Morgunblaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2018 20-50% afsláttur af öllum vörum KRINGLU KAST4-8.október Kringlunni 4c – Sími 568 4900 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég er ekki tilbúinn að gefast upp. Ég hef gaman af þessum búskap. En ef við verðum fáir eftir verður erfitt að halda áfram,“ segir Bjarni Stef- ánsson, minkabóndi í Túni í Flóa- hreppi. „Skuldirnar fara ekkert þótt við hættum. Þetta er erfitt en kúabú- ið styður við þetta hjá okkur,“ segir Björn Harðarson, sem rekur minka- bú í Holti í Flóa með tengdasyni sín- um, Ólafi Má Ólafssyni. Minkabúin eru rekin með miklum halla þriðja árið í röð vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði skinna. Vonir hafa verið bundnar við að verðið myndi hækka aftur en það hefur ekki gengið eftir, heldur hefur það lækkað frekar. Þá hefur gengi krónunnar verið óhagstætt. Nú er svo komið að um 3.500 krónur fást fyrir skinnið sem er rúmlega helmingur af fram- leiðslukostnaði. Formaður loð- dýrabænda sagði á dögunum að ef ríkið myndi ekki aðstoða bændur í gegn um erfiðleikatímann myndi greinin leggjast af. „Ætli það ekki bara, að þetta sé það svartasta sem ég hef séð. Við byrjuðum að vísu í svona kreppu, árið 1992, þegar margir voru að hætta. Það var að mörgu leyti hagstætt að byrja þá,“ segir Bjarni Stefánsson um stöðuna í minkaræktinni. Fara verður varlega Bjarni hefur kynnst loðdýrarækt- inni í sinni bestu og verstu mynd á þeim 26 árum sem hann hefur verið í greininni. „Það verður alltaf að fara óskaplega varlega í fjármálum. Maður má ekki skuldsetja sig. Loðdýraræktin byrjaði á sínum tíma fyrir hvatningu stjórnvalda og með skuldsetningu. Það er eins og menn nái sér ekki út úr því hjólfari. Menn voru almennt hyggnir þegar síðasta uppsveifla var, fóru ekki í eyðslu en huguðu að endurnýjun búra og inn- réttinga. Svo þurfa menn algerlega að halda að sér höndum þegar verr árar. Það getur dempað höggið að hafa annað rekstur með eða vinna með, menn fá þó launin,“ segir Bjarni. Þótt Bjarni og kona hans, Veronika Narfadóttir, vilji halda áfram telur Bjarni að ef skinnaverð hækkar ekki, fóðurverð lækkar ekki eða enginn stuðningur kemur frá ríkinu muni verða veruleg afföll í greininni. Bændur muni almennt ekki geta haldið áfram. „Með því tapast mikil þekking og mannauður. Og það tap- ast möguleikar í umhverfismálum, að nýta lífrænan úrgang sem fellur til í landinu. Ég lít á fóðurstöðvarnar sem sprotafyrirtæki í því efni sem hægt væri að byggja ofan á og nýta þekk- inguna betur,“ segir Bjarni. Hann segir nauðsynlegt að endur- skipuleggja rekstur fóðurstöðva í þeim tilgangi að lækka fóðurverð og draga úr höggi bænda. „Við ráðum ekki hvað ríkið gerir og getum því ekki hugsað um það en við verðum að velta við öllum steinum á þeim svið- um sem við ráðum við.“ Björn Harðarson í Holti og tengda- sonur hans, Ólafur Már Ólafsson smiður, hófu framleiðslu skinna fyrir sex árum. Þeir byrjuðu á því að breyta gömlum fjárhúsum í minka- hús. „Við áttum kunningja sem er í þessu og langaði að prófa til að hafa eitthvað að gera á kvöldin og um helgar,“ segir Björn. Ólafur segir að þótt dýrt hafi verið að byggja upp þegar hátt verð var á minkaskinnum hafi fjárfestingin verið lítil í upphafi og mögulegt að bakka út ef illa gengi. „Okkur var mjög vel tekið. Allir vildu hjálpa til. Það er góð samstaða innan hópsins og menn tala mikið saman,“ segir Björn. Þeir ákváðu að stíga næsta skref og byggðu sér- hæfðan minkaskála fyrir 1.500 læður á árinu 2014. Það var fjárfesting upp á um 100 milljónir kr. Þá var verðið farið að lækka og minkabóndi í Skagafirði sem ætlaði að byggja eins hús hætti við. Síðan hefur þróun skinnaverðs legið niður á við. „Við reiknuðum með lægra verði en var en ekki að það færi svona langt niður og það gerði bankinn heldur ekki,“ segir Björn. Björn segir að ekki megi láta það gerast að margir hætti búskap. Verið sé að vinna tillögur um aðstoð við greinina í samvinnu við stjórnvöld. Svör þurfi að berast í