Morgunblaðið - 24.09.2018, Page 23
Music and Drama í Glasgow og lauk
þaðan meistaragráðu sumarið 1998.
Hann var fyrsti fastráðni söngvarinn
við Íslensku óperuna 2001-2004.
Ólafur Kjartan er sjálfstætt starf-
andi óperusöngvari og býr ásamt
eiginkonu sinni og yngri dóttur í
Þýskalandi. Á undanförnum miss-
erum hefur hann komið fram víða í
Evrópu, Bandaríkjunum, Ástralíu og
í Japan. Hann hefur skapað sér sess
sem dramatískur barítón og helstu
hlutverk hans eru úr óperum Verdi,
Wagners, Strauss og Puccini. Ólafur
Kjartan er þekktastur fyrir túlkun
sína á Rigoletto, Falstaff, Hollend-
ingnum fljúgandi og Telramund svo
fáein hlutverk séu nefnd.
Ólafur Kjartan er enn veikur fyrir
tölvum og tæknilega sinnaður. Svo
hefur hann afar gaman af því að
taka ljósmyndir: „Ég ferðast svo
mikið í mínu starfi að ég bý nánast í
ferðatösku. Áhugi minn á ljós-
myndun heldur mér á hreyfingu á
þessum ferðalögum, fær mig til að
rölta um, gefa umhverfinu gaum og
reyna að fanga nærumhverfið,
hversdagslífið og augnablikið, í stað
þess að hanga sífellt inni á hótel-
herbergjum og glápa á sjónvarps-
skjá.“
Ólafur Kjartan hefur hlotið marg-
víslegar viðurkenningar fyrir störf
sín, m.a. Grímuverðlaunin fyrir túlk-
un sína á Rigoletto og Íslensku tón-
listarverðlaunin fyrir Scarpia í
óperunni Toscu.
Fjölskylda:
Eiginkona Ólafs Kjartans er
Sigurbjörg Bragadóttir, f. 24.4. 1968,
kjólaklæðskeri og húsmóðir. For-
eldrar Sigurbjargar eru Bragi Ósk-
arsson, f. 25.9. 1938, fyrrv. starfs-
maður Jarðborana ríkisins, og
Guðný Hákonardóttir, f. 11.10. 1943,
d. 7.11. 2008, húsmóðir.
Börn Ólafs Kjartans og Sigur-
bjargar eru Fjölnir Ólafsson, f. 8.5.
1990, söngvari og nemi í lögfræði,
búsettur í Reykjavík en eiginkona
hans er Vala Bjarney Gunnarsdóttir
háskólanemi; Ásgerður Ólafsdóttir,
f. 28.6. 1994, viðskiptafræðingur í
Reykjavík en sambýlismaður hennar
er Bjarmi Hreinsson, tónlistarmaður
og nemi, og Brynja Ólafsdóttir, f.
11.8. 2000, nemi.
Barnabörn Ólafs Kjartans og Sig-
urbjargar eru Bragi Fjölnisson, f.
25.2. 2010, og Sigríður Salka
Fjölnisdóttir, f. 8.9. 2016.
Foreldrar Ólafs Kjartans eru Sig-
urður Rúnar Jónsson (Diddi fiðla), f.
19.1. 1950, tónlistarmaður, og
Ásgerður Ólafsdóttir, f. 12.2. 1950,
sérkennari.
Ólafur Kjartan
Sigurðarson
Þóra Jóhannsdóttir
húsfreyja á Jarðbrú
Jón Baldvin Hallgrímsson
b. á Jarðbrú í Svarfaðardal
Filippía Jónsdóttir
húsfreyja á Akranesi
Ólafur Kjartan Guðjónsson
kaupmaður á Akranesi
Ásgerður Jensdóttir
húsfreyja í Hnífsdal,
bróðurdóttir Halldórs,
langafa Jóns Sigurðssonar,
fyrrverandi ráðherra
Guðjón Ólafsson
sjómaður í Hnífsdal, af Eyrarætt
Jóhanna Linnet
söngkona
Bjarni Linnet
póstmeistari á
Egilsstöðum, í
Hafnarfirði og Kópavogi
Vernharður Linnet
djass-sögufræðingur
Henrik Linnet
læknir í Rvík
Ásgerður Ólafsdóttir
sérkennari
Guðjón Baldvin Ólafsson forstjóri SÍS
Halldór Jónsson oddviti
og dýralæknir á Jarðbrú
Jón Baldvin Halldórsson
upplýsingafulltrúi við LSH
Atli Rúnar Halldórsson
blaðamaður í Rvík
Jón Jónsson b. á
Jarðbrú í Svarfaðardal
Mjallhvít Margrét Linnet
húsfreyja í Rvík, systurdóttir Játvarðar Jökuls rithöfundar
Ásta Erlingsdóttir
grasalæknir
Gissur Erlingsson
umdæmisstj. Pósts og síma
og þýðandi (lést 104 ára)
Úr frændgarði Ólafs Kjartans Sigurðarsonar
Jón Sigurðsson
(Jón bassi) kontrabassaleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands
Guðrún Jónsdóttir
húsfreyja á Þingeyri
Bjarni Benediktsson
frá Hofteigi,
rithöfundur í Rvík
Kolbeinn Bjarnason tónlistarmaður
Bergþóra
Benediktsdóttir
húsfreyja í
Kópavogi
Benedikt
Sveinbjörnsson
aðalbókari Norð-
lenska á Akureyri
Gunnar Ben.
