Morgunblaðið - 24.09.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2018
Ég skaust til Akureyrar í síð-ustu viku. Flaug norðurum morguninn og aftur til
Reykjavíkur seinni partinn. Vinnu-
ferð. Ég er búinn að fara oft norð-
ur síðustu misseri og finnst það
alltaf jafn gaman. Það er eitthvað
töfrandi við Akureyri. Fallegur
bær og umhverfi. Ef ég hef tíma
labba ég frá flugvellinum inn í bæ-
inn. Það er göngustígur alla leið.
Þessi gönguleið er í miklu uppá-
haldi hjá mér, ég fæ orku við að
labba meðfram sjónum. Veðrið
skiptir ekki máli. Ég tek með mér
létt gönguföt ef það eru líkur á
roki á rigningu, sem er nánast
aldrei, því eins og alþjóð veit er
alltaf sól og blíða á Akureyri. Ef
vinnudagskráin leyfir labba ég líka
út á flugvöll í lok dags.
Stór súrefnisskammtur
Þessi ganga er lítið dæmi um
hvernig hægt er að koma hreyf-
ingu inn í daglegt líf. Þeir sem eru
mikið á ferðinni hugsa oft ekki út í
þennan möguleika. Eru fastir í því
að fara á milli staða í bíl eða öðrum
farartækjum. Bíða frekar eftir fari
heldur en að labba á milli staða.
Það kom mér skemmtilega á
óvart að heyra að þátttakendurnir
á vinnustofunni sem ég var með á
Akureyri eru duglegir að hreyfa
sig. Ein til dæmis labbar alltaf til
og frá vinnu, um 45 mínútna leið.
Frábær byrjun á degi að hreyfa
sig mjúklega og fá stóran súrefn-
isskammt í leiðinni. Gangan heim
úr vinnu hjálpar svo til við að
hreinsa hugann. Losa vinnuverk-
efnin úr hausnum og koma fersk
heim í faðm fjölskyldunnar. Annar
notar aldrei lyftur. Labbar alltaf
upp og niður stiga, bæði í vinnu og
utan. Hann vann fyrir nokkrum ár-
um á sjöundu hæð og gekk þá allt-
af upp og niður stigana. Fyrst í
stað tóku vinnufélagar hans lyft-
una, en smituðust svo af okkar
manni og fóru að fylgja hans for-
dæmi.
Lykilþáttur í langlífi
Það eru ótal leiðir til að auka við
daglega hreyfingu. Við þurfum
bara að líta aðeins upp úr sím-
unum og koma auga á þau tæki-
færi sem eru fyrir framan okkur
alla daga. Dagleg hreyfing er lyk-
ilþáttur í langlífi og góðri heilsu.
Þeir sem nýta hreyfifæri (hreyfing
+ tækifæri) dagsins lifa lengur og
betur en þeir sem lifa þægilegu en
óhollu kyrrsetulífi. Það er bæði
vísindalega sannað og heilbrigð
skynsemi.
Dagleg hreyfing
Njóttu ferðalagsins
Guðjón Svansson
gudjon@njottuferdalagsins.is
Guðjón Svansson er Íslendingur,
ferðalangur, eiginmaður, fjögurra
stráka faðir, rithöfundur, fyrirles-
ari, ráðgjafi, þjálfari, mentor og
nemandi sem heldur úti bloggsíð-
unni njottuferdalagsins.is
Verð frá 102.508
Vitamix blandararnir eiga
sér engan jafningja.
Mylja nánast hvað sem
er. Búa til heita súpu
og ís.
Hraðastillir, prógrömm
og pulse rofi sjá til þess
að blandan verður ávallt
fullkomin og fersk!
Nýjir meistarar
eru mættir
Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is
Ascent serían frá Vitamix
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Almenningur á Íslandi værifyrir löngu búinn að til-einka sér bíllausan lífsstílværu réttu aðstæðurnar
fyrir hendi. Umferðin og mengunin
í Reykjavík hefur áhrif á alla, ekki
síst þá sem keyra og sitja fastir í
umferð sem getum öll verið sam-
mála um að draga verði úr,“ segir
Valgerður Húnbogadóttir, nýr
varaformaður Samtaka um bíllaus-
an lífsstíl. Fjallað var m.a. um
áherslur stjórnvalda í loftslags-
málum og fyrirhuguð orkuskipti
bílaflotans á aðalfundi samtakanna í
síðustu viku. Þar segir að jákvætt
sé – svo langt sem það nái – að
hætta skuli nýskráningu bíla knú-
inna jarðefnaeldsneyti eftir tólf ár.
Óleyst séu þó ýmis vandamál önnur
sem bílaumferð skapar. Mun skil-
virkara sé að leggja mesta áherslu
á breyttar ferðavenjur.
„Vistvænar samgöngur henta
öllum. Þegar annar ferðamáti en
einkabíllinn býðst léttist umferð og
bílastæðaskortur minnkar. Ungt
fólk sem er að flytja að heiman á
ekki að þurfa að neyðast til að
kaupa sér bíl,“ segir Valgerður sem
telur innviði fyrir hjólreiða-
samgöngur í Reykjavík vera mjög
góða. Þó megi sitthvað bæta. Til
dæmis vanti sérstök svæði fyrir
hjólafólk þar sem farið er um gang-
brautir yfir götur. Sömuleiðis vanti
víða tengingar sem leiði til þess að
hjólreiðafólk þurfi stundum að fara
leiðar sinnar um götur eða gang-
stíga. Þá vanti víða stæði fyrir hjól
við stofnanir og verslanir.
