Morgunblaðið - 29.09.2018, Qupperneq 49
MENNING 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2018
ICQC 2018-20
Tíska & förðun
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
–– Meira fyrir lesendur
Fjallað verður um tís
förðun, snyrtingu, fa
fylgihlutum auk umh
húðarinnar, dekur og
Sérblað um Tísku og förðun fylgir
Morgunblaðinu föstudaginn 5. október
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til mánudagsins 1. október
SÉRBLAÐ
Danssýningin
Skýjaborg eftir
Tinnu Grétars-
dóttur í upp-
færslu Bíbí og
Blaka snýr aftur
í Tjarnarbíó á
morgun kl. 15.
Sýningin, sem
fyrst var frum-
sýnd 2012, er
ætluð börnum á aldrinum sex mán-
aða til þriggja ára. Verkið fjallar
um tvær verur sem vakna upp á
dularfullum stað þar sem eru sífelld
veðrabrigði. Sýningin tekur tæpan
hálftíma og í lok hennar er börnum
boðið að koma á svið til að leika sér,
hitta verurnar og skoða leikmynd-
ina. Næstu sýningar verða 7. og 21.
október kl. 15.
Skýjaborg snýr
aftur í Tjarnarbíó
Sunna og Stormur
Barnabókaflóðið
nefnist gagnvirk
sýning fyrir börn
um barnabækur
og furðuheim
þeirra sem opn-
uð verður í Nor-
ræna húsinu í
dag kl. 15. List-
rænn stjórnandi
er Kristín Ragna Gunnarsdóttir rit-
höfundur og teiknari. Á sýningunni
leiðir Miðgarðsormurinn börn í
skapandi ferðalag úr einu rými í
annað. Barnabækur byggja brýr og
ferðalangar búa sér til vegabréf
sem þeir stimpla í á hverjum við-
komustað. Börnin fá að taka þátt í
að skapa sína eigin sögu og sögu-
persónur, geta mátað sig í mismun-
andi hlutverkum með grímugerð og
búningum, siglt víkingaskipi og
skoðað kort af raunverulegum og
ímynduðum stöðum úr barnabók-
um. Aðgangur er ókeypis.
Gagnvirk sýning
um barnabækur
Tvíburasysturnar Maria og Natalia
Petschatnikov opna í dag kl. 16 sýn-
inguna Learning to read Icelandic
patterns í galleríinu Úthverfu á Ísa-
firði. Systurnar hafa dvalið í fjórar
vikur í gestavinnustofum ArtsIce-
land á Ísafirði og er sýningin byggð
á fyrstu hughrifum og rannsóknar-
vinnu þeirra þessar vikur sem þær
hafa dvalið á Ísafjarðarsvæðinu,
skv. tilkynningu. Systurnar eru frá
Rússlandi, lærðu myndlist í Banda-
ríkjunum og hafa búið og starfað í
Þýskalandi frá því að námi lauk.
Þær vinna saman að öllum sínum
verkum sem eru skilgreind á mörk-
um málaralistar og innsetninga og
taka fyrir það sem í fyrstu virðast
vera hversdagslegir hlutir en með
því að nýta ímyndunaraflið og
skarpa hugsun ná þær að koma á
óvart með hnyttnum sjónarhornum
á okkar venjulega heim.
Fjárbóndi Hluti af verki af sýningunni.
Tvíburasystur
opna í Úthverfu
Skúlptúrsýning listakonunnar Mel-
korku Katrínar Tómasdóttur sem
kallar sig Korkimon, verður opnuð
í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg 5
í dag kl. 16. Sýningin er sú fyrsta
sem Korkimon heldur á skúlptúrum
sínum en hún vinnur aðallega í tví-
víðum verkum: teikningum, klippi-
myndum og prentverkum.
„Tilgangurinn í skúlptúrunum er
ekki endilega neinn, en hvers vegna
þarf alltaf að vera gagn að hlut-
um?“ segir m.a. um sýninguna í til-
kynningu. Skúlptúr Eitt af verkum Korkimon.
Korkimon opnar
sýningu hjá Ófeigi
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Sigrún Jónsdóttir, eða SiGRÚNeins og listamannsnafnið er,kom fyrst fyrir augu mín og
eyru sem einn meðlima Wonder-
brass, kvenblásturssveitarinnar
sem fylgdi Björk í tónleikaferðalag
árið 2007. Sigrún lék þá á básúnu
og í kjölfarið lék hún t.d. með Sigur
Rós og Florence and the Machine.
Þessi reynsla ýtti undir þörf fyrir að
skapa upp á eigin spýtur, hún skrif-
aði verk í LHÍ sem flutt var við út-
skrift hennar og í
framhaldinu
ákvað hún að
leggja í útgáfu.
