Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2018, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.9. 2018 FERÐALÖG Heimamenn í Essouria (boriðfram Esvíra) njóta þess aðsegja frá því þegar Jimi Hendrix dvaldi í borginni á sjöunda áratugnum. Þar er meira að segja að finna kaffihús nefnt eftir rokkgoðinu og bæjarbúar halda því fram að lagið Castles made of sand sé innblásið af varðturninum Borj El-Berod. Það var ekki hægt að stíga inn í leigubíl eða á kaffihús í Essouria án þess að heyra fólk stæra sig af Jimi Hendrix. Sögum ber þó ekki saman um hversu lengi hann dvaldi þar. Eftir dálitla eftirgrennslan virðist hann aðeins hafa heimsótt Essouria einu sinni, ár- ið 1969. Andi hippaáranna loðir engu að síður við þennan ævintýralega litla bæ við Atlantshafið. Essouria var vin- sæll áfangastaður á tímum andlegrar vakningar, frjálsra ásta og auðvitað hasspípunnar. Cat Stevens, Bob Dyl- an, Rolling Stones og Frank Zappa voru allir gestir borgarinnar og má sjá plaköt og myndir af þeim víðs- vegar um göturnar. Ég heimsótti Essouria í lok sumars á ferðalagi um Marokkó og dvaldi þar í nokkra daga. Marokkó er stórt land og það þyrfti helst að fara í margar og langar ferðir þangað til að ná að upp- lifa alla töfra þess. Marrakesh, borgin rauða, er ævintýraleg, glæsileg og ómissandi viðkomustaður, en hún getur jafnframt verið þreytandi sök- um mannmergðar, áreitis og mikils hita, að minnsta kosti að sumri til. Es- souria, sem er í þriggja tíma öku- fjarlægð frá Marrakesh, einkennist af bláum lit frekar en hinum rauða og er eins og ferskur andblær. Essouria er þekkt sem vindaborgin mikla því það er stöðugur vindur í borginni, stund- um of mikill, segja heimamenn. En undir lok ágústmánaðar í þurrum hita Norður-Afríku var vindgust- urinn kærkominn og hitastigið í Es- souria þægilegt og ávallt um tíu gráð- um svalara en í Marrakesh. Eins og að fara inn í tímavél Þegar gengið er inn um virkishlið Es- souria inn í hið svokallaða medina (en það er orð yfir gamla miðbæinn í marokkóskum borgum) er eins og maður fari inn í tímavél. Göturnar eru svo þröngar að bílar komast ekki þangað inn fyrir, sölubásar eru alls staðar sem augað eygir, og það er ys og þys og fólk úti um allt og sætur ilmur af kryddi blandast sjávar- angan. Mávar svífa um yfir virkinu og klettunum þar sem kraftmiklar öld- urnar brotna. Til að auka á þennan ævintýralega blæ glymur svo bæna- kallið úr moskunum fimm sinnum á dag yfir borgina, líkt og í öðrum borg- um þessa lands. Essouria er umkringd virkis- múrum. Nafn borgarinnar þýðir „litla virkið“ á arabísku og fögur er hún sem málverk. Blá og hvít húsin, höfn- in og fagurbláir fiskibátarnir, hafið og sandlitir virkismúrarnir og hlíðin, „Babs“ eins og þau eru kölluð, skreytt með ýmsum táknum úr músl- imatrú og gyðingatrú en það er stórt gyðingahverfi í borginni. Frá norð- urhliðinu, Bab Doukkala, gengur maður inn á aðaltorgið Place Moulay Hassan og þaðan fikrar maður sig inn í völundarhús af götum inni í medina. Það er þó ekki eins erfitt að rata og maður heldur í fyrstu, en ég myndi þó Kettir eru allstaðar á götum Essouria. Þessi lét fara vel um sig í teppasölubúð. Rómantískur hippabær Virkisborgin Essouria er ævintýralega falleg og liggur á vesturströnd Marokkós við Atlantshafið. Hún er þekkt sem borg vindanna og vinsæl meðal brimbrettafólks. Borgin er mun rólegri og afslappaðri en hin fágaðri Marrakesh sem er í þriggja tíma akstursfjarlægð. Texti: Anna Margrét Björnsson amb@mbl.is Ljósmyndir: Anna Margrét Björnsson og Jón Ólafur Stefánsson Fagurbláir fiskibátar prýða höfnina. Virkið má sjá í bakgrunninum. SÍGILDIR SUNNUDAGAR Fyrsta flokks kammertónlist Sígildir sunnudagar eru klassísk tónleikaröð þar sem boðið er upp á fjölbreytt úrval kammertónleika. Sunnudaga kl. 16:00 í Hörpu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.