Morgunblaðið - 24.09.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2018
Ásdís Kristjánsdóttir, for-stöðumaður efnahagssviðs
Samtaka atvinnulífsins, skrifar
grein í Viðskiptablaðið í liðinni viku
og bendir þar á að í fjárlaga-
frumvarp-
inu sé gert
ráð fyrir
að ríkis-
útgjöld
aukist um
57 millj-
arða króna
á næsta ári, eða rúmlega einn millj-
arð króna á viku. Og hún bendir á
að þessi útgjaldaaukning sé „ekki
nóg að mati margra þingmanna,
auka þurfi útgjöld enn frekar“.
Ásdís heldur áfram: „Alþingi líð-ur ekki fyrir skort á tals-
mönnum aukinna útgjalda en tals-
menn skattalækkana má telja á
fingrum annarrar handar. Það er
undarlegt í ljósi þess að ríkisútgjöld
á hvern Íslending hafa aldrei verið
meiri og Ísland orðið háskattaríki í
alþjóðlegum samanburði.“
Óhætt er að taka undir þessi orð.Hér er iðulega talað eins og
bæta þurfi verulega í ríkisútgjöldin
vegna óhóflegs niðurskurðar, en
staðreyndin er sú að heilt yfir hafa
ríkiútgjöld vaxið gríðarlega, umsvif
hins opinbera eru orðin allt of mikil
og skattar háir eftir því, jafnt á fólk
sem fyrirtæki.
Í þeirri fjárlagavinnu sem framundan er þarf að vinna að lækk-
un skatta og setja hömlur á út-
gjöldin.
Það er til dæmis engin ástæða tilað Ríkisútvarpið fái ríflega
hálfan milljarð til viðbótar á næsta
ári. Danska ríkisútvarpið þarf að
skera niður kostnað um 20% og 400
störf á næstu fimm árum. Hvers
vegna skyldi íslenska ríkisútvarpið
ekki þurfa að gera hið sama? Það
mundi spara á annan milljarð á ári.
Rúv. getur sparað
háar fjárhæðir
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Nettoline fær 5 stjörnur frá
dönskum gagnrýnendum
styrkur - ending - gæði
allar BaÐHErBErGISINNrÉTTINGar
oG ÞVoTTaHÚSINNrÉTTINGar
fáSTmEÐ 20%afSlæTTI
ÚT SEpTEmBEr 2018
GÓÐ KaUp
NÚ Er laG aÐ GEra
Við gerum þér
hagstætt tilboð í
innréttingar, vaska
og blöndunartæki
- afSláTTUr -
20%
íSEpTEmBEr 2
018
Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is
opIÐ:
Mán. - fim. kl. 09 til 18
Föstudaga kl. 09 til 17
Laugardagar kl. 11 til 15
Ólíklegt er að Vísir hf. í Grindavík geri út á túnfisk-
veiðar í haust, en skipið fékk leyfi til veiðanna frá
sjávarútvegsráðuneytinu í sumar. Að sögn Péturs
H. Pálssonar framkvæmdastjóra hefur gögnum
verið safnað um göngur túnfisks á norðlægar slóðir
og að hans sögn gefa þau ekki ástæðu til að fara til
túnfiskveiða. Þá hefur ekkert verið skráð um að
túnfiskur hafi fengist sem meðafli á makrílveiðum
íslenskra skipa í sumar, eins og gerst hefur undan-
farin ár.
Fyrirtækið fór heldur ekki á túnfiskveiðar í fyrra
og í hittifyrra var veiðum hætt snemma þar sem
ekki þótti grundvöllur fyrir þessum veiðiskap. Veið-
arnar á vegum Vísis gengu hins vegar þokkalega
haustin 2014 og 2015 og stundaði Jóhanna Gísla-
dóttir GK þá túnfiskveiðar.
Ekki efni á ævintýramennsku
„Þessi ár töldum við okkur trú um að við hefðum
fengið upp í kostnað. Núna eru litlar fréttir af tún-
fiski og það þarf meira til svo þetta sé áhættunnar
virði. Staðan er ekki þannig í bolfiskveiðum og
-vinnslu núna að menn hafi efni á að stunda ein-
hverja ævintýramennsku,“ sagði Pétur. aij@mbl.is
Ólíklegt að farið verði á túnfisk
„Það þarf meira til svo þetta sé áhættunnar virði“
Morgunblaðið/Þórður
Túnfiskur Veiðar gengu þokkalega 2014 og 2015.
Lýðháskólinn á Flateyri var settur í
fyrsta sinn á laugardaginn sl. í
íþróttahúsinu að viðstöddu fjöl-
menni. Skólinn er fullsetinn þetta
fyrsta skólaár en 30 nemendur
stunda nám við skólann og voru þeir
valdir úr hópi 50 umsækjenda.
Skólinn er byggður á norrænum
lýðháskólahefðum og hafa nemendur
frelsi til menntunar út frá einstak-
lingsbundnum forsendum. Þannig
byggir skólinn ekki á prófum, ein-
kunnum eða gráðum heldur skapar
hann nemendum aðstæður og um-
gjörð til náms og menntunar.
Kennt er í tveimur deildum, í ann-
arri þeirra er lögð áhersla á örugga
nýtingu auðlinda í náttúru, menn-
ingu og samfélagi en í hinni er lögð
áhersla á listræna hugmyndavinnu
og sköpun. Nemendur, starfsfólk,
makar og börn sem flytja á Flateyri
vegna skólans eru á fimmta tug og
fjölgar íbúum á Flateyri um 30 pró-
sent. Skólinn er rekinn fyrsta skóla-
árið fyrir sjálfsaflafé sem aflað var
með styrkjum og framlögum.
Lýðháskólinn hefur
göngu sína á Flateyri
Íbúum á Flateyri fjölgar um 30%
Ávarp Guðni Th. Jóhannesson for-
seti flutti ávarp við skólasetningu.
Rangt starfsheiti
Í frétt blaðsins sl. laugardag um
steinlistaverk á Austfjörðum var
ranglega sagt að Sigrún Ágústs-
dóttur væri forstjóri Umhverfis-
stofnunar. Hið rétta er að Sigrún er
sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun.
Beðist er velvirðingar á mistök-
unum.
LEIÐRÉTT
Matur