Morgunblaðið - 29.09.2018, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 29.09.2018, Qupperneq 18
ÚR BÆJARLÍFINU Gunnlaugur Árnason Stykkishólmi Hafrannsóknastofnun gaf út í byrjun árs í fyrsta sinn kvóta um nýtingu klóþangs í Breiðafirði. Leyfi er gefið út fyrir að slá um 42.000 tonn árlega fyrst um sinn. Þegar hafa tveir aðilar snúið sér til bæjar- stjórnar og lýst yfir áhuga sínum á að stofna og reka þörungavinnslu í Stykkishólmi. Um er að ræða Ís- lenska kalkþörungafélagið og Acadi- an Seaplants sem er kanadískt fyrir- tæki. Fulltrúar félaganna munu kynna hugmyndir sínar áður en langt um líður. Framhaldið mun ráð- ast af því hvernig heimamönnum líst á þær. Ef af verður mun þangvinnsla og verðmætasköpun úr hráefninu hafa mjög jákvæð áhrif á atvinnu- uppbyggingu í Hólminum.    Bensínstöðin í Stykkishólmi var mjög í fréttum í byrjun mán- aðarins er tilkynnt var um kaup Haga hf. á Olísfyrirtækinu. Eitt af skilyrðum Samkeppnistofnunar til að geta lagt blessun sína yfir þessi stóru viðskipti var að rekstur og eignir Bensínstöðvarinnar yrðu seld út úr pakkanum og ekki látin fylgja með. Hólmarar voru nokkuð undr- andi á því hversu Bensó er mikilvæg verslun í þessu stóra dæmi. Hagar hf. brugðust hratt við og hefur Bens- ínstöðin nú þegar verið seld, en leynd hvílir enn yfir hver kaupand- inn er.    Norðurljósahátíð verður hald- in 26.-28. október. Hátíð hefur verið haldin annað hvert ár. Um er að ræða menningarhátíð í vetrarbyrjun til að lífga upp á hugann áður en vet- urinn birtist. Að vanda verður byggt á heimafengnu efni sem tengist tón- leikum, listsýningum og bók- menntum.    Það fer að hausta í ferðaþjón- ustunni þó að enn séu margir útlend- ingar á ferðinni. Samkvæmt upplýs- ingum Stykkishólmspóstsins bendir margt til þess að fjölgun ferða- manna síðustu ár hafi ekki skilað sér í Stykkishólm. Því til staðfestingar er bent á tölur sem sýna fækkun gesta í sundlauginni, á tjaldsvæðinu og eins með ferjunni Baldri og Sæ- rúnu. Á sama tíma hefur gistirúmum í bænum fjölgað mikið. En hver ástæðan er eru ekki til haldbærar skýringar á.    Aftanskin er félag eldri borgara í Hólminum, stofnað 1983. Félagið hefur starfað af krafti síðustu ár yfir vetrartímann og þátttaka í starfinu verið góð. Eitt af fyrstu verkefnum haustsins er að halda hið árlega Nesball fyrir eldri borgara á Snæ- fellsnesi. Útlit er fyrir góða þátttöku í skemmtuninni sem fer fram í kvöld á Hótel Stykkishólmi. Þar verður borðað saman og dansað fram eftir kvöldi, en kannski ekki eins langt fram á nótt og áður er fólkið var yngra.    Sjúkrahúsið og hjúkrunardeild dvalarheimilisins verða sameinuð. Nú liggur fyrir að samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir hefur samþykkt og afgreitt erindi um að sameina þessar tvær stofnanir í hús- næði St. Fransiskusspítala. Fram- kvæmdanefnd ríkisins tekur við verkefninu og mun annast hönnun breytinga og útboð í framhaldinu. Bæjarbúar vonast til að vel verði haldið á spöðunum og framkvæmdir hefjist sem fyrst og ekki taki mörg ár að ljúka þeim því þörfin er brýn. Skáksamband Íslands ætlar að halda Íslandsmótið í atskák í Stykk- ishólmi helgina 17.