Morgunblaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 58
Jórunn Þorgerður Bergsdóttir og Bjarni Jónasson eiga 60 ára brúð- kaupsafmæli í dag, 4. október. Jór- unn er frá Hofi í Öræfum en Bjarni frá Vestmannaeyjum og hafa þau verið búsett þar. Jórunn, sem var matráður á Hraunbúðum, fór ung á vertíð til Vestmannaeyja ásamt fleiri stúlkum úr Öræfum og þar kynntist hún Bjarna eiginmanni sínum, flug- manni og útvarpsstjóra. Börn þeirra eru: Jónas rafmagnsverk- fræðingur, f. 1956, giftur Margréti Pálsdóttur svæfingarhjúkrunarfræð- ingi, Rúnar flugmaður, f. 1958, d. 1981, Bergur, f. 1959, d. 1960, Val- gerður grunnskólakennari, gift Björg- vini Björgvinssyni tæknifræðingi, Bergþór íslenskufræðingur og versl- unarmaður, giftur Olivier Franche- teau, spænskufræðingi og innan- húshönnuði. Jórunn og Bjarni eiga sex barnabörn. Árnað heilla Demantsbrúðkaup 58 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2018 Eva Sæland framkvæmdastjóri á 40 ára afmæli í dag. Hún á ogrekur Reykjavik Gift Shop sem þjónustar fyrirtæki og einstak-linga með fersk afskorin blóm. Hún er með fjölda fyrirtækja í áskrift og er einnig með vefverslun þar sem fólk getur pantað staka blómvendi og fengið heimsenda. „Það er alltaf að verða vinsælla, fólk vill geta einfaldað sér lífið.“ Eva er af þriðju kynslóð blómaframleiðenda, en afi hennar og amma, Eiríkur og Hulda Sæland, stofnuðu garðyrkjustöðina Espiflöt árið 1948. Seinna tóku foreldrar hennar, Sveinn A. Sæland og Áslaug Svein- bjarnardóttir, við fyrirtækinu en í dag rekur Axel Sæland, bróðir henn- ar, stöðina ásamt foreldrum. „Fólkið mitt ræktar mest af þeim blómum sem ég sel en ég kaupi að langstærstum hluta fersk íslensk blóm.“ Eva ólst upp í Reykholti í Bláskógabyggð og fór í Menntaskólann á Laugarvatni og er með BSc-gráðu frá Notthingham Trent University, í „property planning and development“ sem mætti útleggjast sem skipu- lag og þróun fasteigna, en blómin urðu fyrir tilviljun aðalvinnan. Áhugamál Evu eru að gera upp gamalt húsnæði, hlaup og gönguferð- ir. „Fjallgöngur eru fjölskyldusportið. Við vorum með í ákveðnu verk- efni í sumar sem var að ganga á 10 toppa í Bláskógabyggð.“ Börn Evu eru William Þór, f. 2004, Nóel Freyr, f. 2006 og Klara Sjöfn, f. 2011, Ragnarsbörn. „Afmælisdagurinn fer örugglega í að dekra við börnin og fá sér ís, það verða engin hátíðarhöld.“ Systkinin Axel, Ívar og Eva á réttardaginn í Biskupstungum 8.9. 2018. Blómakona úr Bláskógabyggð Eva Sæland er fertug í dag ONE-KEY™ M18 FUEL™ skilar aflinu til þess að saga án þess að það dragi niður í henni við venjulegar aðstæður. Stærð blaðs 210mm með 63mm skurðargetu í 90°. POWESTATE™ mótor. REDLINK PLUS™ yfirálagsvörn. REDLITHIUM-ION™High Output™ 12.0 Ah rafhlaða. ONE-KEY™ elti- og öryggiskerfi. Sveigjanlegt rafhlöðukerfi sem virkar með öllum Milwaukee® M18™ rafhlöðum. Verð 179.900 kr. (með rafhlöðu) M18 FTS210 Alvöru borðsög fráMilwaukee vfs.is VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 J ónas Björn Sigurgeirsson fæddist í Reykjavík 4.10. 1968 og ólst upp í Kópa- vogi. „Ég hafði það huggulegt í foreldra- húsum fyrstu 20 árin eða þar til ég kynntist stúlku, aðeins eldri, og flutti inn til hennar. Þar hef verið síðan og líkar vel. Þessi stúlka er Rósa Guðbjartsdóttir, eiginkona mín til áratuga.“ „Ég ólst upp í logninu í suður- hlíðum Kópavogs gegnt Arnarnes- inu, æfði fótbolta og handbolta í báðum félögunum, Breiðabliki og HK. Æskuár mín voru gleðirík, nema að því leyti að ég var sendur í sveit tvö sumur. Þó ég hafi verið í vist hjá mjög góðu fólki í Vatns- dal, missti ég þarna tvö góð fót- boltasumur sem ég hef allar götur síðan reynt að bæta mér upp bæði með iðkun og þó einkum áhorfi. Ég fylgi Newcastle að málum í Englandi en það er lítt öfundsvert hlutverk um þessar mundir.“ Jónas hóf nám í leikskólanum Kópasteini (var í Bangsadeild), og fór þaðan í Kársnesskóla haustið 1974 og síðar Þinghólsskóla 1981. Hann lauk stúdentsprófi af við- skiptasviði frá Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti 1989 og BA- prófi í sagnfræði 1992. Þá stundaði hann einnig rekstrarhagfræðinám (MBA) í Tampa-háskóla í Flórída árin 1999-2000. Jónas er nú bókaútgefandi og gefur m.a. út undir heiti Almenna bókafélagsins og Bókafélagsins. „Ég hef unnið ýmis störf, eins og við sagnfræðirannsóknir, sultu- gerð, dyravörslu, sjónvarpsþátta- gerð, blaðamennsku, ritstjórn og bókaskrif. Um árabil gaf ég út Jónas Björn Sigurgeirsson bókaútgefandi – 50 ára Jónas Bjartmar fermist Frá vinstri: Sigurgeir, Jónas Björn, fermingarbarnið, Rósa og Margrét Lovísa. Fimmtugt unglamb á leiðinni í seinni hálfleik Guðbjörg Vallý Magnúsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 4. október 1928, dóttir hjónanna Magnúsar Valtýssonar og Ragnheiðar Halldórsdóttur, ein dætra þeirra. Guðbjörg Vallý giftist Óskari Guðjónssyni 1948. Þau eign- uðust tvo syni. Guðbjörg Vallý eyðir afmælisdeginum með sinni nánustu fjölskyldu. 90 ára Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.