Morgunblaðið - 05.10.2018, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.10.2018, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 5. O K T Ó B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  234. tölublað  106. árgangur  BRAGÐIÐ AF HEIMSINS BESTU SÖLVUM TÍSKA 24 SÍÐNA SÉRBLAÐ UM TÍSKU  Alls voru greiddar tæpar 380 milljónir króna í úr- vinnslugjald vegna raftækja hér á landi í fyrra. Stærstur hluti þeirrar upphæðar er vegna kælitækja og skjáa. „Greitt úrvinnslugjald er í beinu sambandi við hagsveiflur landsins og hefur vaxið mikið undanfarin ár,“ segir Íris Gunnarsdóttir, rekstrarstjóri vöruflokka hjá Úr- vinnslusjóði. Alls skilar hver íbúi á Íslandi að meðaltali 11,7 kílóum af raf- tækjum til endurvinnslustöðva vítt og breitt um landið ár hvert. Markmið um 45% skil á raftækja- úrgangi hafa náðst en ný mark- mið fyrir árið 2019 eru að 65% úrgangs skili sér. Einungis 20% af raftækjaúrgangi í heiminum eru endurunnin. » 18 380 milljónir greiddar í úrvinnslu- gjald á raftækjum Sorpa Fólk skilar oft raftækjum.  „Fiskeldisfyrirtækin eru á vissan hátt fórnarlömb í þessu og eins starfsfólkið og byggðarlögin þar sem þau starfa. Fyrir okkur er nauðsyn að það leiki enginn vafi á því hvað skuli taka með annars veg- ar í umhverfismati og hins vegar við undirbúning rekstrar- og starfs- leyfa. Við viljum að þetta sé sem skýrast,“ segir Einar Kr. Guðfinns- son, stjórnarformaður Lands- sambands fiskeldisstöðva, en úr- skurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvarðanir UST um útgáfu starfs- leyfa tveggja fiskeldisstöðva. »2 Skýra þarf reglur við útgáfu starfsleyfa Morgunblaðið/Kristinn Fiskeldi Tvö starfsleyfi voru felld úr gildi. Pétur Hreinsson Guðni Einarsson Orkudrykkir njóta gríðarmikilla vinsælda hér á landi, ekki síst á meðal yngra fólks og þeirra sem stunda íþróttir og æfingar af ein- hverju tagi. Í fyrra seldust tæplega 5,2 millj- ónir 330 ml dósa af vinsælustu orkudrykkjunum á Íslandi. Það samsvarar 1,7 milljónum lítra eða um fimm lítrum á hvern lands- mann. Heildarveltan á orku- drykkjamarkaðnum var sam- kvæmt því vel á annan milljarð króna árið 2017. Kunnugir telja að á þessar tölur vanti a.m.k. 20% til að endurspegla heildarsölu orku- drykkja í raun. Sagt er að salan hafi aukist talsvert á þessu ári miðað við síðasta ár og markaður- inn sé orðinn mun stærri en hann var. Nú hefur íslenski orkudrykkur- inn GOGO bæst við. Fyrirtækið Good Good ehf. stendur á bak við drykkinn og er uppskriftin íslensk en framleiðslan fer fram í Austur- ríki. Garðar Stefánsson, einn fjög- urra starfsmanna Good Good, segir GOGO nokkurs konar ábata- drykk en í honum eru ýmis vítamín og steinefni. Fyrirtækið notar stevíu í stað sykurs til að gera drykkinn bragðgóðan. „Orkudrykkir eru komnir til að vera. Sérstaklega þar sem ungt fólk í dag drekkur minna af kaffi og þarf á þeim að halda inni á milli,“ segir Garðar. Orkudrykkirnir flæða yfir landið  GOGO nýr íslenskur orkudrykkur  Stækkandi markaður MOrkudrykkir alkomnir »16 Úthald Orkudrykkir njóta vinsælda. „Okkur, sem höfum staðið að undir- búningi ráðstefnunnar, kom á óvart hversu margir höfðu áhuga á að taka til máls. Fyrirlesarar voru þrefalt fleiri en við áttum von á,“ segir Jón Karl Helgason, bókmenntafræð- ingur og einn af sex í undirbúnings- nefnd ráðstefnunnar Hrunið, þið munið, sem Háskóli Íslands stendur fyrir í dag og á morgun. Tilefnið er að 10 ár eru liðin frá bankahruninu 2008 en alls flytja hátt í eitt hundrað fræðimenn fyrirlestra. Verður m.a. fjallað um íslenskar rannsóknir sem eiga að varpa ljósi á tengsl milli fjármálahrunsins og breytinga á heilsu og líðan fólks sem og samskiptavanda á vinnustöðum. Samkvæmt opinberum gögnum frá bæði Íslandi og OECD-löndunum kemur Ísland vel út í flestum þáttum. »10 og 30 Banka- hrunið rætt  Hátt í 100 manns flytja fyrirlestra Morgunblaðið/Golli Ólæti Fólk réðst m.a. að lögreglu. Mat sérfræðinga er að hagkvæmasti og öruggasti kosturinn til að koma í veg fyrir og laga raka- skemmdir á vesturhúsi höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur (OR) við Bæjarháls sé að skipta um alla útveggi hússins. Það þýðir að útlit hússins mun breytast verði ráðist í þessar framkvæmdir. Allir útveggir verða lóðréttir í stað þess að hallast inn. Stefnt er að því að húsið fái „hógværara og lágstemmdara yfirbragð,“ samkvæmt heimasíðu OR. Verkfræðihönnun verður boðin út áður en endanleg ákvörðun um framhaldið verður tekin. Kostnaðarmat á framkvæmdinni mun einnig fylgja með verkfræðihönnuninni, að sögn Helgu Jónsdóttur, forstjóra OR. Stefnt er að því að ákvörðun um framhaldið liggi fyrir í vor. Það sem heilt er í vesturhúsinu mun nýtast áfram, það er burðarvirki, gólfplötur, loftræstikerfi og fleira. Stefnt er að því að skrifstofurými verði sveigjan- leg og heilsusamleg. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hugmyndir um breytt útlit  Skipt verði um útveggi á vesturhúsi höfuðstöðva OR  Veggir verði lóðréttir MHagkvæmast að skipta »4 SJALDSÉÐ SÆLGÆTI 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.