þessum mánuði því bændur eru að undirbúa ákvarðanir um ásetning og pelsa svo dýrin í nóvember. „Ef ekki kemur nein aðstoð munu einhverjir hætta,“ segir Ólafur Már. Hann minnir líka á að flestir minkabændur þurfi að bregðast við auknum kröfum um búrastærðir fyrir dýrin, í síðasta lagi fyrir lok næsta árs. Annars verði skinn þeirra ekki gjaldgeng á mörk- uðum. Björn og Ólafur Már eru með nýtt hús og eru því ekki í þeirri stöðu. Tekur á taugarnar Ástandið í greininni tekur á and- lega hjá þeim fjölskyldum sem hlut eiga að máli. „Það er allt öðruvísi að vinna við þetta þegar illa gengur en þegar vel gengur. Maður verður að vanda sig áfram en sér ekki árangur- inn með sama hætti og þegar verðið er hátt,“ segir Ólafur Már í Holti. „Mér líður alltaf vel þegar ég er að sinna dýrunum í minkaskálanum. En ég er þreyttur. Við spörum við okkur aðkeypta vinnu og leggjum meira á okkur sjálf. Þess vegna nýtur maður ekki vinnunnar eins vel,“ segir Bjarni í Túni. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Atvinna Minkabændurnir í Túni og Holti í Flóa vinna mikið í minkaskálunum þessa dagana. Hvolparnir eru orðnir stórir og þurfa mikið og fram undan er enn meiri annatími við pelsun og skinna- verkun. Bjarni Stefánsson reynir að ná athygli hvíts minks og Ólafur Már Ólafsson og Björn Harðarson eru með hvolp með silfurbláan feld í sínu húsi. Það svartasta sem ég hef séð  Miklir erfiðleikar í minkaræktinni vegna lágs skinnaverðs  Margir þurfa að óbreyttu að hætta  Bændurnir í Túni og Holti vilja ekki gefast upp  Skuldirnar hverfa ekki þótt við hættum „Ég tel að þetta yrði verulega mikil lyftistöng fyrir greinina og myndi tryggja að bændur yrðu tilbúnir til að taka slaginn inn í næstu tvö ár. Við trúum því að það fari að losna um þann tappa sem er á mark- aðnum og skinnaverð fari að hækka en höfum ekkert í hendi um það,“ segir Einar Eðvald Einarsson, for- maður Sambands íslenskra loð- dýrabænda, um tillögur sem fram koma í minnisblaði Byggðastofnun- ar um vanda minkaræktarinnar. Tillögurnar miðast við þriggja ára áætlun, fyrir árin 2018-2020. Í upphafi er gert ráð fyrir að Byggðastofnun fái fjármagn til að veita minkabændum sértæk lán út á framleiðslu þessa árs, um 2.000 krónur á skinn. Þarf um 300 millj- ónir til þess. Tvö seinni árin myndi ríkið leggja fjármagn í sjóð, 100-150 milljónir á ári, sem fóðurstöðvar gætu sótt í til hagræðingar og auk- innar úrvinnslu á afskurði úr fisk- vinnslu og kjötvinnslu. „Það rímar mjög vel við loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar þar sem áform eru um að hefja skattlagningu á urðun lífræns úrgangs árið 2020 og að hætta honum síðan alveg. Ef urðun verður hætt þarf að finna aðra nýtingarmöguleika. Sem dæmi má nefna sölu á hráefni í fóður- framleiðslu erlendis og elds- neytisframleiðslu hér innanlands. Fóðurstöðvar loðdýraræktarinnar gætu haft mikilvægt hlutverk í því en þar er tækjabúnaður ásamt þekkingu og reynslu af meðhöndl- un á lífrænum afurðum,“ segir Einar. Ráðherrar ræða málin Fulltrúar loðdýrabænda hafa verið í viðræðum við stjórnvöld um vanda greinarinnar. Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir að hann og Sigurður Ingi Jó- hannsson, ráðherra byggðamála, hafi verið að ræða það hvort og þá hvernig hægt væri að bregðast við vandanum. Allt of snemmt sé að fullyrða um niðurstöðuna. Kristján getur þess að engar fjárheimildir séu í fjárlögum þessa árs sem hægt sé að grípa til í þessum tilgangi. Sigurður Ingi vekur athygli á því að greinin er í fordæmalausum erfiðleikum. Verðsveiflan nú sé óvenjulega djúp og löng auk þess gengið hafi ýkt sveifluna á sama tíma og kostnaður hafi aukist hér innanlands. „Mér finnst það áhuga- vert við greinina sem stundum hef- ur skilað umtalsverðum gjaldeyris- tekjum að hún er að umbreyta úrgangi í gjaldeyri,“ segir Sigurður Ingi og lætur þess getið að hann vilji skoða tillögur Byggðastofnun- ar til hlítar. Lagt til að Byggða- stofnun veiti lán
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.