Morgunblaðið - 29.09.2018, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 29.09.2018, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2018 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Heiðnar grafir í nýju ljósi – sýning um fornleifarannsókn á Dysnesi við Eyjafjörð Alfreð D. Jónsson – Hver er á myndinni? Greiningarsýning í Myndasal Hjálmar R. Bárðarson – Aldarminning á Vegg Prýðileg reiðtygi í Bogasal Leitin að klaustrunum í Horni Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú grunnsýning Safnahússins Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Bókverk og Kveisustrengur úr Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Júlía & Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið þriðjud.-sunnud. kl. 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið þriðjud.-sunnud. kl. 10-17 Sunnudaginn 30. september kl. 14 mun Eiríkur G. Guðmundsson, þjóðskjalavörður leiða gesti um sýninguna Lífsblómið þar sem sérstök áhersla verður lögð á skjölin á sýningunni. LÍFSBLÓMIÐ - FULLVELDI ÍSLANDS Í 100 ÁR FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign BÓKFELL eftir Steinu í Vasulka-stofu SAFNBÚÐ – Listrænar gjafavörur Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Listasafn Íslands er opið alla daga frá kl. 10-17. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR TVEIR SAMHERJAR – ASGER JORN OG SIGURJÓN ÓLAFSSON Opið alla daga frá kl. 13-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Kaffistofa – heimabakað meðlæti SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR - HEIMILI LISTAMANNS OG SÝNINGAR KORRIRÓ OG DILLIDÓ - ÞJÓÐSAGNAMYNDIR ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Opið alla daga frá kl. 13-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Sara Danius, Kjell Espmark og Pet- er Englund setja það sem skilyrði fyrir því að snúa aftur til starfa hjá Sænsku akademíunni (SA) að Kata- rina Frostenson, eiginkona Jean- Claude Arnault, hætti formlega störfum fyrir SA. Frá þessu greinir SVT. Öll drógu þau fjögur sig í hlé frá störfum SA í vor, án þess þó að hætta formlega, eftir harðvítugar deilur innan SA um það hvernig taka skyldi á ásökunum þess efnis að Arnault hefði áratugum saman beitt konur kynferðisofbeldi og átt óeðlileg fjárhagsleg tengsl við SA gegnum eiginkonu sína og vin sinn Horace Engdahl. Síðla sumars gerðu Danius, Espmark og Eng- lund kröfu um að Engdahl myndi víkja úr SA, en hann þvertók fyrir það. Nú krefjast þremenningarnir að Frostenson hætti formlega störf- um fyrir SA. Samkvæmt stofnsátt- mála SA þarf atkvæði 12 af 18 með- limum SA til að taka allar meiri- háttar ákvarðanir, s.s. að velja inn nýja meðlimi. Sem stendur eru að- eins 10 starfandi meðlimir. „Frostenson hyggst ekki hætta formlega. Þó er möguleiki á því að hún skipti um skoðun ef eigin- maður hennar verður sakfelldur á mánudag,“ segir nafnlaus heimild- armaður SVT. Réttarhöld yfir Arnault vegna tveggja nauðgana sem hann á að hafa framið í árslok 2011 hófust fyrr í mánuðinum og á lokadegi þeirra var hann hnepptur í gæsluvarðhald fram yfir dóms- uppkvaðningu á mánudag. Sam- kvæmt heimildum Expressen kem- ur krafan um formlega afsögn Frostenson ekki aðeins frá Danius, Espmark og Englund heldur frá fleiri meðlimum SA sem hóta því að hætta ef hún hætti ekki. Samkvæmt heimildum Dagens Nyheter hefur sænska hirðin verið upplýst um þessa afstöðu meðlima SA. silja@mbl.is AFP Umdeild Hjónin Katarina Frosten- son og Jean-Claude Arnault á leið í hátíðarkvöldverð hjá Karli XVI. Gústaf Svíakonungi í árslok 2011. Krefjast þess að Frost- enson hætti formlega Kvikmyndin Styx er einþriggja sem keppa tilLux-verðlaunanna, kvik-myndaverðlauna Evrópu- þingsins, en hinar tvær eru kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, og Druga strana svega eða Hin hliðin á öllu saman eftir leikstjórann Milu Turajilc. Svo merkilega vill til að allar þrjár fjalla um konur sem takast á við miklar áskoranir. Í Styx segir af konu um fertugt, Rilke, sem heldur ein á seglskútu frá Gíbraltar og tekur stefnuna á para- dísareyjuna Ascension fyrir miðju Atlantshafi. Byrjun myndarinnar vekur sannarlega áhuga og forvitni, apar hlaupa um götur á ónefndum stað og fljótlega áttar áhorfandinn sig á því hvar hann er staddur, að því gefnu að hann kannist við Gíbraltar og apana þjófóttu sem leika þar laus- um hala. Þegar kvöldar verðum við vitni að glæfralegum ofsaakstri tveggja manna. Gáleysi þeirra veldur slysi á þriðja ökumanninum sem læknar og sjúkraliðar koma að með- vitundarlausum undir stýri. Einn læknanna er söguhetja myndarinnar, Rilke, og hugar hún að manninum og kemur upp í sjúkrabíl. Næsta dag fylgjumst við með Rilke þar sem hún undirbýr skútu fyrir sjóferð og mælir m.a. leiðina frá Gíbraltar að Ascens- ion á sjókorti. Þetta er sniðug leið hjá leikstjóranum, að láta