Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2018, Blaðsíða 8
Í PRÓFÍL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.9. 2018 UTAN VALLAR Eftir 15 ár í NBA-deildinni er James enn einn besti leikmaður heims og á að margra mati tilkall til heiðursnafnbót- arinnar sá besti allra tíma. James skrifaði undir samning hjá Los Ang- eles Lakers í sumar og mun hann hefja leik með liðinu í byrjun næsta tímabils. Hann hefur þó einnig látið til sín taka utan vallar. James lék í kvikmyndinni Trainwreck, þar sem hann gaf gamanleikurunum Amy Schumer og Bill Hader ekkert eftir. James gerði sér lítið fyrir og opnaði skóla í uppeldisbæ sínum, Akron í Ohio, sem mun bera nafnið I Promise-skólinn. Skólinn er hannaður fyrir ungmenni í áhættuhópi og leggur áherslu á stuðning við bæði nemendur og fjölskyldur þeirra. Auk þess að veita nem- endum skólans menntun hefur James fjárfest í hjólum fyrir alla nemendur skólans og heitið því að allir sem útskrifast fái skólagjöld sín niðurgreidd í Akron-háskóla kjósi þau að leita sér frekari menntunar. I Promise-skólinn er í uppeldisborg James, Akron í Ohio. AFP Stofnaði skóla í heimabænum LEBRON JAMES Árið 2003 steig Lebron James inn á körfuboltavöll sem leikmaður Í NBA-deildinni í fyrsta sinn. Hann hafði verið langbesti og um- talaðsti leikmaður bandaríska menntaskólaboltans í tæp þrjú ár og var þeg- ar hálfgerð stórstjarna í heimaríki sínu, Ohio, þegar hann gekk til liðs við heimalið sitt, Cleveland Cavaliers, eftir að hafa verið valinn fyrstur í nýliða- vali NBA-deildarinnar 2003. James leit þegar út eins og fullmótuð körfu- boltastjarna í sínum fyrsta leik sem atvinnumaður – aðeins átján ára gam- all, yfir tveir metrar á hæð og rúm 100 kíló – og skoraði 25 stig og festi sig í sessi sem efnilegasti nýliði í sögu NBA-deildarinnar. Væntingarnar til James voru miklar, nær ómögulegar. Hann var hinn út- valdi, undrabarnið, ekki leið á löngu þar til James fékk viðurnefnið Kóng- urinn í Cleveland, eða í síðari tíð einfaldlega: Kóngurinn. Frægðarstjarna James reis hratt, á sínu fyrsta tímabili sem atvinnumað- ur var hann nefndur nýliði ársins og ári síðar hreppti hann sæti í stjörnuliðinu, aðeins nítján ára gamall. Hann varð nær samstundis vendipunkturinn í sóknarleik Cleveland-liðsins, en þrátt fyrir sögu- lega frammistöðu stjörnunnar ungu náði liðið ekki góðum árangri í NBA-deildinni og tókst stjórn- endum liðsins ekki að umkringja James með nægi- lega góðum leikmönnum til að vinna titil. Eftir að hafa verið nefndur verðmætasti leik- maður deildarinnar tvö ár í röð ákvað James að endurnýja ekki samning sinn við Cleveland Caval- iers árið 2010 og varð í kjölfarið eftirsóknarverðasti leikmaður deildarinnar. Það var ekki fyrr en mánuði síðar sem James tilkynnti, í dramantískri útsendingu á ESPN sem fékk nafnið Ákvörðunin, að hann myndi „taka hæfileika sína til suðurstrandarinnar“ og ganga til liðs við Miami Heat. Ákvörðunin olli miklu fjaðrafoki og var James gagnrýndur harðlega, annars vegar vegna þess að fjölmargir aðdáendur töldu hann hafa svikið heimalið sitt, en hins vegar vegna þess að James gekk til liðs við aðrar tvær stjörnur í NBA-deildinni, Dwayne Wade og Chris Bosh, en saman áttu þeir eftir að mynda hina svokölluðu „Stóru 3“ í Miami. petur@mbl.is ÓVINSÆLL Í kjölfar ákvörðunar um að yfirgefa Cleveland 2010 varð James að einum óvinsælasta körfuboltamanni Bandaríkjanna. Fyrrverandi aðdáendur brenndu treyjur hans og þegar hann hóf leik með Miami var baulað á hann. James átti í erfileikum með að venjast sínu nýja hlutverki sem helsta illmenni körfuboltans, en eftir tap í úrlitaleik deildarinnar á fyrsta ári sínu í Miami ákvað hann að leggja enn meiri áherslu á að bæta sig og njóta þess að spila körfubolta. Í kjölfarið leiddi hann Miami Heat til tveggja meist- aratitla í röð. Skúrkur deildarinnar Lebron James vann tvo NBA-titla með Miami Heat. AFTUR HEIM Árið 2014 gekk James til liðs við Cleveland Caval- iers á ný, en liðið hafði verið eitt það allra versta í deildinni síðan hann yfirgaf það fjórum árum fyrr. Ólíkt fyrri félagsskiptum James féll brottför hans frá Miami í kramið hjá áhorfendum og koma annarrar stjörnu, Kevins Loves, varð til þess að aðdáendur í Cleveland fylltust bjartsýni á ný. James olli Cleveland-búum ekki vonbrigðum. Hann ásamt Love og hinum unga og efnilega Kyrie Irv- ing komst í úrslit deildarinnar á fyrsta ári eftir komu James. Þeir biðu lægri hlut fyrir Golden State Warriors, með Stephen Curry í fararbroddi, en ári síðar sigruðu þeir Curry og félaga og unnu fyrsta NBA-titil í sögu liðsins. Cleveland komst í úrslit fjórum sinn- um í röð eftir að James sneri aftur. AFP Hetja Cleveland Kóngurinn frá Cleveland James hefur keppt í úrslita- leik NBA- deildarinnar átta sinnum í röð. AFP James mun spila sinn fyrsta leik með Los Angeles Lakers í október og ríkir mikil eftirvænting meðal stuðnings- manna liðsins. ’Hann var hinn útvaldi,undrabarnið, ekki leiðá löngu þar til James fékkviðurnefnið Kóngurinn í Cleveland, eða í síðari tíð einfaldlega: Kóngurinn. James er gjarnan í umræðunni um bestu körfuboltaleikmenn allra tíma. Hulda B. Ágústsdóttir Margrét Guðnadóttir Íslensk hönnun - Íslenskt handverk Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990 www.kirs.is, Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.