Morgunblaðið - 05.10.2018, Side 18

Morgunblaðið - 05.10.2018, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Heiðrún LindMarteins-dóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrir- tækja í sjávar- útvegi, ritaði at- hyglisverða grein hér í blaðið í gær. Þar ræddi hún stöðuna í efnahagslífinu út frá útflutningsgreinunum og sagði meðal annars að undanfarið hefðu borist fréttir af lakari af- komu þessara greina og nefndi sérstaklega þær þrjár stærstu, ferðaþjónustu, sjávarútveg og álframleiðslu. Augljóst er að staða útflutn- ingsgreinanna er viðkvæm. Heiðrún Lind nefndi til dæmis fréttir af því að töluverður sam- dráttur hefði verið í tekjum sjávarútvegs í fyrra. Að undan- förnu hefðu borist neikvæðar fréttir af hámarksafla í makríl og kolmunna, auk þess sem horfur í loðnuveiðum væru ekki góðar, enda hafa mælingar ver- ið á þann veg að ekki eru for- sendur til að mæla með upp- hafsaflamarki, hvað sem síðar verður. Samtök atvinnulífsins sendu verkalýðsfélögunum bréf í byrjun vikunnar og bentu þar á að miklar launahækkanir hefðu skert samkeppnishæfni ís- lenskra fyrirtækja í alþjóðlegri samkeppni. Þar var nefnt að raungengi á mælikvarða launa hefði hækkað um 55% frá árinu 2015 og launakostnaður hér á landi því orðinn hærri en í sam- keppnislöndunum sem því næmi. Var á það bent að for- dæmalaust væri að sam- keppnisstaða íslensks atvinnu- lífs hefði versnað jafn mikið á jafn skömmum tíma. Þetta er staða sem enginn getur horft framhjá. Launahækkanir á nýliðnum árum hafa verið gríðar- legar og kaup- máttaraukning vaxið á áður óþekktum hraða. Þetta er fagn- aðarefni fyrir launamenn og þeir hafa notið meiri lífsgæða fyrir vikið. Augljóst er hins vegar að þessi þróun getur ekki haldið áfram á sama hraða. Ef útflutningsgreinarnar lenda í mótbyr fylgja aðrir þættir efnahagslífsins með. Þess vegna er augljóst öllum sem á horfa að fram undan eru viðkvæmir tímar í efnahagslíf- inu í heild. Þess vegna var líka jákvætt að Samtök atvinnulífs- ins skyldu leggja til að aðilar vinnumarkaðarins myndu nú þegar setjast niður og ræða saman til að finna flöt á kjara- samningum á vinnumarkaði. Allir sem að þeim samn- ingum koma verða að horfast í augu við raunveruleikann og þá skyldu sem á þeim hvílir. Launamenn og allur almenn- ingur í landinu eiga skilið að að- ilar vinnumarkaðarins tali af varúð og ábyrgð og leiti leiða til að verja þann mikla árangur sem náðst hefur. Með þeim hætti er hægt að sigla þjóðar- skútunni farsællega í gegnum brimrótið sem fram undan er og heilli í höfn. Ef menn á hinn bóginn neita að horfast í augu við veruleikann þarf ekki að efast um að siglingin verður háskaleg. Þeir sem að kjara- samningum koma verða að huga að skyldu sinni við eigin umbjóðendur og allan almenning} Mikil ábyrgð Síðastliðinnsunnudag fór fram atkvæða- greiðsla í Makedón- íu um að breyta heiti landsins í Norður-Makedóníu. Er breyt- ingunni ætlað að binda enda á áratugalangar deilur við Grikki um nafnið og greiða leið lands- ins inn í bæði Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið. Skemmst er frá því að segja að nafnbreytingin var samþykkt með meira en 90% greiddra at- kvæða. Gallinn er hins vegar sá að einungis um þriðjungur þeirra sem voru á kjörskrá tók þátt í henni, þar sem þjóðernis- sinnar og stjórnarandstæðingar hvöttu til þess að hún yrði snið- gengin. Þrátt fyrir að almenningur