áhorfandann vita með svo einföldum hætti af fyrir- ætlunum Rilke. Hún gerir sig klára fyrir sjóferðina og ber sig mjög fag- mannlega að. Við tekur svo um hálf- tíma löng sigling án nokkurs tals. Rilke lendir í vonskuveðri en tekst að halda bátnum á floti og greinilegt að hún er þaulvön siglingum (sem leik- konan mun víst vera). Þegar storm- inn lægir tekur hún eftir fiskibáti skammt frá, yfirfullum af flóttamönn- um. Rilke áttar sig á því að báturinn er að sökkva og að fólkið er í lífs- hættu, hátt í hundrað flóttamenn. Hún kallar á hjálp í talstöðinni og nær loks sambandi við landhelgis- gæsluna sem varar hana við því að koma fólkinu til bjargar. Hún eigi alls ekki að reyna björgun því hún geti með henni stefnt bæði fólkinu og sjálfri sér í bráða hættu. Skútan hennar muni ekki ráða við þennan mannfjölda, sem er eflaust rétt. Rilke á auðvitað erfitt með að hlýða þessum fyrirmælum og kallar ítrekað eftir hjálp næstu klukkustundirnar en fær alltaf þau svör að björgunar- skip sé á leiðinni. Tíminn líður og ekkert bólar á björgun. Flóttamenn- irnir verða sífellt örvæntingarfyllri, það heyrir áhorfandinn af ópunum, enda sjá þeir skútu Rilke. Tánings- piltur reynir að synda að skútunni en örmagnast á leiðinni. Rilke bjargar honum úr sjónum og gerir að sárum hans. Drengurinn missir meðvitund og þegar hann rankar við sér og áttar sig á því að bjargvættur hans ætlar ekki að bjarga fleirum af bátnum bregst hann að vonum illa við. Og skútan er auk þess komin það langt frá bátnum að ekki er hægt að bjarga fólkinu. Rilke getur ekki annað en hlýtt tilmælum landhelgisgæslunnar sem drengurinn veit ekkert um og myndi heldur aldrei geta skilið. En er sú ákvörðun hennar rétt eða röng og eru þessi tilmæli landhelgis- gæslunnar réttlætanleg? Og hvernig er að lifa með því að hafa getað bjarg- að tugum mannslífa en hafa þess í stað ekkert aðhafst, af ótta við yfir- völd og mögulega refsingu? Þetta eru þær stóru spurningar sem varpað er fram í Styx og vekja áhorfandann til umhugsunar um hvort verðmæti mannslífa sé misjafnt eftir því hver á í hlut. Hvað myndir þú gera ? Myndir þú bjarga fólki á flótta eða eigin skinni? Ein á báti RIFF 2018 – Bíó Paradís Styx bbbbn Leikstjóri: Wolfgang Fischer. Handrit: Wolfgang Fischer og Ika Künzel. Aðal- leikarar: Susanne Wolff og Gedion Odu- or Wekesa. Þýskaland, 2018. 94 mín- útur. Flokkur: Lux-verðlaunin. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þegar við Sigríður Bjarney Bald- vinsdóttir fiðluleikari stofnuðum þessa hljómsveit ákváðum við að sveitin myndi helga sig flutningi á verkum eftir konur, enda vantar okkur fleiri kvenfyrirmyndir í tón- listarlífinu,“ segir sellóleikarinn og hljómsveitarstjórinn Ólöf Sigur- sveinsdóttur um tilurð Íslenskra strengja sem koma fram á Tíbrár- tónleikum í Salnum annað kvöld, sunnudag, kl. 20. Hópurinn kom fyrst fram í byrjun árs og hefur nú þegar flutt mörg verk eftir konur. „Við erum hópur hljóðfæraleik- ara sem vill spila saman krefjandi strengjaverk sem heyrast sjaldan. Það liggur fjöldi strengjaverka hér- lendis ófluttur og því um auðugan garð að gresja. Ég hef fengist við hljómsveitarstjórn bæði hérlendis og í Þýskalandi, en þetta er í fyrsta sinn sem ég stjórna svona stórum hópi af fólki sem starfar við tónlist.“ Á efnisskránni eru frumflutn- ingur á verkum eftir íslensku tónskáldin Högna Egilsson, Svetlönu Veschag- inu og Mamiko Dís Ragnarsdóttur. „Það er auðvitað sérlega ánægju- legt að fá að frumflytja verk eftir heimsfrægt tónskáld á borð við Högna.“ Auk þess verða fluttar nýjar og tilraunakenndar útsetn- ingar Sigrúnar Kristbjargar Jóns- dóttur á tónlist hinnar brasilísku Leu Freire. „Þar fléttar Sigrún saman strengjarytma við spuna og úr verður nýr hljómheimur. Síðast en ekki síst flytjum við í Íslenskum strengjum Serenöðu fyrir tenór, horn og strengi, op. 31 eftir Ben- jamin Britten. Serenaðan er fagur- fræðilegt meistaraverk sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Þetta er sannkallaður gimsteinn tónbók- menntanna,“ segir Ólöf og tekur fram að umrætt verk krefjist mikils af stjórnandanum. „Í því verki fáum við til liðs við okkur stórkostlegan listamann, Joseph Ognibene hornleikari. Hann hefur lagt íslensku tónlistarlífi lið sl. 40 ár og veitir okkur í hópnum mikinn innblástur. Þorsteinn Freyr Sigurðsson er afar góður tenór- söngvari sem er virkilega spenn- andi að fá í þessa samvinnu,“ segir Ólöf og spáir því að Þorsteinn Freyr muni slá í gegn sem ljóða- túlkandi í Serenöðu eftir Britten á morgun. Konsertmeistari er Gróa Valdimarsdóttir. Morgunblaðið/Hari Listafólk Íslenskir strengir ásamt Joseph Ognibene hornleikara og Þorsteini Frey Sigurðssyni tenór. „Fagurfræðilegt meistaraverk“  Íslenskir strengir á Tíbrártónleikum í Salnum á morgun Ólöf Sigursveindóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.