Tvær stuttskífur
komu út 2016,
Hringsjá og Tog,
skemmtilega
óhlutbundnar plötur. Á fyrri plöt-
unni vissi maður vart hvað var
handan við hornið í hverri og einni
lagasmíð, stíllinn þægilega frjáls og
óheftur. Á Tog er eins og aðeins
meiri bygging fái að vera og glefsur
úr list Bjarkar skjóta upp kolli.
Þriðja platan, Smitari (2017), var þá
líkari fyrstu plötunni, vel tilrauna-
glatt og ekki tomma gefin að því
leytinu til. Onælan er hins vegar sjö
laga og þar er eins og þræðinum
sem var á Tog sé brugðið upp aftur.
Onælan er á þann háttinn hennar
aðgengilegasta verk, þó að seint
fari þessi lög að hljóma í síðdegis-
útvarpi Bylgjunnar! Lögin eru
mýkri og meira aðlaðandi, harkan
og hornin sem einkenna stuttskíf-
urnar fá hvíld. Sigrún syngur þá
meira, gefur sig meira og er ein-
hvern veginn meira í stafni en áður.
„Munurinn á Onælan og fyrri
EP plötunum mínum er að Onælan
er opnari og já aðgengilegri. Bæði í
tónmáli og vegna þess að ég er
meira að vinna með texta,“ sagði
Sigrún pistilritara í stuttu spjalli.
Ég greip tækifærið og bar undir
hana ákveðna stemningu sem ég
hef fundið fyrir í íslensku tónlistar-
lífi undanfarin misseri. Það að
margar íslenskar konur séu að gera
ótrúlega spennandi og tilrauna-
kennda tónlist í dag, og svo ég nefni
einhver nöfn, Bára Gríms, Kristín
Þóra, Gyða, Kristín Anna, Alvia Is-
landia, Cyber. Sigrún segist sam-
mála. „Það er ótrúlega mikið
skemmtilegt að gerast akkúrat
núna,“ segir hún. „Bæði er tónlist-
arumhverfið hérna frjósamt en af
því að margar flottar konur hafa
verið að gera spennandi hluti, opn-
ar það dyr og hugmyndir fyrir
yngri konum sem eru kannski að
taka sín fyrstu skref. Það er svona
„velkomin“ stemning sem er mik-
ilvæg. Allir fá að læra með því að
prufa sig áfram. Þetta er styrkjandi
stemning einhvern veginn.“
Onælan fjallar kannski í grunn-
inn um mýkt – og hina þversagna-
kenndu hugmynd að í mýkt felist
styrkleiki. Að sögn Sigrúnar, á vef-
síðu hennar, fjallar platan um vöxt,
lærdóm og tilraunir með að komast
handan feðraveldisins.
Og í viðtali við Lestina á Rás 1
sagði hún orðrétt: „Platan fjallar
um það að vera nógu mjúkur og op-
inn til þess að geta haldið áfram að
læra, læra um sjálfan sig og heim-
inn, og taka burt skjöldinn sem
maður setur upp þegar maður að
vandræðast með sjálfan sig.“
Nú hef ég það staðfest að næsta
plata Jónasar Sig, Milda hjartað, er
ekki í ósvipuðum pælingum. Nýjar
kynslóðir og endurnýjuð viska?
Nafn plötunnar er þá forn-ensk út-
gáfa af enska orðinu „anneal“ sem
þýðir að hita málm svo hægt sé að
beygja hann til og styrkja hann um
leið. Umgjörðin um þessa plötu,
kynningarmyndirnar og þess hátt-
ar, ýjar að því að Sigrún ætli að
taka þetta úr fyrir landsteinana.
Slíkar hugmyndir eru a.m.k. á borð-
inu. „Það eru engin strandhögg á
erlendri grundu í höfn,“ segir hún.
„En það er samt eitthvað sem ég er
að vonast mikið eftir fyrir þetta efni
og það sem á eftir kemur.“
Út í óvissuna
» Bæði er tónlistar-umhverfið hérna
frjósamt en af því að
margar flottar konur
hafa verið að gera
spennandi hluti, opnar
það dyr og hugmyndir
fyrir yngri konum sem
eru kannski að taka sín
fyrstu skref.
Onælan er fyrsta
platan sem SiGRÚN
gefur út í fullri lengd
en fyrir liggja þrjár
stuttskífur sem komu
út 2016 og 2017.
Óræð Tónlist
Sigrúnar fer í
óvæntar áttir og
ekkert er eins
og það sýnist.