Morgunblaðið - 29.09.2018, Side 36

Morgunblaðið - 29.09.2018, Side 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2018 ✝ Steinvör FjólaGuðlaugsdóttir fæddist í Reykjavík 11. ágúst 1928. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík hinn 6. september 2018. Foreldrar henn- ar voru Elín Bene- diktsdóttir, f. 4. febr. 1895 á Pat- reksfirði, d. 31. mars 1970 í Reykja- vík, húsfreyja, og Guðlaugur Kristjánsson, f. 3. ágúst 1894 í Ólafsvík, d. 8. sept. 1974 í Reykjavík, skósmiður. Fjóla var fimmta í röðinni af átta syst- kinum. Þau eru Sveinn, Halldóra björg, f. 3.2. 1951, gift Hauki Haukssyni. Þau eiga þrjú börn og sex barnabörn. 4) Magnús Krist- insson, f. 15.9. 1953, kvæntur Eddu Erlendsdóttur. Þau eiga þrjú börn og sjö barnabörn. 5) Guðrún, f. 2.9. 1955, gift Braga Pálmasyni. Þau eiga þrjú börn og fjögur barnabörn. 6) Hafdís Erla, f. 3.6. 1958. Hún á þrjá drengi og fjögur barnabörn. 7) Reynir Elf- ar, f. 28.10. 1960, kvæntur Gunni Stellu Kristleifsdóttur. Þau eiga tvær dætur, en fyrir á Reynir tvo drengi og eitt barnabarn. Fjóla gekk í Skildinganesskóla og tók síðan tvö ár í Húsmæðra- skólanum á Hallormsstað og út- skrifaðist þar árið 1947. Hún starfaði alla sína tíð sem hús- móðir og verkakona. Í lok árs 2017 fluttist hún á Hrafnistu í Reykjavík. Útför hennar fór fram frá Langholtskirkju 28. september 2018. (Dóló), Gunnar, Pál- ína, Hafdís (Hadda), Guðrún Guðný (Dúna) og Reynir. Hinn 25. október 1947 giftist Fjóla Kristni Magnússyni, húsasmíðameistara, f. 3. mars 1924 í Reykjavík, d. 30. mars 1999. Börn þeirra eru: 1) Sig- ríður Svava, f. 31.3. 1948, en lést langt um aldur fram 27. desember 2005. Hún var gift Sigfúsi Þormar, eiga þau þrjú börn og sex barnabörn. 2) Pálína, f. 10.7. 1949. Hún á tvö börn og fimm barnabörn. 3) Magnea Ingi- Kletturinn er fallinn Yndisleg móðir okkar er látin. Það er ekki öllum gefið að eignast dásamlega foreldra en við vorum þau heppnu. Þau eignuðust sjö börn og þegar móðir okkar lést átti hún 21 barnabarn og 33 lang- ömmubörn. Lífið var ekki alltaf dans á rósum hjá henni en einstök glaðværð og eljusemi var henni í blóð borin. Aðeins fimm ára varð hún fyrir því óhappi að borða vít- issóda. Við það brann vélindað og varð hún að ganga daglega í tvö ár upp á Landspítala úr Skerjafirð- inum, langur vegur fyrir litla fæt- ur, til að reyna að láta víkka þetta allt sem brann og hefur það örugglega mótað hana mikið. Hún kynntist pabba ung að ár- um og þegar hún fór á Hús- mæðraskólann á Hallormsstað var pabbi hræddur um að missa hana í einhvern bóndann svo að þau trúlofuðust þegar hún hafði lokið fyrra árinu. Þau keyptu sína fyrstu íbúð á Miklubraut 70 og giftu sig 25. október 1947 og fædd- ist fyrsta barnið 31. mars 1948. Síðan komu börnin koll af kolli. Það var marga munna að fæða og marga að klæða. Þau stækkuðu við sig húsnæði og árið 1958 var flutt í Goðheima 4 í hús sem pabbi byggði með vinnufélaga sínum. Öllum fannst við hafa verið að flytja upp í sveit enda nokkrir sveitabæir nálægt okkur en auð- vitað stækkaði borgin hratt og eru Heimarnir nú næstum því miðbær Reykjavíkur í dag. Tíminn leið, börnin stækkuðu og urðu þurftameiri og ákvað mamma að fara út að vinna. Það þótti okkur skrýtið en hún valdi það að starfa á nóttinni við að þrífa á Hótel Sögu þannig að börnin gætu haft hana heima þegar þau kæmu úr skólanum. Það