Morgunblaðið - 29.09.2018, Side 20

Morgunblaðið - 29.09.2018, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2018 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum VIÐTAL Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is „Ég byrjaði að halda fyrirlestra vegna þess að ég lifði af svo marga atburði sem ég hefði ekki átt að lifa af,“ segir breski fyrirlesarinn Chris Moon, sem mun dagana 2. til 4. október næstkomandi halda fyrir- lestra á markaðsráðstefnu Komp- anís, viðskiptaklúbbs Morgunblaðs- ins. Moon er fyrrverandi liðsforingi í breska hernum og hefur gengið í gegnum ógurlegar raunir í sínu lífi. Árið 1993 var honum rænt af Rauðu khmerunum, einni grimmustu skæruliðahreyfingu sögunnar, er Moon var í Kambódíu. Þar var hann að störfum fyrir Sameinuðu þjóð- irnar og vann við hreinsun jarð- sprengjusvæða. Moon náði hins veg- ar að semja um lausn sína og tveggja samstarfsmanna en þeir voru í haldi í þrjá daga í frumskóg- inum. Á þeim tíma var fjölmörgum sinnum rætt um það hvort taka ætti þá af lífi en að sögn Moon er ferlið í slíku varðhaldi einfalt en grimmi- legt: yfirheyrsla, pyntingar og dauði. Moon lét ekki deigan síga eft- ir þessa átakanlegu reynslu og hélt áfram sínu göfuga starfi, að forða fólki frá því að stíga á jarð- sprengjur. Tveimur árum síðar í Mósambík í Suðaustur-Afríku þar sem Moon var að störfum við hreinsun jarð- sprengja steig hann á eina slíka og missti við það hægri hönd og fót. Moon sneri hins vegar taflinu við á undraverðan hátt og dró sama lær- dóm af báðum atvikum: að vera ekki fórnarlamb. Hann lét sér ekki að- eins nægja að læra að lifa á ný án tveggja útlima heldur hefur hann síðan þá tekið þátt í meira en 15 maraþonum og fjölda ofurhlaupa við afskaplega krefjandi aðstæður. Óhætt er að segja að Moon hafi breytt veikleikum sínum í styrk- leika. Undanfarin 20 ár hefur Moon talað um þolraunir sínar og hvernig hann sigraðist á erfiðleikum sínum. Vill hann með fyrirlestrum sínum koma þeirri þekkingu til sem flestra og hjálpa fólki þannig að vinna úr sínum vandamálum. Það er eflaust ekki mikið vandamál fyrir Moon að hvetja fólk til dáða enda hefur hann gengið í gegnum erfiðleika sem fæst okkar munu nokkurn tíma skilja. „Ég gerði hluti sem mér var sagt að væru mér líkamlega ómögulegir. Ég var þess vegna einfaldlega beð- inn um að segja mína sögu,“ segir Chris Moon við Morgunblaðið. „Ég hef ástríðu fyrir því ferli sem þarf til að ná afrekum, og að hjálpa fólki að gera það sem það gerir betur,“ segir Moon við blaðamann. Þar var ég sprengdur í loft upp Moon er þekktur maður og um hann hefur m.a. verið fjallað í heimildaþáttum sem bera heitið: „Ég ætti ekki að vera á lífi“ sem sýndir voru á sjónvarpsstöðinni Discovery á sínum tíma. „Ég var mjög heppinn að lifa það af að hafa verið rænt af Rauðu kmerunum. Þetta var árið 1993 í Kambódíu en ég var þar í tvö ár áð- ur en ég fór til Mósambík. Þar var ég sprengdur í loft upp,“ sagði Moon og er ekkert að skafa af því. „Við vorum með stórt og mikið verkefni í Mósambík og ég var að sinna verkefnum sem voru eins langt frá því að vera hættuleg í þessu starfi og hægt var. Ég gekk sem sagt um á örugga svæðinu en þeim sem hreinsuðu upp jarð- sprengjurnar sást yfir eina jarð- sprengju. Við þetta missti ég hægri handlegg og fótlegg. Ég var mjög heppinn að lifa af,“ segir Moon við blaðamann. Hann var nær dauða en lífi og fór á spítala í Suður-Afríku. „Þegar ég loks komst til Suður-Afríku sögðu læknar að þeir hefðu aldrei séð manneskju á lífi með jafn lítið magn af blóði. Ég var alveg ofboðslega heppinn að lifa þetta af,“ segir Moon. Í dag ferðast hann um allan heim og er fólki innblástur en á síðustu sjö dögum hefur Moon til dæmis ferðast til Sameinuðu arabísku furstadæmanna, Möltu, Hollands og