Morgunblaðið - 05.10.2018, Page 10

Morgunblaðið - 05.10.2018, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2018 Rakaskemmdir ogmygla Rb á Nýsköpunarmiðstöð Íslands Málstofa um innivist og áhrif raka ogmyglu á vellíðan og heilsu Nýsköpunarmiðstöð Íslands að Árleyni 8, 112 Reykjavík Mánudaginn 8. október frá kl. 13 -16 Fundurinn er opinn öllum og aðgangur ókeypis Skráning á nmi.is/malstofa Setning Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands Hvað kosta rakaskemmdir marga milljarða á ári fyrir samfélagið? Ólafur H. Wallevik, prófessor við HR og forstöðumaður Rannsóknarstofu byggingariðnaðarins á Nýsköpunarmiðstöð Íslands Loftgæðamælingar við mat á innivist Alma Dagbjört Ívarsdóttir, verkfræðingur á Mannviti Indoor air quality and health issues due to moisture and mold Sverre B. Holøs, yfirverkfræðingur hjá SINTEF í Noregi Pallborðsumræður Stjórnandi: Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir og þátttakendur eru: Björn Marteinsson Háskóli Íslands Indriði Níelsson Verkís Ríkharður Kristjánsson EFLA Kristmann Magnússon Rb á NMÍ Einnig verður sérstakt námskeið um áhrif raka á myglu og innivist. Þriðjudaginn 9. okt frá kl 9 – 12 með Sverre B. Holös frá Sintef. Aðgangsverð að því námskeiði er 19.000 kr. Skráningar sendist á margret.th@nmi.is Þór Steinarsson thor@mbl.is „Hrunið, þið munið“ nefnist ráð- stefna sem Háskóli Íslands stendur fyrir í dag og á morgun. Meðal við- burða er málstofa um heilsu og líðan barna og starfsfólks fjármálafyrir- tækja og sveitarfélaga í kjölfar efna- hagshrunsins 2008. Þar verður fjallað um íslenskar rannsóknir sem eiga að varpa ljósi á tengsl milli fjármálahrunsins og breytingar á heilsu og líðan fólks sem og samskiptavanda á vinnustöð- um. Líðan barna jafnvel betri Helstu breytur varðandi heilsu og líðan barna eru á svipuðu róli eða betri eftir fjármálakreppuna heldur en fyrir hana og svo virðist sem börn séu almennt hamingjusamari núna en á árunum fyrir kreppu segir Geir Gunnlaugsson, barnalæknir og pró- fessor á félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Geir hefur ásamt samstarfsfólki sínu borið saman nokkra tugi þátta eða þjónustuvísa sem hægt er að nota til að bera saman heilbrigðis- þjónustu milli mismunandi landa og ára. Hann notaði þá til að meta heilsu og líðan barna í kjölfar fjármála- kreppunnar og áhrif hennar á heil- brigðisþjónustu. Samkvæmt opinberum gögnum bæði frá Íslandi og OECD-löndunum kemur Ísland vel út í flestum þessara þátta og segir Geir að áhrifin á klass- íska þætti sem notaðir eru til að meta heilbrigðisþjónustu og árangur hennar séu ótrúlega litlir og að heil- brigðiskerfið hafi staðist það álag sem fylgdi niðurskurði á árunum eft- ir hrun. „[Heilsa og líðan barna] hefur að minnsta kosti ekki versnað eins og maður hefði reiknað með en hún gæti hafa batnað. Þetta er mjög athygl- isvert. Ég veit að á þessum tíma var mikið verið að huga að börnum og það sem er kallað veikburða hópum eins og atvinnulausum, öryrkjum og barnafjölskyldum. Okkur tókst á margan hátt vel að halda utan um þá þjónustu og að reyna að verja hana þrátt fyrir niðurskurð í kerf- inu sem allir fundu fyrir,“ seg- ir Geir í samtali við Morgun- blaðið. Sem dæmi nefnir Geir töl- fræði um ung- barnadauða og meðgöngur á síðustu 10 árum. „Fyrsti og mikilvægasti þátturinn í öllum greiningum á heilsu barna er ungbarnadauði. Hann hefur minnk- að á hverju ári og hélt því áfram eftir hrun. Það er ekki sjálfgefið, hann hækkaði til dæmis í Grikklandi. Það er afrek út af fyrir sig,“ segir hann. Greining hans sýnir einnig að fæð- ingar léttbura, barna sem fæðast undir 2.500 grömmum, og lítil fæð- ingarþyngd hafi aukist hlutfallslega á árunum eftir 2008 og að það megi mögulega rekja til streitu í samfélag- inu. Þrátt fyrir það hafi fæðingar- tíðni náð hámarki árið 2009 og að konur hafi almennt fengið jafn mikla þjónustu fyrir og eftir hrun. Geir tekur þó fram að þrátt fyrir að heilbrigðisþjónustan í landinu hafi staðið af sér álag vegna hrunsins hingað til sé ekki sjálfgefið að hún geri það til lengri tíma. Því sé mikil- vægt að vera stöðugt á varðbergi í þessum málum. Samskipti á vinnustöðum Neikvæðir samskiptaþættir meðal starfsfólks sveitarfélaga í landinu hafa aukist hlutfallslega á árunum eftir hrun. Hjördís Sigursteinsdóttir, dósent við viðskipta- og raunvísinda- deild Háskólans á Akureyri, hefur í 5 ár rannsakað samskipti milli tæplega þrjú þúsund einstaklinga sem starfa fyrir ýmis sveitarfélög um allt land. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að oftar var greint frá neikvæðum samskiptaþáttum; einelti, kynferðis- legri og kynbundinni áreitni, hótun- um og líkamlegu ofbeldi á árunum eftir hrun. Hjördís tengir það við slæm áhrif fjármálakreppunnar á starfsumhverfi svo sem niður- skurðaraðgerðir sem höfðu áhrif á áhyggjur og líðan fólks. „Ég get ekki fullyrt að það [and- legt og líkamlegt ofbeldi] hafi aukist en hins vegar eru fleiri og fleiri sem segja frá því þannig að hlutfallið hækkar og hækkar,“ segir hún í sam- tali við Morgunblaðið. Þá segir hún áhugavert að skoða hverjir gerendurnir séu. Þegar kem- ur að einelti og áreitni séu það oftar stjórnendur eða samstarfsaðilar en utanaðkomandi aðilar sem séu lík- legir til að beita hótunum eða líkam- legu ofbeldi. Það séu til dæmis börn í grunnskólum eða foreldrar þeirra. Álag í fjármálafyrirtækjum Vanlíðan meðal starfsmanna banka og fjármálafyrirtækja jókst mikið eftir hrun með auknu vinnuá- lagi, aukinni óvissu um atvinnuör- yggi og miklum breytingum í starf- semi þessara stofnana. Þetta sýnir könnun sem Ásta Snorradóttir, lektor við félagsráð- gjafadeild Háskóla Íslands, gerði í samstarfi við Vinnueftirlitið og Sam- tök starfsfólks í fjármálafyrir- tækjum. Þá kom í ljós að í mörgum tilvikum var vanlíðan meðal starfsfólks fjár- málafyrirtækja sambærileg eða meiri heldur en meðal þeirra sem höfðu misst starf sitt vegna fjármála- kreppunnar. „Þó að það sé betra að halda starf- inu sínu og hafa fastar tekjur þá þarf alltaf að hugsa um að vinnuumhverf- ið sé gott og styðji við fólk þannig að því líði vel í vinnunni,“ segir Ásta í samtali við Morgunblaðið. Málstofan hefst klukkan 15.00 í dag og fer fram í stofu 220 í aðal- byggingu Háskóla Íslands. Áhrif fjármálahrunsins á heilsu  Heilbrigðiskerfið stóðst álagið sem fylgdi hruninu  Vanlíðan starfsmanna fjármálafyrirtækja jókst mikið eftir hrun  Starfsfólk sveitarfélaga tilkynnir hlutfallslega meira um andlegt og líkamlegt ofbeldi Ásta Snorradóttir Hjördís Sigursteinsdóttir Geir Gunnlaugsson Áformað er hjá Veðurstofu Íslands að endurnýja svonefndar veðursjár, sem eru á Keflavíkurflugvelli og á Miðfelli á Fljótsdalsheiði austur á landi. Sú endurnýjun kostar um 270 millj. kr. og myndu þær stofnanir sem þjóna fluginu greiða þann kostnað. Veðursjár eru radarar sem t.d. geta greint tegund og magn úr- komu úr langri fjarlægð. Eru þetta afar mikilvæg tæki við rannsóknir og eftirlit. Telur Veðurstofan nauð- synlegt að byggja upp net með alls sex veðursjám, sem settar yrðu upp í áföngum og dreifðar um landið. Veðurstofan undirbýr nú útboðs- gögn vegna endurnýjunar á veður- sjám í Keflavík og á Miðfelli. Vilji manna stendur hins vegar til að hafa með í kaupunum þriðju veður- sjána, en áætla má að gripurinn kosti kominn á staðinn um 200 milljónir króna. Einn af stöðunum sem koma til greina fyrir þriðju veðursjána í þessum áfanga er Grímsey. Þaðan megi vakta veðr- áttu betur á norðanverðu landinu og á víðfeðmu hafsvæði norður af landinu, svo sem vegna norður- slóðarannsókna og umferðar far- þegaskipa. Þá nýtast veðursjár vel til að fylgjast með dreifingu ösku í eldgosum. Vegna fyrirhugaðra kaupa á þessu þriðja tæki hefur verið óskað eftir fjárveitingu úr ríkissjóði. Vakta norðrið úr Grímsey  Veðurstofan vill net með sex veður- sjám  Flugmálayfirvöld borga tvær Morgunblaðið/Golli Grímsey Veðursjá sem þar yrði komið fyrir myndi kosta um 200 millj. kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.