Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2018, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.9. 2018 HÖNNUN OG TÍSKA Sú sýning sem var beðið eftirmeð hvað mestri eftirvænt-ingu á tískuvikunni í London var sýning Burberrys á sumarlín- unni 2019. Ástæðan var sú að þetta var fyrsta lína ítalska hönnuðarins Riccardos Tisci fyrir þetta rótgróna breska tískuhús. Um 800 gestir voru viðstaddir sýninguna og fremst í flokki fyrirsæta var Kendall Jenner. Tónlistin sem hljómaði undir var úr smiðju Massive Attack en sýningin fór fram í fyrrverandi pósthúsi sem er verið að gera upp. Tisci tók við af Christopher Bailey í mars sl. og vonast er til að tísku- húsið njóti sama árangurs og hann náði þegar Givenchy var undir hans stjórn. „Ég var mikið að hugsa um ferðalag þegar ég var að setja saman mína fyrstu línu fyrir Burberry,“ sagði Tisci sem rifjaði m.a. upp sitt eigið ferðalag aftur til London frá því hann sýndi útskriftarlínu sína þar fyrir 20 árum og hversu margt hefur gerst í hans lífi frá þeim tíma. „Ég fékk líka innblástur frá því hversu mikið London, borgin sem lét mig langa til að verða fatahönnuður, hefur breyst,“ sagði hann eftir sýn- inguna. „Þessi lína fagnar öllum þeim menningarheimum, hefðum og venj- um sem tilheyra þessu tískuhúsi og fagnar ekki síst hinum dásamlega fjölbreytileika sem ræður ríkjum í Bretlandi,“ sagði Tisci sem í sýning- unni fékk innblástur bæði frá hefð- unum og kerfinu og líka breskri pönkmenningu. Sýningin var viða- mikil og voru alls sýndir 113 al- klæðnaðir þannig að honum mun kannski takast að gera það sem hann stefndi að með línunni; sam- eina kynslóðir undir merkjum Bur- berrys og klæða bæði mæður og dætur, feður og syni. Línan kallast „Kingdom“ eða „Konungsríkið“: „Þetta er eins og bútasaumur eða blanda af breskum lífsstíl.“ Rauði liturinn er skemmtilegt mót- vægi við ljósbrúna pilsið. Glansandi rauð regnkápa fyrir þá sem hafa ekki smekk fyrir brúna rykfrakkanum. Hér vitnar Tisci í pönk- menningu Bretlands. AFP Töskurnar eru af ýmsum stærðum og gerðum og bæði fyrir konur og karla. Konungsríki Burberrys Fyrsta sýning Riccardos Tisci hjá Burberry var aðalviðburðurinn á tískuvikunni í London. Hann fagnaði fjölbreytileika Bretlands og fékk innblástur frá ólíkum kimum samfélagsins. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Hér leikur Tisci sér með hið þekkta Burberry-munstur og leyfir sér að nota slæðu sem belti. Rykfrakkinn, ein þekktasta flík Bur- berry, hér í nýjum búningi. Það kem- ur vel út að hafa alklæðnað í sama lit. Reykjavík Bíldshöfði 20 Akureyri Dalsbraut 1 www.husgagnahollin.is 558 1100 Ísafjörður Skeiði 1 Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Yfirstrikað verð sýnir fullt verð vöru. Tilboðin gilda til 30. sept. 2018 eða á meðan birgðir endast. RELIEVE Hægindastóll með eða án skemils. Nokkrar útfærslur í áklæði eða leðri. Brons- eða bláberjalitt áklæði, álfótur 189.990 kr. 222.990 kr. Skemill 54.990 kr. 62.990 kr. Svart Fantasy leður 224.990 kr. 264.990 kr. Skemill 64.990 kr. 76.990 kr. Grátt eða dökkblátt bolzano leður 229.990 kr. 274.990 kr. Skemill 69.990 kr. 79.990 kr.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.