svolít-
ið hvössu á köflum. Það rignir dálítið
í dag og á morgun og kólnar og hlýn-
ar á víxl. Dálítið dæmigert haust-
veður.“
Mikil rigning um allt land
Spáð er hvössu veðri og rigningu um allt land í dag
Von á annarri lægð á morgun Kólnar og hlýnar á víxl
Morgunblaðið/Hari
Haust Fyrsta vika eftir haustjafndægur hefst með kröftugri suðvestanátt .