Morgunblaðið - 24.09.2018, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 24.09.2018, Qupperneq 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2018 Ekkert varð af því að Sænska aka- demían (SA) veldi inn nýja meðlimi á seinasta fundi sínum á fimmtudaginn var eins og Anders Olsson, starfandi ritari SA, hafði gefið í skyn að til stæði að gera. „Við munum halda áfram að ræða val á nýjum með- limum. Ég vona að ég geti tilkynnt niðurstöðu,“ skrifaði Olsson í tölvu- pósti til SVT fyrir fundinn. Að fundi loknum sagði hann enga niðurstöðu komna og óljóst hvenær búast mætti við henni. Jafnframt neitaði hann að upplýsa hversu margir meðlimir SA hefðu sótt fundinn. Fyrr í mánuðinum kynnti Olsson nútímatúlkun á stofnsáttmála SA frá 1786 sem bæði gerir meðlimum kleift að greiða atkvæði skriflega í stað þess að sækja fundi SA og opnar fyrir þann möguleika að Svíakonungur, sem er æðsti verndari SA, geti veitt undanþágu þannig að hægt sé að velja inn nýja meðlimi með færri en 12 atkvæðum. Samkvæmt upplýs- ingum frá Margaretu Thorgren, upp- lýsingafulltrúa sænsku hirðarinnar, hefur enn engin ósk um undanþágu borist kónginum. Samkvæmt heimildum SVT telur SA ákjósanlegast að velja inn einn löglærðan einstakling og þrjá rithöf- unda eða bókmenntafræðinga. Meðal þeirra sem talin eru koma til greina eru höfundarnir Lena Andersson og Lars Norén og lögfræðingurinn Fre- drik Wersäll. Í dag er þriðji og síðasti dagurinn í réttarhöldum yfir Jean-Claude Arnault, sem kvæntur er Katarinu Frostenson sem tók sæti í SA 1992 en hætti þar störfum í vor eftir að Ar- nault var sakaður um kynferðislegt ofbeldi og óeðlileg fjárhagsleg tengsl við SA gegnum eiginkonu sína og vin, Horace Engdahl. Arnault er ákærður fyrir að hafa nauðgað sömu konunni tvisvar undir lok árs 2011. Í fyrra skiptið mun hann hafa neytt hana til munnmaka áður en hann nauðgaði henni. Í seinna skiptið var konan sof- andi þegar Arnault kom fram vilja sínum. Alls sjö einstaklingar bera vitni fyrir dómi, en þolandinn fór þeg- ar árið 2013 að íhuga það að kæra Arnault til lögreglunnar. Meðal gagna sem stuðst er við eru lækna- skýrslur, en konan ræddi árásirnar við lækni sinn á sínum tíma. silja@mbl.is Enn ekki fullmannað Anders Olsson Jean-Claude Arnault  Lokadagur réttarhalda yfir Arnault í dag » Fjölskyldumyndirnefnist sýning sem opn- uð var í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á laugardag en á henni má sjá ljós- myndir hjónanna Guð- bjarts Ásgeirssonar og Herdísar Guðmundsdóttur auk verka nokkurra af- komenda þeirra en þeirra á meðal eru Ólafur Elías- son og systkinin Ari og Silja Magg. Systkinin Ari og Silja stigu sín fyrstu skref undir handleiðslu föður síns Magnúsar Hjör- leifssonar sem er barna- barn Guðbjarts og Her- dísar en faðir Ólafs, Elías, var bróðir Magnúsar. Sýningin Fjölskyldumyndir var opnuð um helgina í Ljósmyndasafni Reykjavíkur Morgunblaðið/Hari Fjölskyldumynd Magnús Hjörleifsson með börnunum sínum, Ara Magg og Silju Magg. Listvinir Ingibjörg Pálmadóttir viðskiptakona og Ármann Reynisson vinjettuskáld spjölluðu saman um daginn og veginn við opnunina. Spjallað Barði Jóhannsson tónlistarmaður og Björn Stef- ánsson, leikari og tónlistar- maður, voru á meðal gest- anna á sýningaropnuninni í Ljósmyndasafni Reykjavíkur og tóku tal saman um mál sem vert er að ræða. Góðir gestir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og skyldmenni sýnenda. ICQC 2018-20 Tíska & förðun NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is –– Meira fyrir lesendur Fjallað verður um tís förðun, snyrtingu, fa fylgihlutum auk umh húðarinnar, dekur og Sérblað um Tísku og förðun fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 5. október PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagsins 1. október SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.