Morgunblaðið - 24.09.2018, Page 32

Morgunblaðið - 24.09.2018, Page 32
Fáir hafa notið betur bónda síns en ég er yf- irskrift erindis sem Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur heldur í Borgarbókasafninu í Spönginni í tengslum við veggspjaldasýninguna Skessur sem éta karla sem nú stendur yfir. Þar segir Dagrún frá rannsóknum sínum á mannáti í íslenskum þjóð- sögum, en það birtist einkum í tröllasögum, þar sem átök kynjanna leika stórt hlutverk. Þar segir oftast frá tröllskessum sem leggja sér karlmenn til munns. Hvað geta þessar sögur sagt okkur um samfélagið sem þær eru sprottn- ar úr? Af hverju éta skessur menn og hvernig getur maður sloppið frá mannætunum? Skessusagnakaffi um mannát og skessur MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 267. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. Pdf á mbl.is 6.173 kr. I-pad áskrift 6.173 kr. Þrjú lið eiga enn möguleika á titlinum ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Ragnheiður Júlíusdóttir og stöllur hennar í Íslandsmeistaraliði Fram í handknattleik eru eina taplausa lið- ið í Olís-deild kvenna þegar tveimur umferðum er lokið. Fram vann góð- an sigur á grönnum sínum í Val um helgina. Nýliðar deildarinnar, HK og KA/Þór, unnu óvænta sigra. Í Olís-deild karla sitja FH-ingar á toppnum þegar tveimur leikjum er ólokið í deildinni. FH vann Gróttu naumlega í gærkvöld á heima- velli sín- um. Fram batt enda á sig- urgöngu nýliða KA. »2, 6 Fram-konur eru einar efstar og taplausar DUCA Model 2959 L 215 cm Leður ct. 20 Verð 469.000,- L 241 cm Leður ct. 20 Verð 495.000,- Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla JEREMY Model 2987 L 202 cm Áklæði ct. 86 Verð 415.000,- L 202 cm Leður ct. 30 Verð 559.000,- TRATTO Model 2811 L 207 cm Áklæði ct. 70 Verð 279.000,- L 207 cm Leður ct. 10 Verð 369.000,- ESTRO Model 3042 L 164 cm Leður ct. 15 Verð 295.000,- L 198 cm Leður ct. 15 Verð 325.000,- MENTORE Model 3052 L 162 cm Áklæði ct. 83 Verð 299.000,- L 201 cm Áklæði ct. 83 Verð 329.000,- Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Það er svo ótrúlega mikið annað í boði en þessar hefðbundnu greinar sem eru vinsælar. Það þarf lítið til að kynna sér skemmtilega og öðruvísi hreyfingu og finna sér þannig einhverja skemmtilega grein,“ segir Hrönn Guðmunds- dóttir, sviðsstjóri almennings- íþróttasviðs hjá Íþrótta- og ólymp- íusambandi Íslands, ÍSÍ. Í gær hófst evrópsk hreyfivika með „BeActive“-deginum í Laugar- dalnum. Vatns-zumba og frisbígolf Í Laugardalnum var fólki boðið upp á að spreyta sig í ýmsum íþróttagreinum. Til að mynda var hægt að prófa vatns-zumba, rat- hlaup, frisbígolf og stafgöngu. Hrönn var stödd í Laugardalnum þegar blaðamaður tók hana tali í gær. „Það er búið að vera fjör á öll- um vígstöðvum í dag. Það var sérstaklega gaman að sjá fótbolta- mót Íslandsleika Special Olympics en þar spiluðu ótrúlega flottir krakkar og fólk á öllum aldri fót- bolta og tókst mjög vel.“ Sporna við hreyfingarleysi Evrópska íþróttavikan er haldin í yfir 30 löndum í Evrópu. ÍSÍ hlaut styrk frá Evrópusambandinu í gegnum Erasmus+-styrkjakerfið til verkefna sem munu tengjast vikunni. Hrönn segir markmið vik- unnar að fá fólk til að hreyfa sig og finna sér hreyfingu sem því þyki skemmtileg. „Með vikunni viljum við sporna við hreyfingarleysi og hvetja fólk til að leita sér að hreyfingu við hæfi. Íþróttir þurfa ekki alltaf að vera afreks- og keppnismiðaðar. Hreyfing má líka vera innan hæfi- legra marka og það er hægt að finna dásamlegan félagsskap með því að vera með fólki í hreyfingu.“ ÍSÍ er ekki beinn skipuleggjandi hreyfivikunnar en vinnur að því að kynna íþróttafélög í vikunni. „Við höldum utan um þetta og komum félögunum á framfæri. Til að mynda verða opnar körfubolta- æfingar í Keflavík, Ferðafélagið býður upp á lýðheilsugöngur og rathlaupið verður með kynningar- viðburð um næstu helgi,“ segir Hrönn. Viðburðir hreyfivikunnar verða auglýstir á fésbókarsíðu „BeActive Iceland“ og á vefsíðunni beacti- ve.is. „Í vikunni verður eitthvað í boði fyrir alla, á öllum aldri og af öllum stærðum og gerðum. Við einblínum á sem breiðastan hóp,“ segir Hrönn að lokum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fjölbreytni Á „BeActive“ deginum stóð þátttakendum til boða að spreyta sig í ýmsum íþróttagreinum. Fjör á öllum vígstöðv- um í Laugardalnum  Fá fólk til að hreyfa sig og finna sér hreyfingu við hæfi Ekki réðust úrslitin á Íslandsmóti karla, Pepsi-deildinni, í gær þegar næstsíðasta umferðin var leikin. Staðan er sú fyrir lokaumferðina sem fram fer á laugardaginn að þrjú lið eiga enn möguleika á Íslands- meistaratitlinum. Ríkjandi Íslands- meistarar, Valur, standa best að vígi en Breiðablik og Stjarnan eiga ennþá von þótt veikari sé. »4-5

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.