Morgunblaðið - 29.09.2018, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Afrísk svína-flensa veld-ur usla í
Evrópu um þessar
mundir. Upptökin
virðast hafa verið í
Eystrasaltsríkj-
unum og berst pestin með villi-
svínum. Flensan greindist í
dauðu villisvíni í Belgíu fyrir
hálfum mánuði og hafa yfirvöld í
landinu mælt fyrir um að fjögur
þúsund svínum verði slátrað til
þess að hefta útbreiðsluna. Afr-
íska svínaveiran er bráðdrep-
andi fyrir svín og villisvín, en
hættulaus mönnum.
Hefur Evrópusambandið
fagnað þessari ákvörðun Belga.
Sagði talsmaður framkvæmda-
stjórnar ESB að baráttan gegn
svínaflensu yrði forgangsmál
sambandsins vegna þess að hún
ógnaði efnahagslífi á meginland-
inu og hvatti aðildarríki þess til
að taka höndum saman.
Pestarinnar hefur nú orðið
vart í níu aðildarríkjum ESB.
Danir hafa ákveðið að girða Jót-
land af til að koma í veg fyrir að
svínaflensan berist þangað.
Í Tékklandi hafa dýralæknar
fyrirskipað að sýni verði tekin á
landamærunum úr kjöti frá
löndum þar sem svínaflensa hef-
ur greinst.
Afrísk svínaflensa berst með
ýmsum hætti, þar á meðal kjöti
og er vírusinn ansi lífseigur og
harðger. Á liðinni öld hafði belg-
ískur ferðalangur með sér
hráskinku frá Spáni. Hann henti
ókláruðum bita hjá sér út um
gluggann þar sem heimilisgölt-
urinn gæddi sér á honum og fékk
svínaflensu. Flens-
an breiddist hratt út
og á endanum þurfti
að slátra 35 þúsund
svínum.
Það er athyglis-
vert að heyra for-
ustusveit ESB gera baráttu
gegn útbreiðslu dýrasjúkdóma
forgangsmál. Talsmenn þess að
hér verði landamærin opnuð upp
á gátt hafa litlar áhyggjur af
sjúkdómum og hljóta að hreyfa
mótbárum. Þeir virðast fremur
líta svo á að slíkar áhyggjur séu
hentirök notuð til þess að verja
þrönga hagsmuni á kostnað
heildarinnar.
En er það svo? Ólíklegt er að
útbreiðsla svínaflensunnar á
meginlandinu verði áhyggjuefni
hér. Pestir virða ekki landa-
mæri, en landið er umkringt sjó
og varnirnar gegn útbreiðslu því
náttúrulegar. Væri innflutn-
ingur á kjöti óheftur myndi mál-
ið horfa öðruvísi við.
Algengt er að bakteríur, sem
eru ónæmar fyrir sýklalyfjum,
finnist í svínakjöti erlendis. Í
Danmörku mældust slíkar bakt-
eríur, sem kallast MÓSA (og
stendur fyrir Meticillin-ónæmur
staphylococcus aureus) í þriðj-
ungi svínakjöts í kjötborðum í
dönskum verslunum. Ef þær
komast í opin sár er líf í húfi.
Ýmiss konar viðbúnaður er í ís-
lenska heilbrigðiskerfinu til að
koma í veg fyrir útbreiðslu fjöl-
ónæmra baktería hér á landi.
Það er ekki sérhagsmunagæsla
að hafa varann á við því að landa-
mærin verði opnuð og innflutn-
ingur óheftur.
Heilbrigðisrök eru
ekki léttvæg þegar
kemur að matarinn-
flutningi}
Pestir og landamæri
Nokkur þrýst-ingur hefur
verið á yfirvöld í
Reykjavík undan-
farið um að horfið
verði frá því að
reisa hótel í Víkur-
garði. Sá þrýstingur jókst veru-
lega í vikunni þegar allir fjórir
heiðursborgarar Reykjavíkur,
Vigdís Finnbogadóttir, Þor-
gerður Ingólfsdóttir, Friðrik
Ólafsson og Erró, skrifuðu und-
ir áskorun um að hætt yrði við
að reisa hótelið og afhentu hana
borgarstjóra og formanni borg-
arráðs.