Hættur á Grandanum
„Það er yndislegt að hjóla í
Reykjavík og ég get ekki mælt
nógu mikið með því. Sjálf tel ég að
hættulegast sé verslunarsvæðið á
Granda. Þar er ekki gert ráð fyrir
gangandi né hjólandi vegfarendum.
Þetta er eini staðurinn þar sem ég
hef talið lífi mínu ógnað í umferð-
inni. Að öðru leyti er aðstaðan sem
reiðhjólafólki hefur verið sköpuð
hér í Reykjavík frábær,“ segir Val-
gerður og heldur áfram:
„Þegar ég flutti til Íslands í
febrúar síðastliðnum eftir níu ár er-
lendis var ég mjög efins um að geta
komist af án bíls. Framfarirnar sem
hafa orðið hér Reykjavík meðan ég
bjó erlendis komu skemmtilega á
óvart. Mér finnst ég mun öruggari
á hjóli í Reykjavík en í Osló og
Brussel til dæmis. Ég held að við
ættum að líta til London og Parísar,
en þær borgir hafa tekið miklum
framförum á mjög skömmum tíma.
Á einungis fáum árum hefur Lond-
on verið breytt í borg sem býður
íbúum sínum hjólreiðar sem raun-
hæfan valkost.“
Minni bílaumferð eykur öryggi
Í síðustu viku sagði Vilhjálmur
Ari Arason, læknir á bráðamóttöku
Landspítalans, að vart liði sú vakt
þar að ekki leitaði á slysadeild hjól-
reiðafólk – brákað, brotið eða þaðan
af verr farið. Vandinn væri þó dul-
inn, enda væru slysin lítt skráð. Um
þetta segir Vala að af sjálfu sér leiði
að slysatíðni vegna hjólreiða aukist
þegar fleiri stundi sportið – og þá
sérstaklega vegna þess að hjól-
reiðastígarnir anna ekki vaxandi
umferð.
„Ég get ímyndað mér að flest
slys eigi sér stað á gatnamótum þar
sem ekki er gert ráð fyrir hjólandi
umferð. Og margir nota ekki hjálm.
Hinsvegar hefur hjálmaskylda snú-
ist upp í andhverfu sína í til dæmis
Ástralíu og varð til þess að verulega
dró úr hjólreiðum þar. Sjálf nota ég
alltaf hjálm og hvet alla til þess
líka. En þó hjólreiðar séu hættu-
legar tel ég aukið öryggi fólgið í því
að draga úr bílaumferð. Það verður
eflaust aukning á bráðamóttöku
Landspítalans en ég er fullviss um
að bættar samgöngur muni draga
úr lífsstílssjúkdómum eins og syk-
ursýki, of háum blóðþrýstingi og
fleiru,“ segir Valgerður sem kveðst
í raun aldrei hafa valið sér bíllausan
lífsstíl sem hins vegar rími við
áhugamál sín, útivist og ferðalög.
Mæti fersk til vinnu
„Ég hef sinnt krefjandi störfum
og ferðast mikið vegna vinnu minn-
ar. Þar af leiðandi hefur líkamsrækt
setið á hakanum. Með því að hjóla,
skokka eða ganga til og frá vinnu
næ ég að hreyfa mig daglega og
mæti fersk til vinnu á hverjum
morgni. Þá finnst mér mjög gaman
að kynnast nýjum menningar-
heimum á hjóli. Ég og maðurinn
minn höfum farið í viku hjólaferð
um vínhéruð Loire-dalsins í Frakk-
landi. Þar getur maður leigt hjól í
einum bæ og skilað í öðrum. Ég á
mér draum um að þetta geti orðið
að veruleika á að minnsta kosti Suð-
urlandinu og í Eyjafirði,“ segir Val-
gerður og heldur áfram:
„Þegar ég fer í borgarferðir til
útlanda nýti ég mér einnig hjólið til
að kynnast borginni betur enda
mun skemmtilegra en að ferðast
með neðanjarðarlest. Mér hefur til
dæmist aldrei liðið eins öruggri á
hjóli og á Manhattan og í Brooklyn.
Á Íslandi getur maður vel átt bíl án
þess að nota hann á hverjum degi
og það er einmitt eitt af því sem
Samtök um bíllausan lífsstíl vilja
berjast fyrir.“
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Útivera Þorvaldur Daníelsson hjá Hjólakrafti hefur boðað fagnaðarerindi
hjólreiða undanfarin ár. Hér er hann með hópi á ferð í Heiðmörk í sl. viku.
Yndislegt að hjóla
Í Reykjavík hafa verið
skapaðar góðar aðstæður
fyrir hjólreiðafólk. Betur
má þó gera. Valgerður
Húnbogadóttir segir
bíllaust líf henta sér vel.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bíllaus Með því að hjóla, skokka eða ganga til og frá vinnu hreyfi ég mig daglega, segir Valgerður Húnbogadóttir.
Þegar annar ferðamáti
en einkabíllinn býðst
léttist umferð og bíla-
stæðaskortur minnkar.