Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2018, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.9. 2018 LESBÓK POPP Ástralska söngkonan Kylie Minogue verður mögulega loksins eitt af aðalnúmerunum á hinni vin- sælu Glastonbury-tónlistarhátíð í Bretlandi á næsta ári, að því er dagblaðið The Sun kveðst hafa heimildir fyrir frá innanbúðarmanni á hátíðinni. Minogue átti að troða þar upp fyrir þrettán árum en varð að hætta við eftir að hún greindist með brjóstakrabbamein. Hún kom fram sem gestur með Scissor Sisters’ árið 2010 en hefur enn ekki sungið eigið efni fyrir poppþyrsta á Glastonbury. Heimildarmaður The Sun segir söngkonuna mjög spennta yfir þessu tækifæri enda hafi það mikla tilfinn- ingalega þýðingu fyrir hana. Um er að ræða svokallað „goðsagnarhlutverk“ sem fólk á borð við Tom Jones, Dolly Parton og Lionel Richie hefur gegnt áður. Minogue loks á Glasto? Kylie Minogue er fimmtug að aldri. Reuters KVIKMYNDIR Eftir fimm ára bið er breski leikstjórinn með stóra nafnið, Steve McQueen, loksins kominn með nýja mynd en Widows var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto á dögunum. Síðasta mynd McQueens, 12 Years a Slave, féll sem kunn- ugt er í frjóa jörð og var meðal annars valin besta myndin á Óskarshátíðinni. Widows er af allt öðru tagi, þriller þar sem hópur kvenna spreytir sig á innbroti eftir að eigin- menn þeirra týna lífi við sömu iðju. Myndin hefur fengið góða dóma og þykir líkleg til af- reka. Með helstu hlutverk fara Viola Davis, Michelle Rodriguez og Elizabeth Debicki. Ekkjurnar láta greipar sópa Viola Davis fer með aðalhlutverkið í Widows. AFP Edda Sif Pálsdóttir, einn stjórnenda. Landinn rís RÚV Hinn sívinsæli þáttur Landinn hefur göngu sína eftir sumarfrí í kvöld, sunnudagskvöld. Landinn fer sem fyrr um landið og hittir fólk sem er að gera áhugaverða og skemmtilega hluti. Umsjónarmenn eru Gísli Einarsson, Þórgunnur Oddsdóttir, Edda Sif Pálsdóttir, Gunnar Birgisson og Halla Ólafs- dóttir. Dagskrárgerð: Karl Sig- tryggsson, Magnús Atli Magnússon, Gunnlaugur Starri Gylfason og Jó- hannes Jónsson. STÖÐ 2 Sindri Sindrason heldur áfram að kynna sér fósturkerfið á Íslandi á sunnu- dögum í þættinum Fósturbörnum. „Við heyrum sög- ur foreldra sem hafa misst börn sín frá sér og eru allt annað en sáttir við starfsfólk barnaverndarnefnda og fólksins sem tekur við börnunum og hræðist ekkert meira en að þau fari til baka. Við kynnumst líka fólki sem vill ekkert með kynfor- eldra sína hafa, syrgir jafnvel ekki dauða þeirra, og heyrum lýsingu fólks á því hvaða áhrif það hafði á þau að vera tekin af foreldrum sín- um á unga aldri,“ segir í kynningu. Fósturbörn Sindri Sindrason SJÓNVARP SÍMANS Madam Sec- retary nefnist bandarísk þáttaröð um Elizabeth McCord, fyrrverandi starfsmann bandarísku leyni- lögreglunnar, CIA, sem var óvænt skipuð utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sem sýnd er á sunnudags- kvöldum. McCord er ákveðin, ein- beitt og vill hafa áhrif á heimsmálin en oft eru alþjóðleg stjórnmál snúin og spillt. Téa Leoni fer með aðalhlutverkið. Frú ráðherra Hún lét ekki mikið yfir sérgrínmyndin Carry On Ser-geant, sem frumsýnd var síðsumars 1958, og hefði einhver sagt leikstjóranum, hinum 38 ára gamla Gerald Thomas, að hann ætti ekki að- eins eftir að gera eina heldur 30 framhaldsmyndir í sama dúr hefði hann líklega fengið aðsvif vegna hlát- urs. Já, Carry On Sergeant átti bara að vera lítil og sæt mynd sem ætlað var að kitla hláturtaugar Breta. Og gagn- rýnendur fóru hreint ekki á hliðina. „Hógvær mynd sem skiptir litlu máli,“ sagði Variety. „Hópi hæfi- leikaríkra gamanleikara er úthlutað aðstæðum sem þeir spinna út frá, hver með sínu nefi, og mun meira veltur upp úr þeim en samtöl hand- ritshöfundanna fara fram á.