í Makedóníu hafi sent þessi skila- boð til stjórnvalda með snið- göngu sinni hyggst Zoran Zaev, forsætisráðherra landsins, engu að síður „hlíta“ niður- stöðum atkvæða- greiðslunnar, enda nafnbreytingin í raun talin nauðsyn vilji landið eiga meiri samleið með vestræn- um lýðræðisríkjum. Í því ljósi má alveg skilja niðurstöðu atkvæðagreiðsl- unnar á þann veg að áhugi al- mennings í Makedóníu á inn- göngu í Evrópusambandið hafi dvínað, fyrst svo mikilvæg at- kvæðagreiðsla á þeirri vegferð fær ekki meiri hljómgrunn. Þá má raunar einnig greina nokkra kergju gagnvart Evrópusam- bandinu fyrir að vilja ekki taka upp viðræður fyrr en nafnadeil- an við Grikki hefur verið leyst. Það verður því fróðlegt að sjá hvort ríkisstjórn landsins fái meirihluta á þingi fyrir nafn- breytingunni. Mikilvæg atkvæða- greiðsla sniðgengin af kjósendum} Makedónar eða Norður-Makedónar? A lþjóðlegur dagur kennara er í dag, 5. október. Af því tilefni var haldið skólamálaþing á veg- um Kennarasambands Íslands í gær undir yfirskriftinni „Ís- lenska er stórmál“. Eftir veruna þar fyllist ég enn meiri bjartsýni fyrir hönd íslenskrar tungu, þar kom fram mikill einhugur og ástríða fyrir framtíð íslenskunnar og þeim möguleikum sem í henni felast. Á mál- þinginu var skrifað undir viljayfirlýsingu um mikilvægi íslensks máls en að henni standa auk Kennarasambandsins, forsætisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sam- band íslenskra sveitarfélaga og samtökin Heimili og skóli. Markmið þessarar yfirlýs- ingar er að finna víðtækan samstarfs- grundvöll til að vekja athygli og áhuga á ís- lenskunni, stuðla að virkri notkun tungumálsins og vinna að jákvæðari viðhorfum, ekki síst barna og ung- linga, til íslenskrar tungu. Á málþinginu voru einnig kynntar fyrstu niðurstöður rannsóknar Sigríðar Sigurjónsdóttur og Eiríks Rögn- valdssonar á stafrænum áhrifum alþjóðamáls á ís- lensku. Þar er meðal annars fjallað um net- og snjall- tækjanotkun barna, viðhorf þeirra og áhuga á ensku, málkunnáttu og málumhverfi. Þær tölur sem kynntar voru eru úr netkönnun meðal barna á aldrinum 3-12 ára og veita þær afar forvitnilegar vísbend- ingar um þá hröðu þróun sem nú á sér stað í málumhverfi okkar. Það vakti athygli mína að samkvæmt þeim tölum nota 19% þriggja til fimm ára barna netið á hverjum degi, og 8% þeirra barna byrjuðu að nota snjalltæki fyrir eins árs aldur. Þetta er tímamótarann- sókn en henni er ekki lokið og úrvinnsla gagna raunar nýhafin en þessar fyrstu nið- urstöður eru sannarlega umhugsunarverðar. Það bendir ýmislegt til þess að viðhorf barna og ungmenna til íslensku sé að breyt- ast og því er mikilvægt að gefa gaum. Foreldrar eru fyrirmyndir barna sinna og það eru kennarar einnig. Kennarar eru ein- ir af mikilvægustu áhrifavöldum sem unga fólkið okkar kemst í tæri við. Þeir skipta sköpum fyrir framtíð íslenskunnar og góð þekking þeirra, áhugi og ástríða fyrir tungumálinu get- ur svo auðveldlega smitast til nemenda. Þeir geta verið, svo vísað sé til orða frú Vigdísar Finnboga- dóttur, sendiherrar íslenskunnar. Það er dýrmætt að kennarar taki virkan þátt í því að snúa vörn í sókn fyr- ir tungumálið okkar. Við höfum greint frá fjölþættum aðgerðum stjórnvalda er einmitt miða að því og þar gegnir menntakerfið og kennarar lykilhlutverki. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Sendiherrar íslenskunnar Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Það þarf mikið að gerast hérá landi til að við náumþeim markmiðum sem setthafa verið fyrir árið 2019. Við bindum vonir við að hér verði vakning,“ segir Íris Gunnarsdóttir, rekstrarstjóri vöruflokka hjá Úr- vinnslusjóði. Laugardaginn 13. október næstkomandi verður alþjóðlegur átaksdagur í endurvinnslu raftækja. Átak þetta verður haldið í 20 lönd- um til að vekja athygli á endur- vinnslu raftækjaúrgangs og hvetja neytendur til að skila raftækjum til endurvinnslu. Aðeins 20% endurunnin Talið er að um 50 milljón tonn af raftækjaúrgangi falli til á heims- vísu í ár. Aðeins 20% af raftækjaúr- gangi í heiminum eru endurunnin. Það þýðir að 40 milljónir tonna fara í urðun, brennslu eða eru meðhöndl- aðar á óásættanlegan hátt. Að sögn Írisar er þó víðast hvar löggjöf um raftækjaúrgang. Hún segir að gríð- arlegt tap verðmætra og sjaldgæfra efna verði þegar efni falli úr hring- rásinni við það að fara ekki í réttan endurvinnslufarveg. „Almenningur þarf að vera miklu meðvitaðri um þessi mál. Við þurfum að ná þeim tækjum sem fólk og fyrirtæki eru með í geymslu. Þar liggja efni úr náttúrunni sem við þurfum að nota aftur. Þetta gengur út á að ná þessum efnum og nota þau aftur og aftur og aftur. Mikið af þessu er sjaldgæf efni og það er dýrt að vinna þau. Fyrir utan að þetta gengur til þurrðar.“ Háleit markmið fyrir 2019 Markmið um söfnun raf- og raf- eindatækjaúrgangs náðust í fyrra. Þá skiluðu 45% úrgangs sér, en það er í samræmi við skuldbingar Evr- ópusambandsþjóða sem Ísland gengst undir í tengslum við EES- samninginn. Ný markmið hafa verið sett fyrir árið 2019, að 65% þessa úrgangs skili sér til endurvinnslu. „Ég hef verið að funda með kollegum á Norðurlöndunum. Þau segjast ekki reikna með að ná þessu árið 2019. Þetta verður á brattann að sækja,“ segir Íris. Nýjustu tölur, frá árinu 2015, sýna að á Íslandi skilar hver íbúi að meðaltali 11,7 kílóum af raftækjum til endurvinnslu. „Það er í efra lag- inu í samanburði við önnur lönd. Þýskaland er til dæmis með 9,5 kíló á íbúa og Frakkland 10,8,“ segir Íris. 380 milljónir í fyrra Úrvinnslugjald var sett á raf- tæki í byrjun árs 2015 og hefur sá háttur gefist vel, að sögn Írisar. Í meðfylgjandi töflu má sjá sundur- liðun á úrvinnslugjaldi í fyrra. Þar kemur fram að alls voru greiddar tæpar 380 milljónir króna í úr- vinnslugjald. Mest var vegna kæli- tækja og skjáa. „Greitt úrvinnslugjald er í beinu sambandi við hagsveiflur landsins og hefur vaxið mikið undanfarin ár,“ segir Íris. Eins og áður segir verður al- þjóðlegt átak í þessum málum 13. október. Þá munu sveitarfélög, Sorpa, raftækjaverslanir, Umhverf- isstofnun og fleiri aðilar taka þátt og reyna að vekja athygli á mikilvægi þess að raftækjum sé skilað til endurvinnslu. Sífellt meira greitt í úrvinnslugjald hér Morgunblaðið/Eggert Raftæki endurunnin Alþjóðlegu átaki um endurvinnslu raftækja er ætl- að að hvetja fólk til að skila af sér raftækjum sem það hefur í geymslu. Greitt úrvinnslugjald 2017 Heimild: Úrvinnslusjóður Flokkur Gjald (kr./kg) Innflutningur (tonn) Greitt úrvinnslugjald (milljónir kr.) Kælitæki 47 2.459 115,6 Skjáir 130 877 114,1 Perur 25 76 1,9 Stór tæki 11 6.281 69,1 Lítil tæki 16 4.174 66,8 Lítil UT-tæki* 13 898 11,7 Samtals 14.765 379,1 *M.a. farsímar o.fl. samskiptatæki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.