tónlistarmaður,
m.a. í Skálmöld
Sigurður Z. Gíslason
prestur á Þingeyri, systursonur Þórarins, föður Jóns tónskálds
Sigurður Rúnar Jónsson
(Diddi fiðla) tónlistarmaður
Jóhanna Unnur Erlingsson
þýðandi í Rvík
Leiklist Það vantar ekkert á leik-
ræna tjáningu hjá Ólafi Kjartani.
ÍSLENDINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2018
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is
OMPONIBILI
rslur 3ja hæða – fleiri litir
erð frá 17.900,-
BATTERY
Borðlampi – fleiri litir
Verð frá 19.900,-
LOUIS GHOST
Stóll – fleiri litir
Verð 36.900,- stk.
CINDY
Borðlampi – fleiri litir
Verð 32.900,-
GHOST BUSTER
Náttborð – fleiri litir
Verð 47.900,- stk.
TAKE Borðlampi – fleiri litir
Verð 10.900,-
Glæsileg gjafavara frá
PLANET CRYSTAL
Borðlampi – fleiri litir
Verð 54.900,-
BOURGIE
Borðlampi – fleiri litir
Verð frá 34.900,-C
Hi
V
Óli J. Blöndal fæddist á Siglu-firði 24. september 1918.Foreldrar hans voru hjónin
Guðrún Guðmundsdóttir og Jósep
Lárusson Björnssonar Blöndal. Þau
Guðrún og Jósep eignuðust 10 börn.
Framan af ævinni vann Óli við
verslunarstörf í Aðalbúðinni á Siglu-
firði, en þar sáu þau fjögur systkinin,
Lárus, Óli, Anna og Bryndís, um
fjölbreyttan verslunarrekstur. Óli
trúði á einkaframtakið í atvinnu-
uppbyggingu á Siglufirði, var
ástríðufullur sjálfstæðismaður og
gegndi trúnaðarstörfum fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn í áratugi. Samhliða
verslunarrekstrinum rak hann
saumastofu sem saumaði m.a. hina
frægu Hagkaupssloppa og síldar-
mjölspoka.
Óli sat í stjórnum fjölda fyrirtækja
og kom víða við í félagsmálum Sigl-
firðinga, kom m.a. að stofnun og var
fyrsti formaður Lionsklúbbs Siglu-
fjarðar, fyrsta klúbbs utan Reykja-
víkur. Síðustu 20 ár starfsævinnar
var hann svo forstöðumaður Bóka-
safns Siglufjarðar. Þar undi hann sér
vel og vann að verkefnum sem féllu
vel að hæfileikum hans og áhuga-
málum. Safnið naut þess að hann var
víðlesinn, listrænn og menning-
arlega sinnaður, því var falið að hýsa
Héraðsskjalasafn Siglfirðinga og
hann kom upp tónlistardeild.
Óli var frumkvöðull í að hefja
minningu séra Bjarna Þorsteins-
sonar tónskálds til vegs og virðingar
með stofnun sérstakrar minningar-
stofu um hann í bókasafninu. Þar
með lagði hann fyrstu drögin að
þjóðlagasafni og þjóðlagahátíð Siglu-
fjarðar. Honum var málið skylt enda
Bjarni kvæntur föðursystur hans.
Óli var mjög músíkalskur, hafði
fallega tenórrödd, söng um tíma með
Karlakórnum Vísi og lék á ýmis
hljóðfæri. Hann var hnyttinn og
skemmtilegur og oft fenginn til að
tala á mannamótum.
Eiginkona hans var Margrét
Björnsdóttir, sem einnig var Sigl-
firðingur. Þau kynntust ung og sam-
búð þeirra stóð í 65 ár. Þau eign-
uðust fimm börn; Ólöfu Birnu, Jósep
Örn, Ásbjörn, Sigurð og Guðrúnu.
Óli andaðist 26. nóvember 2005.