London, en hann býr í Skotlandi. „Ég hef mikla reynslu af því að vinna bug á erfiðleikum. Ég vil deila þeim lífsreglum með fólki sem hefur gert mér kleift að gera hluti sem mér, fyrir 20 árum, var sagt að væru mér ómögulegir,“ segir Moon og nefnir í þeirri andrá þá staðreynd að gervilimir séu töluvert betri í dag en þeir voru, en hann notast við gervi- fót frá Össuri. „Ég hef mikla reynslu af því að vera á mörkum lífs og dauða, og af mannlegri þrautseigju. Þetta snýst allt um að miðla þeirri reynslu vegna þess að hún hefur afar mikið notagildi,“ segir Moon. Undraverður bati Bati hans eftir sprenginguna var einnig undraverður og tók fimm til sex sinnum styttri tíma en venjuleg- ur bati eftir útlimamissi. Að sögn Moon hefur hann verið notaður sem efniviður í tilviksrannsóknir þar sem fjallað er um skjótan bata eftir al- varleg meiðsli. Eitt atriði sem Moon segir að sé afar mikilvægt þegar kemur að því að vinna bug á erfið- leikum er skopskyn. Húmor. „Húmor er afar mikilvægur. Við verðum að geta hlegið. Þegar við hlæjum styrkist ónæmiskerfið okk- ar og serótóningildin fara upp [innsk. blm. okkur líður betur]. Ég held að ein af ástæðunum fyrir því að ég náði jafn skjótum bata og raun ber vitni er sú að ég hef húmor. Þú verður að geta hlegið að sjálfum þér. Sérstaklega ef þú missir tvo út- limi. Hvort myndir þú frekar vilja sitja við hliðina á einhverjum sem er vansæll og er að kvarta yfir því hversu ómögulegur heimurinn er, eða einhverjum sem er hlæjandi og glaður?“ spyr Moon. Því þarf auðvit- að ekki að svara. Moon hefur eins og áður segir hlaupið fjölda maraþona og það leið ekki heilt ár frá því að hann var út- skrifaður af spítala eftir spreng- inguna þar til hann var búinn að hlaupa maraþonið í London. Moon er einnig fyrsti maðurinn sem hefur misst útlimi til að hlaupa svokallað ofurhlaup. Það gerði hann árið 1996 er hann hljóp Marathon Des Sables, sem er 251 kílómetra löng leið sem liggur í gegnum Sahara-eyðimörk- ina. Árið 2012 hljóp hann svo 217 km langa leið í Dauðadalnum í Kali- forníu þar sem hitinn fór upp í 55 gráður á selsíus. Stærstu takmarkanir innra með okkur Það var hálf-hjákátlegt að spyrja Moon hvort honum hafi fundist það vera erfitt, m.v. þær raunir sem hann hefur gengið í gegnum. En samt var látið vaða. „Það var mjög erfitt. En ég vonast til þess að gera það aftur á næsta ári ef það verður pláss fyrir mig á meðal þátttakenda. En þú áttar þig ekki á því hversu erfitt það er á meðan þú ert að þessu. En þau gildi sem ég hef tam- ið mér hafa gert mér kleift að gera þetta,“ segir Moon. En hefur hann svar við því hvers vegna fólk gefst upp? „Ég held að flest fólk gefist upp vegna þess að það hættir að hafa trú á sér. Stund- um vantar það einnig meiri hvatn- ingu,“ segir Moon. Hann segir að fólk eigi ekki að láta neitt stöðva sig. Sjálfur hefur hann sagt að hann vilji bjóða hugtakinu „takmarkanir“ byrginn. En er það alltaf hægt? „Þeir hlutir sem takmarka okkur flest eiga sér stað inni í höfðinu. Það er svæðið sem ég einblíni á,“ segir Moon sem skrifaði meistararitgerð um mannlegt atferli og hefur unnið með sálfræðingum og geðlæknum í sínu starfi. „Ég hélt einu sinni að stærstu hindranir okkar í lífinu kæmu utan frá. En reynsla mín hef- ur kennt mér að okkar stærstu tak- markanir eru innra með okkur og í hugarfari okkar,“ segir Chris Moon. Moon „Þeir hlutir sem takmarka flesta eiga sér stað innra með okkur.“ Ætti ekki að vera á lífi  Ótrúlegt lífshlaup Chris Moon  Heldur fyrirlestra á vegum við- skiptaklúbbs Morgunblaðsins í október Chris Moon Hann hljóp 251 km langa leið í Sahara-eyðmörkinni í Marathon Des Sables árið 1996 og var þar með fyrsti maðurinn sem misst hefur útlim til að hlaupa slíkt ofurhlaup.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.