Morgunblaðið - 24.09.2018, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2018
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Gott við exemi
• Betri og sterkari
fætur
Sími 555 3100 www.donna.is
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð
og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu
Ég lifði af
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auð-
lindamála hefur hafnað kröfu félags
leigutaka hjólhýsastæða í landi
Skriðufells í Þjórsárdal um að ógilda
ákvörðun sveitarstjórnar Skeiða- og
Gnúpverjahrepps um breytingu á
deiliskipulagi svæðisins. Stendur því
ákvörðun landeiganda, Skógræktar
ríkisins, um að hjólhýsin þurfi að
vera á hjólum þannig að hægt sé að
færa þau til skoðunar og koma þeim
í burtu með stuttum fyrirvara ef
nauðsynlegt er vegna elds eða nátt-
úruhamfara.
Í rökstuðningi félags hjólhýsaeig-
enda kemur fram það álit að svæðið
hafi verið leigt undir varanlega stað-
sett hjólhýsi félagsmanna og það sé
því frístundabyggð. Hjólhýsin séu
varanlega staðsett og því ekki á
skráningarnúmerum og við þau hafi
verið skeytt varanlegum pöllum og
stöku geymslum. Sum hafi verið þar
í 30 ár.
Brugðist við alvarlegum slysum
Skógrækt ríkisins bendir á að
ákveðið hafi verið að grípa til breyt-
inga á fyrirkomulagi útleigu og
skipulagi svæðisins í kjölfar mjög al-
varlegra slysa á hjólhýsasvæðinu.
Fulltrúar löggæslu, brunavarna og
skipulagsmála hafi talið nauðsynlegt
að öll hjólhýsi væru skráð, tryggð og
í ástandi til að draga mætti þau af
stæðum með litlum fyrirvara ef upp
kæmi hættuástand á svæðinu. Þá
hafi verið lagt bann við því að selja
hjólhýsi á leigustæðunum til að
minnka líkur á slysum.
Í kjölfar breytinganna hafi tölu-
vert af gömlum hjólhýsum og „trail-
erum“ sem eru breiðari en hjólhýsi,
horfið af svæðinu. Breytingin hafi
valdið hluta leigjenda óþægindum
en markmiðið hafi verið að gera
svæðið að öruggari dvalarstað fyrir
alla gesti. Úrbætur varðandi flótta-
leiðir, merkingar og fleira hafi verið
gerðar í kjölfar niðurstöðu verk-
fræðistofu í mati á brunahættu.
Íþyngjandi kröfur
Félag leigjenda segir að kröfur
Skógræktarinnar hafi verið mjög
íþyngjandi. Þess hafi meðal annars
verið krafist að hjólhýsin væru skráð
og færð til skoðunar annað hvert ár.
Leigusamningar séu aðeins gerðir
til eins árs í senn og séu skilmálar
landeigenda algerlega á skjön við
þau réttindi og skyldur sem lög um
frístundabyggð feli landeiganda og
umráðamönnum lóða að fara eftir.
Félagið krafðist þess að hjólhýsa-
hverfið í Skriðufelli yrði skilgreint
sem frístundabyggð og til vara að
tilteknum skilmálum hins kærða
deiliskipulags yrði breytt. Úrskurð-
arnefndin tók fram að það væri ekki
á hennar færi að breyta ákvörðunum
sem til hennar væri skotið. Hún
komst að þeirri niðurstöðu að lög-
mæt og málefnaleg sjónarmið hefðu
legið að baki breytingu á deiliskipu-
laginu. Henni hefði ekki verið áfátt,
hvorki að efni né formi, og því var
kröfu hjólhýsaeigenda um ógildingu
hafnað.
Hjólhýsin þurfa að vera færanleg
Hertar öryggiskröfur í hjólhýsa-
hverfinu í Þjórsárdal Kæru félags
leigutaka hefur verið hafnað
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Í Þjórsárdal Hjólhýsi hafa verið varanlega staðsett og því ekki á skráning-
arnúmerum og við þau skeytt varanlegum pöllum og stöku geymslum.
Reikningi í eigu Samtaka hernaðar-
andstæðinga var lokað hjá Arion
banka vegna þess að afrit vantaði af
persónuskilríkjum allra stjórnar-
manna. Stefán
Pálsson, sagn-
fræðingur og
hernaðar-
andstæðingur,
vakti athygli á
þessu á facebook-
síðu sinni um
helgina: „Þetta
mun vera hluti af
baráttunni gegn
peningaþvætti.
Ruglið í eftirlits-
iðnaðinum ríður ekki við einteym-
ing,“ skrifaði hann á facebooksíðuna.
Í samtali við Morgunblaðið segir
Stefán að komið hafi upp úr krafsinu
þegar samtökin leituðu skýringa á
lokun reikningsins að afrit vantaði af
gildum persónuskilríkjum nokkurra
stjórnarmanna samkvæmt reglum
um peningaþvætti. „Þetta er pínku-
lítið hvimleitt þegar menn fara í
svona sýndareftirlit,“ segir Stefán.
„Það liggur fyrir að við erum með
tólf manna stjórn og fjórir í hópnum
voru annaðhvort ekki viðskiptavinir
Arion banka eða búnir að skila þessu
inn annars staðar út af öðru. Ég hef
lítið verið að stunda alþjóðlegt pen-
ingaþvætti en mig brestur ímynd-
unarafl hvernig þetta getur verið
vettvangurinn fyrir það, hvað menn
séu að stoppa og hverju það skilar,“
segir Stefán en hann segir veltuna á
reikningnum hafa verið um 80 þús-
und á ári hverju.
„Við nennum ekki að fara að
hlekkja okkur við einhverjar fjár-
málaeftirlitsstofnanir út af þessu,“
segir Stefán. Hann segir stjórnar-
mennina einfaldlega ætla að fram-
vísa skilríkjum í bankanum.
Morgunblaðið/Golli
Lokað Reikningnum var lokað
vegna aðgerða gegn peningaþvætti.
Hissa á sýndar-
eftirliti bankanna
Reikningi hernaðarandstæðinga lokað
Stefán
Pálsson