Morgunblaðið - 05.10.2018, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2018
Guðrún Óla Jónsdóttir
gudruno@mbl.is
„Það kemur fram greinileg vanlíðan í
textanum og augljóst að hún hefur
fylgt viðkomandi fram á fullorð-
insár,“ segir Már Jónsson sagnfræð-
ingur, einn þeirra sem flytja munu
erindi á málþingi í Þjóðminjasafni Ís-
lands í dag. Þingið er haldið til heið-
urs Guðrúnu Ásu Grímsdóttur og
hefst klukkan 13.30.
Erindi Más ber titilinn Kynferðis-
legt ofbeldi í Skálholtsskóla árið 1769
og byggist á æskuminningum nem-
anda úr skólanum sem Már segir
gefa til kynna að viðkomandi hafi ver-
ið beittur kynferðislegu ofbeldi af
samnemanda sínum.
Vanlíðan og sterk tilfinning
Í Skálholti var biskupssetur frá
árinu 1056 og var þar stofnaður Skál-
holtsskóli en hlutverk hans var fyrst
og fremst að mennta menn til að
gegna prestsembættum.
Már segist hafa verið að grúska í
gögnum um mann sem stundaði nám
í Skálholtsskóla, þegar hann rakst á
frásögn sem maðurinn hafði sjálfur
skrifað og bendir til kynferðislegrar
misnotkunar. Már neitar að nafn-
greina manninn en segist vitaskuld
ætla að gera það í erindinu og bætir
við að hann sé nokkuð þekktur.
„Þetta er í rauninni mjög sorglegt.
Það er vanlíðan í textanum og sterk
tilfinning á bak við þetta. Hann lýsir
þessu nokkuð ná-
kvæmlega og lýs-
ingarnar eru
hrollvekjandi.“
Már segir við-
komandi tala um
einn geranda og
nokkur nöfn komi
til greina í þeim
efnum en hann
ætlar í erindi sínu
að velta vöngum
um mögulega sökudólga.
Rímar við nútímann
Már segist ekki hafa séð neitt líkt
þessari frásögn áður. „Spurningin er
þá hvort til séu fá dæmi um svona
nokkuð, alveg eins og fá þekkt dæmi
eru um nauðganir á konum, af því að
það var svo lítið um þetta eða af því
að svona lagað var þaggað niður. Ég
efast í sjálfu sér ekkert um að þetta
hafi verið algengara en vitað er í dag.
Það hafa örugglega verið einhverjir
einstaklingar sem voru erfiðir,
ágengir og frekir við minnimáttar og
svo framvegis, rétt eins og nú.“ Hann
bætir við að textinn, sem skrifaður
var fyrir rúmum tvö hundruð árum,
rími við nútímann að því leyti að við-
komandi taki fram að hann hafi ekki
getað sagt neinum frá þessu. „Það er
sama sjálfsþöggunin og nú. En með
þessum texta bætist smá bútur inn í
umræðuna og styrkir það að auðvitað
hafi ýmislegt verið í gangi sem við
bara vitum ekkert um.“
Sama sjálfsþöggunin og nú
Talað um einn geranda en nokkrir koma til greina Nokkuð nákvæmar lýs-
ingar Gat engum sagt frá Bútur í umræðuna Veltir vöngum um sökudólga
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kirkja Skálholt er einn merkasti sögustaður landsins, samtvinnaður sögu kristni á Íslandi og þar var löngum rekinn skóli, en svæðið er afar fjölsótt.
Már
Jónsson
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins
gegn Júlíusi Vífli Ingvarssyni, fyrr-
verandi borgarfulltrúa, vegna meints
peningaþvættis fer fram fimmtudag-
inn 29. nóvember. Þetta var ákveðið
við fyrirtöku málsins í gær, en þar
kom einnig fram að verjandi Júlíusar
fengi frest til 1. nóvember til að skila
greinargerð í mál-
inu.
Í málinu er Júl-
íus ákærður fyrir
peningaþvætti
með því að hafa
geymt á erlendum
bankareikningi
sínum fjárhæðir
að andvirði 131 til
146 milljónir
króna, sem voru
að hluta til ávinningur refsiverðra
brota, og ráðstafað þeim á banka-
reikning hjá vörslusjóði í Sviss. Í
ákæru málsins kemur fram að Júlíus
hafi geymt fjármagnið í Bandaríkja-
dölum, evrum og sterlingspundum, á
bankareikningi sínum hjá bankanum
UBS á aflandseyjunni Jersey í
Ermarsundi á árunum 2010 til 2014.
49 til 57 milljóna vextir
Þá er hann sagður hafa ráðstafað
umræddum fjármunum inn á banka-
reikning sem tilheyrði vörslusjóðnum
Silwood Foundation í bankanum Juli-
us Bär í Sviss. Rétthafar vörslusjóðs-
ins voru Júlíus, eiginkona hans og
börn.
Um var að ræða tekjur sem honum
höfðu hlotnast nokkrum árum fyrr en
ekki talið fram til skatts. Því greiddi
hann ekki tekjuskatt, útsvar eða vexti
af fjármununum. Í ákærunni segir að
fjárhæð hins ólögmæta ávinnings
sem Júlíus kom sér undan að greiða
og vextir af því fé hafi verið á bilinu
49 til 57 milljónir króna.
Í ákærunni segir að við rannsókn
málsins hafi Júlíus viðurkennt að
fjármagnið væri tekjur sem hann
hefði ekki gefið upp til skatts.
Þar segir þó að Júlíus neiti að gera
nánari grein fyrir því hvenær tekn-
anna var aflað.
Mál Júlíusar
verður í
nóvember
Júlíus Vífill
Ingvarsson
Greiddi hvorki
tekjuskatt né útsvar
Þórarinn G. Pétursson, aðalhag-
fræðingur Seðlabanka Íslands, hefur
dregið til baka og beðist afsökunar á
ummælum sem hann lét falla á fundi
hjá Félagi atvinnurekenda 11.
september.
Þar ályktaði
hann út frá mikl-
um arðgreiðslum
síðustu ár að ríkið
sem eigandi
tveggja kerfis-
lega mikilvægra
banka væri að
beita þrýstingi til
að lækka eigið fé
bankanna.
Í leiðréttingu segir hann að um-
mælin hafi ekki byggst á kynning-
arefni hans eða skrifuðum texta og
að þau hafi ekki verið í samræmi við
neitt sem Seðlabankinn hefur látið
fara frá sér um þessi mál, og ekki
heldur fjármálastöðugleikaráð.
Leiðréttingin í heild sinni
„Á fundi mínum hjá Félagi at-
vinnurekenda 11. september sl. hafði
ég í frammi ummæli þar sem ég
ályktaði út frá miklum arðgreiðslum
undanfarinna ára að ríkið sem eig-
andi tveggja kerfislega mikilvægra
banka væri að beita þrýstingi til að
lækka eigið fé bankanna. Þessi um-
mæli byggðust ekki á kynningarefni
mínu eða skrifuðum texta. Þau voru
heldur ekki í samræmi við neitt sem
Seðlabankinn hefur látið frá sér fara
um þessi mál né fjármálastöðug-
leikaráð sem fjármála- og efnahags-
ráðherra er formaður í. Ég dreg
þessi ummæli því til baka og biðst af-
sökunar á þeim,“ segir í tilkynningu
sem Þórarinn sendi frá sér.
Biðst afsökunar á
ummælum sínum
Féllu á fundi Félags atvinnurekenda
Þórarinn G.
Pétursson Morgunblaðið/Ómar
Banki Ummæli aðalhagfræðings
féllu á fundi 11. september sl.