voru oft tilbúnar heimabakaðar kökur, kleinur og brauð þegar svangir munnar komu heim. Síðar fór hún að vinna hjá Hraðfrystistöðinni og vann hún þar þangað til að hún hætti vegna aldurs. Þau ferðuðust mjög víða, bæði innanlands sem utan. Þau heim- sóttu börnin sem dvöldu erlendis um tíma t.d. í Þýskalandi, Ísrael, Ameríku og Noregi. Einnig fóru þau á Íslendingaslóðirnar til Kan- ada, til Ítalíu, Norðurlandanna sem og til fleiri landa. Eitt skipti fóru þau til Feneyja og var þung handtaskan sem borin var heim úr þeirri ferð. Þau höfðu keypt Fen- eyjakristal handa öllum börnum sínum sem var jólagjöfin það árið. Hún var mjög listræn, sneið og saumaði kjóla og kápur á stelp- urnar og buxur á strákana, prjón- aði lopapeysur og seldi, málaði postulín og olíumálverk sem fóru m.a. á sýningu o.fl., o.fl. Mamma var með stálminni og var oft spurð um hluti frá fyrri tíma sem margir höfðu þegar gleymt. Hún var mjög vinamörg og heyrðum við oft hláturinn glymja hér og þar og ekki síst þeg- ar systurnar fjórar hittust, þá var mikið hlegið og mikið gaman. Ávallt studdu þær hve aðra í gegnum lífið. Mamma var einstök kona, var mikill vinur okkar systkina og vin- ur vina okkar og studdi okkur allt- af í okkar eigin ákvörðunum. Takk fyrir allt! Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hvíl í friði, elsku mamma. Pálína, Magnea, Magnús, Guðrún, Hafdís og Reynir. Takk, elsku Fjóla mín, takk fyrir yndislega vináttu, hláturinn, sögurnar, bíltúrana, fróðleikinn og umhyggjuna. Þú verður alltaf hjá okkur. Þú hafðir fagnað með gróandi grösum og grátið hvert blóm, sem dó. Og þér hafði lærst að hlusta uns hjarta í hverjum steini sló. Og hvernig sem syrti, í sálu þinni lék sumarið öll sín ljóð, og þér fannst vorið þitt vera svo fagurt og veröldin ljúf og góð. (Tómas Guðmundsson) Með virðingu og þökk Þín tengdadóttir, Gunnur Stella. Við erum öll harmi sleginn við fráfall hennar Fjólu tengda- mömmu okkar. Hún var svo glöð í bragði, eins og alltaf, tveimur dög- um fyrir andlátið, en svona eru ör- lögin. Hún er nú komin til hans Krist- ins síns sem lést 1999, en þau voru tengd sterkum böndum í gegnum lífið. Saman áttu þessi glæsilegu hjón þá gæfu að ala upp sjö mynd- arleg börn. Það var mikið heilla- spor fyrir okkur tengdabörnin að ganga inn í fjölskylduna, þegar við eignuðumst maka úr þeim hópi. Þau hjónin tóku okkur opnum örmum og við gátum alltaf reitt okkur á hjálpfýsi þeirra þegar þörf var á. Við minnumst allra góðu stundanna á heimilinu, þar sem allir voru vafðir umhyggju. Fjóla fylgdist vel með velferð allra og sló oft á létta strengi. Eftir- minnilegar eru allar matarveisl- urnar fyrir stóran fjölskylduhóp- inn, sem stækkaði með börnum og barnabörnum. Hún var snillingur í matseldinni, enda með menntun frá Húsmæðraskólanum á Hall- ormsstað og nutu dæturnar góðs af þekkingu mömmu. Frægust er hin sérstaka aspassúpa hennar, sem nú einkennir hverja hátíðar- máltíð í fjölskyldunni. Á jólum mátti enginn fara í jólaköttinn því alltaf var Fjóla með gjafir handa hverjum og einum, þótt barna- fjöldinn væri orðinn mikill. Svona var hún umhyggjusöm, alltaf að hugsa um aðra. Hún Fjóla var glæsileg kona og lagði hart að sér í lífinu. Auk þess að ala upp börnin með miklum myndarskap vann hún mikið utan heimilis. Á kvöldin var saumað eða prjónað og urðu þá margar lopapeysurnar til. Þegar börnin