Í Sunnudagsblaði Morgun-
blaðsins er rætt við þá þrjá
heiðursborgara, sem staddir
eru á landinu. Þar segir Vigdís
að það sé eins og enginn staður
fái að vera í friði í Reykjavík og
það hryggi bæði yngri og eldri
Reykvíkinga. „Það byggir eng-
inn hótel á helgum reit. Svoleið-
is gera menn ekki. Ég er ekki
mikið fyrir að gagnrýna en
þetta er í fyrsta skipti sem ég
tek þátt í að skora á hið opin-
bera frá því að ég hætti í for-
setaembættinu,“ segir hún.
Friðrik segir að
sárt sé að horfa upp
á það sem sé að
gerast í Víkurgarði.
„Kirkjugarðurinn á
fyrst og fremst að
fá að halda sér í
upphaflegri mynd,“ segir hann.
„Það er til háborinnar skammar
hvernig búið er að fara með
hann.“
„Við megum ekki láta undan
græðgi okkar tíma,“ segir Þor-
gerður og bætir við: „Eigum við
ekki að staldra við og hugsa nú
þegar allar framfarir virðast
undir því komnar að maður sjái
einhverja byggingarkrana.“
Hingað til hafa borgaryfir-
völd lítið gefið fyrir mótbárur
vegna þessara framkvæmda í
hjarta borgarinnar og áhuginn
á að skipta um kúrs virðist eng-
inn. Mun það breytast þegar
þrýstingurinn kemur frá þeim,
sem borgin hefur ákveðið að
heiðra? „Skákin er ekki búin og
við höldum áfram að berjast,“
segir Friðrik í viðtalinu í
Sunnudagsblaðinu. Stórmeist-
arinn er vanur að tefla til sig-
urs.
Þrýstingurinn á
borgina vegna Vík-
urgarðs hefur
þyngst verulega}
Skákin er ekki búin
F
lestir þekkja hugtakið um nálg-
unarbann þó ekki farið mikið fyr-
ir því í daglegri umræðu. Nálg-
unarbanni er ætlað að bæta
réttarstöðu þolenda heimilis-
ofbeldis og annarra þolenda ofbeldis og of-
sókna. Markmiðið er að vernda þann sem brot-
ið er á og fyrirbyggja frekara ofbeldi. Með ört
vaxandi tækniþróun nýtist nálgunarbann einn-
ig til að koma í veg fyrir að einstaklingur sé
áreittur með rafrænum hætti, svo sem í gegn-
um samfélagsmiðla, tölvupósta o.fl.
Á undanförnum árum hafa komið upp fjöl-
mörg mál þar sem einstaklingar hafa verið
beittir ofbeldi, sætt ofsóknum eða hótunum og
í framhaldi óskað eftir nálgunarbanni á þann
sem ofbeldinu beitir. Fjallað hefur verið um
sum þessara mála í fjölmiðlum en þau eru þó
talsvert fleiri en við gerum okkur grein fyrir.
Ég, ásamt þingmönnum allra flokka á Alþingi, höfum
lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um nálg-
unarbann. Með breytingum, sem ég tel að séu til bóta, á
núverandi lögum er ætlunin að auka skilvirkni við meðferð
mála um nálgunarbann, setja reglur um vægari úrræði,
gera greinarmun á nálgunarbanni og brottvísun af heimili
og um leið létta á dómstólum landsins.
Ákvörðun um nálgunarbann er aldrei tekin af léttúð.