Merkir Íslendingar
Óli J. Blöndal
90 ára
Áslaug Valdemarsdóttir
85 ára
Gísli Björnsson
Ingvar Hallgrímsson
Lára Benediktsdóttir
Lydía Edda Thejll
Sigríður Sigurðardóttir
80 ára
Tryggvi Pálsson
75 ára
Gísli Þorsteinsson
Jónína Ólafsdóttir
Margrét Anna
Þórðardóttir
Matthildur Óskarsdóttir
Þorfinnur Júlíusson
70 ára
Davíð B. Guðbjartsson
Eva H. Vilhelmsdóttir
Eysteinn Ágúst
Helgason
Hallgrímur Gíslason
Helgi Agnarsson
Mercedes Nocos Gonzales
Sigurjón Stefánsson
Þorlákur Helgi Helgason
60 ára
Auðunn G.
Guðmundsson
Birna Bjarnþórsdóttir
Daniel Allan Pollock
Emilía Sveinbjörnsdóttir
Garðar Sigurðsson
Grétar Pétur Geirsson
Hannes Siggason
Jón Hlynur Sigurðsson
Kristinn Ingason
Kristín Helga Harðardóttir
Pétur Guðjónsson
Ragnar Ragnarsson
Sigríður Ásmundsdóttir
Sigríður Herdís Ólafsdóttir
Steinunn L. Sigurðardóttir
Sveinbjörn Blöndal
Þóra Birna Pétursdóttir
50 ára
Björn Gísli Erlingsson
Boguslaw Orlikowski
Hrefna Björk Ólafsdóttir
Jóhanna María Sigurjóns-
dóttir
Jóhannesína Svana Jónsd.
Jóhann Frímann Álfþórsson
Jón Gestur Sörtveit
Magnús Halldórsson
Maria Alva Roff
Olga Mörk Valsdóttir
Soffía Heiða Hafsteinsd.
Ægir Jóhannsson
40 ára
Björk Baldvinsdóttir
Eydís Elva Guðmundsdóttir
Haakan Patrik Eriksson
Hafsteinn Gunnar Sigurðss.
Ingibjörg Elín Þorvaldsd.
Jóhanna Helga Þorkelsd.
Katrín Erlingsdóttir
Kolbrún Sveinsdóttir
Matthildur M. Björgvinsd.
Reynir Halldórsson Pálsson
Siguróli Sigurðsson
Sólveig Guðmundsdóttir
30 ára
Dagný Dís Magnúsdóttir
Daníel Júlíusson
Daníel Poul Purkhús
Freydís Aðalsteinsdóttir
Heiðrún Harðardóttir
Hildur Gunnarsdóttir
Hreiðar Már Árnason
Kristbjörn Hilmir Kjartanss.
Kristinn Óli Kristbjörnsson
Rebecca Anna Neely
Rebekka Maren Þórarinsd.
Sævar Pálmarsson
Til hamingju með daginn
40 ára Eydís er Akureyr-
ingur og leikskólakennari
á Hulduheimum Koti.
Maki: Anton Ingi Þor-
steinsson, f. 1975, prent-
ari hjá Ásprenti Akureyri.
Börn: Lárus Ingi, f. 2002,
og Kara Líf, f. 2005.
Foreldrar: Guðmundur
Stefánsson, f. 1950, fv,
verslunarmaður, og
Hrefna Svanlaugsdóttir, f.
1958, skrifstofumaður hjá
Roðasteini og Verkstjóra-
félagi Ak. og nágrennis.
Eydís Elva
Guðmundsdóttir
40 ára Reynir ólst upp í
Vestmannaeyjum en býr í
Hafnarfirði. Hann er mál-
ari hjá KC málun en er
menntaður stýrimaður.
Dóttir: Tara Sól, f. 2006.
Systur: Arndís, f. 1982,
og Aldís Eva, f. 1991.
Foreldrar: Páll Arnar
Georgsson, f. 1958, d.
2012, verkamaður í Vest-
mannaeyjum, og Guðrún
Jóna Reynisdóttir, f.
1960, fiskvinnslukona á
Rifi á Snæfellsnesi.
Reynir Hall-
dórsson Pálsson
30 ára Margrét er Reyk-
víkingur, hjúkrunarfr. og
flugfreyja hjá WOW air.
Maki: Kristinn Alex Sig-
urðsson, f. 1988, flug-
maður hjá Icelandair.
Börn: Telma Svava, f.
2011, og Haukur Darri, f.
2018.
Foreldrar: Skúli Þór Alex-
andersson, f. 1960,
strætóbílstjóri í Rvík, og
Sigríður Gísladóttir, f.
1960, vinnur hjá Sýslu-
manninum á Ísafirði.
Margrét Helga
Skúladóttir