voru uppkomin og tími gafst fyrir tómstundir sótti hún námskeið í málaralist og þá uppgötvaðist að þar var listamaður á ferð svo eftir var tekið. Nú prýða mörg málverk frá þessari listsköpun hennar veggi á heimilum okkar og víðar. Við geymum fallega minningu um einstaka konu, hana Fjólu. Hún var ósérhlífin, æðrulaus og fór í gegnum lífið með glaðværð og bros á vör. Síðustu árin átti hún í veikindum, en það var ekki henn- ar háttur að kveinka sér. Mesta gæfa hennar í lífinu var að eignast hann Kristin, tengdapabba, sem lífsförunaut. Þau voru einstaklega samtaka í öllu sem þau gerðu sam- an á lífsleiðinni. Vinnudagurinn var oft langur, en þegar um hægð- ist seinni árin gátu þau gefið sér tíma fyrir áhugamálin, ferðalög og tómstundir. Alltaf var þó fjöl- skyldan þeirra líf og yndi og þess nutum við öll góðs af. Það var allt- af skjól og hlýja á heimili hennar. Við söknum Fjólu sárt en vitum að hún er hamingjusöm að vera komin til síns elskaða Kristins. Guð blessi minningu hennar. Bragi, Edda, Gunnur Stella, Haukur og Sigfús. Við allt viljum þakka, amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá, þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig, elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu, góði guð, í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo, amma, sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Hvíldu í friði, elsku hjartans amma okkar. Teitur, Dagur, Kristína og Emilía Reynisbörn. Það er ekki nóg af orðum til sem gætu mögulega lýst því hvað hún amma mín var mér. Hún var miklu meira en amma mín. Hún var eins og sagt er í Ameríkunni „my person“. Hún var fyrimynd, sú sem ég leit upp til, sú sem ég leitaði til, persónan sem ég gat alltaf stólað á og sú sem var alltaf í þínu liði! Hún var ekki bara besta amma í heimi, hún var ein af þeim bestu mann- eskjum sem ég hef komist í kynni við. Ég get ekki lýst hversu þakk- látur ég er að þú varst, amma mín! Að ég hafi fengið að búa hjá þér öll þessi ár, að fá að sjá hlutina frá þínu jákvæða sjónarhorni, að geta brosað jafnvel þegar blés á móti, að sjá hvað réttlæti er, að læra að styðja við þá sem minna mega sín. Amma var nefnilega heilmikill sósíalisti þrátt fyrir að hún kannski kallaði það ekki svo og hún hafði rótsterka réttlætistil- finningu sem hún deildi óspart. Ég er ég að mörgu leyti eins og ég er út af ömmu og öllu því sem ég lærði af henni í gegnum árin. Þegar ég var yngri, þá var það versta sem ég gat hugsað mér, það að amma myndi einhvern tímann deyja. Ég gat ómögulega höndlað þá tilhugsun að lifa í þessum heimi án ömmu. Þegar ég kvaddi hana í síðasta skipti í ágúst, þá hafði ég það á tilfinningunni að þetta væri síðasta skiptið sem ég myndi kveðja hana. Það var samt ekki það versta sem ég gat ímyndað mér. Amma var þreytt. Hún lifði löngu og góðu lífi og þrátt fyrir erfið síðustu ár þá kvartaði hún aldrei. Þegar ég hringdi og spurði hvernig hún hefði það, þá yfirleitt svaraði hún að svo lengi sem hún gæti klætt sig þá væri ekkert að kvarta yfir. Elsku amma mín, ég á eftir að sakna þín óendanlega mikið. Þú, afi og mamma getið tekið því ró- lega saman einhvers staðar þar sem sólin skín. Við erum heppin að hafa fengið að rölta þennan spöl með ykkur. „Saprema.“ Kristinn Steinar. Elsku amma, takk fyrir yndis- legu stundirnar sem við áttum saman. Það var gott að koma til ykkar afa, alltaf nóg af skemmti- legum sögum og endalausu dekri. Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlést okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka, amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá, þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig, elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu, góði guð, í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo, amma, sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson, frá Gili) Minning þín, elsku amma, mun ætíð lifa í hjörtum okkar. Konráð, Gunnar, Jón Arnar og fjölskyldur. Nú er hún elsku amma okkar fallin frá. Konan með fallega bros- ið sem alltaf tók fagnandi á móti okkur og lumaði á brjóstsykur- mola eða öðrum sætindum. Konan sem hafði endalausa ást og hlýju að gefa. Amma okkar var sterk og mögnuð manneskja sem eignaðist sjö börn og skilaði þeim öllum með sóma út í lífið. Henni leið alltaf best þegar hún vissi að okkur vegnaði vel í lífinu og það var henni fyrir öllu að við hefðum vinnu til að hafa í okkur og á. Amma okkar var sterk kona sem kenndi sér aldrei meins og viðurkenndi aldrei ef eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Við munum alltaf geyma minninguna um okkar sterku ömmu í hjarta okkar. Steinvör Fjóla Guðlaugsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA DAGMAR ÓLAFSDÓTTIR, lést í faðmi fjölskyldu sinnar mánudaginn 24. september. Útförin fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 2. október klukkan 14. Sigrún H. Gunnarsdóttir Ólafur Reimar Gunnarsson Birna Ingólfsdóttir María Manda Ívarsdóttir Elín Ívarsdóttir Hilmar Guðmundsson Díana Ívarsdóttir Guðlaugur Andri Sigfússon ömmu- og langömmubörn Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓREY JÓNÍNA ÞÓRÓLFSDÓTTIR, Þjóðbraut 1, Akranesi, lést laugardaginn 22. september á Sjúkrahúsi Akraness. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 4. október klukkan 13. Ævar Hreinn Þórðarson Pálmi Þór Ævarsson Petrína Jónsdóttir Sigþóra Ævarsdóttir Heimir Hallsson Elva Björk Ævarsdóttir Bjarni Þór Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, GUÐRÚN HREFNA ELLIÐADÓTTIR, Fannafold 118, lést á líknardeild Landspítalans 23. september. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 5. október klukkan 13. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Ljósið og Krabbameinsfélagið. Svavar Valur Svavarsson Svavar Elliði Svavarsson Anastasia Dodonova Viktor Páll Svavarsson Hermann Orri Svavarsson Karen Birta Kjartansdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og tengdadóttir, ELLEN ÁSTHILDUR RAGNARSDÓTTIR, Sléttahrauni 28, Hafnarfirði, lést mánudaginn 24. september. Útför fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 4. október klukkan 13. Róbert Friðþjófsson Ragna Björg Friðþjófsdóttir Páll Eliasen Embla Sif Eliasen tengdafjölskylda, systkini og systkinabörn Okkar ástkæra RAGNHEIÐUR SVAVA KARLSDÓTTIR, Fannagili 17, Akureyri, andaðist 24. september. Útför hennar verður gerð frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 4. október klukkan 13.30. Þeir sem vilja minnast hennar mega gjarna láta Heimahlynningu á Akureyri njóta þess. Björn Snorrason Valgerður Ósk Björnsdóttir Garðar Baldursson Kristbjörg Erna Björnsdóttir Björn Björnsson Anna Bergrós Arnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.