Ákvörðunin er vissulega íþyngjandi fyrir þann sem henni
sætir og það þarf að meta í hvert skipti hvort réttlætan-
legt sé að skerða frelsi viðkomandi með því að banna hon-
um eða henni að nálgast eða hafa samband við
annan einstakling. Á sama hátt er það skerðing
á friðhelgi og frelsi brotaþola að þurfa að
breyta högum sínum og háttum vegna síendur-
tekins ofbeldis eða ofsókna.
Rétt er að hafa í huga að það er töluverður
munur á því að fjarlægja einstakling af heimili
og að fá nálgunarbann. Nálgunarbann er fyrst
og fremst ráðstöfun til að tryggja friðhelgi
brotaþola, enda eiga allir rétt á því að vera í
skjóli frá einstaklingum sem teljast líklegir til
að vinna þeim mein eða ofsækja á annan hátt,
t.d. með rafrænum hætti. Það að fjarlægja ein-
stakling af heimili felur í sér mun meiri þvingun.
Núgildandi lög voru samþykkt fyrir um sjö
árum síðan. Nú er komin reynsla á þau lög og
það er eðlilegt að staldra við og meta hvað
megi betur fara. Haft var samráð við nokkur
lögregluembætti og aðra sem starfa á þeim
vettvangi þar sem krafa um nálgunarbann hefur verið til
meðferðar. Niðurstaðan er sú að það þurfi að gera breyt-
ingar á núgildandi lögum til að tryggja skilvirkari fram-
kvæmd með hag allra að leiðarljósi. Það er hluti af starfi
alþingismanna, að meta hvort og þá hvernig bæta megi
löggjöfina og láta síðan af því verða. Það er einmitt það
sem ég tel mig vera að gera með þessu frumvarpi.
aslaugs@althingi.is
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Skilvirkari lög um nálgunarbann
Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari
Sjálfstæðisflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Veiðistjórnun á grásleppu oghvernig henni verður hag-að til framtíðar var verk-efni vinnuhóps sem hefur
skilað skýrslu til sjávarútvegs-
ráðherra. Þar er farið yfir kosti og
galla núverandi veiðistjórnunar á
hrognkelsaveiðum, sem byggist á
veiðileyfum sem í gildi voru 1997, en
taka þyrfti tillit til margra þátta ef
farið yrði út í breytingar á kerfinu.
Í niðurstöðum hópsins er bent á
hvaða aðferð starfshópurinn telur að
taki best tillit til aðstæðna verði
ákveðið að breyta veiðistjórn í grá-
sleppu á þann hátt að veiðunum
verði stjórnað á grundvelli úthlutaðs
aflamarks, eins og á við flestar teg-
undir í stjórnun fiskveiða hérlendis.
Ef breyta á fyrirkomulagi veiði-
stjórnunar í grásleppu þarf laga-
breytingu til. Nú hafa um 450 bátar
réttindi til þess að veiða grásleppu
og hafa ýmist veitt sjálfir, geymt
leyfin, leigt þau út eða jafnvel selt
þau, eins og segir í skýrslunni. Fjár-
hagsleg verðmæti felast í stærð leyf-
isins og geta þau verið á bilinu 120-
150 þúsund krónur á hvert brúttó-
tonn, þannig að á 10 tonna bát gæti
leyfið verið á 1,2-1,5 milljónir. Fram
kemur að ef skoðaðir eru dómar á
sviði fiskveiðistjórnunar sé ljóst að
löggjafanum hafi verið gefið talsvert
svigrúm þegar komi að breytingum
á lögum er varða fiskveiðistjórnun
þrátt fyrir að slíkar breytingar hafi
áhrif á atvinnufrelsi þeirra sem
stunda fiskveiðar.
Efnislegur mælikvarði
Í skýrslunni segir: „Í dag er
grásleppuveiðum stjórnað eftir
ákveðnum reglum sem styðjast við
efnislegan mælikvarða, s.s. rétturinn
til að fá leyfi verður að vera leiddur
af þeim skipum sem rétt áttu til leyf-
is á grásleppuvertíðinni 1997. Þann-
ig er nú þegar til staðar takmörkun á
því hvaða bátar geta fengið veiðileyfi
og sá hópur yrði enn frekar tak-
markaður ef úthluta á aflahlutdeild
til báta á grundvelli veiðireynslu.