“ The Monthly Film Bulletin talaði um hefðbundna enska blöndu af gömlum farsakenndum aðstæðum, lúnum bröndurum og kómískum póstkortapersónum. Charles Hawt- rey og Kenneth Williams komi áhorf- endum á stöku stað til að hlæja en af- gangurinn af spauginu sé ýmist of eða van. Flestum á óvörum sló Carry On Sergeant hins vegar rækilega í gegn hjá kvikmyndahúsagestum; varð sú þriðja mest sótta það árið í Bretlandi og malaði gull. Gerald Thomas lét ekki segja sér það tvisvar, hóaði aftur í svipaðan hóp spéfugla og hlóð í tvær myndir til viðbótar árið eftir, Carry On Nurse og Carry On Teacher. Báðar hlutu góða aðsókn og er sú fyrrnefnda raunar vinsælasta Carry On-myndin. Myndasería varð til og Thomas linnti ekki látum fyrr en 34 árum og 28 myndum síðar. Samtals leikstýrði hann sumsé 31 Carry On-mynd en þess má geta að hlé var gert á fram- leiðslunni frá 1978 til 1992, að síðasta myndin var gerð. Afköstin voru gríð- arleg og ekki óalgengt að tvær mynd- ir væru frumsýndar á ári. Svolítið dónalegar „Myndirnar eru svolítið dónalegar en í raun og veru bara saklaust grín og ættu ekki að koma við kaunin á nein- um. Því er þó ekki að neita að sitt- hvað var látið flakka sem aldrei hafði heyrst á hvíta tjaldinu áður,“ sagði leikkonan Shirley Eaton, sem lék eitt af aðalhlutverkunum í Carry On Ser- geant, í samtali við breska blaðið Ex- press fyrr á þessu ári. Eaton, sem var rétt tvítug á þess- um tíma, kom líka við sögu í Carry On Nurse og Carry On Constable. Frægust er hún þó líklega fyrir að hafa leikið Bond-gelluna Jill Mast- erson í Goldfinger; þá sem lauk lífi sínu gullhúðuð á beðinum hjá njósn- ara hennar hátignar. Eaton hugsar með hlýju til téðra mynda og hjúkkumyndin er í mestu uppáhaldi. „Eins og allar myndir á þessum tíma var hún gerð á handa- hlaupum. Ég minnist þess að hafa leikið Denton hjúkku og klæðst síð- um hjúkkukjól. Fólk hafði aug- ljóslega yndi af því hvernig ég sveifl- aði afturendanum.“ Eaton var sumsé kynbomban til að byrja með en Barbara Windsor leysti hana af hólmi frá og með Carry On Spying árið 1964. Lék þar hina fjall- hressu Daphne Honeybutt. Alls lék Windsor í tíu myndum í seríunni. Í dag er hún orðin 81 árs og hefur glímt við Alzheimer-sjúkdóminn síð- ustu árin. Eaton er á hinn bóginn við góða heilsu en hún hætti al- farið að leika árið 1969 til að sinna fjölskyldu sinni. Er sextíu ára afmæli nokkuð verra tilefni en hvað annað til að hefja endursýningar á þessum ágætu myndum í sjónvarpi hér á landi? Fróðlegt yrði að sjá hvernig þær hafa elst! Einhver? Bob Monkhouse, Shirley Eaton og Dora Bryan í Carry On Sergeant árið 1958. Flestir tengja líklega leikarann Kenneth Williams við Carry On-myndirnar enda fór hann með stórt hlutverk í 26 þeirra, fleiri en nokkur annar. Williams lék hlutverk sín jafn- an af ísmeygilegri kímni, eins og gagnrýnendur orða það svo skemmtilega. Í lifanda lífi talaði hann alla jafna vel um flokkinn en síðar kom í ljós að honum fannst hann aldrei hafa fengið nægilega vel borg- að, auk þess sem myndirnar væru fyrir neðan hans virð- ingu. Williams glímdi við þunglyndi og átti erf- itt með að sætta sig við samkynhneigð sína. Hann lést 1988 af of stórum lyfjaskammti. Hann var aðeins 62 ára gamall. Þunglyndi æringinn Kenneth Williams Áfram með smjerið! Sextíu ár eru frá því að fyrsta Áfram- eða Carry On-myndin var frumsýnd í Bretlandi. Þær urðu á end- anum 31 á 34 árum sem gerir flokkinn að þeim stærsta sem um getur í breskri kvikmyndasögu. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.