Morgunblaðið - 04.10.2018, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 04.10.2018, Qupperneq 45
45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2018 Misjöfn eru mannanna klæði Á regnvotu síðdegi í höfuðborginni stefnir fólk í gagnstæðar áttir og virðist taka veðurfarið misjafnlega alvarlega. Grænt ljós, afturhluti úr strætisvagni, stöðvunarmerki og ör sem vísar til salernis auka á misklíð þessarar örhljómkviðu hversdagsins, að ótalinni margvafinni en óræðri rafmagnssnúru. Kristinn Magnússon Sá er þetta ritar hef- ur lengi fylgst með pól- itík og stjórnmála- mönnum, kostum þeirra og göllum. Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri er einn magn- aðasti leikari á sviði stjórnmálanna en það einkennilega er að það er eins og hann sé bæði hispurslaus og „heyrnarlaus“. Með ró og löngu máli svarar hann fréttamönnum og situr þögull með fólki sem gerir athuga- semdir við stefnu hans og borgar- innar. Hann kallast mjög klókur stjórnmálamaður og kænn og geng- ur prúðbúinn og sakleysislegur í stóru verkin. Margir hafa beðið þeim dauðu ró í Víkurkirkjugarði en nú ganga fram fjórir yfirburða ein- staklingar sem allur almenningur hlustar á,Vigdís Finnbogadóttir, Friðrik Ólafsson, Erró og Þorgerður Ingólfsdóttir. Þau eiga það sam- eiginlegt að öll eru þau heiðursborg- arar Reykjavíkur og þegar þau tala eða koma fram sem hópur til að biðja forráðamenn borgarinnar að stöðva fyrirhugaða hótelbyggingu í Víkurgarði (Fógetagarði), í gamla kirkjugarðinum á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis, finnst manni að bænir þessa fólks séu yfir gagnrýni hafnar. Þau gera meira, kalla til sín Dag B. Eggerts- son borgastjóra og nýjan talsmann borgarstjórans, for- mann borgarráðs, Þórdísi Lóu Þórhalls- dóttur, og leggja fram bókaða áskorun til borgarstjórnarinnar. Þegar þetta heiðursfólk tekur höndum saman og leggur fram bón um virðingu og auð- mýkt þá hlýtur borgstjórinn að hug- leiða stöðu sína og hætta við að rjúfa helgi kirkjugarðsins. Flestum finnst að heiðursborgararnir hafi lög að mæla, en lengi skal Dag reyna. Þegar Vigdís Finnbogadóttur geng- ur fram til mótmæla setur mann hljóðan og hún segir: „Það byggir enginn hótel á helgum reit. Svoleiðis gera menn ekki.“ Og hún gerir meira, gagnrýnir í leiðinni eyðilegg- inguna kringum stjórnarráðið og Arnarhól. Eru menn komnir á þann stað að engu er eirt, verður kannski hótel byggt í Hólavallakirkjugarði við Suðurgötu og skítt með nokkrar grafir sem verður að rjúfa af því að staðurinn liggur svo vel við miðborg- inni og ferðamönnum? Ég hef fylgst með skeytingarleysi borgarstjórans, t.d. í flugvallarmál- inu. Þó þriðjungur þjóðarinnar skori á borgina og ríkið að þyrma flugvell- inum, hann sé borginni og framtíð- inni mikilvægur, fer borgin sínu fram. Eins er það með gömlu mið- borgina, hún er ofurseld gróðaöflum byggingaæðisins og engu hlíft. Dagur hafði áður talsmanninn Hjálmar Sveinsson en kaus að fela hann við síðustu kosningar enda virðist hann horfinn og fullbrúkaður. Og nú tekur Þórdís Lóa djörf og hugrökk við því að svara fyrir vondu verkin borgarstjórnarinnar og borgarstjórans. Væri Dagur B. Egg- ertsson sjálfstæðismaður væri hann í vondum málum á RÚV, gengi næstur Donald Trump forseta Bandaríkjanna. Eftir Guðna Ágústsson » Verður kannski hótel byggt í Hóla- vallakirkjugarði við Suðurgötu og skítt með nokkrar grafir sem verður að rjúfa af því að staðurinn liggur svo vel við miðborginni og ferðamönnum? Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Er Dagur B. Eggertsson borgarstjóri heyrnarlaus? Hvítu varnarskild- irnir á báðum heim- skautunum varða okk- ur miklu. Þeir endur- varpa vegna litar síns sólgeislun/varma af yfirborðinu og lina á þeirri hlýnun sem m.a. stafar af auknu magni gróðurhúsa- lofttegunda í gufu- hvolfinu. Á norðurheim- skautinu er haf (dökkleitt) undir hafísnum. Eins og við vitum endur- varpar flötur með þeim lit miklu minna af inngeisluninni en sá hvíti og hafið hitnar þar með hraðar en ef hafís hyldi flötinn. Þessar staðreyndir og minnkandi hafísþekja hafa valdið áhyggjum og það réttilega. Eftir sumarbráðnun 2018 er komið í ljós, um miðjan september, (með gervihnattamæl- ingum National Snow and Ice Center í Bandaríkjunum) að ísþekj- an, 15% hafís á fleti eða meira, er aðeins 4,6 milljón km² að flatar- máli. Það