Morgunblaðið - 29.09.2018, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2018
Bogi Þór Arason
Jón Birgir Eiríksson
Dómsmálanefnd öldungadeildar
Bandaríkjaþings samþykkti í gær
að leggja til að tilnefning Bretts
Kavanaughs í embætti hæstarétt-
ardómara yrði staðfest í öldunga-
deildinni.
Einnig var samþykkt að óskað
yrði eftir því við Donald Trump
Bandaríkjaforseta að gerð yrði ný
rannsókn alríkislögreglunnar FBI
á ásökunum kvenna á hendur Kav-
anaugh um kynferðisofbeldi. Sam-
þykkti Trump tillöguna, en rann-
sóknin mun að beiðni nefndarinnar
ekki taka lengri tíma en eina viku.
Ellefu repúblikanar eru í nefnd-
inni og þeir greiddu allir atkvæði
með tillögunni. Tíu demókratar
eiga sæti í nefndinni og voru allir
andvígir tilnefningunni. Þeir höfðu
krafist þess að atkvæðagreiðslunni
yrði frestað til að alríkislögregan
FBI gæti rannsakað ásakanirnar á
hendur Kavanaugh.
Fyrir atkvæðagreiðsluna var tal-
ið óvíst hvort Jeff Flake, repúblik-
ani frá Arizona, styddi tillöguna en
hann sagði skömmu áður en fund-
ur nefndarinnar hófst í gær að
hann hygðist greiða atkvæði með
henni. Á síðustu stundu gerði hann
að skilyrði fyrir stuðningi sínum að
óskað yrði eftir fyrrnefndri rann-
sókn sem tæki ekki lengri tíma en
eina viku.
Þótti mjög trúverðug
Lokaatkvæðagreiðsla um til-
nefninguna fer fram í öldunga-
deildinni, en repúblikanar eru með
nauman meirihluta í deildinni, 51
sæti á móti 49. Ef allir demókrat-
arnir hafna tilnefningunni fellur
hún ef tveir repúblikanar greiða
atkvæði gegn henni.
Ef 50 þingmenn greiða atkvæði
með henni og jafnmargir á móti
getur Mike Pence, varaforseti
Bandaríkjanna, greitt oddaat-
kvæði. Talið er að tvær konur úr
röðum repúblikana í öldungadeild-
inni geti ráðið úrslitum, þær Susan
Collins og Lisa Murkowski.
Donald Trump Bandaríkjafor-
seti áréttaði stuðning sinn við Kav-
anaugh eftir að dómaraefnið kom
fyrir nefndina í fyrradag og varðist
ásökunum sálfræðiprófessorsins
Christine Blasey Ford og tveggja
annarra kvenna sem hafa sakað
Kavanaugh um kynferðisofbeldi.
Ford kom einnig fyrir nefndina
og sakaði Kavanaugh um tilraun til
nauðgunar. Einn stjórnmálaskýr-
enda Fox News, Chris Wallace,
sagði að vitnisburður hennar hefði
verið „mjög tilfinningaþrunginn“,
„mjög trúverðugur“ og „þungt
áfall“ fyrir repúblikana.
Kavanaugh kvaðst vera saklaus
af ásökunum um kynferðisofbeldi,
virtist vera gráti nær þegar hann
sagðist hafa beðið fyrir Ford, og
gagnrýndi demókrata harkalega
fyrir að standa á bak við þær.
Trump sagði að vitnisburður dóm-
araefnisins hefði verið „öflugur,
hreinskilinn og áhrifamikill“.
Meðalfylgi síðustu forseta í
könnunum fyrsta 21 mánuðinn
í valdatíð þeirra (í %)
Fylgi forseta
Bandaríkjanna
200 400 600
1. dagurinn
1. dagurinn
200. 400. 600.
615. dagurinn
6 vikum
fyrir
þingkosningar
41,4
45,3
64,5
44,945.5
68,0
46,0
54,0
36,4
Trump deilir
við bandarísku
alríkislögregluna
FBI
Stórauknum
fjárlagahalla spáð.
Áform Obama um að
breyta heilbrigðis-
kerfinu mæta andstöðu
Fylgi Bush stórjókst
eftir hryðjuverkin
11. sept. 2001
Efnahagsleg
endurreisnaráætlun (Clinton)
Óánægja með
stefnu Clintons
nær hámarki
44,7
60,9
88,4
36,8
Heimild: projects.fivethirtyeight.com
Donald Trump Bill ClintonGeorgeW. BushBarack Obama
2017- 1993-20012009-2017 2001-2009
90%
80
50
20
30
Þingnefnd styður
tilnefninguna
Donald Trump óskar eftir rannsókn FBI á Kavanaugh
Öflugur jarðskjálfti reið yfir eyjuna
Sulawesi á Indónesíu í gær og olli
flóðbylgju sem skall á Palu, 350.000
manna borg um 80 km frá skjálfta-
miðjunni. Fregnir hermdu að mörg
hús hefðu hrunið í náttúruhamför-
unum.
