Morgunblaðið - 04.10.2018, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Guðni Einarsson
Skúli Halldórsson
„Það varð sprenging og svartur reyk-
ur fór um skipið en með því að loka
öllu strax náðu þeir að hefta það,“
sagði Guðmundur Guðjónsson, varð-
stjóri í Slökkviliði höfuðborgarsvæð-
isins (SHS) og stjórnandi aðgerða
slökkviliðsins um borð í togskipinu
Frosta ÞH. „Það var greinilegt af
ummerkjum að það hafði blossað
þarna upp eldur og verið mikill hiti í
upphafi.“
Fimm liðsmenn SHS komu um
borð í Frosta ÞH með þyrlu Land-
helgisgæslunnar (LHG) um klukkan
18.10 í fyrradag. Auk Guðmundar
fóru tveir reykkafarar, aðstoðar-
maður reykkafara og einn til að sjá
um dælingar o.fl. Þeir voru með
reykköfunartæki og hitamyndavél.
„Áhöfnin var öll úti á dekki í björg-
unargöllum þegar við komum. Þegar
eldurinn kom upp í vélarrúminu forð-
uðu þeir sér út. Vélstjórarnir voru
báðir niðri í vél og sluppu með naum-
indum. Annar þeirra brenndist og
var fluttur á spítala,“ sagði Guð-
mundur. „Áhöfnin brást hárrétt við.
Þeir lokuðu vélarrúminu og skor-
steinshúsinu og einangruðu það allt.
Þeir hleyptu slökkvikerfinu á og það
slökkti líklegast eldinn. Þegar við
komum um borð var enginn eldur.“
Slökkviliðsmennirnir skoðuðu
skipið með áhöfninni og unnu sig í átt
að vélarrúminu. Hvert rými var met-
ið með hitamyndavél áður en dyr með
eldvarnarhurðum voru opnaðar.
„Þegar við komum að eldsupptök-
unum var þar bara reykur en enginn
hiti lengur. Þá fórum við að reyk-
ræsta,“ sagði Guðmundur.
Skipið var rafmagnslaust og veið-
arfærin úti. Slökkviliðsmennirnir að-
stoðuðu áhöfnina við að koma ljósavél
í gang og tryggja öryggi skipsins
með því að koma lensidælum og öðru
af stað. Rafmagn var komið á tæp-
lega tveimur tímum eftir að þeir
komu um borð. Þá var hægt að hífa
trollið.
Meðan á þessu stóð hélt togarinn
Sirrý ÍS við Frosta ÞH svo hann
sneri upp í ölduna. Varðskipið Týr
tók svo Frosta ÞH í tog. Guðmundur
þakkaði fumlausum viðbrögðum
áhafnarinnar að ekki fór verr.
Koma til hafnar í dag
Skipin eru væntanleg til Hafnar-
fjarðar um kl. 10 í dag. Skipverji sem
slasaðist í eldsvoðanum hefur verið
útskrifaður af sjúkrahúsi, að sögn
Þorsteins Harðarsonar, skipstjóra á
Frosta ÞH. Skipverjinn hlaut annars
stigs bruna á handleggjum, herðum
og höndum. Aðrir í 12 manna áhöfn-
inni sluppu ómeiddir.
Eldurinn kom upp þegar Frosti
ÞH var að veiðum um 45 sjómílur
vestnorðvestur af Straumnesi.
Stjórnstöð LHG barst neyðarkall
klukkan 15.18 í fyrradag um að eldur
væri laus í vélarrúmi Frosta ÞH.
Togarinn Sirrý ÍS var kominn að um
hálftíma síðar. Stundarfjórðungi eft-
ir neyðarkallið fékk stjórnstöð LHG
tilkynningu um að búið væri að ein-
angra eld í vélarrúmi en að reykur
væri um allt skip nema í brúnni.
„Við förum strax á neyðarstig þeg-
ar tilkynnt er um eld um borð í skipi.
Það er ekkert óvissustig eða hættu-
stig heldur farið beint á neyðarstig,“
sagði Ásgrímur L. Ásgrímsson,
framkvæmdastjóri aðgerðasviðs
LHG. „Eldur um borð í skipi getur
breiðst mjög fljótt út. Menn geta ekki
flúið lengra en í mesta lagi stafna á
milli. Reykurinn í skipum er baneitr-
aður vegna ýmissa efna um borð, ol-
íu, klæðninga o.fl. Hann verður líka
mjög heitur. Svo er alltaf hætta á
gassprengingum. Það er líka tak-
markaðir möguleikar á að bregðast
við eldi. Einn er að yfirgefa skipið.“
Ásgrímur sagði ljóst að áhöfnin
hefði brugðist rétt við aðstæðum.