telst sjötta minnsta ís- þekja sl. 12 ára. Sú minnsta mæld- ist árið 2012: 3,4 milljón km². Hafísþekjan í haustbyrjun hefur meira en helmingast að meðaltali frá því á árunum í kringum 1950. Í þessu ljósi er atið í kringum enn meiri vinnslu olíu og jarð- gass á norðurslóðum alrangt enda er nóg af olíu- og gaslindum þekkt á heimsvísu, og þar með í norðrinu, til að mæta þörf fyrir jarðefnaeldsneyti; þörf sem verður að dvína nokkuð hratt á næstu áratugum. Græðgi olíuvinnslu- þjóðanna fjögurra í norðrinu, Norðmanna, Rússa, Bandaríkjamanna og Kanada- manna (og Kínverja á hliðarlín- unni) er hættuleg. Sem betur fer var hætt við olíuleit á Jan Mayen svæðinu en á okkur hvílir samt enn sú ábyrgð að sjá til þess að þar verði ekki staðið í vinnslu á olíu eða gasi. Hafísþekjan á norðurskautinu Eftir Ari Trausti Guðmundsson Ari Trausti Guðmundsson »Eftir sumarbráðn- unina 2018 er komið í ljós að hafísþekjan, eft- ir gervihnattamælingar, er aðeins 4,6 milljón km² að flatarmáli. Höfundur er þingmaður. Nú haustar að. Að þessu sinni ekki ein- göngu út frá lögmálum himintunglanna um styttri daga og kaldari, heldur hugsanlega einnig í efnahagslífi þjóðar. Íslendingar hafa að mörgu leyti náð sér vel upp úr áföllum sem riðu yfir við fall bankanna og hagvöxtur hefur verið með ágætum. Laun hafa hækkað langt umfram það sem gerist í ná- grannalöndunum og kaupmáttur einnig. Það eru gleðileg tíðindi. Nú er spurt hvort áframhald geti orðið á og það af sama krafti og undanfarin ár. Það má svara spurningunni bæði með já eða nei. Já í þeim skilningi að með því að verja það sem áunnist hefur verður ávinningurinn festur í sessi, en nei, ef einhverjir telja að sambærilegar hækkanir á launum og kaupmætti séu í spilunum og orð- ið hafa á umliðnum árum. Þetta er svolítið eins og að standa með útsæði í höndunum; ætlum við að éta það að stórum hluta nú strax í haust, eða geyma og gróðursetja og njóta í framtíðinni. Þetta snýst um fyrir- hyggju eða frumhlaup. Á undanförnum vikum hefur mátt sjá og heyra fréttir af lakari afkomu útflutningsatvinnuvega landsmanna. Þar undir falla til dæmis þrjár stærstu stoðir íslensks efnahagslífs; ferðaþjónusta, sjávarútvegur og út- flutningur á málmi (áli). Sökum þess hversu nýleg atvinnugrein ferða- þjónusta er, má gera ráð fyrir því að minni eftirspurn eftir ferðum til Ís- lands komi til með að hafa víðtæk áhrif. Mörg þúsund manns hafa lífs- viðurværi af þjónustu við erlenda ferðamenn og því augljóslega mikið undir. Sjávarútvegurinn hefur lifað tímana tvenna og hefur alla burði til að standast góða daga og slæma, en upp á síðkastið hefur þó verið veru- lega að honum þrengt. Á undanförnum dögum hafa birst þrjár fréttir sem allar eiga það því miður sameiginlegt að vera alvarlegar fyrir af- komu fyrirtækja í sjáv- arútvegi. Í fyrri viku birtist greining Delo- itte á Íslandi um af- komu sjávarútvegs- fyrirtækja fyrir árið 2017. Tekjurnar dróg- ust saman um 24 millj- arða frá árinu á undan. Tveimur dögum síðar veitti Alþjóðahafrann- sóknaráðið ráð um hámarksafla í makríl og kolmunna. Þar er lagður til stórfelldur samdráttur í veiðum á makríl og einnig umtalsverður sam- dráttur í veiðum á kolmunna. Hafrannsóknastofnun birti svo í gær frétt á heimasíðu sinni um að loðnu- leiðangri væri lokið og niðurstaðan sú að ekki er unnt að mæla með upp- hafsaflamarki fyrir komandi vertíð. Á tímum þegar brestir (vonandi traustabrestir) heyrast frá útflutn- ingsatvinnugreinunum er afar mikil- vægt að staldra við. Ástæðan er ein- föld. Samkeppnishæfni þeirra á alþjóðlegum markaði hefur úrslita- áhrif áhrif á það, hvernig þeim reiðir af og það er beint samband á milli af- komu þeirra og þjóðarhags. Það er eitt að segja að manni finnist að hlutirnir eigi að vera svona og svona. Annað mál er hins vegar hvort rök standi til þess að þeir verði með ein- hverjum ákveðnum hætti. Það verð- ur að vera rökrétt samband á milli þess sem hægt er að gera og þess sem gert er. Eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur » Sjávarútvegurinn hefur lifað tímana tvenna og hefur alla burði til að standast góða daga og slæma, en upp á síðkastið hefur þó verið verulega að hon- um þrengt. Heiðrún Lind Marteinsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri SFS. Hugleiðing að hausti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.