-18. nóvember Um er að ræða einn stærsta skák- viðburð ársins. Gert er ráð fyrir að flestir sterkustu skákmenn þjóð- arinnar fjölmenni í Hólminn. Mótið fer fram í nýja Amtbókasafninu.    Íbúum fjölgar og eru það gleði- tíðindi í hverju sveitarfélagi þegar svo er. Flest bendir til þess að íbúa- talan fari yfir 1.200 manns áður en árið kveður. Þá hefur íbúum fjölgar um 100 manns á tveimur árum. Lægst fór íbúatalan árið 2010 þá voru þeir 1.092 en hæst árið 1995 þegar hér bjuggu 1.340 íbúar. Það vekur athygli að stór hluti fjölgunar- innar er ungt fjölskyldufólk sem hef- ur löngun til að setjast hér að.    Fjölgun íbúa gefur til kynna að í bænum sé næg atvinna. Byggingar- framkvæmdir hafa verið miklar að undanförnu. Undirrituðum telst til að á þessu ári hafi verið byggðar eða séu í smíðum fjögur einbýlishús og 12 íbúðir í fjölbýlishúsum. Til við- bótar hafa mörg eldri hús fengið gott viðhald eða verið endurbyggð. Iðnaðarmenn hafa í mörg horn að líta og anna vart eftirspurn. Út- hlutað var í haust þremur íbúðalóð- um við Sæmundarreit sem er ný gata úti á Ytri höfða. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árna Stykkishólmshöfn Varðskipið Þór var í kurteisisheimsókn í Stykkishólmshöfn á fimmtudag. Leyfi til að nýta klóþang 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2018 H a u ku r 0 1 .1 6 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is • Lítið framleiðslufyrirtæki sem framleiðir sérhæfða vöru fyrir heimili og fyrirtæki. Velta um 40 mkr. nokkuð stöðug. Afkoma jöfn og góð. • Arðsamt fyrirtæki með langa reynslu sem flytur inn og selur véltæknibúnað aðallega tengdum sjávarútvegi, fiskeldi, en einnig öðrum iðnaði. Velta undanfarin ár hefur verið á bilinu 150-200 mkr. og EBITDA 25-40 mkr. • Rótgróið iðnfyrtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á vörum úr plasti. Ársvelta á bilinu 250-300 mkr. • Ein þekktasta hárvöruheildverslun landsins með mjög þekkt merki fyrir fagaðila. Góð velta og afkoma. • Fyrirtæki sem sérhæfir sig í greiðslulausnum á afmörkuðu en þekktu sviði leitar eftir auknu hlutafé. Spennandi fjárfestingakostur með miklum möguleikum á arðsemi, gangi áætlanir eftir. • Mjög gott fyrirtæki sem sérhæfir sig í lagningu á þakdúk sem það flytur sjálft inn. Veltan á bilinu 150-200 mkr. og afkoman mjög góð. Eigendur tilbúnir að vinna áfram eins og þörf krefur. • Bakarí með nokkra útsölustaði á höfuðborgarsvæðinu. Gefur ýmsa möguleika til þróunar. • Þekkt herrafataverslun með góð merki. Veltan hefur verið stöðug undanfarin ár og afkoma ágæt. Veltan árið 2017 var um 90 mkr. og EBITDA mjög góð eða um 20 mkr. Félagið er skuldlétt. • Einn vinsælasti og þekktasti veitingastaður landsins sem staðsettur er í miðbæ Reykjavíkur. Mikill og vaxandi hagnaður. Langur leigusamningur. Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Þórarinn Arnar Sævarsson fasteignaráðgjafi, thorarinn@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hæstaréttarlögmaður, sigurdur@kontakt.is Guðni Einarsson gudni@mbl.is Stuðningur ríkissjóðs við útgáfu bóka á íslensku gæti numið 300- 400 milljónum króna á ári, miðað við 25% endurgreiðslu kostnaðar við útgáfuna. Þetta kemur fram í greinargerð með frumvarpi um stuðning við útgáfu bóka á ís- lensku sem Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráð- herra, hefur lagt fram. Verði frumvarpið að lögum gæti verð ís- lenskra bóka lækkað að lágmarki um 10%. Útgáfa bóka á Íslandi hefur glímt við versnandi rekstrarum- hverfi. Velta íslenskrar bókaút- gáfu í neðra þrepi virðisauka- skatts dróst saman um 40,5% á síðastliðnum áratug, 2008-2017, eða að jafnaði um 5,6% árlega. Ástæður samdráttarins eru m.a. breytt samfélagsgerð, ör tækniþróun og aðrar þjóðfélags- breytingar. Markmið með setningu laganna er að efla útgáfu bóka á íslensku. Það verður gert með því að veita bókaútgefendum tímabundinn stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við útgáfu bóka á íslensku, eins og segir í 1. grein frumvarpsins. Lög- in ná til endurgreiðslu á hluta kostnaðar vegna útgáfu á bókum sem gefnar eru út á íslensku á Evrópska efnahagssvæðinu, í að- ildarríki EFTA eða í Færeyjum. Þriggja manna nefnd Stofnuð verður þriggja manna nefnd um stuðning við útgáfu bóka á íslensku og mun hún fara yfir umsóknir. Nokkur skilyrði eru sett fyrir endurgreiðslu á hluta útgáfu- kostnaðar bóka. Fyrst að bókin sé á íslensku. Auk þess m.a. að end- urgreiðsluhæfur kostnaður um- sækjanda sé a.m.k. ein milljón króna. Hlutfall endurgreiðslu skal vera 25% af þeim kostnaði sem fellur til við útgáfu bókarinnar. Sækja verður um endurgreiðslu innan níu mánaða frá útgáfu bók- arinnar. Hafi umsækjandinn feng- ið styrk frá opinberum aðilum til útgáfu sömu bókar dregst styrk- urinn frá þeirri fjárhæð sem telst endurgreiðsluhæfur kostnaður. Lögin eiga að taka gildi 1. jan- úar 2019 og þau eiga að koma til endurskoðunar fyrir 31. desember 2022. Aðeins verður hægt að sækja um endurgreiðslu á hluta kostn- aðar vegna bóka sem gefnar verða út eftir að lögin taka gildi.  Gæti lækkað bóka- verð um 10%  300- 400 milljónir á ári Morgunblaðið/Kristinn Bækur Íslensk bókaútgáfa hefur átt undir högg að sækja. Ríkissjóður ætlar að hlaupa undir bagga og styðja við útgáfu íslenskra bóka frá 1. janúar. Bókaútgáfa » Að jafnaði komu út 1.597 bókatitlar á ári 1999-2015. Flest- ar voru útgáfurnar 2008 eða 1.800, skv. Hagstofunni. » Árið 2015 voru gefnar út 4,5 bækur á 1.000 íbúa. Þær voru 6 á hverja 1.000 íbúa um aldamótin. Ríkið hyggst styrkja útgáfu íslenskra bóka „Þetta eru stærstu tíðindi sem við höfum fengið í þessum bransa, að minnsta kosti eins lengi og ég man. Með þeim er staðfestur á borði en ekki bara með orði sá ríki vilji stjórnvalda og ráðherra að koma til móts við þann mikla vanda sem blasir við okkur sem störfum í þessum geira. Hér er vandi bókaútgáf- unnar reifaður ansi vel og boðið upp á klæðskerasniðna lausn sem er líkleg til þess að gagnast öllum sem með einum eða öðr- um hætti tengjast útgáfu ís- lenskra bóka,“ segir Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags ís- lenskra bókaútgefenda. „Þetta eru mikil og góð tíð- indi fyrir bókaútefendur en ekki síst bókaunnendur alla.“ Klæðskera- sniðin lausn FÉLAG BÓKAÚTGEFENDA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.