Ekki var vitað hvort manntjón
hefði orðið í skjálftanum, samkvæmt
síðustu fréttum í gær. Hann var öfl-
ugri en jarðskjálftar sem kostuðu
rúmlega 550 manns lífið á eyjunum
Lombuk og Sumbawa í sumar, auk
þess sem um 400.000 manns misstu
heimili sitt.
Jarðskjálftinn í gær mældist 7,5
stig og olli mikilli skelfingu meðal
Sulawesi-búa sem hlupu út á götur
og forðuðu sér frá ströndinni af ótta
við flóðbylgju. Almannavarnastofn-
un landsins gaf út flóðbylgjuviðvör-
un en aflétti henni tæpri klukku-
stund síðar. Seinna voru birt
myndskeið þar sem flóðbylgja sjást
skella á nokkrum byggingum í Palu.
Sjór flæddi einnig inn í stóra mosku í
borginni, að sögn fréttaveitunnar
AFP. Almannavarnastofnun Indó-
nesíu sagði að flóðbylgjan hefði verið
allt að 1,5 metra há.
„Við höfum fengið upplýsingar um
að mörg hús hefðu hrunið í skjálft-
anum,“ hefur AFP eftir talsmanni al-
mannavarnastofnunarinnar. Hann
sagði að björgunarsveitir hefðu verið
sendar á svæðin þar sem tjónið var
mest.
Á jarðskjálftabelti
Jarðhræringar og eldgos eru al-
geng á Indónesíu. Landið er á svæði
sem nefnt hefur verið „Eldhringur-
inn“ sem liggur umhverfis Kyrrahaf,
meðfram Suður- og Norður-Amer-
íku, suður yfir Japan, Indónesíu, Fil-
ippseyjar og til Nýja-Sjálands. Á
Eldhringnum eru meira en 75% eld-
fjalla heimsins og þar verða um það
bil 90% af öllum jarðskjálftum
heims.
Lombok
500 km
MALASÍA
INDÓNESÍA
INDLANDS-
HAF
JAKARTA Bali AUSTUR-
TÍMOR
Jarðskjálfti í Indónesíu
Jövuhaf
Miðja skjálfta
semmældist
7,5 stig
Sulawesi
AFP
Eyðilegging Verslunarmiðstöð sem hrundi í borginni Palu þegar jarð-
skjálfti reið yfir í gær. Mörg hús eru sögð hafa hrunið í hamförunum.
Skjálfti olli
flóðbylgju
Hús hrundu og fólk flúði í skelfingu
Hundruð lögreglumanna í Dan-
mörku leituðu í gær að þremur
mönnum í mjög viðamikilli aðgerð
sem náði til nær alls landsins. Yfir-
völd sögðu að mennirnir væru
grunaðir um „alvarlega glæpi“ og
hefðu verið í Volvo-bíl sem var stol-
ið í Svíþjóð fyrir fimm dögum. Bíll-
inn fannst síðdegis í gær en ekki
kom fram hvort mennirnir náðust.
Vopnaðir lögreglumenn og her-
menn tóku þátt í leitinni að mönn-
unum, að því er fram kom á frétta-
vef danska ríkisútvarpsins.
Ferju- og lestasamgöngur stöðv-
uðust og brúm var lokað vegna leit-
arinnar. Eyrarsundsbrúin, milli
Svíþjóðar og Danmerkur, var lokuð
í um tvær klukkustundir og einnig
Stórabeltisbrúin milli Sjálands og
Fjóns. Danski herinn staðfesti að
hermenn hefðu tekið þátt í leitinni.
Ekki kom fram hvers konar glæpi
mennirnir eru grunaðir um.
DANMÖRK
Mjög viðamikil leit
að glæpamönnum
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
., '*-�-��,�rKu�,
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
æli- & frystiklefar
í öllum stærðum
K
Bernhard - Honda á Íslandi
Vatnagörðum 24 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.honda.is
Umboðsaðilar: Bernhard, Reykjanesbæ, sími 421 7800 • Bílver, Akranesi, sími 431 1985
Höldur, Akureyri, sími 461 6020 • Bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535
VERÐ KR. 1.690.000
4X4 • AFLSTÝRI • DCT SJÁLFSKIPT
SJÁLFSTÆÐ FJÖÐRUN • VATNSKÆLT
TRX420FA6