„Fræðsla og þjálfun sem íslenskir
sjófarendur hafa fengið undanfarna
áratugi í Slysavarnaskóla sjómanna,
meðal annars um hvernig bregðast
eigi við eldi í skipum, skilar árangri,“
sagði Ásgrímur.
Tvær þyrlur voru sendar á vett-
vang og fóru slökkviliðsmennirnir
með annarri þeirra. Varðskipið Týr
var við eftirlit í Ísafjarðardjúpi og fór
strax á vettvang. Björgunarskip
Slysavarnafélagsins Landsbjargar á
Ísafirði, Gunnar Friðriksson, fór
einnig af stað. Skip í nágrenninu voru
beðin um tafarlausa aðstoð og komu
togskip og togarar fljótlega að
Frosta ÞH. Slasaði skipverjinn var
fluttur með þyrlu til Ísafjarðar.
Þangað var búið að kalla sjúkraflug-
vél frá Mýflugi sem flutti hinn slas-
aða undir læknishendur í Reykjavík.
Ásgrímur sagði að mjög gott sam-
starf hefði verið við útgerð Frosta
ÞH sem annaðist samskipti við að-
standendur áhafnarinnar. „Það er
mikilvægt að aðstandendur fái greið
og skýr svör um hvað er að gerast,“
sagði Ásgrímur. Stjórnstöð LHG
samhæfði allar þessar aðgerðir.
„Sprenging og svartur reykur“
Slökkviliðsmenn segja áhöfn Frosta ÞH hafa brugðist hárrétt við eldsvoðanum Vélstjórarnir
sluppu naumlega Við eld um borð í skipi á sjó er strax farið á neyðarstig, segir Landhelgisgæslan
Ljósmynd/Guðmundur St. Valdimarsson
Týr TF-SYN sótti fimm liðsmenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um borð í varðskipið Tý síðdegis í gær. Þeir fóru
um borð í togskipið Frosta ÞH vegna eldsvoða. Týr var væntanlegur með Frosta ÞH til Hafnarfjarðar í dag.
Kvikmyndastjarnan Shailene Woodley var við-
stödd sýningu kvikmyndarinnar Adrift í Bíó
Paradís í gær. Hún fer með aðalhlutverkið í
kvikmyndinni. Shailene og Baltasar Kormákur,
leikstjóri myndarinnar, svöruðu spurningum
bíógesta að sýningu lokinni. Sýningin var liður í
kvikmyndahátíðinni RIFF.
Shailene Woodley er ein skærasta stjarnan í
Hollywood um þessar mundir. Þrátt fyrir ungan
aldur hefur hún fengið fjölda verðlauna.
Hún er formaður dómnefndar í keppni RIFF
um aðalverðlaunin Gullna lundann. Á hátíðinni
verða sýndar myndirnar The Descendants,
Adrift og tveir þættir úr HBO-röðinni Big Little
Lies þar sem hún leikur eitt aðalhlutverkið.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hollywood-stjarna formaður dómnefndar RIFF
Aðalleikkona og leikstjóri Adrift sátu fyrir svörum á RIFF í gær
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
hefur undirritað, fyrir hönd íslenska
ríkisins, samning við lyfjafyrirtækið
GlaxoSmithKline (GS) um kaup-
tryggingu á 300
þúsund skömmt-
um af bóluefni
gegn heimsfar-
aldri inflúensu.
Samningurinn
var undirritaður
10. september.
Hann byggist á
sambærilegum
samningi og Dan-
ir hafa gert við
GSK og gildir í
fjögur ár með möguleika á framleng-
ingu, mest tíu ár.
„Samningurinn er hluti af vinnu
íslenskra stjórnvalda við gerð við-
bragðsáætlana vegna heimsfarald-
urs inflúensu og er framkvæmd hans
á höndum sóttvarnalæknis. Með
samningnum er tryggt að Íslend-
ingar fái bóluefni eins fljótt og auðið
er eftir að lýst hefur verið yfir
heimsfaraldri. Þar sem ekki verður
hægt að hefja framleiðslu á bóluefn-
inu fyrr en heimsfaraldri hefur verið
lýst yfir, munu líða um fjórir til sex
mánuðir frá upphafi faraldurs þar til
bóluefnið fæst afhent,“ segir í Far-
sóttarfréttum Embættis landlæknis.
Gera má ráð fyrir að bólusetn-
ingarátak í heimsfaraldri geti náð til
um helmings þjóðarinnar. Þá er
borð fyrir báru ef bólusetja þarf
tvisvar til að fá fullnægjandi svörun.
Samið um
inflúensu-
bóluefni
Vörn gegn heims-
faraldri inflúensu
Þórólfur
Guðnason