Hér þarf að skoða hvort þeir að-
ilar sem eiga rétt til að fá leyfi í grá-
sleppu geti átt réttmætar væntingar
til þess að veiðistjórnun í grásleppu
verði ekki breytt á þann hátt að sá
réttur verði afnuminn með lögum.
Hér þarf að líta til þess hve lengi
stjórnunin hefur verið með þeim
hætti sem hún er í dag og fram-
kvæmd annarrar veiðistjórnunar sem
breytt hefur verið yfir í aflahlutdeild.
Því lengra aftur sem farið er við
mat á veiðireynslu minnka líkurnar á
því að aðilar sem ekki hafa nýtt rétt
sinn til að fá leyfi eigi réttmætar
væntingar til þess að veiðistjórnun í
grásleppu verði ekki breytt á þann
hátt að réttur þeirra til að fá leyfi
verði felldur niður með lögum.“
Síðar í samantektinni segir að
heimilt sé að breyta tilhögun veiði-
stjórnar í grásleppu án þess að bætur
komi til fyrir þá aðila sem ekki hafa
nýtt réttinn til veiða á þeim viðmið-
unartíma sem ákveðinn verður, að því
gefnu að byggt sé á lögmætum sjón-
armiðum. „Flestir handhafar munu fá
þennan rétt bættan í formi aflaheim-
ilda. Þeir sem ekki munu fá þetta
bætt eru þeir sem ekki hafa stundað
veiðarnar sjálfir á undanförnum ár-
rum en það er megineinkenni ís-
lenskrar fiskveiðistjórnunar að tak-
mörkun á veiðum í tegundum fer
fram á grundvelli veiðireynslu,“ seg-
ir í skýrslunni.
Þrjú bestu árin af sex
Í lok skýrslunnar eru settar
fram tillögur þess efnis að verði
ákveðið að breyta veiðistjórn í grá-
sleppu og úthluta aflamarki verði
viðmiðunartími tvöfaldaður, þ.e. að
byggt verði á veiðireynslu í sex ár og
miðað við þrjú bestu árin af sex.
Veiðireynsla fylgi leyfum en þeir
sem framselt hafa leyfi sín á tíma-
bilinu frá 2013-2018 til annarra
myndu ekki fá úthlutaða aflaheimild,
enda sé hægt að líta svo á að þeir
hafi hætt að stunda veiðar á grá-
sleppu.
Í starfshópnum sátu tveir
fulltrúar tilnefndir af ráðherra og
einn tilnefndur af Landssambandi
smábátaeigenda. Skýrsluna er að
finna á samráðsgátt stjórnarráðsins
og er opið fyrir innsendingu um-
sagna til 11. október.
Flækjustig verði grá-
sleppa sett í aflamark
Í sumar stunduðu 222 bátar grásleppuveiðar, en um 450 bátar hafa rétt
til grásleppuveiða. Flestir voru bátar á grásleppuveiðum árið 2011 er
þeir voru 369, en á síðustu árum voru þeir fæstir 2007 eða aðeins 139.
Bátar sem eru 15 brúttótonn eða stærri geta ekki fengið grá-
sleppuleyfi. Veiðum er stjórnað með takmörkunum á því hverjir geta
fengið leyfi, dagafjölda á veiðum, netafjölda og lengd neta.
Aflaverðmæti á vertíðinni sem lauk 12. ágúst sl. nam 942 milljónum,
að því er fram kom á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda í
sumar.
222 bátar á veiðum í ár
AFLAVERÐMÆTI 942 MILLJÓNIR
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Siglufjörður Mörg handtök fylgja verkun grásleppunnar víða um land.